Vísir - 17.05.1950, Blaðsíða 5

Vísir - 17.05.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 17. maí 1950 V ISIR Undariegf val á landsliði. Islendingar keppa nú í Ev- rópumeistarakeppni í bridge í þriðja sinn, og hefir stjórn j saxnbands l)ridgei'élaganna endanlega valið lið til þátt- töku í þeirri keppni, en með nokkrum öðrum hætti en ííðkazt hefir áður. Árið 1948 þegar Bridge- sambandið var nýstofnað var eingöngu keppt innan meist- araflokks Bridgefélags Rvík- ur, um hvernig landsliðið skyldi skipað. Næsta ár á eftir svo öllum bridgefélögum á landinu }joð- ið til þátttöku í keppni, þar sem velja skyldi lið til utan- farar. Að þessu sinni fer Evrópu- meistaramótið fram í Brigh- ton á Suður-Englandi og hef- ir ísland tilkynnt þátttöku sína í því móti, en nú brcgð- ur svo undarlega við að eng- in keppni er latin fara fram um það, hverjir skuli mæta þar fyrir Islands liönd. Ekki var heldur bcðið eftir úrslit- um í meistarafloldd í Reykja- vík, með að velja landsliðið, þó vitað væri að það gat ekki hafið æfingar fyrr en þeirri kejjpni var lokið. Nei, stjórn Bridgesambandsins skipar seni manna lið eftir eigin höfði rétt áður en meistara- mótið hófst. Eftir að hafa kveðið upp þennan pápiska dóm, vill þó sambandsstjórn- in sýna að einhver lýðræðis- andi leynist í brjóstum þeirra; og auglýsir að heimilt sé að skora á sexmenning- ana.í 100 spila keppni. Skvldi sú keppni fara fram eftir reglum sem síðar yrðu settar. Tvö lið sendu áslcor- anir. Annað var að dómi sam- bandsstjórnarinnar, óhæft til keppni þar eð einn liðsmaður vildi ekki gefa skriflega yl'ir- lýsingu urti það að liann skuldbindi sig til að fara til Englands, ef sambandsstjórn- inni svo þóknaðist. Hin á- skonmin var tekin gild og vann áskorimarliðið örugg- lega, eins og kunnugt er. Nú sest sambandsstjórnin enn á rökstólana og kveðu.r upp einn dóm, sem Salomon gamli hefði mátt vera ffi'cyk- inn af. Ðómsniðurstaðan varð: Einn maður valinn úr liðinu sem vaíin, 4 menn af liðinu sem tapaði og einn var valin úr hópi áhorfenda. OJvkur eru ekki lcunnar allar reglur og Iög Bridgc- sambandsins, cn ef hér hcfir verið farið cftir lögunum þá þurfa þau vissulcga að tak- ast til rækilegrar endurskoð- unar. Drslit í keppni þurfa ekki endilega að gefa rétta hug- mynd um hver er færastur, stríðshamingja manna er mis mikil, en að leikslokum á sá sem sigrar ótvíræðan, rétt til til ganga fyrir. Það er því krafa allra bridge unnenda að næst þeg- ar valið verður landslið, þá verði keppni í einhverri mynd látin ráða, annað hvort sveitákeppni eða tvímenn- ingskeppni. Að lokum skal tekið fram að við teljum landsliðið eins og það er nú skipað mjög sigurstranglegt og mun það vissulega reisa hátt merki Islands meðal annarra þjóða, bæði með því að sýna kunn- áttu í leik og prúðmannlega framgöngu, en það breytir engu um það að aðferðin um valið er óhæft. Guðlaugur Guðmundsson, Gunnar Pálsson, Skarphéðinn Pétursson, Gunngeir Pétui-sson, Ingólfur Isebarn. r r Armann, I.R. og K.R. viður- kenna réttindi biaðamanna. ireiitargerð Blaðamaitnafélagsins, vegna deilu við Í.S.L Vegna deilu, er reis milli stjórnar .Í.S.Í. .og .Blaða- mannafélags íslands út af því, hvort fullgild félagsskíf teini B.Í. skyldu skoðast sem aðgöngumiðaheimild að í- þróttaleikvangi, samþykkti fundur, sem haldinn var í B. í. í gœr einróma eftirfar- andi ályktun: „Fundur í Blaöamannafé- lagi íslands, haldinn 16. maí 1950, lýsir óblandinni á- nægju sinni yfir þeirri ósk er fram kemur í bréfi, dags. í gær, frá stjórnum þriggja istærstu íþróttafélaganna í Reykjavík: Ármanni, í- þróttafélagi Reykjavíkur og Knattspyrnufélagi Reykja- víkur, um að áfram megi haldast sú góða samvinna, er ætíð hefir ríkt milli blaða- manna og fyrrnefndra fé- laga; slíkt er einmitt gagn- kvæm ósk blaöamanna og fullvissar fundurinn fyrr- nefnd félög um aö svo muni yerða frá hálfu blaðamanna* 'Jafnframt þakkar Blaða- jmannafélag íslands stjórn- um fyrrnefndra félaga fyrir drengilega og afdráttar- 'lausa yfirlýsingu þeirra um jrétt blaðamanna til aðgangs aö íþrótta- og leikmótum fyrrnefndi'a félaga, gegn framvísun félagsskírteinis í Blaðamannafélagi íslands. Fundurinn ályktar enn- fremur, með tilliti til þeirrar góðu samvinnu er ríkt hefir milli blaðamanna og íþrótta samtakanna, að félagsmenn •skrifi hér eftir sem hingað I til fréttir og greinar um mál- ,efni hvers þess íþróttafélags jOg sérsambands er viður- , kennir réttindi blaðamanna eins og Ármann, í. R. og K. R. hafa nú gert, en hinsvegar ítrekar fundurinn fyrri sam þykkt félagsins um að fé- lagsmenn birti ekki fréttir frá í. S. í. og skrifi ekki frétt ,ir né greinar um íþróttamót þeirra félaga eða sérsam- banda sem ekki viðurkenna aðgangsrétt blaðamanna að íþrótta- og kappmótum sín- um gegn framvísun fullgilds félagsskírteinis í Blaða- mannafélagi íslands.