Vísir - 06.11.1947, Page 8
Lesendur eru beðnir að
athuga að smáauglýs-
i n g a r eru á 6. síðu. —
Fimmtudaginn 6. nóvember 1947
Næturiæknir: Slmi 5030. —
Næturvörður: Laugavegs
Apótek. — Slmi 1618.
Churchill óttast blóðbað í
Burma eins og á Indlandi.
Tel&ar óráð að fiytja brezka
lieriam á bort ur
Neðri máhtofa brezka
þingsins samþykkti í gær
frumvarp stjórnarinnar um
sjálfstæði Burma.
Frumvarpið var samþykkt
ineð 288 atkvæðum gegn 114,
en íhaldsmenn voru andvíg-
ir þessu frumvarpi.
Óttast blóðbað.
Winston Churchill hafði
orð fyrir stjórnarandstöð-
unni og deildi mjög harð-
lega á stjórnina fyri.r aðgerð-
ir liennar í Burmamálinu.
Hann sagðist óttast að á-
síandið í Burma myndi
verða líkt og það er nú i
Ihdlandi, ef þjóðin yrði gerð
alveg frjáls án þess að var-
úðarráðstafanir yrðu gerð-
ar um leið t. d. með því að
láta brezkan her verða i
landinu. Hann benti einnig
á það, að þegar væru farn-
ar að berast fréttir af blóð-
ugum óeirðum i Burma.
Afsala sér ábyrgð.
Churcliill lýsli því yfir i
neðri málstofunni, að stjón-
arandstaðan vildi enga á-
byrgð taka á gerðum stjórn-
arinnar i Burmamálinu. Á-
sland það, sem líldegt væri
að skapast myndi i Burma
og blóðsúthellingar þær, er
þvi fyldi myndi algerlega
vera á áhyrgð brezku jafn-
aðarmannastjórnarinnar.
Heimsveldið.
I ræðu sinni sagði Churc-
liill ennfremur, „að brezka
heimsveldið væri að éyðast
líkt og bandaríska lánið, er
stjórn jafnaðarmanna liefði
tckið og sóað. Tryggja hefði
mátt, að Burma hefði orðið
áfram iiinan vébanda hrezka
heimsveldisins.
Attlee fvlgdi frum.varpinu
úi lilaði af hendi stjórnar-
innar og taldi stjórnina að-
eins fylgja þeirri stefnu, að
láta þjóðirnar sjálfar ráða
því hvaða sjórn þær vildu
lúta, eigin sijórn eða ann-
arra.
Myndin sýnir hvernig
brezkum vitaverði er bjargað
: í helikopterfSugvél úr vita,
þegar ekki var hægt að ienda
vegna stórsjóa.
§*rælavinna hjá
L Go Farben.
Bandarískir ákærendur
í réttarhöldunum í Núrnberg
gegn framkvæmdastjórum I.
G. Farhen, hafa lagt fram
sannanir fyrir því að þeir
hafi vitað um að nauðungar-
vinnufólk hafi verið notað
í þágu fyrirtækisins. Það
hefir jafnvel komið í Ijós, að
þar hafi börn allt niður í
átta ára aldur verið pínd til
þess að vinna.
Bögglasendingar RKÍ tii
M~Evrópu hafnar að nýju.
Eins og mönnum er kunn-
ugt hefir Rauði Kross Islands
annast sendingu á gjafa-
bögglum frá einstökum
mönnum hér til einstakra
manna í Mið-Evrópu.
Miklir örðugleikar hafa
verið á þessum sendingum
alla líð, og þegar skömmtun-
:in hófst hér fyrst í október,
var algjörlega tekið fyrir
þessar sendingar. Þó fékkst
að senda þá böggla, sem þeg-
lar höfðu borizt Rauða Kross-
inum í hendur.
Nú nýlega hefir fengizt
leyfi stjórniarvaldanna til
þess að Iiefja jiessar sending-
ar að nýju. í matarbögglun-
ura má aðeins senda inn-
lenda framieiðslu, þó með
nokkrum undantekningum
(sbr. lista hér á eftir).
T vennskona r ma tarhöggla
iná senda, og annast sömu
verzlanir og áður aígreiðslu
högglanna. í fatabögglunum
mega eins og aður aðeins
vera gömul föt.
