Vísir - 06.11.1947, Síða 7

Vísir - 06.11.1947, Síða 7
Fimmtudagina 6. nóvémber 1947 S. SHELLABARGER: ^iqnrieqarim »» KASTILÍU mitt, við pabbi þinn eiguin engan annan í heiminum, sem við getum elskað. Við liöfum hugsað um þig öll þessi ár, talað um þig, beðið fyrir þér og lilakkað til komu þinnar? Segðu okkur allt af létta, eins og í gamla daga — eða hefir þú brevtzt í nýja heiminum?“ Don Fransisko kinkaði kolli. „Já, leystu frá skjóðunni, sonur minn, Við viljum aðeins hjálpa þér. Það er stund- lím léttir að þvi að segja allt af létta. En þú ræður. Þú átt sjálfur hugsanir þínar. Eg ætla mér ekki að réyna að ltomast að því, sem mér kemur ekki við.“ Pedro hikaði. Hann langaði til að sprengja islielluna, sem hafði sezt að hjarta hans síðustu mánuðina. Honum varð allt í einu Ijóst, live mjög liann saknaði Katönu og Juans, allra sem voru vinir hans og hann þurfti ekki að vera á verði gegn. En gallinn var sá, að hann vissi vart, livað amaði að sér. „Eg veit ekki livað segja skal,“ sagði hann. „Spánn er ólíkur nýja heiminum og eg er ekld vanur honum enn. Lífið er frjálsara þar.“ „Eg veit livað amar að þér,“ sagði faðir hans. „Þér er eins innanbrjósts og' mér var eftir herferðirnar. Þú saknar félaga þinna og bernaðarins.“ „Eitlhvað þvi likt. Fólk er yngra þarna fyrir bandan. Það ér eins og tímiiin sé að byrja á ný. Ekki aðeins nýtt land, lieldur ný öld. Fólk er ekki að liugsa um að sýnast. .... En eg venst þessu. Vinni eg máhð fyrir keisaranum, þá get eg vænzt herstjórnarstöðu á Ítalíu. Frændi okkar Don Juan Alonso —• —“ „Æ-æ!“ stundi dona Maria. „Þú ert nýtrúlofaður og erl strax farinn að tala um að fara í liernað. Við vorum að ræða hjúskap þinn, sonur. Þú fórst glaður til Karvajal- hallarinnar og komst þaðan hnugginn. Ef þig langar ekki til að kvænast----—“ „Jú, mig langar til þess. Eg væri fífl að öðrurn kosti.“ „Þú skrifaðir ekki svona á leiðinni heim. Bréfin þin frá Sevilla — —“ „Já, eg veit —“ Allt í einu varð honum ljóst, livað am- aði að honum. „Eg veit. En í kveld-“ Nú brast isinn. Hann gat ekki orða bundizt. „Eg minntist allt i einu stúlku, sem eg elskaði á Nýja Spáni. Eg mun alltaf elska liana. Eg get ekki að þvi gert.“ Dona Maria rak upp stór augu. „Hver er liún?“ Pedro var þegar farinn að sjá eftir að hafa sagt þetta. Hvernig mundu foreldrar hans geta skilið samband hans við Katönu? „Það mundi aðeins særa þig, móðir mín, ef eg segði þér það. Við skul-um ekki tala meira um það.“ En hún ætlaði sér ekki að láta við svo búið standa. „Það er eg viss um, að það hefir verið einhver drósin, sem elti herinn.“ „Já.“ „Það eru falleg meðmæli með Luisu — að vera metin minna en herstelpa! Eg þekki þær! Þú liefðir þá frekar átt að leggja lag þitt við einhverja höfðingjadótturina, eins og þú sagðir, að Kortes liefði gert. Eða kannske hún liafi —“ dona Maria lækkaði róminn — „ef til vill áttir þú við þáð?“ „Nei, þetta var spænslc slúlka.“ „Með öðrum orðum — hóra.“ Pedro greip um stólbríkurnar. „Þögn, senora! Enginn, ekki einu sinni þú, skalt fá að kalla liana þessu nafni. Það veit Guð, móðir mín---“ „Svona!“ greip faðir hans fram í reiðilega. „Minnstu við livern þú talar.Og þú, kona, ættir ekki að nota slík orð. Ilvað táknar nafn hennar í okkar augum? Við þekkjum liana einu sinni ekki.