Vísir - 23.06.1948, Blaðsíða 8

Vísir - 23.06.1948, Blaðsíða 8
3LESENDUR era beSnir »5 athuga að smáaugljra- ingar eru á 6. sí&o. VISIR. Miðvikudaginn 23. júní 1948 | J| . . NœturlæJtnir: Sími 5030. — Næturvörður: Reykjavíkœr Apótek. — Sími 1760. Peningaskipti ákveðin á hernámssvæði Rússa. Sokolovsky krefst rússneskrar myntar í allri Berlín. — Viðskiptamál Framh. af 7. síðu. um, vaknað til-meðvitundar um að mynda þarf samtök sem eru svo öflug að þaii slíti |>ann gleipnisfjölur sem nú ;r að kyrkja allt framtak í íandinu, líkastur lifandi ó- freskju með marga arma er fæsa sig uin þjóðfélagið og birtist í ýmsra kvikinda liki, • ,svo sem Nefndafargan, Ó- frelsi, Höft, Ofstjórn, Skattaáþján og Misrétti. Að lokum nokkur orð um 'iyfjamálið svonefnda. Á fundi kaupsýslumanna í vet. ur var samþvkkt svoliljóð- andi tillaga: „Fundurinn skorar á ríkis- stjómina að hlutast til um það, að innflutniugur nauð- synlegra lyfja verði gefinn i'rjáls, og að gevður verði sér- stakur listi yfir slik lyf af Apótelcai'afélagi íslands i samráði við Læknafélag ís- íands“. Tillaga þessi var flutt skv. beiðni fulltrúa Apótekarafé- íagsins og hafði áður verið samþ. á aðalfundi þess. Það er hverjum manni ljóst af orðalaginu að kröfu þessari er stillt svo í hóf, að enginn getur ásakað apótekara uni það að þeir séu hér að berjast fyrir einkahagsmunuin sín- um. Svör þau sem ráðamenn hafa fram að þessu gcfið við þessari kröfu éru alveg út í hött. Fyrst og fremst hafa apótekarar ekki nægileg gjaldeyrisleyfi tit að standa undir ábyrgð sem þeim er lögð á herðar með laridslög- um. í öðru lagi er engin „ stjórnarsamvinna í veði þótt gengið yrði að þessari kröfu. Mér er mjög hugleikið að þetta mál nái fram að ganga. Hér er barist fyrir það óham- ingjusama fólk sem á við þráláta og' óvenjulega sjuk- dóma að stríða. Apótekarar hafa sagt mér ýms átakanleg dæmi um nauðsyn þessar rýmkunar á innflutningi nauðsynlegustu lyfja, og eru eigi tök á að rekja það frekar hér. En fáist þessari kröfu ekki framgengt fyrir atbeina Verzlunarráðsins, þá vil eg . ráðleggja a@ mynduð verði samtök einstaklinga og' félaga er vilja vinna að mannúðar-, Ixknar og uppeldismálum, og taki þau að sér að sjá um framgang þessa máls. Það er gersamlega óþolandi að fólk eigi líf og heilsu undir því að i tælca tíð fáist gjaldeyrir hjá mönnum sem mjög erfitt er að jafnaði að ná til, og oí tast láta svara: „Hann er á fuudi, hann erupptekinn. han ek- ur ekki á móti i dag“ eða eitt- hvað þviumlíkt. Hallveigar- staðamerki á morgun. Me rk jasölu d ar/ur Hcill- veigarstaða er á rnorgun. — fícma Halloeigarstaðakonur þeirri eindregnu áskorun til slútkna hér i bænum að þær veiti aðstoð sína við sötu merkjanna. Merkin verða aflient allau daginn i skrifstotfu Verka- kvennafélagsins Framsókn í Alþýðuhúsinu. Ágóðinn renn ur altur t[l hins fyrirhugaða kvennaheimilis Halíveigar- staða. Þetta er eitt af mestu áhuga- og menningarmálum kvenna og því full ástæða að ljá þvi lið eftir föngum, enda hafa konur sýnt i því mik- inn dúgnað og ósérplægni. I