Vísir - 30.07.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 30.07.1947, Blaðsíða 4
3 V l S I R Miðvikudagimi .30. júií 1ÍM,7'' DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAtJTGÁFAN YlSIR H/F Ritstjórar: Kristján GuSlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Simar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Nú er nauðsyn. fjótt síldveiðarnar gangi að óskum og allur fiskqr seljist, * sem liggur nú í landinu, er ekki tjaldað nema til einnar nætur varðandi hfkömu þjóðarinnar. Hverju barni er ljóst, hð verði feitmetisþörf heimsmarkaðarins fullnægt að veru- legu Ieyti, fellur þessi vara í verði og engum fylgifiskum verður komið lit á erlendum markaði i liennar skjóli., Verð á fiski svarar ekki til framleiðslukostnaðar hér heima fyrir eins og sakir standa, en líkur benda til að það muni enn lækka verulega. Ctveginum var lialdið uppi á síðustu vertíð, með því að ríkissjóður ábyrgðist útvegs mönnum lágmarksverð fyrir fiskinn, sem útvegsmenn telja nú ófullnægjandi, en sem þó getur orðið rikissjóði um megn. Þegar svo er komið, að ríkið ábyrgist verð fyrir helztu framlciðsluvörurnar, sýnist skammt til þjóð 'nýtingar, en það er annað mál og skal ekki rætt hér að sinni. Hvernig, sem úr rætist um fisksölu á ])essu ári, get- 'um við ekki gert ráð fyrir að fiskurinn seljist á næsta ári fyrir viðunandi verð, eða sem svarar framleiðshdeostnaði. Vafalaust leggur löggjafinn ekki aftur út á þá háhi braut að ábyrgjast útveginum lágmarksverð, enda tilgan'gslaust, • en af því hlýtur að leiða stöðvun að öllu óbreyttu. Islenzkir framleiðendur hafa til skamms tíma setið að ' tryggum og góðum markaði. I skjóli þess hafa þeir getað greitt hærra kaupgjald, en dæfni eru til, en sökum hækk- andi verðlags á innlendum afurðum hefur vísitalan hækkað svo, að hún er allt að heímingi hærri, ;en i nokkru öðru Norðurlandanna, sem keppa fyrst og fremst við okkur um sölu sjávarafurða. Þessi röskun vísitölunnar á í rauninni rætur sínar að trekja, til hernámsáránna og setuliðsins brezka og banda- 'ríska. Herstjórnin greiddi hærra kaup og galt vörur hærra Verði, en dæmi voru til, en af því leiddi aftur að inn- /lend stjórnvöld misstu tauníhaldið og fengú við ckkert ' i'áðið, -— einkum þó eftir að séxmannanefndin fræga hafði 5lagt grundvöllinn opinberlega að aukinni vérðþenslu. Sýnt er að þótt ríkisstjórn og löggjafi beiti sér fyrir 'ráðslöfunum til þess að vinna bug á verðþenslunni, verða þcssir' aðilar að njóta til þess trausts og balds almennings. -Með öðru móti koma engar ráðstafanir að haldi, fyrr en langvarandi vinnustöðvun hefur opnað augu manna, og 'þjóðarbúið í heild goldið óbætanlegt afhroð. Til þess að ’ afstýra slíkum þjóðarvoða, Væri cðlilegt að framleið- 'endur og launþegar réðu ráðum' sínUm, með því að hér 1 hafa þeir sameiginlegra hagsmuna að gæta, og bærú því- næst fram jákvæðar tillögur til úrbóta, sem byggja mætti Oöggjöf á og framkvæma án tilfinnanlegra byrða fyiir al- Jmeúning eða róttækra lífsvenjubreytinga. Náist samkomu- 'lag milli framleiðenda og launþega, er .gátan ráðin, en ‘sliks samkomulags er ekki áð vænta, ,ef hver og einn ber lóminn í sínú horni, en hefst ekki að. Sanni raunin hinsvegar að framleiðendur og launþegar \geti ekki náð samkomulagi sín á milli, verður löggjafinn að fara þá leiðina, sem hann telur affarasælasta og sem minnsta röskun hefur í för með sér fyrir almenning. Slík- (um ráðstöfunum-á ekki að beita að óþörfu, en tíminn