Vísir - 11.01.1948, Blaðsíða 4

Vísir - 11.01.1948, Blaðsíða 4
V I S I R Laugardaginn 10. janúar 1948 DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐACTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjór-ar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm Iínur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Kaupsbeitan og Hvalijöiður. Ikkert samkomulag hefir náðst milli sjómanna og útvegs- manna, og má þá vænta að siglingar og síldveiði í Hvalfirði verði bannað með öllu. Er illt til þess að vita, með því að enn er afli nægur og líkindi til að flutningar gangi greiðlegar en nokkru sinni fyrr, vegna aukins skipa- kosts, en það ætti jafnframt að bæta afkomu síldveiði- skipanna. 1 Morgunblaðinu birtist nýlega grein eftir vel metinn útvegsmann, sem erlendis hefir dvalið um langt skeið. Bendir hann á að hvalveiðar séu óheppilegar hér við land, með því að hvalurinn reki fiskigengd á grunnmið, úr- gangur frá hvalveiðistöðinni muni spilla svo fjöruborði og væntanlega sjónum sjálfum, að fiskur haldist ekki við í firðinum, en loks muni hvalveiðaskipum reynast erfitt að athafna sig, ef síldveiði sé þar stunduð samtímis. Allt eru þetta sannanlegar meinlokur eða hjátrú og þekking- arskortur. Þótt hvalur hafi veiðzt hér við land svo mjög, að heita hafi mátt að hann væri til þurrðar genginn árið 1913, hefir síður en svo dregið úr fiskigengd hér á landgrunn- inu. Aflabrögð liafa breytzt svo mjög lil batnaðar, að Is- lendingar þurf'a ekki lengur að halda sig á smábátum á fjörðum inni, en alit landgrnnnið er þeirra veiðivangur. Aflaskýrslur sýna, að aflinn hefir stórlega aukizt, ])ótt hvalur væri svo lil enginn við landið, en þá hefir aflinn revnzt mestur, er fiskurinn hefir notið friðar um árabil, svo sem gerðist í heimsstyrjöldunum báðum. Smábátar hafa ávallt fengið sæmilegan afla, án þess að hvalir hafi átt nokkurn þát í að reka fiskinn upp í fjöruborð. Bygg- ist þessi hugmynd um fiskismölun hvalanna á álika'hald- góðri þckkingu og er Suðurnesjamenn töldu, að netalagn- ir í Garðsjó leiddu af sér algera þurrð á fiski á innmiðum Faxaflóa. Varðandi úrgang frá hvalveiðistöð eða síldarverlc- smiðjú, sem spilla myndu veiðinni, má það eitt fullyrða, að hér er um algera vanþekldngu að ræða á nútíma verk- smiðjurekstri. Þannig má nefna, að hvalveiðistöðin nýja mun vinna hvern hval að fullu, þannig að enginn úr- gangur mun berast frá stöðinni, þegar henni er að fullu lokið. Jafnvel þótt einhvcr grútur bærist með frárennsli stöðvarinnar, er auðvelt að sía grútinn úr vatninu, en nota hann síðan til áburðar, sem er út af fyrir sig mikils virði. Sama má segja um allan annan úrgang frá stöðinni. Hver hvalur verður fullunninn á skömmum tíma, jafnt kjöt sem bein, þannig að rotnandi hvalskrokkar munu aldrei sjást þar í fjöruborði. Jafnvel þótt hvalur skemmdist Vegna rotnunar, mætti vinna mjöl úr honum að fullu. Hitt er aftur háskasamlegra, að nú eru síldveiðar stundaðar í Hvalfirði. Skipin fá gífurleg köst, rífa nætur sínar unn- vörpum, en vegna þessa hvílir dauð síld á mararbotni í hundruðum tonna og rotnar þar. Slíkt getur skapað óþrif og rotnun í firðinum frekar en nokkur atvinnurek’stur í landi, en ósennilegt er, að aðrir vildu hanna síldveiðárnar þrát fyrir.