Vísir


Vísir - 14.11.1951, Qupperneq 1

Vísir - 14.11.1951, Qupperneq 1
41. árg. =ar.r.'."ia 263. tbl. Miðvikiidaginn 14. nóvember 1951 Ætál&ts ‘VÍÉB&ishi&’FÍÍimm’ i © Stfórn 0£iurchið£s relsir haíis á ári. Umræðiim um hdsætis- ræðimct lauk í gær í brezka þinginu. Höfðu. nmræðurn- ar staðið 6 daga og voru all- harðar d köfium. Felid var í gærkvöldi til- laga í'rá jafnaSarmönnum, þar sem gagnrýnd var sú á- kvörSun stjórnarinnar að fresta þingi 7—8 vikur TiJlagan var felld með 318 atkvæðum gegn 281, — Jafnaðarmenn töldu enga ástæðu til að fresta þingi svo lengi og væri með þessu skapað illt fordæmi. Var m. a. gefið í skyn að stjórnin væri fegin að losna við þing- ið til þess að geta farið sínu fram án þess að þurfa að ræða málin. álorrison fyrrv. utanríkis- ráðherra sagði, að engin stjórn hefði svikið jafn- mörg kosningaloforð á jafn- skömmum tíma og stjórn Churchills en honum var þvi svarað m. a., að jafnað- armenn hefðu skilið svo við, að ekki veitti af nægum liraa til að greiða úr flækj- unni, sem þeir liefðti skilið eftir sig — í hverju einasta ráðuneyti. Húsnæðismálaráðherrann Harold McMillan tilkynnti, að stjórnin ætlaði að halda til streitu áformum sínum um að smíða 300.00 ný liús á árþ Þessu marki yrði þó vart náð á fyrsta ári. 1000 millj. punda halli hjá Bretum. V öruskiptajöfn uðurinn í Bretlandi var óhagstæéiir um yfir 1000 millj. sterUngs- þunda fyrstu 10 múnuði úrs- ins. Samkvæmt bráðabirgða- skýrslu nam útflutningurinn í október 235 millj. stpd., en innflutningurinn 362 millj. -----4---- Felgufiringur veldur slysi. S. 1. sunnudag- hrökk felgu- hringur af bifreið, sem ekið var eftir Strandgötu í Hafn- arfirði. Fór haun í útstiilingar- glugga í verzlun Einars Þor- gilssonar, og brotnaði rúða í glugganum. Barn, sem nálægt var, meiddist, en ekki alvarlega. og meiri birgðir. Robertson hershöfðingi, fyrrv. yfirmaður brezku lier sveitanna í Japdn, telur að hersveitir SÞ. í Kóreu verði að fú mikinn liðsauka og meiru uf hverskonar hern- aðartækjum og birgðum. Annars muni þær vart geta haft betur í Kóreu- styrjöldinni. Vekur Robert- son athygli á, að kommún- istar liafi nú gnægð flugvéla, fallbyssna, skriðdreka — og svo miklar birgðir skotíæra, að þeir geti haldið uppi skot- hríð úr fallbyssum klukku- stundum saman, án þess sjá- anlegt sé, að slík skotfæra- evðsla sé þeim tilfinnnleg. Ilernaðurinn í Kóreu lík- ist nú meira og meira, sagði Robertson, hernaðinum í Frakklandi 1915 þegár hvorki geklc eða rak, og bar- ist var í skotgröfum. Undirnefndirnar komu enn saman á fund í Punmanjom í niórgun. Enginn árangur náðist. unt m m raras 22 togarar á veiðum í ís. i 22 íslenzkir tograrar eru á veiðum sem stendur fyrir brezkan markað. Tveir leggja aflann upp hér á landi. Hinir eru erlendis, á ieið milli landa eða i höfnum. Þeir tveir, sem leggja upp aflann innanlands, eru Bjarni Ólafsson, sem leggur upp á Akranesi, og Uranus, sem lagði upp á Vestfjörðum i fyrradag, og er farinn aftur á veiðar. í dag selja sennilega Helga- fell í Þýzkalandi, Egill rauði (sem komst ekki að í gær) og Akurey í Bretlandi. Á fimmtudag selja Bjarnarey, ísólfur og Hvalfell, Jörundur á föstudag og Jón Baldvins- son álaugardag. Iproir Ofbeidismennirnir, sem stóðu að barsmíðunum og’ ráninu aðfaranótt mánudags s. !., hafa nú verið handtekn- ir og játað á sig glæpinn. Menn þessir heita Þórður Guðjón Þórarinsson, Loka- stíg 28 A, fæddur 1931, og Guðmundur Fífill Þórðarson, Langholtsvegi 161, fgeddur 1930. