Vísir - 29.05.1952, Blaðsíða 8
♦
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR
Vantl yður lækni kl. 18—8, þá hringiS i
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911.
W1
LJÖSATÍMl
bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23.25—
3.45. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 22.15.
Fimmtudaginn 29. maí 1952
Frá uðalfúndi ti.K.S.:
BarnaheimiS! R.K. al Laugarási
tekur til starfa í júníbyrjun.
lleíii* koslað á aðra Eaeill|«sii kr. —
Geítrr verið «|eikrahii«
á kæúuíÍMum.
Aðalfundur Rauða Kross íslands var haldinn í Hafnarfirði
s.l. laugardag. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson apótekari var
«ndurkjörinn formaður.
Aðrir í stjórn eru: Kristinn
Stefánsson læknir, varaform.;
Björn E. Árnason endurskoð-
andi, gjaldkeri; Gísli Jónasson
etjórnarfulltrúi, ritari; Sigurð-
ur Sigurðsson yfirlæknir; Jó-
hann Sæmundsson prófessor;
Sigríður Bachmann hjúkrunar-
kona; Guðrún Bjarnadóttir
hjúkrunarkona; Guðmundur
Thoroddsen prófessor; Guð-
xnundur Karl Pétursson yfir-
læknir; Hallgrímur Benedikts-
son stórkaupmaður, Sveinn
Jónsson forstjóri; Bjarni Jóns-
son læknir; Jón Sigurðsson
slökkviliðsstjóri; Jón Mathie-
sen kaupmaður; Oddur Ólafs-
Bon læknir; Snorri Hallgríms-
eon yfirlæknir.
í framkvæmdanefnd voru
Scosnir:
Kristinn Stefánsson. formað-
ur, Björn E. Árnason, Sigríður
Bachmann, Guido Bernhöft,
Oddur Ólafsson, Sveinn Jóns-
son, Otto B. Arnar.
Skýrt var frá hversu miðaði
Lyggingu barnaheimilisins að
að Laugarási í Biskupstungum.
Br gert ráð fýrir, að það verði
fullgert um mánaðamótin júní
—júlí. Er aðeins eftir að ganga
frá eldhúsinnréttingu.
Þetta er mikil bygging og er
gert ráð fyrir, að þarna geti
verið 120 börn, og er þá miðað
við að öll rúm standi á gólfi,
en ekki séu hafðar kojur. —
Barnaheimilið er ætlað ungum
börnum á aldrinum 5, 6 og 7
ára.
Rauði Kross íslands hefir
verið með þetta fyrirtæki á
prjónunum síðan á stríðsárun-
um og má það vera fagnaðar-
efni, að nú er markinu að verða
náð. Kostnaður við fram-
kvæmdir er á aðra millj. kr.
Ríki og bær hefir stutt þessar
framkv. með tilliti til þess,
að þarna væri hægt að hafa
sjúkrahús á. hættutímum. í
öðru húsi verður komið fyrir
hjúkrunargögnum ýmiskonar
og lækningatækjum, svo allt
verði við höndnia, ef grípa
þarf til. stofnunarinnar og nota
hana sem sjúkrahús. Mun Rauði
Krossinn viða að sér því, sem
til þess þarf, eftir því sem efni
og ástæður leyfa.
Safnað í kirkju
á Seifossí.
Selfossbúar hafa nýverið
fengið byggingarleyfi fyrir
kirkju og á hún að standa vest-
ur á Selfosstúninu, skammt frá
kirkjugarðinum.
Er búist við að kirkjubygg-
ingin verði hafin á næstunni og
vinna þorpsbúar að undirbún-
ingi þessa máls og að fjáröflun
af miklu kappi. M.a. er merkja-
sala og sala minningarspjalda í
fullum gangi. Nefnd mann hefir
verið kosin til þess að safna fé
og hefir hún efnt til skemmt-
anahalds í fjáröflunarskyni.
Þann 17. júní n.k. selur Kven-
félagið á Selfossi miðdegiskaffi
í iðnaðarmannahúsinu til ágóða
fyrir kirkjubygginguna, en
fyrstu helgina í júlí er fyrir-
hugað að efna til hlutaveltu.
Ýmsar fleiri fyrirætlanir eru á
prjónunum um fjáröflun.
Selfyssingar eru nú orðnir
rúmlega 1000 að tölu og telja
sig hafa fulla þörf á að eignast
kirkju.
Ég viEdi vera í vist hér,
mættl ég ieika á kvöldin.
Viðtal við Lily Broberg leikkonu.
Zurich í Sviss er tiltölulega
ríkasta feorg í heimi.
100. hver borgarbeíi er milljónamæringur.
