Vísir - 27.04.1948, Blaðsíða 7

Vísir - 27.04.1948, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 27. apríl 1948 V I S I R 7> X awrence Q.ELL ■uruzn VIÐ SKÁL 22 I VATNABYGGÐ að tala um þig. Þeir ætla að taka þig höndum, að eg held. Og eg vil ekki, að þeir geri það. Segðu mér hvað C.onchita vildi þér.“ „Eg er ekki viss um það, en eg held, að henni geðjist að mér?‘ „Eg er ekki að spyr ja um það. Hvað vildi hún þér?“ Við vorum komin inn í garðinn við valnið, þar sém allt var sem bezt i haginn búið fyrir eiskendur, þar sem við Conchita höfðum setið fyrir skammri stimdu. „Conchita hefir áhyggjur af þessari brotnu grammófón. plötu,“ sagði eg. „Hún heldur að eitthvað mikilvægt liggi hcr á bak við.“ „Ilún hefir ekkert við að styðjast, nema að einliver liafi drepið Norman lækni i þeim tilgangi, að ná grammófón- plölunni.“ „Conchila virðist þeirrar skoðunar að Norman læknir hafi sjálfur látið framleiða grammófónplötuna.“ „Eg er líka þeirrar skoðunar,“ sagði Grace. „Meðal annara orða,“ sagði eg, „hvaða starf hafði Conehita með höndum áður en lnm giftist Weslerford. Var hún útvarpssöngkona ?“ „Nei, hún hafði starf sem vélfræðingur, á sviði útvarps að eg hygg.“ „Það er einkeimilegt." „Finnst þér }>að? Það var nú svo á stríðstímanum, að allir, lcarlar og konur, sem nokkurs voru nýtir í þeirrí grein, voru teknir til starfa fyrir ber og flota, svo að radio-iðnaðurinn varð að taka hvers konar fólk, sein ein- hverja nasasjón hafði af því, sem gera þurfti, til starfa. Og í þessu starfi kynntist hún Eddie eins og lög gera ráð fyrir.“ „Og hvernig kynntist þú henni?‘‘ i ? „Fyrir milligöngu Normans, að sjálfsögðu,“ sagði Grace. „Þau virtusl góðir vinir. Allir nema Eddie Wester- ford mundu hafa litið svo á, að hún væri of vinsamleg við hann.“ , >■ „Svo vinsamleg, að hún kann að hafa verið Norman lækni innan handar - - tit dæmis komið honujln i kvnni við einhvern, er ekki fleipraði, sem tæki að sér að 'búa til fyrir hann grammófónplötu?“ ■ ; „Já, þvi ekki það? Hún —“ Furða kom allt i eiriu fram i augu hennar. „Jim, hvað áttu við?“ „Eg verð að komast til New Ýork tafarlaust.“ „Þú kemst þarigað elcki. Þú vcrður tekinn höndum þá og þegar.“ ** „Þeir geta alveg eins tekið mig höndum i New York,“ sagði eg. „Og ef þeir ætla að saka mig um morð veitir mér víst ckki af nokkrum klukkustundum til þess að und- irbúa vörn mma.“ „Ilætlu við þétta ferðalag, Jim. Farðu ekki frá mér. Þeir ætla að taka mig höndum líka.“ „Eg ætla mér ekki að yfirgefa þig,“ sagði eg. „Eg kem aftur eftir nokkrar klukkustundir. Og eg er sannfærður jtm, að Ilenry Fennington muni lita eftir þér á meðan eg er fjaiverandi. Eða kannske þeir ætli að setja hann i steminn liká:“' Grace hristi höfuðið. „Ölluni verður sleppl allir mega verá frjálsir ferða sinna, nerrfá þú og eg.“ j „Hvernig komstu að þessu?