Vísir - 02.07.1951, Síða 4

Vísir - 02.07.1951, Síða 4
V, I s I R Mánudaginn 2. júlí 1951 wfi s.m D A G B L A fi Rifgtjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrífstofa Austurstræti 7. Dtgefandi: BLAÐADTGÁFAN VlSIR H.E. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 75 aurar, Félagsprentsmiðjan b,fa 1 Umíerðarmeiming og athygllsskorfnt ||eimspekiní»ur stóð á Tjarnarbrúnni. Hann hafði farið út úr bifreið sinni, til þess að horfa á fuglalífið, sem menntandi og göfgandi fræðigrein. Hann átti sér einkis ilis von, skyndilega var ekið á bifreið hans aftanverða og Iftir fjórtán metra hrakning, hafnaði liún í Tjörninni í stórgrýti, sem vegbrúnina hefur prýtt um langan aldur. Þar lá hún á hliðinni, en benzínið vætlaði út í Tjörnina, sem nýtízku „kínalífselexir“ fyrir endurnar, sem syntu þar með ungana sína. Tildrög slyssins voru þau, að annar bifreiðastjóri var á fleygiferð í bifreið sinni, cn þurfti líka að athuga fuglalífið, en gleymdi að gæta vegarins. Þegar honum varð litið framundan sér, sá hann árangur verka sinna. Ein bifreið liafði oltið og skemmst, — en engin slys önnur. Múgur og' margmenni safnaðist fljótlega á slysstaðinn. Hnndruð bifreiða lentu i sjálfuheldu á Tjarnarbrúnni beggja vegna, en þó ætti þar að geta verið sæmilega greið umferð. Lögregla sást ekki, en allir bifreiðastjórarnir þeyttu horn sin kappsamlega og var það stórfengleg hljómsveit. Um gangsléttimar þutu menn, -— á reiðhjól- um, — en gangandi mönnum var þar liáski búinn, en slysum varð afstýrt með gát. Þarna stóðu menn og röbbuðu um slysið og aðdráganda þess, en bifrciðin lá á hliðinni og benzínslæðan dreifðist um megnið af Tjörninni. Krana- bílar voru þarna á ferð, en námu ckki staðar umfrarn beina nauðsyn vegna stöðvunar á umferðinni. Eftir tvær slundir hafði þó tekist að réísa bifreiðina við, þannig að nú stóð hún þó á hjólunum og benzínið var hætt að leka, úr geyminum. Lögregla var þá komin á vettvang. Sunnarlega í Sóleyjargötu hafði vcrið komið fyrir tunn- um og nokkrum skiltum sem sýndu að umferð var bönnuð þar suður eftir. Langferðabifreið, stór og mikil og á mörg- um hjólum, brá sér fram hjá slíkum hindrunum, með því að aka upp á gangstéttina, og var ætlun bifreiðastjór- ans að halda suður úr, enda enginn starfsmaður bæjarlngj scm að götuviðgerð unnu, sýnilega kominn á vettvang. En rétt við gatnamót Sóleyjargötu og Hringbrautar lá þó einn maður á grasbala, enda rétt í lok venjulegs matar- tima. Sá maður virtist bifreiðastjóranum alvarlegri áminn- ing cn vegarskiltin, og nú venti hann sínu, kvæði í kross og hvarf frá villu síns vcgar yfir á Njarðargötuna aftur. Engin slys, — cn umferð bönnuð. Tvö dæmi varðandi umferðarmenningu, sett fram af vegfaranda, sem cr seinn á leið í mat sinn, sanna ekki að um algilda reglu sé að ræða, heldur miklu frekar undan- tckningar. Hirðuleysið og óhlýðnin eða ágengnin eru cin- kennandi fyrir íslenzka umferðarmenningu, enda hefur summn bifreiðastjórum hvorki verið kennt að hlýðá né virða annarra rétt. Sem betur fer eru slíkir menn fáir, en þeir eiga engir að vera. Þeirra vegna hafa slys orðið á mönnum og málleysingjum, þótt smáskemmdir einar blöstu við augum að þessu sinni, — og þeir eru ekki menn til að bæta fyrir brot, sem varða líf eða lieilsu náungans. Leikni í meðferð bifreiða er góðra gjalda verð, en hún er ekki einhlít til að afstýra slysum. Athygli og virðing fyrir settum umferðarréglum geta bætt úr því, sem á skortir yanann og leiknina, én leiknin getur aldrei bætt úr slys- um, sem orðin eru. Seinagangur í framkvæmdum og aðgerðum, er slys hafa skeð, á heldur ekki rélt á sér. Óþarft er að láta bifreið hggja margar stundir á hvolfi í Tjöi*ninni, án þess að íullnægjandi ráðstafanir hafi verið gerðar og hafi komið lil framkvæmda, en vel má vera að þcssi verði raunin, meðan ekkert fjársterkt björgunarfélag, sem hefur yfir fullkomnustu tækjum að ráða, er starfandi hér í bænum. Múgupjihlaup, sem trulla umferð, verða ávallt við slys- slaði, sem er eðlilegt og er ekki að sakast um. En fólk verður þó að hnika svo til, að unnt reynist að koma hjálpartækjum við og að hjálparsveitir fái að starfa ó- hindraðar. Til þess þarf enga lögregluumsjón, ef menn virða almenn lög og reglur. F.