Vísir - 02.12.1949, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1949, Blaðsíða 2
2 V I S I R Föstudaginn 2. desember 1949 Föstudagur, 2. desember, — 335. dagur árs'- ins. Sjávarföll. Ardegisflóö var kl. 3.05. — Síðdegisflóð verður kl. 15.25. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er frá kl. 15.20—9.10. Næturvarzla. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, simi 5030, næturvörð- ur í Laugavegs Apóteki, sími 1616, næturakstur annast Hrey.fill, simi 6633. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 3.15—4. Skák, 4. tbl. 3. árg. er nýkomið út. Efni m. a.: Haustmót Taflfé- lags Reykjavíkur, Aðalfundur norræna skáksambandsins, Af erlendum vettvangi, Nýjar skákbækur, Alþjóðlega leys- endakeppnin 1947, Skákbyrjan- ir, Skákir. Útvarpið í kvöld: 2^.30 Útvarpssagan: „Jón Arason" eftir Gunnar Gunnars- son ; V. lestur (höfundur les) .! 21.co Strokkvartett útvarpsins : ]>jöðlög, útsett af Kássmeyer. I 21.15 Frá útlöndum (Jón Magn-! ús$on fréttastjóri). 21.30 Is-1 len'zk tónlist: Lög úr kórverk- uni efti r Björgvin Guðmunds- son (plötur). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson). 22.10 Viitsæl lög plötur). Hvar eru skipin? Eimskip. Brúarfoss fór frá Rvk. í ívrardag til Anistérdam, Rott- erdam og Antwerpen. Dettit’oss kom til Rvk. 27. nóv. frá Hull. Fjallfoss fór frá Rvk. 27. nóv. til Bergen og K.hafnar. Goða- foss fór frá Rvk. 29. nóv. til New York. Lagarfoss kom til Gdyna i fyrradag; fer þaðan til K.hafnar Selfoss fór frá Fá- skrúðsfiröi í fyrradag til Vest- mannaeyja. Tröllafoss konr til New York 11. nóv. frá Rvk. Vatnaiökull fór frá Leih 29. nóv. til Rvk. Rikisskip.; Hekla er í Rvk. Esja er í Rvk. Herðubreið er í Rvk. Skjaldbreið er á Akur- eyri. Þyrill er á leiö frá Eng- 1 landi til Rvk. Helgi fór frá 1 Rvk. j gærkvöldi til Vestm,- eyja. Skip Einarssonar & Zoéga: Foldin er á leið frá Grimsby ! Frá Austfjörðum. Lingestroom er i Amsterdam. Tímaritið Samtíðin. Desemberhefti Samtíðarinn- ar (10. hefti 16. árg.) er koniið út. nijög fjölbreytt og læsilegt. Efni: íslenzkt rikisleikhús eft- ir ritstjórann Sigurð Skúlason. Sumarkveðja (kvæöi) eftir Auðun Br. Sveinsson. Ég byrj- aði að teikna Jiriggja ■ára gam- all, eftir Halldór Pétursson. Þrá (saga) eftir Árna M. Jóns- son, Á háhesti eftir Loft Guð- mundsson. Belgjagerðin h.f. 15 ára (iðnaðrþátturinn). Um Filipsevjar og íbúa þeirra eftir dr. Rex D. Drilon. Biðraðir eftir Sonju B. Helgason. Þá er fjöldi skapsagna, frásagnir um nýjar norskar, amerískar og íslenzkar bækur. Þeir vitru sögðu o. m. fl. Veðrið. Fyrir vestan land er lægö. sem dýpkar ört og hreyfist í austsuðaustur. Veðurhorfur: Suðaustan og síðan austan hvassviðri. Snjó- koma og síðar slydda eða rign- ing. Sjötugur í gær. Sjötugur varð í gær, 1. dés- ember, mætur borgari þessa bæjar, Einar Magnúsosn, gjald- keri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Einar er vinsæll maður og vinfastur, gamall Reykvíking- ur, prúömenni og drengur góð- ur. Mishermi var það hjá Vísi á miðviku- daginn var í þættinum ,,Úr Vísi fyrir 30 árum“, að börn úr „barnaskóla Ásgeirs Magn- ússonar“ hefðu gengið sérstak- lega vel fram i að safna fé handa austurrísku börnunum. er liingað koma. Átti að vera „barnaskóla Ásgríms Magnús- sonar. Leiðréttist þetta hér með. Stúkan Septíma. Guðspekinemar: —- Stúkan Septíma heldur fund j kvöld kl. 8.30. Erindi: „Meingerðarmað- urinn“, flutt af Grétari Fells.' Fjölmennið stundvíslega. Strandsiglingar auknar á s.l. ári. Strandferöaskipin á vegum Skipaútgerðar ríkisins komu 2420 sinnum á hafnir utan Reykjavíkur á árinu 1948. Árið áður komu skipin 1702 sinnum á sömu Iiafnir. Á s. 1. ári fluttu skipin sam- lals 37.900 smálestir af vör- um og 19.025 farþega. Til samanburðar má geta þess, að viðkomur skipa Eim- skipafélagsins á liöfnum utan Reykjavikur voru 418 lalsins og vörur mcð þeim námu 54 þúsund smálestum. líf gtagns &g ganunns • tívet ctti þetta? 