“ Fundurinn fól stjórn fé- lagsins að senda blöðunum til birtingar samþykkt þessa ásamt meðfylgjandi greinar gerð: Það ætti að sjálfsögðu aö véra óþarfi, en skal þó gert, að taka það fram að blaða- menn óska einhuga eftir góðri samvinnu við íþrótta- j samtökin eins og verið hefir. Gangur þessa máls er í 1 stuttu máli að síðasta marz 1 s.l., að undangengnu mjög vinsamlegu samtali við for- seta Í.S.Í., hr. Benedikt G. Waage, skrifaði Blaðamanna félág íslands íþróttasam- bandi íslands og óskaði stað festingar á því að félags skírteini í B-. í. veitti aðgang að íþróttamótum hinna ýmsu félaga og sérsambanda innan í. S. í. og stóð stjórn B. í. í þeirri trú að hér væri aðeins um formlega stað- festingu að ræða á því, sem viðkomandi aðilar væru sammála um. Fyrsta svar stjórnar Í.S.Í. við málaleit- un B. Í. verður einna helzt aö teljast neitun, en ítrekuð- um tilmælum svaraði stjórn in þannig, að máliö skyldi athugað. Milli blaðamanna og i- þróttasamtakanna hefir æ- tíð verið hin bezta samvinna. Blaöamenn hafa ætíð veitt áhugamálum íþróttafélag- anna beztu fyrirgreiðslu, — og er þetta ekki sagt hér vegna þess að blaðamenn telji þetta neinna sérstakra þakka vert. Hins vegar mun þetta vera í fyrsta skipti sem blaðamenn leita fyrir- greiðslu stjórnar Í.S.Í., og þaö um mál er blaðamenn héldu að ekki myndi verða neinn ágreiningur um. — Blaðamenn áttu alls ekki von á svo tregri og seinni af- greiðslu stjórnar Í.S.Í. og samþykkti blaðamannafé- lagsfundur s.I. sunnudag að félagsmenn B. Í. skrifi ekki um íþróttamót áöur en þau eru haldin, þar til endanlegt svar fæst frá íþróttasamtök- unum. Formaður og ritari B. Í. gengu svo á fund stjórn- ar Í.S.Í. í fyrrakvöld og skýrðu henni frá afstöðu B. Í. Umræður þær fóru mjög vinsamlega fram og lauk svo aö flestir í stjórn Í.S.Í. virt- ust vilja verða við tilmælum B. Í., er þeir töldu eðlileg og sanngjörn, en jafnframt kvaðst stjórn Í.S.Í. ekki hafa umboð til þess fyrr en á sam bandsstjórnarfundi 10. júní n.k. (eöa 2(4 mánuöi eftir að stjórn Í.S.Í. bárust tilmæli B.Í.). Í gærmorgun barst B. í. bréf frá þremur stærstu í- þróttafélögunum í Reykja- vík, Ármanni, í. R. og K. R., þar sem þau óska að sama vinsamleg samvinna hald- ist og verið hefir og viður- kenna með ánægju aðgangs- rétt gegn framvísun blaöa- mannaskírteinis. — Blaðá- mannafélagið ræddi mál þetta á fundi í gær þar sem formaður félagsins skýrði frá viðræðunum við stjórn Í.S.Í. og bréfinu frá fyrr- nefndum íþróttafélögum. — Fundurinn samþykkti ein- rórna ályktun þá er að fram an greinir. Með þeirri sam- þykkt telur B. í. sig hafa gert sitt til að hin góöa sam- vinna blaðamanna og íþrótta samtakanna geti haldizt. Hins vegar taldi fundurinn sér ekki fært að veita þeim félögum eða sérsamböndum — ef nokkur reynast — sem telja maklegt og viðeigandi að draga Blaðamannafélag Íslands á fullnaðarsvari í þessu máli í nær 2 Vz mánuð, njóta sömu vinsemdar og þau félög er ætíð hafa sýnt blaðamönnum hina fyllstu vinsemd. Vænta blaðamenn þess fastlega að öllum öðr- um íþróttafélögum og sér- samböndum sé ljúft að taka í framrétta hendi blaða- Auglýsing nr. 8/1950 frá skömmtunarstjéra. Ákveðið hefur verið, að „skammtur 7. 1950“ ->f fyrsta skömmtunarseðli 1950 (rauður litur) skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir 250 grömmum af skömmtuðu smjöri frá og mcð 16. maí til 30. júní 1950. Væntanlega verður hægt að úthluta öðrum slík- um smjörskammti fyrir júnílok n.k. og verður það þá auglýst síðar. Jal'nframt er lagt fyrir allar verzlanir að afhenda eða póstlcggja til skömmtunarskrifstofu ríkisins, Reykjavík í síðasta lagi fyiár laugardaginn 20. þ.m. smjöi’skömmtunarseðla þá, er í gildi hafa verið ásamt birðaskýrslu yfir smjör, eins og birgðimar voru að kvöldi dagsins í dag. Reykjavík, 15. maí 1950. • Skömmtunarstjóri. AUGLÝSINGAR sem birtast eiga í blaðinu á laugardögum í sumar, þurfa að vera komnar til skrifstof- unnar Austurstræti 7, eigi síðar eit kl. 7 á föstudögum, vegna breytts vinnutima sum- armánuðina. DAGBLAÐIÐ VÍSIR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.