Bögglar þessir cru sendir
héðan til Hamborgar og ann-
asl frk. Fischer um dreifingu
þeirra þaðan, en Aini Siem-
sen í Lúbeck. Ekki er R.K.I.
kunnugt um neina ferð, sem
til fellur til Hamhorggr fvrir
áramót, en brýnt' er fyrir
fólki, sem senda vill aðstand-
endum sínum böggla, að
gera það sem fvrst, því að
R.K.Í. veit aldrei um þessar
ferðir nema með stuttum
fyrirvara. Fer hér svo á eft-
ir listi yfir livað má vera í
hverjum höggli. Matarbögg-
ull nr. 4: 1 kg. kryddsildar-
flök, 2 kg. hrogn, 0.9 kg.
reykt síld i oliu (3 dósir),
0.4 kg. lýsi, 1 kg. nautakjöts-
búðingur, 2 kg. tólg, 2.2 kg.
mjólkurostur, 0.5 kg. rúsin-
ur, 2 pk. sígarettur. Matar-
böggull nr. 5: 2 ds. þorskur,
2 ds. þunnildi í tómat, 1 ds.
síld i olíu, 1 ds. síld i tómat,
2 ds. síldarbollur, 1 ds. kipp-
er, 500 gr. te.
Einkaskeyti til Vísis
frá U. P.
7 fréttum fré New York i
gærmorgun segir að kana-
diska flutningaskipinu „Lou-
isburg“ hafi hlekkst al.var-
lega á skammt undan Argen-
tia í Nyfundnalandi.
Skipið var lilaðið málm-
grýti og lireppti ofsaveður
400 sjómilur undan landi.
Neýðarskeyti heyrðist frá
skipinu og voru sendar flug-
vélar á vettvang, auk þess
slrandgæzlúskipið „Dexter“,
sem var komið á vettvang er
siðast fréttist, án þess þó að
geta nokkuð að gert vegna
veðurs. Fjörutiu og finnn
manna áliöfn er á skipinu
og voru' engin tök á að
bjarga henni þegar í stað, en
skipið var að þvi komið að
sökkva.
200 lesfa flug-
véS reyndo
Flugvélaframleiðaridinn
Howard Hughes hefir ný-
lega reynt 200 smálesta flug-
vél, sem hann hefir látið
smíða og er ein stærsta flug-
vél í heimi.
Flugvélin er öll smíðuð úr
viði og ætlar Hughes að
framleiða margar vélar af
sömu gerð. Framleiðsla þess
ara flugvéla hefir ekki enn-
þá verið samþykkt af þing-
skipaðri nefnd, er fylgjast á
með flugvélaframleiðslu i
Bandaríkj unum.
Á Ítalíu liefir verið stofnE
samband til þess að vim
gegn útbreiðslu kommúnisn
ans.
Kirkjufundinum lokið.
Hann gerði margas* effir-
fekfarverðar álykfanir.
VI. Söng-skóli
Á síðasta degi kirkjufund-
arins (þriðjud. 4. þ. m.) voru
bornar upp og samþjkktar
eftirtaldar tillögur:
I. Um Þjóðkirkjuhúsið.
Hinn almenni kirkjufund-
ur vill hvetja alla gi-esta og
sofnuði landsins til þess að
sameina krafta sina um
Þjóðkirkjuhússbygginguna
og stuðla að því að lmsið
komist sem fyrst upp, og þá
fvrst og fremst með því að
safna fé í þessu skyni.
II. Um kirkjuleg mál
á Alþingi.
1. Hinn almenni kirkju-
fundur skorar á Alþingi að
samþykkja frumvarp það
um sólcnargjöld, sem lagt
verður fyrir þingið að til-
hlutan kirkjumálaráðherra
og biskirps, þar sem sóknar-
gjöld í lándinu eru samræmd
og sem jafnframt felur í sér
ákvæði um sérstakt gjald til
sameiginlegra þarfa þjóð-
kirkjunnar.