gær lauk sýningu Hall- veigarstaðakvenna í Lista- mannaskálanum, en hún tiefir staðið yfir nokkuð á aðra viku. Sýningargestir voru hátt á 4. þúsund og létu þeir yfirleitl mikla ánægju í ljósi nieð sýninguna. Ágóð- inn af henni rennur einnig til Hallveigarstaðahygging- arinnar. Esja fer til Glasgow í kvöld. M.s. Esja fer í kvöld kl. 8 í fyrstu Skottandsferð sína. Skipið flytur mitli 40 og 50 manns til Glasgow, en þar er fyrirlnigað, að það fari i þurrkvi. Verður gert við ýmsar skemmdir, sem skipið hefir orðið fyrir. — Frá Glasgow fer Esja hinn 7. júli n. k. Ognaröld í Malajalöndum. - Hrein ógnaröld ríkir nú í 'Malajalöndum, en þar fara hryðjuverkamenn um bgggð ir með ránum og manndráp- um. Stjórnin hefir reynt að stemma stigu fyrir þessum ófögnuði, sem talin er vera stefnt gegn henni og tilraun kommúnista tit að steypa Jienni af stóli. Fréttir frá Kuela Lumpur, höfuðborg Malajalanda, herma, að fjöldi inanna hafi verið liandtekinn og muni stjórn- in gera gangskör að því að uppræta óaldar'flokkana. * l'rar iselja Bretuni mat- Væli. fíretar og írar hafa gert með sér 4 ára viðskiptasátt- mála og eru báðir aðilar á- )nægðir með samning þenna. Fyrir Breta þýðir samning ur þessi, að þeir fá meiri matvæli á næstu árum og Iíkur séu til að draga rnegi uokkuð úr matvælaskömml- 'uninni. írar selja Bretum nautgripi, smjör og egg i lík- um mæli og fyrir strið og er verðið liagstætt ifyrir Breta. 'írar fá í staðinn allskonar iðnaðarvörur og vélar. Skemmdar- vargar staðnir að verki. 1 gærkvöldi tók lögregian tvo ölvaða menn, sem voru að spilla trjágróðrí í garðin- um við húsið nr. 0 við Tún- götu. Þegar lögreglan kom á vettvang höfðu mennirnir eyðilagt mjög fallega stóra trjáhríslu. Voru þeir hand- teknir. Þá hafá ennfremur verið framin spellvirki í skemmti- garðinum Tivoli. ölvað fólk hafði verið þar á ferli og eyðilagt ýmislegt í snyrtiklef- um í garðinum. Kom lög- reglan þar einnig til skjal- anna og fjarlægði skenundar- vargana. Er það krafa almennings í hænum, að þessum skemmd- arvörgum verði stranglega refsað. Er það algjörlega ó- fyrirgefanlegt, að fullorðnir menn leggi sig niður við að eyðileggja trjágróður í görð- um í bænum. Yrði það öðr- um til viðvörunar, cf þeim mönnum, sem hér eiga hlut að máli, yrði rækilega refsað. Engin ný barna- veikitilíelli. Pátl. Sigurðsson. tæknir, sem gegnir störfum héraðs- læknis, hefir sagt Vísi frá þvi að engra nýrra barnaveikis- titfella hafi orðið vart í Revkjavík síðustu tvær vik- ur. .Bólusetning barna stendur enn yfir, en ekki er vitað hversu mörg börn hafa verið bólusett. Páll sagði, að ekki væri hægt að segja um. hvaðan veikin liefði komið. „Hugs- anlegt er að sýklarnir séu hérlendir“, sagði Páll, „og liggi bara niðri“. Dússnesku hernámsyfir- völdin hafa ákveðið að láta fara fram hjá sér pen- mgaskipti og hefjast þau á morgun og eiga vera um garð gengin á mánu- dag. S o kolo vsky m ars kálkur tilkynnti þetta i gærkveldi, er fundur hernámsvcldanna fjögurra hafði farið út um þúftir, um sámvinnu um þessi mál. Ágreiningur um