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar eru máisafvik þessi: Á sunnu- dagskvöldið ætluðu þeir Þórður og Guðmundur á dansleik í mj ólkurstöðinni, og voru með eina flösku af áfengi meðferðis. Þar kom- Árekstur með kinnhesti. Árekstur (með vísitöluá- lagi) varð á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíð- ar á tíunda tímanum í morg- un. Kom nýlegur vörúbíll, R- 5929, akandi norður Löngu- lilíð og fór hægt inn á vega- mótin. I sama mund kom gamall Ford-hálfkassabill, R-3722, akandi á allmiklum hraða til bæjarins og lenti hann á hinum nokkurn veg- inn míðjurn. Stórskemmdist gamli bíllinn en drifskaftið brotnaði á iiinum og stakkst i götuna. Jafnframt snerist liann í hálfhring. Við áreksturinn rann öku- manni gamla bílsins í slcap, svo að hann vatt sér út úr farartæki sínu, gekk að liin- mn bílnum og veitti bifreið- arstjóranum ráðningu, en í bíl hans höfðu tvö börn 3ja og 4ra ára og meiddust bæði. Bjarni rlddari selur f. 10,8 þús. stpd. B.v. Bjarni riddari seldi ísfiskafla í Grimsby í gær, 3618 kit fyrir 10.829 stpd. Er það góð sala. B.v. Egill rauði seldi ís- fiskafla í Grimsby í dag, 3840 Icit fyrir 9446 stpd. umst þeir af einhverjum á- stæðum ekki inn, héldu þá niður í Breiðfirðingabúð, og koniust þar inn á dansleik rétt fyrir lokun, kl. 11.30. Þar inni eru þeir svo þar til dansleiknum lýkur. Skömmu áður en þeir fara út, fara þeir inn á salerni og hitta þar mánninn, sem þeir síðar börðu og rændu. Þeir taka liann tali, og biðja hann að kaupa áfengi, cn hann neitar, þar sem þeir geti ekki greitt neitt á móti, en sýnir þeim samt í veskið hjg sér, og þeir telja sig hafa séð í því 500 krónur. Fara þeir tveir að svo búnu út, en hann inn í sálinn. Niður við 'Skólavörðustíg bíða þeir eftir honum, og hafa ákveðið með sér, að reyna að fá hann til þess að kaupa, áfengi. Þegar maður- inn kemur út, taka þeir hann tali að nýju, ganga með lion- um niður Ingólfsstræti, inn Sölvhólsgötu og niður í portið milli Nýliorgar og Landssm. — Enn er allt í in’óðerni milli þeirra. En þegar inn í portið kemur, taka þeir, mað- urinn, sem rændur var, og Þórður Guðjón að dansa, en allt í einu bregður Þórður Guðjón fæti fyrir mapninn, skellir honum flötum, lemur hann í andlitið og rotar hann. Þá tekur Guðmundur Fifill við og heldur áfram að berja manninn í andlitið, þar sem hann liggur hreyfingarlaus. Taka þeir síðan að leita á honum, l'inna peningaveskið, taka úr því 1900 krónur í pen- ingum, en telja sig síðan hafa lagt vcskið á brjóst mansins aftur. Að því búnu fara þeir burtu frá mannin- um, þar sem hann liggur þarna hreyfingarlaus, og ón ])ess ganga úr sluigga um, hvort hann sé lífs eða liðinn. Þeir halda að bifreiðastöð- inni Bifröst, kaupa þar áfengi hjá manni nokrum, taka sér síðan leigubíl, lijóða upp í hann tveim öðrum mömun og tvcim stúlkum, sem ekki vissu þó, hvernig peningarnir væru til komnir. Aka þau síð- an bílnum nokkurn spöl, leigja sér þá annan bíl, lcaupa meira áfengi, og aka um nótt- inn til Keflavíkur. Þaðan kom þau síðan um 7-leytið á mánudagsmorgun. Greiða þeir Þórður og Guðmundur lcigu bílsins, og skilja við samferðafólkið. Taka þeir svo annan bíl á leigu, afla sér rneira áfengið, og aka upp í Skíðaskála. Þar láta þeir bílinn fara í bæinn aftur, eu láta sækja sig kl. 1 e.h. Þegar þeir koma í bæinn, fá þeir sér raiat á matsölu- stað hita þeir tvær stúlkur og aka þeim heim til þeirra. Að því búnu láta þeir bíl- inn fara, kaupa enn eina flösku af áfengi, fara með hana lieim til stúlku, sem þeir þckkja hér í bænum, og drekka úr flöskunni. Um 6-leylið um kvöldið ætluðu þeir í bíó, en voru þá svo drukknir, að þeir treystu sér ekki, en fóru þess í stað heim til Guðmundar Fifils og sváfu þar um nóttina. Um liálf 7-leytið í gærmorg- un héldu þeir aftur í bæinn, biðu þar til Áfengisverzlun ríkisins var opnuð, keyptu áfengi, liéldu með það til Hafnarfjarðar, og drukku þar. I Hafnarfirði eru þeir fram vfir liádegi. Fara þá í strætisvagni aftur til Rvík- ur og kl. 5 síðd. í gær fara þeir í Austurbæjarbíó. — Ilalda svo búnu niður í bæ, en þá verður rannsólcnar- lögreglan á vegi þeirra og liandtekur þá. Annar mannanna játaði á sig ránið og ofbeldisverk- ið í nótt, en hinn laust fyrir hádegi í dag. Peningarnir, sem þeir gátu skilað aftur af þessum 1900 krónum, voru 10 lcrónur. Lárus Johnsen heldur forystunnl. Lárus Johsen heldur enn forystunni í haustmóti Tafl- félagsins. í gærkveldi var 6. umferð tefld og er röð skákmanna sú að Lárus er efstur með 5vinning og Sveinn Krist- insson er næstur með 5 vinn- inga. Svissneskir kommúnistat! hafa tapað tveim af sjöi þingsætum i þinginu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.