Meðaleign hvers skattgreið-
anda í Ziirich, stærstu borg
Svisslands, er 20,000 sv. frank-
ar (rúml. 70,000 kr.), svo að
fcorgarbúar munu vera hinir
tefnuðustu í lieimi, ef miðað er
yið fólksfjölda.
íbúar eru rúmlega 390 þús.,
,|)egar úthverfi og nærsveitir
teljast með, en í sjálfri borg-
Snni eru um 300,000 manns, og
greiða 230,000 skatta. Af þeim
teljast 2000 milljónamæringar
eða því sem næst, en þó er álit-
íð, að þeir sé fleiri, eða eigi
færri en 3000, svo að hundr-
Bðasti hver maður í borginni er
tnilljónari.
Borgarbúar hafa verið
|>ekktir fyrir dugnað og spar'-
.eemi öldum saman. Þó er þessi
mikli auður hálf-gert stríðs-
fyrirbæri, því að eignir þeirra
hafa tvöfaldazt síðan 1939, og
jgera má ráð fyrir, að þær tvö-
faldist enn fljótlega, ef við-
Ekiptin verða eins mikil'frant-
l®gis og að undanförnu' Það
ættu þau að geta verið, þótt
Þjóðverjar sé vitanlega skæðir
keppinautar, en framleiðsla
Svissara er hinsvegar heims-
þekkt og viðurkennd fyrir
gæði.
Við athugun á skattaframtöl-
um Zúrich-borgar hefir komið
í Ijós, að það eru fyrst og
fremst iðjuhöldar og kaupsýslu-
menn, sem hafa safnað milljón,
þá bankamenn, og loks þeir,
sem lifa á fasteignum sínum.
Það hefir einnig komið á dag-
inn, að þriðji hver milljónari
er kona — einkum ekkjur.
Ríkasti maður borgarinnar
og alls landsins, Emil Búhrle,
eigandi Örlikon-verksmiðjanna
og fleiri fyrirtækja, segist eiga
40 millj. franka, en á hinn
bóginn er á það að líta, að fáir
borgarbúar eiga ekki spari-
sjóðsbók. Loks voru 180 menn
atvinnulausir í borginni ‘fyrir
tveim mánuðum, og þá vantaði
menn í 3000 stöður.
Ný afvopniinar-
tillaga Breta.
Einkaskeyti frá AP.
New York í morgun.
Afvopnunarnefnd S. Þ. skilar
fyrstu skýrslu um störf sín í
hendur Öryggisráðinu í næsm
viku.
Selwyn Lloyd fulltrúi Breta
bar í gær fram uppástungur um,
að herafli Bandaríkjanna, Rússa
og Kínverja — hvers ríkis um
sig — mætti vera 1—1,5 millj.
manna á friðartímum, en Breta
og Frakka 7—800 þúsund. Kvað
hann stórveldin geta unað sæmi
lega við, að hafa slíkan herafla
til öryggis, og væri þetta sann-
gjarnari grundvöllur, en að að-
iljar drægju úr herbúnaði um
% miðað við núverandi herafla,
eins og Rússar hafa lagt til.
Lily Broherg er ein þeirra
kvenna, sem er dönsk fram í
fingurgómana og litlu tærnar.
Málið, hreyfingarnar, svip-
brigðin í andlitinu, fasið allt,
skapast hvefgi á norðurhveli
jarðar nema í Danmörku.
Þegar ég hitti hana að máli
að Hótel Borg; var hún öll á
iði, er hún sagði frá, spurði eða
andmælti — alt eftir því hvem-
ig á stóð.
„Eruð þér Hafnarbúi?“
„Nei, ég er fædd í Árósum,
dóttir verkamanns, sem vann
hörðuni höndum en leyfði mér
góðfúslega að reyna, hvað cg
Fiskskortur
Fisksalafélag Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar hefir skorað á
bæjarráð Reykjavíkur að Iilut-
ast til um að útvegað verði
hentugt skip til bess að fiska
fyrir bæjarmarkaðinn.
Segir í áskoruninni að lítill
nýr fiskur berist nú að landi
og horfur séu á að enn minna
verði það á næstunni. Hafa
reykvískar húsmæður kvartað
undan því, hversu fiskur sé
bæði ónógur og vondur. Vilja
fisksalar áð að það komi fram
að þeir eigi þar enga sök á því,
heldur sé orsökin sú, að sára-
lítið sé fáanlegt af góðum fiski.
Lætur félagið þess getið, að
það hafi hvað eftir annað leit-
að til forráðamanna bæjarins
og reynt að fá aðstóð þeirra til
þess að bæta ör ásfandinu.