fíerlin. t tilkynningu sinni um verðfestingu marksins og seðlaskiptin hefir Sokolov- sky í liótunum við vestur- veldin, en hann segir að Rússar séu nægiiega öflugir til þess að láta seðlaútgáfu sina ná til allrar Berlinar. Telur Sokolovsky að Berlin sé nátengd Sövétríkjunum efnahagslega og geti því ekki komið til mála, að tvenns konar mynt verði lát- in gilda þar og þvi siður, að lyri rkom ulag vest ui'veld- anna nái til hennar. Farið úr fíerlín. Sokolovsky heldur því ennfremur fram, að Berlín hafi misst alla þýðingu sem miðstöð hernámsveld- anna, siðan kom á daginn að ekki gat orðið samkomu- lag um peningaskiptin i Þýzkalandi og í borginni sjálfri. Sagði liann Rússa á- kveðna í því, að Rerlín yrði á efnahagssvæði þeirra og liin hernámsveldin þyrftu því ekki að dvelja þar leng- ur. Skerst í odda. Oft liefir skorizt í odda með hernámsveldunum, en nú virðist deilan vera farin að harðna. — Vesturveldín munu vera ákveðin í því að fara ekki frá Berlín og telja Mac Veagh sendiherra í Portúgal. Lincoln MacVeagh hefir verið gerður sendiherra Bandaríkjanna í Portugal. Svo sem menn rekur minni lil, var Lincoln MacVeagli fyrsti sendiherra Bandarílvj- anna hér á landi. Hann tók við störfum í Lissabon í upp- hafi þessa mánaðar. Rússa liafa komið þessari deilu af stað um verðfest- inguna tit þess að gera til- raun til þess að flæina þá' á burt úr horginni. 200*000 býli eyddust. Pólverjar segjast vera bún- ir að verja rúmtega 240 mill- jónum dotlara til viðreisnar í landinu. Kveðast þeir einkum tiafa lagt mikið fé af mörkum við endurreisn í héruðunum Lu- blin, Varsjá, Kielce og Bial- ystok. 1 þessum héruðum eyddust um 200,000 býli af völdum hernaðaraðgerða. — Kveðja. Framh. af 3. síðu. haráttu þeirra gegn kúgunar- valdi nazismans. Eg hygg að engin þjóð hafi sýnt og sannað í verki, eins vel og Norðmenn, livað sönn föðurlandsást er og á að vera. Það er engin tilviljun að Há- kon VII. konungur Norð- manna hefir tekið sér eink- unnarorðin: „Alt for Norge“. Hann og Ólafur ríkiserfingi og' öll norska þjóðin liafa sannað til fullnustu að þetta eru alvöruorð, sem þeir liafa lagt tíf sitt við. Maður skilur þá einnig betur en áður liina djúpu og sönnu tilfinningu um ást á föðurlandinu er lýsir sér í upphafsorðum skáldsins Björnstjeme Björnsson, er hann byrjar ljóð sitt tilNoregs þannig: „Ja, vi elsker dette Landet“, enda varð það strax þjóðsöngur Norðmanna. —> Þessar tvær' setningar verða ávallt hryjandinn í starfi og striði Norðmanna, hvar sem þeir eru. Með þessum orðunt er sagður allur hugur horsku þjóðarinnar: „Ja, vi elsker dette Landet“ og „alt for Norge“. Á söguöldinni voru íslend- ingai' stoltir af að geta rakið ættir sínar til norskra höfð- ingja. Enn í dag miklumst við af þessum ættarböndum og skyldleikanum við Norð- menn nútímans og við beygj- unt höfuð í aðdáun og lotn- ingu fyrir norsku þjóðinni, fyrir dáð hennar og hetju- hug og við tökuin innilega undir orð norska skáldsins: „Gud signe dig Norge“. Lárus Fjeldsted. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.