það, en foringjtar kommúnista, sem vilja banna þær vegna yfirstandaudi kaupstreitu. Loks má benda á, að hvalveiðar yrðu stundaðar hér við land á tímabilinu frá 1. apríl til 1. október ár hvert, en samkvæmt alþjóðasamþykktum má stunda þær í sex mánuði frá landstöðvum.,Síldveiðar standa hinsvegar yfir frá 1. nóvember til 1. apríl ár hvert, eða einmitt þá mán- uðina, sem hvalveiðar eru ekki stundaðar. Flolanum ætti því að reynast auðvelt að athal'na sig þess vegna án á- rekstra. Færeyingar stunda hvalveiðar hér við land og gaf sú veiði mikinn arð á síðasta siunri, en svo cr að sjá sem fávizka eða óthnabær kaupsíreita henti íslenzkum öfgamönnum bezt til þess að spilla fyrir þeim guðs gjöf- um, sem lagðar eru beint í skaut þjóðarinnar. Þá er ís- lenzka þjóðin orðin auðng, ef ekki má nytja gæði lands og sjávar og atvinnuleysi er betra en vel borguð vinna. En myndi sá auður reynast. varanlegur ? en Fyrir nokkurum dögum var frá því skýrt liér í blað- inu, að í pakkhúsi hérna niður við höfnina hafi sprungið hitaveituofn. — Margir af borgurum bæjar- ins lögðu leið sina í þelta pakkhús til þess að skoða ofninn, og ég fullyrði, að ó- hug sló á all.a þá, sem skoð- uðu hann, og flestir gerðu sér ljósa hættuna, sem hér er á ferðum. Eg var einn þeirra, sem skoðuðu þenna ofn. Hann var troðfullur af einhvers- . konar gróðri, sem líktist mosa, þegar hann var votur, en breyttist í steinefni, ekki óáþekt sementi, þegar hann harðnaði. Vatnið vix-tist geta seitlað hægt í gegnum ofn- inn, meðan þessi gróður var I ralcur, og þannig haldist ein- hver velgja á honum. En ! stæði ofninn vatnslaus uni l hríð, virtust líkur benda tíl i þess, að hann yrði að pott- þéttri hellu, eins og sement- að liefði verið i alla leggi hans og raufar. Pípurnar, sem lágn að ofninum, voru líka fullar af þessum gróðri. Menn, sem kunnugir eru hitalögnum bæjarins, sögðu, að þetta væri ekkert eins- dæíiii, ])essi gróðurmyndun muni vera í allri Iiitalögn- 'inni, meira og minna eftir aldri og aðstæðum. Eg held, að ckki þurfi sér- fræðinga til þess að sjá, að hér er mjög alvarleg hætta á ferðum. Og eg held líka, að öllum ætti að vera ljóst, að tjónið, sem af þessu leið- if, féllur á alla borgara bæi- arins, en ekki sérstaklega á ! - ! sérfræðingana. Það mætti frekar álítá, að ef vel færi, j gæti það orðið vatnsleki áí þeirra myllu. ) Borgarstjóri gerir þessaj frétt að umtalsefni í Vísi í' fyrradag. Hann. skýrir fráj' því, að ii. marz Í9i6 j liafi verið skipuð nefnd sér-: fræðinga, til þess að rann-j saka málið. Nefndin hefir, skilað skýrslum öðru hverju, | en ekki er mér kunnugt um árangurinn. En liitaveiiu- kerfi bæjarins hefir allan} þennah tíma haldið áfram að slcemmast. Og ekki er| horgurum þessa bæjar kunn ( ugt um, að ennþá hafi neitt verið gert, til þess að koma í veg fyrir eða draga úr þessari yfirvofandi hættu. Ekki hefðu þetta þótt rögg- ; samlegar framkvæmdir hjá ófriðarþjóðunum, ef greiða hefði þurft úr yfirvofandi háska. j Forráðamenn bæjarins, j borgarstjóri er þar engin j undantekning, eru í þjón- í ustu borgaranna. Og að það | er ekki nema ofur eðlilegt, j að borgararnir láti til sín [ heyra, þegar þeir verða varir við einhverjar verulegar mis fellur á starfi þeirra manna, ■seni þeir hafa falið fram- kvæmdir, eða liætta virðist steðja að bæjarfélaginu. — Það eru borgarar þessa hæj- ar, sem hafa greitt kostnað- inn af hitalögninni. Það eru þeir, sem yrðu að bera skað- ann, ef hitalögnin eyðilegð- ' ist; það eru borgararnir, sem i yrðu að sjá hús sín rifin og I nmturnuð utan og innan, ef hitalögnin yx-ði ónotliæf. Það eru -þeii% sem yrðu að sitja í kuldanum, ef ofnarnir og lagnirnar yrðu mosavaxnar, rneðan sérfræðingarnir eru að klóra sér í Iiöfðinu í leit að úi-lausninni. Og það eru hoi-gararnii’, sem yrðu að leggja á sig þær byrðar, að koma upp nýju hitakerfi, ef svo lengi þarf að bíða úr- lausnar þessa vandamáls, að öll sund önnur væru lokuð. Boi-garstjóri segir í grein sinni: „Á bæjarstjói’nai’- fundinum næsta fimmtu- dag mun eg gefa skýrslu uni málið allt.