Vísir - 16.12.1949, Blaðsíða 7

Vísir - 16.12.1949, Blaðsíða 7
Föstudaginn 16. desember 1949 V 1 S I R 7 Jólabækur barnanna IBÓKAÚTGÁFAN BJÖRK gefur aðeins út úrvals barnabækur, eftir kunna rithöfunda. — Stefán Júlíusson yfirkennari í Hafnarfirði er löngu orðinn 'M einn af vinsælustu barnabókarithöfundum þjóðarinnar. Bækur hans verða því böfnunum kærkomnar jólagjafir. — Meðal þeirra eru: Óli veiðir silung. 1. Auður og Ásgeir með mörgum afbragðsmyndum eftir Halldór Pjctursson. Verð kr. 20.00. — ísak Jónsson skólastjóri sagði svo um bókina í Morgunblaðinu 3. nóvember 1948: „Stefán Júlíusson yfirkennari er með fyrri barnabókum sínum: Kárabókunum, o. fl. bókum, — búinn að skipa sér á þann bekk barnabóka-höfunda, að hver ný bók frá honum hlýtur að teljast fengur'fyrir barna- bókmenntir þjóðarinnar.“ 2. Kári litli í sveit glæsileg bók, prýdd fjölda mynda, eftir Halldór Pjeturs- son. — KÁRI er þegar vinur barnanna frá barnatímum útvarpsins, því nokkrir kaflar hafa verið lesnir þar. — Verð kr. 22,50. 3. Þrjár 12 ára telpur •prýdd mörgum myndum, eftir Tryggva Magnússon. — Verð kr. 11,00. Þegar hún kom fyrst út 1941 luku margir þjóðkunnir skólamenn miklu lofsorði á þessa fjölbreyttu og skemmtilegu barnabók. Aðalsteinn Sigmundsson sagði í Vísi: „Sagan er skemmtileg, vel og látlaust sögð og er bæði hollt og lystugt lesefni fyrir telp- ur og jafnvel drengi á reki söguhetjanna.“ Freysteinn Gunnarsson sagði í Mbl.i „Frásögn bókarinnar er greið og ljós, fögur • og hressileg. Hjálpsemi og samúð er undir- straumur atburðanna. . . .“ lí. Kári strauk folaldinu og gældi við það. Jens Sigsgaard, forstöðumaður Fröbelsskólans í Kaupmannahöfn, er einn af vinsælustu barnabókahöfund- um Dana. — Tvær bækur hafa komið út á íslenzku eftir hann. 1. Bangsi og flugan ___ bráðskemmtileg bók fyrir lítil börn, með mörgum Iieil-síðumyndum eftir snillinginn Louis Moe. 2. Palli var einn í heiminum afburða skemmtileg og fögur bók, prentuð í fjórum litum. Hún hefur komið út á 14 tungumálum og alls staðar verið vcl fagnað. — Meðal skólabarna í Kaupmannahöfn fór í fyrra fram atkvæðagreiðsla um, hvaða barnabók væri skemmtilegust. Hlaut Palli þar flest atkvæðin. —Bókin hefur verið gefin út í Kaupmannahöfn, hvað eftir annað í tugþúsundum eintaka. — Verð kr. 15.00. III. Aðrar bækur 1. Nú er gaman Safn 10 smásagna, er Vilbergur Jú- \j líusson, kennari, hefur safnað og endursagt. Sögurnar heita: 1. Pjetur ánægði og Pjetur önugi. 2. Grísinn, sem vildi þvo sér. 3. Á brúðusjúkrahúsinu. 4. Pylsurnar tíu. 5. Litla ljós. 6. Kata í kolakompunni. 7. Undravélin. 8. Refurinn og uglan. 9. Býflugan vitra. 10. Grímsi grái og skjaldbakan. Myndir fylgja öllum sögunum. — Skemmtileg bók fyrir drengi og - stúlkur á ýmsum aldri. Verð kr. 12.00. Kolin hrundu niður á Kötu. — Gefið börnunum Bjarkarbækurnar. Sígild bók er bezta jólagjöfin. Fást hjá öllum bóksölum. 1 2. Klukkan og kanínan smábarnabók, með hreifanlegum vísum. Prentuð í litum. Verð 12.00 3. Snati o" Snotra hin vinsæla barnabók Steingríms Arasonar, með myndum eftir Tryggva Magnússbn. Verð kr. 11.00. 4. Börnin hans bamba er framhald hinnar vinsælu barna- bókar. Bambi, sem kom út fyrir nokkrum árum. Bók þessi segir frá Iífi Bamba, Falinu og börnum þeirra í skóginum. — Stefán Jú- Iíusson íslenzkaði. Verð kr. 8,00. 5. Sveitin heillar ensk saga um börn í suinarleyfi, með mörgum myndum. Verð kr. 20,00. Bókaúfgáfan Björk Pósthólf 406, Reykjavík. í fóíspoi* hans SHELDON, CHARLES M.: í fótspor hans. Hvað myndi Kristur gera? Þýtt hefir S. Kristófer Pétursson. Bókaútgáfan Muninn. — ísáfoldar- prentsmiðja 1949. 236 bls. Eg legg það ekki 1 vana ninn að mæla með bókum kristilegs efnis, ef þær eru ekki ritaðar af kaþólskum eða út frá kaþólskum sjón- armiðum, en um þessa bók geri eg undantekningu, vegna þess, að mér þykir hún holl öllum mönnum til lestrar, hverrar trúar, og mér liggur við að segja, hverrar vantrúar sem eru. Þetta er skáldsaga, sem fjallar um það, hvernig ménn eigi að lifa þjóðfélagslífinu svo að verði í samræmi við kristið siðalögmál. Nú er það kunn- ara en frá þurfi að segja, að öll menningarþjóðfélög ut- an Asíu rísa um löggjöf og siðalögmál af kristnum grunni, nema helzt komm- únistisku ríkin, sem eru að reyna að rífa hann niður, og mun þó ekki takast. Kommúnisminn er bóla, sem mun hjaðna, nokkurskonar stórubólu faraldur, sem mun réna eins og allar land- farssótLý’. Þeim mun ein- I i kennilegra er það, hvað menn eru lítið fyrir það gefn ir að semja sig að kristnu siðalögmáli í viðskiptum við jnáungann, og yfirhöfuð í borgaralegu lífi. Um þetta fjallar þessi skládsaga, ger- ir það af leikni og á skemmti i legan hátt, helgislepjulaust J og án þess aö áróðurseðli rits úns beri frásögnina og fram- setninguna ofurliði. Eg las þessa bók fyrst 1902, þá á fjórtánda ári, vestur á Staða- Jstað, þar sem ég var um sumartíma, og léði prestur- inn mér bókina. Síðan hefi ég e’ ’:i séð hana fyrr en nú, og likar mér hún jafn vel og áðui', en þýðingin er ein- staklega lipur. Eg get því ekki annað en mælt hið bezta með bókinni. Gu&br. Jónsson. Arnarfell fór fwi Siglufiröi í gær áleiöis til Gravarna í Sví- þjóö. Hvassafell kom til Álaborg- ar í gær. Srnuvt brauð og og snittur Verzlanár og aðrir! Athugið að panta tímanlega. Síld & Fiskur, Bergsstaðastræti 37, Sími 4240.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.