Vísir - 27.06.1951, Blaðsíða 8
Wl
Miðvikudaginn 27. júní 1951
Fagrar landiagsmyndir sýndar
til ágóða fyrir Siysavarnafélagið.
Höfundurinn tekur íslandskvikmynd.
Næstkomandi þriðjudag
verða þrjár amerískar
landslags- og fræðslakvik-
myndir sýndar í Nýja bíó til
ágóða fyrir Slysavarnáfélag
■Islands.
Eru myndir þessar frá
Indíánalöndum í suövestur-
hluta Bandaríkjanna,
um-
Davis á Snæfellsjökli.
Þúfurnar í baksýn.
hverfi Kolorado-fljóts og
[Arizona-fylki, sem er mjög
sérkennilegt og fagurt. —
jStendur sýningin yfir í 1
klst. 45 mín., en myndirnar
eru allar í litum og mjög
fallegar.
Myndir þessar eru allar
teknar af amerískum manni
Robert C. Davis, en Vísir
skýrði frá því í vor, að liann
'mundi koma liingað til að
taka kvikmynd af landi og
þjóð. Hefir hann sýnt stutta
íslandskvikmynd, sem hann
tók hér fvrir fáum árum, fyr
ir fjölmörgum áhorfendum
á v mörgum stöðum vestan
hafs, og komizt að raun um
það, að menn þar hafa mjög
mikinn áhuga fyrir kvik-
myndiun héðan, þótt þekk-
ing á landinu sé ekki mikil.
Af þeim sökum er liann kom
inn hingað aftur — til þess
að taka fullkomnari kvik-
mynd. Fyrri myndin var frá
stöðum hér á suðvesturhluta
landsins, en sú, sem hann
tekur nú, verður úr öllum
landsf j órðungum. Héfir
Davis þegar ferðazt víða, t.
d. til Heklu, á Snæfellsjökul,
til Eyja og víðar, en síðar
mun hann fara norður í land
og til fleiri fagurra og sér-
kennilegra staða. Mun sýn-
ingartími þessarar kvik-
myndar verða allt að tvær
klukkusturidir.
Tízkublað með
sniðum.
r Nýtt tímarit, tízkublað
jneð sniðum, hefur göngu
sína I dag og er það að ýmsu
leyti miklu fullkomnara en
fólk á að yenjast hér.
Tímiritið heitir Clip tízku-
blað og er ritstjóri þess Ingvi
H. Magnússon, en Aðalbjörg
Kaaber sér um kjóla og snið.
Margar teikningar eru í blað-
inu og eru þær gerðar af
auglýsinga- og teiknistofumri
Pictograph. Aðalbjörg Kaab-
er er kunn fyrir kjólateikn-
ingar sínar og snið og er þess
því að vænta að blað þetta
verði vinsælt bjá kvenþjóð-
inni.
Þetta 1. hefti 1. árgangs er
fjölbreytt að efni, sem þó að-
allega er ætlað konum. Bú-
ast má við, að Clip verði vel
íekið af kvenþjóðinni einmitt
vegna þess að að er bæði vel
ór garði gert og svo einnig
vegna þess að slíkt blað hcf-
ir alveg vantað héi*.
Rannsókn lok-
ið vestra.
13 „vitni“ voru leidd.
Rannsóknarnefnd þjóð-
þings Bandaríkjanna , Wash-
ington hætti störfum í gær.
AIls voru leidd 13 „vitni.“
Síðastur kom fyrir nefnd-
ina O’Donncll, fyrrverandi
yfinnaður sprengjuflugvéla-
sveita Bandaríkjanna í
Kóreu. Hann kvaðst vera
þeirra skoðunar, að rétt Iiefði
verið að ■ gera loftárásir á
birgðastöðvar kommúnista í
Mansjúríu, þegar þeir hófu
íhlutun sína í Kóreustyrjöld-
inni. Nú kvaðst hann efa, að
rétt væri að gera slíkar árás-
ir, þar sem alls flughers S.Þj.