er 'vissulega skammur til stcfnu. Ætti ríkisstjórnin að eiga að því frumkvæði, að stéttafulltrúar kæmu saman til fund- ar, til ])ess að ráða ráðum sínum, en þólt engin úrlausn fengist skaðar aldrei að kynnast viðhorfum almennings, einkum með tilliti til nauðsynlegrar löggjafar síðar. Að- gerðarleýsi í þessu efni getur reynzt skaðvænlegt, en jafn- !vel árangurslausar aðgerðir koma aldreí að sök. 1 Erlend blöð ræða þessa dagana um lélega íjármála- 'stjórn og margkyns glöp, sem íslenzka þjóðin hafi gert sig seka um að styrjöldinni lokinni. Slíkar umræður byggj- 1 ast að verulegu leyti á ókunnugleika. Takist okkur að vinna bug á því ófremdarástandi, sem skapaðist við dvöl erlendra herja hér í landi, höfum yið aldrei staðið betur að vígi í lífsbáflttiníúi.' : Sig. Helgason. Framh. af 1. síðu. lagði stund á tónsmíði, radd- þjálfun ,og fleiri greinar er lutu að söng og söngkennslu. Jáfnframt námi stjórnaði eg ýmsum kórum, aðallega karlakórum, bæði amerísk- um, sænskum, dönskum, norskum og auk þess stjórn- aði eg islenzkum kór. Hann var nijög góðlir og í hónum voru margir söngmenn, sem síðar hafa getið sér mikinn orðstír í Ameríku. Árið 1920 flutti eg til Los Angeles og bjþ þar í 15 ár. Þar stundáði eg hljómlistár- náni við Polyteknical In- stitut. Einnig þar æfði eg og stjórnaði skandinaviskum karlakórum, ni. a. æfði eg is- lenzkan köf. — Og livar er heimilj yðar nú? — Eg á heima í Blaine, en í Bellingham, sem er skammt frá Blaine og er auk þess fræg fvrir hljómlistarlíf. hefi eg ásamt konu minni stofn- sett söngskóla, aðallega fyrir einsönvara, en einnig fyrir kóra. Við höfum mjög mikið að gera og aðsókn meiri en við getum með góðu móti annað. — Hefir kona yðar einnig hlolið söngmenntun? — Já, hún er af sænskum ættum, heitir Hildur Lind- gren og liefir stundað söng- nám bæði i Múnclien og Par- ís. Ilún ferðaðist á yngri ár- um land úr landi sem ein- söngvari. Nú er hún aðal- kennari við söngskóla minn í Bellingham. — Þér hafið samið mikið af tónverkum ? — Eg hefi samið mikið af allskonar verkum, aðallega þó sönglög við texta vestur- íslenzkra skálda. Ennfremur hefi eg samið töluvert af kon- zert-veikum. — Er i n a rgT"í s 1 e n d i n ga í grennd yíð yður? ! ’ ’ i— I Blaine er sannkölluð íslendingabyggð. Þar er margt eldri íslendinga og þeir hafa mikinn hug á þvi að halda við íslenzkri tungu og þjóðerni. Við komum oft saman og syngjum islenzk ættjarðarljóð. Ilinsvegar gengur erfiðlegar að halda við þjóðernistilfinningu með- ai barna ög barnabarna þéss- arar gömlu kynslóðar. Þau tapa sinám saman málinu og tilfinningu fyrir íslenzku þjóðerni. — Hvernig faiinst yður að konía heim? — Það var gainan. Landið er enn sem fyrr fagurt og frítt, en þjóðin er önnur og umbætur gifurlegar. T. d. bafði mig aldrei dreymt um hve ísland væri frjósamt og ræktunarmöguleikar miklir fyrr en eg sá það nú í annað sinn. Eg ferðaðist töluvert um landið, bæði hér sunnan- lands og eins fór eg norður. Sérstaka ánægju Iiafði eg af þvi að koma til Skagafjarðar, því það er eins og Skagfirð- ingar meti það sérstaklega mikils við mig að eg samdi lag við ,,Skin við sólu Skaga- fjörður". Fyrir nokkurum árumsæmduþeir mig gjöfum fvrir þessa tónsmíð og veittu mér annan heiður. Og nú þegar ég kom norður héldu þeir mér’samsæti og sýndu mér Iilýhug i hvívetna. Væri mér annt um ef þér bæruð þeiiri sérstakar alúðarkveðj- ur frá mér og ekki sízt sýslu- manni þeirra, Sigurði Sig- urðssyni á Sauðárkróki. — 1 Ivað finnst vður um hljómlistarsmekk íslend- inga? — Eg lield að þið séuð á réttri braut. Eg dáist að hljómlistargáfú íslendinga. Eg varð ekki minna hrifinn af hlustendunum en hljóiíi- listarmönnunum á Beethov- órihátiðinpií. rtg p eg held áð slika íilusténdur fái Busch- kvarteltin ekki i Ameríku. Flutningur Tónlistarfélagsins á Júdasi Makkabeusi fannst mér aðdáunárverður óg sýria jafnframt hve Íslendingar eiga orðið góðá söngkrafta. !R !