Vísir - 21.06.1952, Blaðsíða 1
42, árg.
Laugardaginn 21. júní 1952
237. tbl.
Kjölur lagður að siýju
skipi £.1. í marz 953.
SíSar byrjsB á öBru skipi lyrir félag!5.
Svo sem kunnugt er hefir
Eimskipafélag íslands nýlega
samið um smíði tveggja nýrra
skipa fyrir félagið og verður
kjölurinn að því fyrra lagður
á fyrsta ársf jórðungi næsta árs.
Er heimsstyrjöldinni lauk
hugði Eimskipafélagið mjög á
sölu gömlu skipanna sinna og
að fá ný og betri skip í staðinn.
Þannig samdi það um sölu Lag-
arfoss, Reykjafoss og Fjallfoss
á sínum tíma og nú fyrir
skemmstu hefir stjórn félags-
ins undirskrifað samninga við
skipasmíðastöð Burmeister og
Wain í Danmörku um smíði
tveggja nýrra skipa. Var áður
búið að ganga frá gjaldeyris-
leyfum til kaupanna og er þeg-
ar búið að inna fyrstu afborg-
un af hendi.
Bæði skipin eru mótorskip.
Annað þeirra er 1700 smál. að
stærð og áf áþekktri gerð og
Selfoss. Það verður 240 fet á
lengd og með 110 þús tenings-
feta lestarúmi. Skipið kostar
um 10% millj ísl. kr. og var
upphaflega gert ráð fyrir af-
hendingu þess í árslok næsta
árs, en sennilegt að það drag-
ist vegna dráttar sem varð á
því að fá fjárfestingarleyfi.
Hitt skipið er allmiklu
stærra, eða 2500 smál. Það
verður 280 feta langt og með
160 þúsund feta lestarrými.
Áætlað verð skipsins er 13
millj. og 750 þús. kr. og gert
ráð fyrir að það yrði tilbúið
snemma á árinu 1954.
Hinsvegar skal þess getið að
verð það, sem tilboðið greinir,
miðast við verðlag á vinnu og
efni þann dag sem tilboðið var
gert, en hækkar og lækkar eft-
ir því, sem verðlagið breytist,
Félagið hefir komizt að góð-
um greiðsiuskilmálum við
skipasmíðastöðina og hefir
hún lofað gjaldfresti á helm-
íingi andvirðis skipanna í 5 ár.
Um síðustu áramót átti Eim-
skipafélagið 8 skip, samtals
21.720 D.W. smál. og af þeim
voru 6 skip ný. Þegar svo hin
tvö væntanlegu skip bætast í
hópinn, verður skipastóll fé-
lagsins, að óbreyttu ástandi að
öðru leyti, alls nærri 26 þús.
D.W. smál.' með 1362 þús. ten-
ingsfeta lestarými.
Bófar að verki
í Burma.
Rangoon í gær.
Farþega- og vöruflutninga-
lest var hleypt af sporinu í gær
15 m. norður af Rangoon í
Burma.
Hafði sprengju verið komið
fyrir undir teinunum. Margir
vagnar fóru á hliðina og 15
menn biðu bana. Bófar, sem
þarna voru að verki, skutu á
fólk það, sem af komst, úr
launsátri beggja vegna brautar-
innar og hurfu síðan á braut.
Óeirðir í fangelsi
í Adelaide.
Adelaide (AP). — Komið
hefir til óeirða og bardaga í
fangelsi utan til í borginni.
Gerðu um 180 fangar upp-
reist, og byrjuðu á því, að neita
að hvera aftur til klefa sinna
úr fangelsisgarðinum. Réðust
þeir á verðina, sem urðu að
beita kylfum og sprauta vatni
á óróaseggina áður en kyrrt
varð aftur.
64. bamið!
Einkaskeyti frá A.P.
Það hefir verið tilkynnt
frá bústað Ibn Sauds, kon-
ungs í Saudi Arabíu, að ein
af konum hans hafi alið
honum son, en það þykir
vart teljast til tíðinda þar,
því að þetta er 64. barnið,
sem konungur eignast. Elztu
synir hans eru ráðherrar í
stjórn hans. Ibn Saud er nú
75 ára gamall.
AP. — London í gær.
J. Peters, frá Essex, hefur
sett heimsmet í maraþonhlaupi.
