Vísir - 22.10.1949, Side 1

Vísir - 22.10.1949, Side 1
39. árg. Laugiirdaginn 22. október 1949 234. tbl. Sameinumst gegn upplausn og hruni I dag ber hver einasta atvxiuiugrein þféð- ariimar eiukenxii öryggisieysisins. Menn stunda atvinnu sína frá degi til dagsf án þess að vita* hvað við tekur, án þess að vita hvað ntorgundagurinn ber í skauti sínu. Ástæðan fyrir þessari óvissu er sú. að allf efnahagskerfi landsins er komið úr skorð- um eftir langvarandi dýrtxð og verðkélgu. Ásfæð- an er ennfremur súf að atvinnuvegirnir eru reknir með tapi og alger upplausn ríkir í gjaldeyris- og viðskiptamálunum. Engin þjóð, sem vill húa við örugga at vinnu, gefiur iátið efnahagsmái sin komasf í siíka niðurlægingu. Engin þjóð, sem viii tryggja sig gegn afvinnuleysi og skorti. getur rekið höfuð- atvinnuvegi sína með tapi frá ári til árs. Ef atvinnu- og efnahagsmál landsmanna komast í öngþveiti og ófremdarástandt þá komast öll önnur mái þeirra í sömu fordæminguna. Þegnarnir eru gersamiega öryggislausir i þjóðfélagi. sem hefir efnahagsmái sín i éreiðu. Þá eru allar fryggingar einskisvirði, þegar tii lengdar læfur. Allar tryggingar hins opinbera. hversu góð- ar sem þær eru á pappirnum. verða að ..sandx og ösku", ef afvinnuvegir þjóðfélagsins komast í þrot. En þetta er viðhorf íslenzku þjóðarinnar. Kosningarnar snúast um það. hvort enn eigi að halda áfram á braut verðhóigu. dýrtíðar, tap- reksturs. upplausnar og öryggisleysis. — eða hvort þjóðin eigx að snúa af óheiilabrautinni og hyrja á því að byggja upp atvinnuiíf sitt á heilbrigðum og öruggum grundvelli. sem tryggt geti iandsmönxi- um atvinnu og félagslegt öryggi. KOMMÚNISTAR viija ekki slíka breytingu. Þeir vilja halda áfram á þeirri braut gjaidþrots og tapreksturs. sem þjóðin hefxr verið á undan- farið. Þeir vílja, að atvinnuvegirnir komist í þrot. Þeir vilja. að ríkið verðx hlaðið skulduzn, Þeir vilja, að hið borgaraiega þjóðfélag giiðni x sundur l efnahagslegu öngþveiti cg niðuriægingu. Þetta er skiljanlegt. þegar það er athugað, að koxnmúnistar enx svikarar. sem vinna gegn heill og hamingju þessa lands. eftir fyrirskipun erlendra yfirboðara. ALÞÝÐUFLOKKURINN er borgaraiegur fiokk- ur. sem vill landi sínu vei. En hann hefir skort sið« ferðilegan þrótt fil þess að standa móti iýðskrumi kommúnistanna og þess vegna hefir hann fekið upp sömu stefnu í efnahagsmálunum. að láta allt reka á reiðanum og veita ekkert viðnám. Slík afstaða er svik við hvern einasfta vinnandi mann í landinu, svik við aiiar vinnandi stéttir. vegna þess, að hverri einustu atvinnugrein er sfefnt í voða með áfram- haldandi tapreksfiri á öllum sviðum. FRAMSÓKNARFLOKKURINN þykist vilja stöðva verðbólguna og koma atvinnumálunum í heilbrigt horf. En óheilindin og undirhyggjan. sem. einkennt hafa suma aðaiforuslumenn þess flokks, er svo rík í fari þeirra, að ógerlegt er að treysta þeim til skynsamlegrar og drengilegrar lausnar á. þeim vanda, sem þjóðin hefir nú við að sfriða x efna hagsmálunum. Framsóknarflokkurinn leysxr engair þfóðlegan vanda, nema með tilliti til verzlunar- hagsmuna Sambandsins og kaupfélaganna. Þessum flokkum er engum treystandi fil að vinna tillitslaust að þjóðarhagsmunum. auk þess sem þá skortir skilning á þeirri nauðsyn að hverfa af braut gjaldþrofastefnunnar. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN einn sfendur með hagsmunum þjóðarinnar. Kann vill ekki lengur una því ófremdarástandi, sem nú ríkir í fjázmálum, at- vlnnurekstrx og verzlun. Kann vill, að fjárhagurinn sé settur á öruggan grundvöll. Kann vill að hætf verði taprekstri atvinnuveganna. Hann vill að ein- staklingarnir fá aftur athafnafrelsi sitt. Og hann vil! að viðskiptin verði leyst úr viðjum hafta og skömmfunar. Ekkerf annað en þetta gefur tryggf goða af- komu og stöðuga atvinnu. Ekkert annað exi þetfa getur leitf þjóðina út úr kviksyndi verðbólgu, skatta- áþjánar og efnahagslegrar upplausnar. - FYLCID SJALFST/EDISFLOKKNUM. - KJÓSIÐ D-LISTAMINI.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.