í. efnir til 12 daga feri- ar um Norður- og Austurfand. 1Kttniiö rið « wnörtjuttnn stöðsaBn, s&asa erua úr ren/ealeejri leið. Þann 7. júlí n.k. leggur Á Fljótsdalshéráði og Ferðafélag íslands af stað í Austfjörðum verður dvalið eina lengstu og skemmtileg- í 2 daga og ýmsir fegurstu ustu ferð, sem það efnir til staðir þar skoðaðir. Síðan verður einum degi varið til þess að fara til Vopnafjarð- ar, en það er einnig nýr á- fangi í ferðum Ferðafélags- ins. I bakaleiðinni verður farið um Mývatnssveit og staldrað þar nokkuð, siðan um Akurevri og heim að Iiólum í Hjaltadal. Ekið verður yfir hina nýju brú á Blöndu og loks farið um Uxahryggi og Þingvöll á leiðinni til Reykjavíkur. a sumrinu. Er þarna *um að rseða ferð til Norður- og Austur- lands, sení sténdur í 12 daga. Leiðin, sem farin verður, er í höfuðatriðum sem hér segir: Ekið verður sem leið jliggur fyrir Hvalfjörð og norður i Húnavatnssýslu. En þar verður tekinn lcrók- jiir norður fju'ir Vatnsnes og liefir Ferðafélagið ekki efnt til ferðar þangað fýrr, en á leiðinni eru margir fallegir staðir og sérkennilegir, sem eru þess verðir að vera skoð aðir. Frá Blönduósi verður ekið sem leið liggur nórður um Skagafjörð og Eyjafjörð, Fnjóskadal að Laugum. Það an svo um Laxárfossa, Ilúsa vík, Kelduhverfi, Hólsfjöll og aiistur á Fljótsdalshérað. Til þess að gera þátttak- cndum ferðina sem ódýr- asta geta þeir sem óska gist í tjöldum sem Ferðafélagið leggur til. Líka gcta menn baft með sér skrínukost eða nesti að einhverju eða öllu leyti og gert sér ferðina á þann hátt ódýrari. Ferðafélagið hefir á hverju ári efnt til hliðstæðr- ar ferðar til Austurlandsins og liafa þær jafnan verið fjölsóttar, enda gefst fólki í þeim að skoða ýmsa feg- urstu og merkústu staði í tveimur landsfjórðungum. Dieselvagnar hentugastir. Nefnd sú, er borgarstjóri skipaði í s.l. mánuði til þess að athuga .lwaða .tegund vtígna myndi hentugust til endurný junar vagnakosti Strætisvagnanna, hefir skil- að áliti. í nefndinni sátu þessir menn: Björn Björnsson hag- fræðingur, Þorsteinn Lofts- son vélstjóri, Lúðvík A. Jó- hannesson framkv.stj. og bil stjórarnir Guðmundur Jör- undsson og Páll Guðjónsson. Hafði nefndin komizt að þeirri niðurstöðu að heppi- legast myndi að endurnýja vagnakost Strætisvagnanna með dieselvögnum. Bæjar- ráð samþykkti s.l. föstudag álit nefndarinnar og vísaði því síðan til framkvæmda- stjóra Stræitisvagnanna. c&v/tt/t éáJhar HÁSKÓLALÓÐIN. MOKKRAR UMRÆÐUR hafa W orSi‘8 vegna lagfæringa á lóöinni andspænis Háskólanum, og má segja aö það sé aö von- úm, því bæjarbúar fylgja meö athygli ollu því, sem-gert er til þess aö prýöa bæinn, og ekki sízt á jafn áberandi staö og hér um ræöir. Samkeppni sú, sem til var stofnaÖ um frágang lóöarinnar, fór því miöur. ekki sem bezt. Þátttakan var léleg mjög og lausnir vafasamar, þannig að ekki þótti íært að veita nein fyrstu verölaun, heldur var verölaunaupphæðinni skipt milli þriggja þátttakenda fyrir tillögur um skipulagsatriöi lóð- arinnar og að ýmsu Íeyti snyrti- legan frágang. * SUMRA li stamanna hefir gætt mikillar viö- kvæmni í sambandi við fratn- hald málsins, og með hverjum hætti skuli framkvæma lagfær- ingu lóöarinnar og skreytingu. Einn ágætur listatnaöur hefir einkum látiö þar til síu taka. Finnur hann málinu flest til for- áttu og vantreystir því, aö þaö sé í nægilega góðum höndum. Vill ltann