Öfld ¥111 fá xiýlendar Ítala í A.-Mríku. Haile Selassie, keisari í Abessiníu, hefir tilkynnt, að ríki hans geri skilyrðislausa kröfu til nýlendna þeirra, sem Italir átti í A.-Afríku. Það eru Ei'itrea, sém snýr að Rauðahafi, og Somaliland, sem snýr að Indlandshafi, sem Abessinia gerir tilkall til. Mótníælir keisariim þvi harð- lega að Sameinuðu þjóðirnar taki lönd þessi undir verndar- væng sinii eða skipi einhverja í sinum hópi til að háfa verndargæslu þeirra á heridi. Þar eru einkúm liafnirnar í Eritreu, Massawa og Assab, sem Abessiniumönnum leik- ur hugur á að komast yfir, því að þeir eiga sjálfit1 enga höfri, þar sem land þeirra liggur hvérgi að sjó. „Vatnajökuir kemur um miðjan Kæliskip Sölumiðstöðvar hraðflystihúsanna, Vatna- jökull, kemur væntanlega hingað um miðjan ágúst. Næsta dág mun skipshöfn- in, sem sigla á skipinú hing- að til lands, fara utan. Skip- stjóri verður Bogi Ólafsson. — Vatnajökull er 1100 smá- lestir að stærð, brúttó. BERGMAI Hvers vegna tókum vér kórón- una úr skjaldarmerkinu ? „Lögfræðingur1’ skrifar mér pistil með þessari fyrirsögn og heldur svo áfram: „Allir múnu kunna aö svara þessari spurn- ingti. Þetta var gert úm leiö og islenzka ríkið liætti aö vera kónungsriki og gerðíst lýðveldi. Og ástæðan var vitanlega sú, að lýöveldi hæfir ekki aö hafa konungsgórónu í skjaldar- merki sínu. Króna er sama og kóróna. Aftur á móti virðist etiginn gá þess, að vér notum körónuna í öðru sambandx á mjög óvið- eigandi hátt, ekki að eins stofn- anir ríkisins, b^sjar- og sveitar- félaga og embættismenn þess- ara aðilja, heldttr og allir þeir, er fé fara með. Allir hljóta að vita, að króna er sama sem kóróna. En þá er það ærið ó- viðeigandi að vér skulúni kalla gjaldeyri vorn krónu, eins og ríkið væri enn konungsríki, þótt lýðveldi sé orðið. Mörkin. Ekkf'-'fór Finnuni þánnigý eina Norðurlandaþjóðinni, sem lýðveldi stofnaði á uudan oss. Þeir tóku upp hiö forna heiti Norðurlandal)úa á gjaldeyri sínum og kalla hann mörk. Auðvitað eigum vér að fara að dæmum Finna og kalla gjald- eyri vorn. merkur og aura, svo sem gerðu forfeður vorir. Verð- ur þá krónán nrörk, en engan bága gerir, þótt hundrað aurar verði i mörkinni, eins og i Ítrótfú,* í"statf 8‘ aúra' tií forriá. Við innköllunina. Eðlilegt er, að slík brevting verði gerð á mynt vorri og peningaseðlum nú, er peninga- innköllun skal fara f-rám og gefa skal i'it nýjan gjaldeyri, hvort eð er. Verður þá eriginn aukakostnaöur af þessari l>reyt- ingu.“ Tökuro. undir! Eg vil taka undir meö lög- fræðingnum í þessu efni og það munu’ vafálatist fleiri gera. Við 'eigutn aö láta þati utn- merki, sem enn eru til ttm að við höfum einhvern timann veriö konungsríki, hverfa meö ölltt — taka ttpp nýtt líf meö lýðveldinu. Hvað segja tnerín svo um, áð sú breyting verði gerð á stólúin forseta Alþingis, áð ..kórónan verði ilátin hvérfa af þeim ög yfirleitt alls staðar þar setn hún finnst enn? Það verða víst margir, sem táka tindir þaö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.