í Kóreu væri þörf til varnar
og sóknar í sjálfri Kóreu,
þar eð kommúnistar hefðu
nú öflugri flugher á að skipa
cn áðtír, og það væri tak-
mörkunum háð, hve míkinn
flugher Bandaríkjanmenn
gætu sent til Kóreu, vegna
annarra skuldbindinga.
Asliíaa* fékk. 4ÍIÖ t.
lcísa-fía á. víícee.
Togarinn Askur kom af
karfaveiðum í gær með um
hOQ lestir eftir viku útivist.
Hallveig Fróðadóttir kom
af ísfiskveiðum í dag, en það
cr eini togarinn, sem veiðir
i ís um þessar mundir. Hall-
veig mun fara áleiðis lil Eng
lands i dag.
Auk framangreindra tog-
ara eru nú í höfn Surprise,
Isólfur, Jón Baldyinsson,
Neptúnus og Ingólfur Arnar-
son sem cr í „slipp“.
I gærkveldi kom norskt
selveiðiskip, Polaris til Ryík-
ur. Skip þetta mun vera á
leið til Grænlands á vegum
franska vísindaleiðangurs-
ins, sem Poul Emil Victor
stjórnar. Hér bíður Polaris
eftir Drottningunni og tekur
úr lienni farþega og flutn-
ing og flytur til Grænlands.
í morgun kom timburskip
til Völundar.
I gær var komið með
gömlu „Andey“, sem staðið
liefir árum saman vélarlaus
norður á Akureyri. Ilefir
jafnvel lieyrzt að gera eigi
Andeyna upp að nýju og
nota til oliuflutninga. Það
var m.s. Erna, sem di*ó hana
hingað.
fram ,fcanflnu
'nesingar
í morgun bárust fregnir
um miklar síldartorfur á
geysístóru svæði suður og*
út af Snæfellsjökli, en það er
norðar miklu en síld sú, sem
vart varð við um fvrri helgi.
Snemina í morgun barst
Sturlaugi Böðvarssyni, út-
gerðarmanni, skcyli frá skip-
stjóranum á hvalveiðibátnum
IIvaluL* II, þar scm hann seg-
ist hafa séð nriklar síldar-
torfur í nótt og fram ó morg-
unn. Segir í skcyti þessu, að
klukkan 2 i nótt hafi Hvalur
II verið staddur 64° 36’ n. br.
og 25° 30’ v. I. og hafi þá séð
margar stórar síldartorfur og
liafi sildin verið mjög falleg.
Klukkan þrjú er skipið
statt 64° 34’ n. br. og 25° 12’
v. I. og sér þá enn geisistór-
ar síldartorfur.
Síðast kl. 5, er skipið var á
heimleið og var á 64° 31’ n.
br. og 24° 38’ v. 1., eða rétl
innan við svokallaða „100
faðma línu“, hafi sjórinn ver-
ið svartur af sild, en síldin
eitíhvað jiynnri en áður.
I viðtali er Vísi átti við
Sturlaug- í morgun sagði
[hann m. a.:
Hér á Akranesi höfum við
mikiun áhuga fyrir að hag-
nýta þá möguleika, sem eru
lil síldveiða hér syðra. Við:
höfum alltaf frétt um sild á.
hverju ári, en þetta sumarið
rnánuði fyrr en vanalega, og
teljum að síld kunni að vera
á öllum „Kantinum“ — allt
til Breiðafjarðar.
Við sendum nú vélbátiun
Keili með nót á morgun og,
liöfum viðbúnað til að senda
flciri báta á síldveiðar. VÍð
höfum líka áhuga fyrir að fá
flugvél til síldarleitar liér
syðra, og höfum von um, að
það takist. Ef síld veiðist,
J eins og vonir standa til,.
Jbatnar aðstaða til veiðanna
eftir þvi sem bátarnir eru
fleiri, því að þá geta for-
menn talast við og borið
saman ráð sín.