2. Hinn ahnenni kirkju-
fundur beinir þeirri áskorun
lil ríkisstjórnarinnar, að hún
samkvæmt þingsályktun frá
síðasta alþingi leggi fyrir
þetta þing frumvarp til laga
um kirkj ubyggingar, þar
sem ákveðinn sé ríflegur
styrkur úr rikissjóði til
kirkjubygginga i landinu, og
heiti sér fyrir framgangi
málsins.
III. Flutningur Passíusálma í
útvarpinu.
Hinn almenni kirkjufund-
ur 1947 lætur í ljós ánægju
sína vfir því, að Passiusálm-
ar skulu lesnir í útvarp á
föstunni, en óskar þess, að
eftir lestur þeirra verði jafn-
an stutt þögn í úlvarpinu,
IV. Um áfengismál.
Hinn almenni kirkjufund-
ur telur að siðgæði og heil-
brigði þjóðarinnar stafi al-
varleg hætta af hinni vaxandi
áfengisnautn, og skorar á
Alþingi að gera nú þegar
ráðstafanir til þess að draga
úr áfengisneyzlu þjóðarinn-
ar að verulegu leyti.
V. Hvíldardagur sjómanna.
Með því að hinn almenni
kirkjufundur haldinn í Rvík
2.—4. nóv. 1947 lítur svo á,
að sjómannastéttin eigi full-
an rétt á sunnudeginum sem
hvíldardegi, eins og aðrar
vinnandi stéttir þessa lands,
óskar fundurinn þess ein-
dregið að skipstjórar og' for-
menn í verstöðvum landsins
þar sem dagróðrar eru stund-
aðir, rói ekki til fiskjar að
jafnaði á helgidögum Þjóð-
kirkjunnar.
Þjóðkirkjunnar.
Hinn almenni kirkjufund-
ur lialdinn 2.—4. nóv. 1947,
skorar á Alþingi að sam-
þykkja frumvarp það um
söngskóla Þjóðkirkjunnar,
sem lagt var fyrir síðasta al-
þingi, nú þegar á yfirstand-
anda þingi.
I undirbúningsnefnd næsta
kirkjufundar voru kosnir
þessir menn:
Frímann Ólafsson, Jóhann-
ös Sigurðsson, Ólafur Ólafs-
son, sr. Sigurbjörn A. Gísla-
son, sr. Sigurjón Guðjónsson,
Steingrímur Benediktsson og
sr. Þorgrímur Sigurðsson.
Aður skipuðu nefndina um
mörg undanfarin ár:
Biskupinn, próf. Ásm.
Guðmundsson, sr. Friðrik
Rafnar, Gísli Sveinsson, sr.
Sigurbjörn A. Gislason, Sig-
urður Halldórsson og Valdi-
mar Snævarr.
Jón Þorvarður Júliusson
annaðist morgunhænir á
þessum síðasta fundi. Jón
Arason flutti athvglisvert og
vekjandi erindi um kirkju og
kristindóm. Ungur maður
danskur, Bykær Jörgensen
flutti erindi um djáknaskól-
ann í Árósum, merkilega
stofnun innan dönsku kirkj-
unnar. Biskupinn flutti undir
fundarlok erindi, sem fund-
argestum mun lengi minnis-
slætt, líka andstæðingum
hans.
Stjórn Elliheimilisins og
Ivvenfélag Fríkirkj usafnaðar-
ins veittu fundargestum mið-
dagskaffi sinn fundardaginn
hvort af mikilli rausn og
myndarskap og þökkuðu
margir fundarmenn veiting-
arnar hlýjum orðum. Á
þriðjudagskvöldið sátu fund-
armenn kveðjusamsæti í
liúsi K. F. U. M.
Umræður urðu oft heitar
á fundi þessum, og var þá
nolckuð beitt guðfræðilegu
málþófi, sem mörgum fund-
armanna þótti vera til ó-
þurftar aðeins, en engrar
skýringar þeim raunhæfu
starfsmálum kirkjunnar, sem
fundurinn átti að fjalla um.
Einstöku fundarmenn voru
líka ókyrrir og vanstilltir á
stundum, og gætti slíks jafn-
vel meira á þessum fundi, en
verið hefir undanfarið.
Varamenn utanrikisráð-
lierra fjói'veldanna koma
saman í London í dag til
þess að undirbúa umræður
um friðarsamningana við.
Þýzkaland.