“ „Eg var i snyrtihérbergi kvemia og.gat hcyrt allt. sem þeir sögðu, en úr þessu.herbergi liggja dvr, sem ekki vita að skenkistofunni. Svo að eg kornsl óséð leiðar minnar til að. aðvara þig. Eg heyrði McKay segja, að allir hefðu ge.rt grein fyrir þvi á fullnægjandi hátt, hvað þeir hefðu hafst að lun það bil sem morðið var framið allir, nema við tvö. Uemy var að kaupa rósir í blómabúðinni í Bláu- fossmn. Skenkjariun j gistihúsinu sá Bob Stewarl aka fram hjá, án þess að sveigja á veginn sem liggur að liúsi mínw. Þá liafa þeir komizt að rauri um að Eddie var að reyna að ná sambandi við New Yórk á þeíni tinra, er hann tiltók. Murley læknir var að taka benzin á bifreiðina sina við benzinlank i tuttugu mihia fjarlægð. En kjötsalinn mimi man ekki nákvæmlega, hvenær liann sehli nier kjötið, sem eg keypti í húð lians, Hann minnti að það -hefði .vet'i'ð klukkustundp fyrr en eg sagði. Og eg heyrði -McKay segja, að hannyjrði slð hafa okkur4 haldi og yfir- heyra okkur frekara. Og allir áttu að fá kveikjulvkla sína að bifreiðunum, nema eg.“ „Eg hefi enn varátyklana þína,“ sagði eg. „Hættn að leika leynilögreglumanri, Jim,“ sagði Grace. „Gerðu það fyrir mig að tiætta því. Ef þessi grammófón- plata varð orsök þess, að Norman var myrtur, hlýturðu að sjá, hve hættulegur leikur þetta er. Láttu lögregluna annast þetta.“ ——o-----? Eg tók utan um Grace. , „,Eg hélt, að þú værir liætt að taka að þér að hughreysta unga mcnn, sem haga sér cins og bjálfar, eg hélt Grace hallaði sér að öxl minni og eg varð þcss var, að tilringur ior um allan líkama liennar. Eg hélt i svip, að hún nmndi fara að gráta, en þegar hún lyfti liöfði sinu og horfði framan i mig, var hún búin. að ná fiillu valdi á sér af nýju. „Eg er svo þreytt, Jim,“ sagði liún. „Eg — Eg lagði hönd inína yfir varir hennar. Eg heyrði manna. mál á stígnum, sem lá frá gistihúsinu, fvrir aftan limgirð- ingarnar. „Er hægt,“ hvíslaði eg, „að komast að lriisi þinu án þess að fara fram hjá gistiliúsinu?“ Hún vísaði mér veginn. Eg þrýsti henni að níér. andarlak, en með þvi gaf eg lienni i raiininni til kynna allt, seni eg bafði þráð árum saman, en aldrei minnzt á einu orði. Eg bljöp eftir stignum, sem Grace hafði bent mér á. og komst alla leið að húsi hennar, án þess til íerða minna sæist, enda voru trc og runnar beggja vegna stigsins. Fjör- ar blfreiðar, mannlausar, voru fyrir framan húsið, og ekki var neinn varðmaður sjáanlegur. Eg settist við stýr- ishjólið í bifreið Grace og setti hreyfilinn af stað. Og að einni minútu liðinni var eg kominn af stað og stefndi til þjöðvegarins, sem liggur til New York. Og eg ók greitt. —Smælki— Hákarl. Einn af þeim niönn- um í Wallstreet, sem mésta át- hygli vakti á nítjándu öld, var James Fisk, en hamvhóf starís- feril sinn með því afi selja am- eríska hernum brekán, þegar stvrjöldin geisafii í Bandaríkj- umun. Áriö 1869 var liann orð- inn svo auöugur og djarfur, aö hann réiSist í þaiS meö nokkur— um íélögum sínuni, aö komast yfir og safna aö sér* ölht gulll þjóöarinnar. Þctta mistókst, en ótal verzlunarfélög og einstakl- ingar uriSn gjaldþrota. Fisk var hinn mesti seiiSmaöur fjármál- anna á sinni tíö, en var þó ómenntaiSur og mjög fákunn- andi. Sviniö er skepna. sem ekkE „étur eins og svíri'; þaö kann sér magámál og etur ekki yfir sig þó aö þaö eigi -aögaug aS; yfirfljótanlégri fæöu. Borgari í Verona (N. Y.)j varS a'ð síma til slökkvistööv- arinnar á sarna stað til þess afr tilkynna, að kviknað væri í henni 1 III. Við vegamótin, þar