Síldin er eftir þessum
fregnum að dæma á svokall-
aðri Jökultungu, suður og út
af Snæfellsjökli og þar á
mjög stóru svæði.
Vísir liefir einnig óljósar
fregnir af því að togari, sem
var á leið til Reykjavíkur i
gær eða nótt hafi einnig orðiö
sildar var.
Erfltt að ná í Malik.
Stjórnmálamenn minnast fyrri
reynslu og eru varir um sig.
90 Borgfirðing-
ar í ferðalagi.
Urn 90 borgfirzkir bændur
og konur þeirra taka þátt í
bændaförinni um Suðurland,
sem nú stendur yfir.
Viðkomustaðir til þessa:
Ferstikla, Brúarland, Þing-
vellir, Laugavatn, Geysir og
Gullfoss,
Aclieson utanríkisráð-
lierra Bandaríkjanna sagði
í gær, cið það væri góð lausn
á Kóreustyrjöldinni, ef
vopnaviðskipti stöðvuðust
við 38. hreiddarbaug.
Það hefði aldrei verið
stefna Bandaríkjanna að
lcnýja fram sameiningu
Norður- og Suður-Kóreu
með þvi að beita vopna-
valdi.
Sir Gladwyn Jebb, aðal-
fulltrúi Breta í Lake Succ-
ess, hefir fengið fyrirskipan-
ir um, að ræða við sam-
starfsmenn sina um hvað
tiltækilegast sé að gera til
að fá skýrt fram, hvort Rúss
um sé einlægni í hug, er þeir
stinga upp á vopnahléi i
Ivóreu.
Trygve Lie, framkv.stjóri
Sameinuðu þjóðanna, kom
til London í gær, á leið sinni
vestur yfir haf. Hann sagði
við fréttamenn, að hann ef-
aðist ekki um, að Rússum
væri einlægni í hug.
En þrátt fyrir unnnæli
hans og stjórnmálamanna
frjálsu þjóðanna kemur
glöggt fram, að frumskilyrði
samkomulagsumleitana er,
að fá úr því skorið, hvort
nokkuð annað liggur á bak
við.
Entezam, forseti Allsherj-
arþingsins, gerir i dag
þriðju tilraunina, til að ná
tali af Malik. I fyrradag var
Malik ekki við, liafði skropp
ið úr bænum, en i gær var
hann „lasinn“.
Austurlaindsleið
að opnast.
Samk væm t upp lýs ingum
frái vegagerðinni verður
Austurlandsleiðin sennilega
fær nú upp úr miðri þessari
viku.
Þessi leið liggur meðfram
Mývatni og farið hjá Reykja
hlíð upp á Mývatnsöræfi,
yfir þau að Jökulsá á nýju
brúnni lijá Grímsstöðum,
um Hólsfjöll, Möðrudal og
Jökuldal lil Egilsstaða.
Verið er að moka Breið-
dalsheiði á Vestfjörðum og
verður sú leið væntanlega
fær í dag.
1498 rauðliðar
handteknir.
N. Delhi (UP). — Ind-
verska lögreglan hefir undan-
farna daga handtekið 14S8
kommúnista.
Voru þeir allir handteknir
í Assam, þar sem hryðj u-
verk og allskonar spellvirki
liafa verið mjög tið upp á
siðkastið. Krefjast þingmenn
þess að liart sé látið mæla
liörðu við kommúnistá.
— Alberí.
Framh. af L riSsu
Lék seinast
með Arsenal.
Það er nú orðið rétt ár,.
síðan Albert var hér seinast
og hefir hann verið samn-
ingsbundinn við knatt-
spyrnufélag í París, en verið
leigður öðriun félögum og
lcikið i ýmsum nrillirikja-
keppnum. Seinast lék hann
með brezka knattspyrnulið-
inu Ársenal í Suður-Ameríku.
Albert sagðist vei*a mjög*;
ánægður yfir því að geta
skroppið heim við og við, en
atvinnu sinnar vegna verður
hann að dvelja langdvölum
erlendis.