Broberg og Reichhardt.
gæti fyrst 1 sKólaleikritum, frá
því eg var 10 ára, og síðan í
leikhúsi sem nemandi frá 14
ára aldri“.
„Var ekki erfitt að komast að
sem leikhúsnemi?"
„Við vorum tvö í Árósum, sem
fengum leyfi til þess, einn dreng
ur og ég“.
„Hafið þér leikið utan Dan-
merkur fyrr?“
„Ég lék aðalhlutverkið í
„Annie get your gun“ í Noregi
árið 1950. Það var skemmtileg-
ur tími — Norðmenn eru ágætt
fólk“.
„En Danir?“
„Auðvitað líka, því að ég er
dönsk.“
„Hvað um íslendinga?“
„Með einni undantekningu
hafa allir íslendingar verið svo
elskulegir við mig, og okkur
öll, að á betra yrði alls ekki
kosið. Dagarnir líða eins og ljúf
ir vökudraumar — við tökum
ekki einu sinni eftir því að veðr
ið er ekki sem bezt“.
,,En hver er undantekning-
in?“
„Maður, líttu þér nær!“
„Gætuð þér hugsað yður að
búa á fslandi?"
„Sannarlega ef ég gæti feng-
ið eitthvað að gera“.
„Þér gætuð áreiðanlega feng-
ið vist ef ekki væri annað. —
Mynduð þér sætta yður við
það?“
„Það væri mér ljúft, ef ég
mætti leika á kvöldin. Ég er
vön allri vinnú, svo ég skannn-
ist mín ekkert fyíir að búa’til
mat og þvo upp. Þetta livort
tveggja geri ég hvort sem er
heima hjá mér í Kaupmanna-
höfn. Eitt er víst — tíminn, sera
við fáum að dvelja hér, er allt-
of stuttur.“
„Hvað finnst yður mest uui
hér?“
„Náttúruna — hún er stór-
fengleg. Hugsið yður. Eg kem
frá landi, þar sem maður heíir
á tilfinningunni að búið sé að
gera allt. Hér er fullt af mögu-
leikum, óræktað land til að
rækta, falleg fjöll til að dást
að, heitt vatn til gagns og gleði,
og svo þetta óviðjafnanlega
græna gras í nágrenni jökla.“
„Hvað gengur svo næst land-
inu sjálfu?“
„Þjóðleikhúsið. Við óskum
þess öll að við gætum tekið það
með okkur. Þá niá ekki gleyma
íslenzku leikurunum. Hugsið
yður þá gestrisni og þann ein-
hug. Allir leikarar Þjóðleik-
hússins fóru með okkur að Þing-
völlum þótt starfsdagur þei.’ra
sé langur og erfiður. í Dan-
mörku hefði verið lítt hugsan-
legt að allir leikarar Konung-
lega leikhússins hefðu getað
tekið s.ig upp í einu“.
Blaðasamtalinu lýkur. Lily
Broberg gefur sig á tal við eldri
og ráðsettari leikkonur Konung
lega leikhússins. Allt í einu kom
smágos. „Hvað eruð þið að
hugsa, telpur, við verðum að
flýta okkur í boð bæjarstjórn-
ar Reykjavíkur.“ Skömmu síð-
ar trítlaði hún yfir Austurvöll
og hvarf inn í Sjálfstæðishúsið.
Ó. G.
11 jarðir boðnar
fyrir drykkju-
mannahæli.
Fyrir nokkru var auglýst eft-
Ir jörð, sem hentaði til þess að
koma þar upp drykkjumanna-
hæli því, sem Reykjavíkurbær
hyggst setja á stofn eins fljótt
og við verður komið.
Nefnd þeirri, sem hefir þetta
mál með. höndum, bárust 11
skrifleg tilboð, en auk þess var
vakin athygli hennar á nokkr-
Um öðrum jörðum. Tilboðin eru
víðsvegar að af Suður- og suð-
vesturlándi. Verða þau nú tek-
in til nánari athugunar, og
mun nefndin skoða þær jarðir,
sem helzt geta komið til mála.
í nefndinni eiga sæti: Jón
Sigurðsson borgarlækni, Gúst-
af A. Jónasson skrifstofustjóri
og Alfreð Gíslason læknir.
Þeir Jón Sigurðsson og Al-
freð Gíslason gerðu fvrir
nokkru ítarlega grein fyrir til-
lögum sínum varðandi
drykkjumannahæli, sem koma
þyrfti á fót, en framkvæmö á
þeim tillögum vérðúr að sjálf-'
sögðu hágáð með tilliti til 'stað-
hátta á jörð þeirra, sem fyrir
valinu verður.