“ En bæjai’húar segja, að ef fyrir liggi ein- hver tillaga um lausn þessa mikla vandamáls, sem bæ.j- arstjóx-n þarf að í’æða um, þá er boi’garstjóra skylt að lcalla bæjarstjórnina strax á fund. Það hefir verið kallað- ur saman aukafundur i bæj- arstjóm Reykjavíkur af minna tilefni. Ii é r e r hætta á f e r ð u m, sem vei’ður að gefa gaum að og vinna bug á eins fljótt og auðið er, og með öllum þeim kröftum, sem við höfum á að skipa. Og bæjai’búar verða að fá að fylgjast með því sem gert er. Mikill fjöldi Reykvíkinga notar heita vatnið jöfnum liöndum í ýmsan mat, og vei’ði látið i vatnið einhver efni, til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir á lögninni, eða einhvei’jar þær ráðstafanir gei’ðar, sem gera lieita vatn- ið óhollt til neyslu,þá vei’ð- ur að tryggja það, að bæjar- lxúar hafi fulla vitneskju lúh alla^- gang þeilrra mála. Borgari. ERGMAL Sending frá velunnara. í tilefni af því, sem hér var sagt urn cíaginn úm' atkvæöa- greiðslu unx merkustu fréttir |SÍðasta árs, sem frain fór í ^ ensku tímariti og bollalegging- ar um_slíkai atkvæöagreiöslu hér, hefir „velunnari“ sent mér j eftirfarandi bréf: „Mér datt i . hug aö senda þér nokkurar lin_ ;ur, er eg-las um merkustu frétt- ir ársins í vikunni sem leið. Þjánnig er.; • hefnilega, niál rne'ö vexti, aö eklci alls fyrir löngu , sendi kixnhingi mihn, sem stadd- ■ur eF i Ameríku, mér bláÖaúr- klippit, sem fjallar um 'sviþaö efni. Furðulegustu slysin. Eins og þú munt sjá við lest- ur úrklippunnar, fjallar hún um furðulegustu slysin, sem menn telja aö orðið hafi í Bandaríkjunum á árinu, en eins og allir vita er allt ‘mest i Bandaríkjunum. Sumir segja, aö þar sé líka allt vitlausast og má það til sanns vegar færa um sumt. -Líklega mæ-tti þá- einnig segja meö nokkurum rétti, að þar sé allt einkenni- legast.“ Tennurnar bitu eigandann. Bréf velunnar var ekki lengra, en „fylgiskjalið" — blaðaúrklippan — hljóðar svo: ,,Tvö einkennilegustu slys árs- ins voru þau, að falskar tennur bitu eiganda sinn í brjóstið og dautt rádýr hleypti af byssu og særði manninn, sem hafði lagt það að velli. Er skýrt frá þessu í skýrslu þeirri, sem „öryggis- ráð“ Bandaríkjanna (líklega einskonar slysavarnafélag) hef- ir tekið saman nú, eins og und- anfarin ár. Árekstur og bit. Walter Springs var á ferð í bil sínum og hafði tekið fölsku tennurnar út úr sér og stungið i brjóstvasann á skyrtu sinni, er hann rakst á annan bíl. Við það kastaðist hann frani á stýr- ið, tennurnar klemmdust við það og „bitu“ hann til blóðs. ---------Veiðimaðurinn særð- •ist, er- ■ ha-nn ■ - set-tist nioúr bjá bráðinni og var að hlaða byssu sína. Fóru þá dauðateygjur um í'ádýrið og það sparkaði í byss- una með þeirn afleiðingum, að skot hljóp úr henni. Veiðimað- urinn særðist á handlegg. i Sparkaði sér niður stiga. Þá er sagan um manuinn, sem sparkaði sér niður stiga. |John Nántico í Detroit, sem er | bakari, kom auga á kakarlakka á stigaskör, sem var mjög hál, af því aö „glasúr“ hafði lekið ^á hana.Nantico ætlaði að sparka 1 í kvikindið í flýti, en missti Ijafnvægið, hrataði niður stig- 1 ann ■ og fótbrotnaði. Sá heppnasti. Heppnasti maður ársins telst Charles Wilfred Arter, enskur námamaður. Hann féll niður 1554 feta djúp námagöng, en var svo heppinn að lenda á baki lyftu, sem fór nærri jafnhratt honunx niður og slapp með fót- brot.“ Þá er „fylgiskjalinu“ lokið og þakka eg velunnara fy r i r 'Send-ing'una; - ...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.