“ Fyrirlitningin í rödd hans særði Pedro eins mikið og lireinskilni móður hans. „Jú, lierra. Það vill svo til, að þið þekkið liana. Úr því að ykkur íangar til að vita það, þá er eg að tala um Ivatönu Perez frá Rósaríó-kránni. Hún fvlgdist með bróður sínum til eyjanna og varð hernum samferða til Nýja Spánar. Eða,“ bætti liann svo við beizklega, „eruð þið búin að gleyma henni?“ Dona Maria greip andann á lofti, en maður hennar rétti úr scr á stólnum. „Katana Perez!“ lirópaði liann. „Því í fjandanum gaztu ekki sagt það strax? Ileldur þú að eg sé vanþakklátur V I S I R hundur? Heldur þú að eg gleymi lífgjafa okkar? Henni og senor Garcia? Þetta var hugdjörf stúlka. Ef hennar hefði elcki notið við, þá væri ekkert okkar hér í kveld!“ Dona Maria varð lieldur bliðari á manninn. „Fyrirgefðu mér, sonur. Eg vissi það ekki. Eg elska hana fyrir hjarta- gæzku hennar. .... Segðu okkur frá henni.“ Augu Pedros fylltust tárum. Hann hafði dæmt foreldra sína ranglega. Þótt þau væru af yfirstéttarkyni, voru þau ekki gersneydd þakklætistilfinningunni. „Þakk’ vkkur fyrir, foreldrar mínir......Það er ekki margt að segja.“ En er liann tók að tala, varð liann þess var, að hann lxafði frá mörgu að segja. — Minningarnar söfnuðust að honum. Hann sagði þeim frá liergöngunum, náttstöð- unum, hættunum, sem þau liöfðu mætt i sameiningu, gleði þeirra og sorgum. Við og við átti hann bágt með að koma upp nokkuru orði. „\ ið eignuðumst dóttur þar — í landi Ivoatls. Fallega, litla telpu. Bara að þú hefðir séð liana, M a d r e c i t a! Hún hafði augun þín. Hún dó af v ir u e 1 a s. Það var sannarlega þungbært.“ Tár læddust niður vanga donu Mariu. Don Fransislco rælskti sig. „Eg sé hana oft fyrir mér — við gröfina. Hún vildi ekki verða konan mín Hún hugsaði aldrei um sjálfa sig — að- eins mig. Hún sagði, að það væri ekki viðeigandi. Ekki viðeigandi! Guð minn góður! .... Guð má vita, hvar hún er nú niður komin. Hún fór ineð Juan Garcia. Hann er góður maður — hefir hjarta úr gulli. Eg býst við því, að þau hafi gifzt.“ Hann þagnaði andartak. „Hvort eg elskaði hana? Það orð'er auvirðilegt. Það sem á milli okkar var, átti ekkert skylt við hégóma og ástaljóð. Heldur vildi eg segja, að eg elskaði hana ekki. Hún var aðeins hluti af mér — eg veit ekki, livernig eg á að segja það — liluti af mér-->“ Hann þagnaði. „Það er allt og sumt.“ Hann sat og starði á logandi kertin á borðinu. Loksins sagði faðir hans: „Þannig hefir það verið með olckur, Maria. Við liöfum verið einn líkami, nei, ein sál. Það teí eg mesta hnossið, sem lífið hefir fært mér.“ Senora de Vargas svarað lionum aðeins með augnatil- liti. Síðan reis liún á fætur, gekk -til sonar síns og kyssti liann. „Við óskum þess eins, að þú verðir liamingjusamur, sonur minn. Ef þú telur þetta hjónaband — —“ Hann liristi höfuðið. „Nei, eg elska Luisu de Karvajal eins og það orð er notað. Við verðum álíka liamingjusöm og flest lijón. Við erum trúlofuð. Eg vil kvænast henni.“ Svo bætli liann við, er liann sá sársaukann í augum móður sinnar: „Við munum verða rnjög liamingjusöm.“ Hann tók kerti af borðinu, kjrssti móður sína, lmeigði sig fyrir föður sínuni og bauð þeim góða nótt. Þau sátu eftir, hugsjúk. Síðan sagði gamli maðurinn: „Tíminn læknar öll sár, ástin mín, en liann getur ekki út- máð örin. Pedro mun bera jietta ör á hjarta sínu til dauða- dags. En hvort sem mönnum likar betur eða vcrr, þá bera allir menn einhver ör.