nýja samkeppni, og skorar á arkitekta að láta sig máliö skipta. Nú er þaö svo, aö samkeppn- istiminn var óvenju langur, og jafnvel framlengdur. Enginn húsameistari . tók þó þátt i keppninni. og úrðu þaö mikil vonbrigði. Það er því varla við því áð -búast að breyting gæti orðið á. meö nýrri samkeppni, enda mundi þá vera full ástæða til þess að tala um „hringlanda á Háskólalóðinni“ vegna þeirra, sem ekki sætta sig við úrslit að hverju sinni. Það er engin von krefjast sliks, einkum eftir að Háskólinn hefir lagt sig mjög fram um aö örva til þátttöku i samkeppninni, jafnt arkitekta sem aðra. MISSULEGA er hér um vanda- W samt verk aö ræöa, og ábend- itigar þær, sem fram liafa kom- iö aö því leyti réttmætar. Þaö má líka vel vera aö þeim, seín falið. hefir veriö að taka við, þar sem samkeppninni lauk, séu engan yeginn þeim vanda vaxn- ir. En of fljótt er að spá um það, aö sínu levti eins og listmálar- inn veröur aö fá að ljúka sinu verki, áður en dórnar falla. 1 máli sem þessu má heldur engan veginn beita áróðri, sem byggist á persónulegum ríg miili einstakra listamanna. Gagnrýni, h'yggð á þeim for- sendum, verður alltaf neikvæð. * ffM EINSTÖK ATRIÐI í væntanlegur framkvæmdum á Háskólalóðinni, virðist enn ástæða til þess að taka þetta fram: Samkeppnin var bundin að verulegu leyti við ýmsar fram- kvæmdir, sem þegar voru gerð- ar. Lögun lóðarinnar var bundin af bogabraut þeirri, sem helztu byggingar Háskólans voru reistar viö. Tröppurnar voru komnar, skv. þeim .tillög- um, er Guðmundur Einarsson myndhöggvari hafði veriö feng- inn til þess áð segja fyrir uín á sinum títna. Úrslit samkeppn- innar urðu þau, að öllum cíóm- nefndarmönnum féll bezt heild- arskipulág lóðarinnar, er reynd- ist vera eftir .G. Einarsson, og þar á meðal staðsetning á gos- brunni í lóðinni. Tillögur Ás- mundar Sveinssonar um stað- setningu myndlistar voru hins- vegar beztar. Einnig voru það tillögur hans, að sleppa allri höggmyndalist í sambandi við tröppumar, og breyta þeim að verulegu leyti. Ekki þótti fært til þess, né heldur sanngirni, að að taka ákveðna afstöðu til einstakra höggmynda er bárust. Var ekki talið rétt að fela ein- um listamanni að ákveða og gera höggmyndir allar, sem koma skyldu smátt og smátt k lóðina á löngu árabili. Um þaö ættu allir að vera sammála, enda sjálfsagt að hafa um það frjáls- ar hendur, að fela fleirum en þeim, sem þátt tóku í sam- keppninni, að leysa þann vanda, þegar til kemur. Gerð^ á gos- brunni fer einnig að sjálfsögðu eftir því, hver myndskreyting verður ákveðin í brunninn, og engin ákvörðun verið tekin um það enn sem komið er. fjETTA ER ÞÁ sá grundvöll- ” ur, sem franthald frani- kvæmda á lóðinni byggist á í helztu atriðum, og þegar eru liafnar að nokkru leyti. en teiknistofa skipulagsins hefir umsjón með þeim. Enginn má ætla þaö, að ekki veröi lagt ítrasta kapp á að gera lóðina eins vel úr garði og kost- ur er á, og þá lagfæra það, sem telja mætti aö betur færi. Til ráðuneytis urn skipulag lóöarinnar veröa kvaddir þeir listamenn, sem tillögur sendu í samkeppnina. Auk þess hafa tveir arkitektar, þeir Sigurður Guömundsson og Gunnlaugur Halldórsson veriö lcvaddir til ráöa meö skipulagsstjóra _ — Gunnlaugur átti sæti í dóm- nefnd, en Sigurður hefir byggt ýmsar byggingar á lóð Háskólans, og báðir’ með fær- ustu mönnum í stétt arkitekta. Er þannig reynt að ganga frá skipulagi og framtíðar skrevt- ingu Háskólalóöarinnar með það eitt fyrir augum, að hún geti orðið til sóma og ánægju. 1-1 itt er aftur augljóst mál, aö um smekkinn rná stöðugt deila, en tillögur og ábendingar frá lærðum og leikum, sem bornar eru fram í þeim tilgangi að fegra þennan blett, en ekki til þess að vekja úlfúð og óánægju L n /Víl n 4" A'A Þw-\j r I r 4 4 m

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.