96: Skemmlan þín var skærust birta skammdegis á löngum kvöldum, blvs, er lýsti leiðir fjöldans, lands vors sál á dimmum öldum. Höfundur erindis nr. 95 er: Stefán frá Hvítadal. í(t Vísi fyrit 30 atuin. Eítirfarandi mátti lesa í Vísi 2. desember 1919: Fullveldisdagsins var minnst i gær með því að draga fána á stengur víðsvegar um bæ. Sum skip voru og fánum skreytt. Lúðrafélagið Harpa lék nokk- ur lög framan við stjórnarráðs- húsið, — byrjaði á „Ó, Guð vors lands“ og endaði á „Eld- gamla ísafold“. Ræðuhöld urðú'engin. Flestungbúðum var lokað um hádegi. Húsbruni. Aöfaranótt laug- ardagsins í fyrri v.iku brann í Ólafsvík eitt af verzlunarhús- um Garðars Gíslasonar stór- kaupmanns. Hús. þetta stóð fjarri öðrum húsum og var í þvj sölubúðin. Það brann til kaldra kola, var lágt vátryggt og bíður eigandinn talsvert tjón af brunanum. Ókunntigt er urn upptök eldsins. — celki — Munnharpan, sem þú gafst mér í afmælisgjöf er bezta gjöf, sem eg hefi fengið. Mér þykir vænt urn að þú ert ánægöur tneð hana. Já það er eg — hún mamma gefur ntér 1 krónu á hverri viku fyrir að leika ekki á munnhörp- una. Þegar þér selduð mér bifreið- ina sögðust þér ætla að bæta mér upp það sem kynni að bila eða brotna. Já, og hvað vantar yöur? Eg þarf að fá nýja hurð á bílskúrinn. | títcMgáta Ht. 91*$ Lárétt: 1 Á ógreitt, 6 elds- neyti, 7 samþykki, 9 draug, u bera, 13 tilbeðið, 14 hangi, 16 ósamstæðir, 17 rödd, 19 á flík- um. Lóðrétt: 1 Oflof, 2 forsetn- ing, 3 fugl, 4 jálkur, 5 kátur, 8 spíra, 10 ofviöri, 12 mjög, ,15 angan, 18 ósamstæöir. Lausn á krossgátu nr,- 913: Lárétt: 1 Hugrökk, 6 bót, 7 LT.H., 9 suma, 11 min, 13 lás, 14 utar, 16 G.S., 17 gær, 19 galar. Lóðrétt: 1 Hrumur, 2 G.B., 3 rós, 4 ötul, 5 krassa, 8 hít, 10 mág, 12'naga, 15 ræl, 18 Ra. Hjartans joakktr flyt eg öllum vtnum og ættingjum fyrir hjartaylinn, blómin og atíar gjafirnar, sem þið fluttuð inn í mína dimmu tilveru á sjötugs afmæli mínu. Ennfremur þakka eg af alhug Stjóm Prentarafélagsins fynr hina veglegu gjöf þeirra. Guð blessi og launi ykkur öllum, Halldóra Björnsdóttir, Spítalastíg 5. Húsmæðrafél. Reykjavíkur heldur fund í Borgartúni 7, mánudaginn 5. þ.m. kl. 8,30. Rætt um veti'arstarfsemina. Sýnd verðnr dönsk l’ræðimynd af mjólkur- og matargjöfum barna og skal því sérstaklega ungum mæðrum boðið á þennan fund. Myndin verður skýrð af hjúkrunarkonu og spum- ingum svarað. TILKVIMNMMG Xr. 34 1949 Viðskiptanefndin hefir ákveðið eftirfarandi há- marksverð á þjónustu hárgreiðslukvenna. Vatnsliðun, fullkomin með þunkun, án þvottar, allar teg-undir . kr. 9,00 Að öðru leyti eru ákvæði tilkynningar viðskipta- nefndar frá 23. febr. 1949 áfram í gildi. , Reykjavík, 2. desember 1949 ; Verðlagsstjórinn. OSRAM af öllum mögulcgum gerðum fást nú afgreiddar er- lendis frá með nokkurra daga fyrirvara og hagfeldum greiðsluskilmálum. Það er hverjum raftækjasala til sæmdar að sclja við- skiptavinum sínum O S R A M perur, því þær brcgðast aldrei. Pantanir annast JóL ÓLfvon Sf Co. Reykjavík GOLFÐUK frá Michael Nairn & Company Ltd., Kirkcaldy, útvegum við í öllum þykktmn og gerðum. Fjölhreytt sýnishornasafn fyrirliggjandi. tí- Ó/afsJch & Setnhcfjt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.