sem ekið er inn á þjóðveginn, er sölúskúr og afgreiðsluborð, og þar gátu menn kevpt sér lieitar pylsur og öl að drekka. Eg ók bifreiðinni aftur fvrir » ______________ Endurminningar Churchills. Frh. af 2. síðu. Baldwin og MacDonald haia sætaskipti. C Líkamlegu og andlegu atgjörfi MacDonalds liafði nú hrakað svo, að ekki var lengur við það unaiidi, að hann væri fórsætisráðherra. Það kom því engum á óvart, er það .var tilkynnt þ. 7. júní, að hann og Baldwin hefðu haft embættáskipti og væri Baldwin þvi orðinn forsætis- ráðherra í þriðja sinn. Sir Jolin Sinion varð innanríkis- ráðliersa, en þar var hann öllum hnútum kunnugur, og Sir Samuel Hoare utanríkisráðherra. Jafnframt þessu tók Baldwin upp nýmæli nokkurt, er hann útnefndi Anthony Eden ráðherra Þjóðabandalags- mála, en orðstír hans fór óðum vaxandi og hann var nú kominn til heilsu aftur. Eden átti að starfa i utanríkis- ráðuneytinu, vera jafnrétthár ráðlierranum og liafa fullan aðgang að skjölum ráðuneytisins og starfsliði. Ætlan Baldwins hefir vitanlega verið að sefa almennings- álitið með þvi að sýna þjóðinni, hversu mikils virði hann teldi Þjóðabandalagið og hvernig á málum væri lialdið í Genf. Um mánuði síðar gafst mér tækifæri til þess að ræða það, sem eg kallaði „hið nýja iyrirkoinulag að hafa tvo jalnháa utam'íkisráðherra“ og benti á gallana: „Hver. sem utanríkisráðherrann er og hvað sem hann er, verður hann að vera æðsti maður ráðuneytis síns og liver slarfsmaður þar verður að telja hann einan vfirboðara simi. Pig miimist þcss að á stríðs- árunum var rætt iun sameiningu herstjórnarinnar og að Lloyd George mælti: „Ilér er ekki um það að: ræða, að einn hershöfðingi sé öðruih betri, hcldui' * að einn sé hetri en tveir. Það er ekki nema sjálfsagt, að styrk stjórnarnefnd sé utanríkisráðherranum við hlið daglcga á þessum .crfiðn tímiuu eða forsætisráðherrann ræði við liann eða starfsmenn. hans, hvénæf scm Jiörf kPefur; en jiegár Vnálélirin eru svo umfangsxnikil 0g flókin, jiogár þiiii 'cru sífclldum breytingum undU'orpin, þá virðistí inér að ringulrciðiii nuuri aðeins verða onn meiri, ef ínenn eiga áðjleila til tveggja yfirmanpu og ábyvgðin ,á að hyíla á herðuiri tveggja." ‘jÞíjð,,3cóm síðar.á daginn, qð þetta vyr allt.á rökum hvggt. ,, ___ ?. HrcAAqáta hk 593 Lárétt: 2 Vel til fara, 6 hell- ir, 7 ónefndur, 9 drykkur, 19 aðgætt, 11 hress, 12 á fæti, 14 frumefni, 15 skyldmenni, 17 blaði. Lóðrétt: 1 Konungskeim- ing, 2 frumefni, ö meðal, 4 ósamstæðir, 5 athugun, 8 verkfæri,9 konungur, 13 bók„ stafur, 15 tvihljóði, 10 tvein, eins. Lausn á krossgátu nr. 592. Lárétt: 2 Kolar. ö Aka, 7; L. R„ 9 æf, 10 lóð, 11 álm, 12 at, 11 A. A„ 15 fas, 17 sóaði. Lóðrétt: 1 Afllaus, 2 ká, 3 oki. 4 La, 5 ráfmagn, 8 rót, 9 æla, 13 bað, 15 F«. 10 Si. Ekkju Mussolinis langai vestur um haf,. Ekkja Benitos Mussolini hefir sótt um leyfi til að flytjast til Bandaríkjanna. Mun hún eiga einhverja ættingja þar, sem eru að reyná að hjálpa herini til að fá'dvalarleýfi véstan liafs, en* allt cr érin i övissu'mn jiað, hvorl lu'ui fær levfið. Hýv býr með böriiuiri siuum , á Ischia-eyju. Tj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.