“ LXXVII. Það var ef til vill ekki einskær tilviljun, þegar Pedro fór að liðka Kampeador næsta dag, að liann reið upp til fjalla og nam loks staðar fvrir framan Rósaríó-krána. Hugur lians var eins óræður og hafi'ð. Hann liafði ekki ætlað sér að heimsækja krána, en samt reið liann þangað og er hann var kominn að kránni, stýrði hann liestinum inn í garðinn. Þar komst þegar allt í uppnám. Lubo, gamli varðliund- urinn, þekkti þefinn af Pedro. Hann gelti vingjarnlega og' reyndi að flaðra upp urn hann, þólt gigtin væri farin að ásækja liann á elliárunum. Aðrir liundar tók undir í kurt- eisisskyni, þótt þeir þekktu ekki komumann. Tveir hesta- sveinar hlupu fram brosandi og nokkrir nýliðar í þeirri stétt mjökuðu sér nær í von um nokkra skildinga. Nærri allir vissu, hver þarna var kominn, þvi að fregnin um hina virðulegu komu Pedros til Jaen hafði flogið um allt eins og eldur i sinu. „Hæ, Tobal og Sjepito!“ kallaði liann til hestasveinanna. „Hvernig líður ykkur, piltar. Það er langt siðan eg liefi komið hingað, ha?“ Hann fleygði handfylli af peningum til mannanna og stökk al' baki um leið og Panjo gamli Lopez kom kjag- andi út úr kránni. Karlinn var orðinn hæruskotinn og istra bans enn stærri, en að öðru leyíi var liann lítið breytt- ur. Hann ljómaði allur af ánægju. „Verið velkóminn, de Vargas höfuðsmaður, yðar ágæti! Velkominn til Rósai'ió!“ „Gamli vinur!“ sagði Pedro og rétti honum liöndina. „C ó m ó esla? (Hvernig liður þér?) Hvernig líður þér, 7 —Smælki— Eins og stendnr eru 55 löna í heiminum, sem útvarpa á stuttbylgjum, og er samanlagö- ur senditími þeirra 4275 klukku- timar á viku. Hæst af þessum löndum er England. Útvarpar þaS á 46 tungumálum 708 klukkutima á viku, og eru stundum 12 dagsskrárliöir í gangi í einu. Af hinum níu hnöttum í sól- kerfi okkar er Uranus eini hnötturinn, sem snýst frá austri til vesturs. Hann er einnig eini hnötturinn í sólkerfinu, semf vitaö er, hvenær mennirnir „fundu“, en þaS var áriö 17S1. Hinir hafa allir veriS kunnir frá því er sögur hófust. Nýjasta tækið, sem sett hefir veriS í flugvélar, er sjálfvirkt siglingatæki, sem stöðugt sýn- ir lengdar- og breiddarstööu flugvélarinnar. Mark Twain var í heimsókn hjá H. H. Rogers, og gestgjaf- inn leiddi hið fræga kímniskáld inn í bókásafn sitt. „Lítið þér á,“ sagði hann um leið og hann benti á forkunnar- fagurt marmaralíkneski. „Hvaö finnst yður um þetta?“ Lík- neskið var af ungum kven- manni, sem var að greiða hár sitt — mjög fagurt tákn ítalskr- ar myndhöggvaralistar. Mark Twein horföi á það um stund, og sagði síðan: „Þaö er ekki eðlilegt.“ „Og hvers vegna ekki?“ spurði Rogers. „Hún ætti að vera með munn- inn fullan af hárnálum." tíwMgáta nt. S07 Skýringar: Lárétt: 1 málmur, 4 setti saman, 6 veru, 7 kvenmanns- nafn, 8 sólguð, 9 sérhljóðar, 10 atviksorð, 11 á fætinum, 12 fangamark, 13 skoran, 15 gelti, 1G farvegur. Lóðrétt: 1 aðgerð, 2 spíra, 3 fangamark, 4 cndi, 5 hrif- in, 7 fljótið, 9 elskir, 10 málmur, 12 lofttegund, 14 öðlast. Lausn á krossgátu nr. 506: Lárétt: 1 hóta, 4 E.E., 6 ami, 7 orf, 8 ma., 9 et, 10 aka, 11 eður, 12 há, 13 kapal, 15 in, 16 nóg. Lóðrétl: 1 hamremi, 2 óma, 3 ti, 4 er, 5 efamál, 7 ota, 9 ekran, 10 auk, 12 liag, 14 Pó.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.