Hljóp hann 26 mílur 385
yards á 2 klst., 20 mín. og 42,2
sek. Hann hratt meti því, sem
Kóreumaðurinn setti í október
síðastliðnum.
JVtjfsÉMB'leff slie»Bi3B2iiiess:
Ekið lárétf á bifhjóli
innan í ,,tiinnu.“
Sonur fiunnars Salómonssonar sýnir listir sinar.
Eftir helgina mun Reykvík-
ingurn verða gefin kostur á að
sjá nýstárlega íbrótt, sem aldrei
liefir sést hér áður, og er ekki
heldur algeng, bótt út fyrir
landsteinana sé leitað.
Við Kalkofnsveg, við norð-
vesturhorn Arnarhólstúns hef-
ir verið komið upp litlum leik-
vangi, hringmynduðum og lítur
hann út eins og geisimikil
tunna. Svölum eða áhorfenda-
pöllum fyrir 100—200 manns
er komið fyrir að utanverðu við
leikvanginn og horfa áhorfend-
ur niður með „tunnustöfunum“.
Á leikvanginum eiga að fara
fram mjög spennandi bifhjóla-
Þessi mynd er frá útvarpsstöð Rússa í Vestur-Berlín, en Bretar umkringdu hana fyrir nokkru
og bönnuðu öllu starfsliði að koma eða fara. Nú hefir banni þessu verið aflétt, vegna tilslakana
af hálfu Rússa á öðrum stöðum.
reiðar og ekur hjólreiðamaður-
inn hvern hringinn á fætur
öðrum innan í ,,tunnunni“, en
eftir því sem hraðinn eykst
færir hann sig upp eftir hall-
andi brettum, er ganga niður
frá veggjunum og loks upp á
sjálfa lóðrétta veggina og ekur
þannig í hringi, svo að hann er
sjálfur lóðrétt á hjólinu.
Þessi nýstárlega íþrótt verð-
ur hér sýnd á vegum K.R., en
Halldór Gunnarsson, sonur
Gunnars Salomónssonar, mun
sýna þessa list. Halldór hefir
æft íþróttina í Svíþjóð, og þaðan
eru tækin fengin, sem verið er
að reisa. Mun vera mjög spenn-
andi að horfa á hjólreiðamann-
inn þeysa eftir veggjunum
hring eftir hring, en mikla æf-
ingu þarf til þess að vel takist.
Þegar Vísir talaði við Erlend
Ó. Pétursson í gær, skýrði hann
svo frá, að væntanlega myndu
sýningar hefjast í næstu viku,
en nánar væri ekki ákveðið um
tilhögun, sýningartíma o. s. frv.
Gat hann þess að tjaldað yrði
yfir áhorfendapallinn eða sval-
irnar svo hægt væri að láta
sýningar fara fram þótt skúr
kæmi úr lofti.
Verður blý flutt loftleiðis
frá Grænlandi til ísafjarðar?
TfaSa'ð er um þetta' í dönshu hluði.
í næsta mánúði mun verða
sendur allstór hópur manna frá
Danmörku til Meistaravíkur á
austurströnd Grænlands, til að
hefja þar blývinnslu í sumar.
Skýrt er frá þessu í danska
blaðinu Nationaltidende í byrj-
un þessa mánaðar, og þess getið,
að stofnað hafi verið félag, til
að vinna að námagreftinum.
Er nauðsynleg 200 milljóna
króna fjárfesting, til þess að
hrinda máli þessu í framkvæmd,
en f jármagnið er danskt, norskt,
sænskt og hollenzkt.
Um hundrað manns munu
verða við blývinnslu í sumar,
en auk þess mun talsverð
vinnusveit hafa vetursetu við
Meistaravík, og mun hún vinna
í námunni svo sem tök verða á
í allan vetur, og er þá gert ráð
fyrir, að talverður málmbirgðir
verði tilbúnar til flutninga með
vorinu, og að hægt verði að
vinna með meira krafti næsta
sumar en í sumar, enda er það
eðlilegt, því að slík stórvinnsia
þarf vitanlega talsverðan undir-
búning.
Blýið flutt loftleiðis
til ísafjarðar?
í fyrstu var í ráði að blý-
grýtið yrði flutt með litlum
skipum frá Grænlandi og hing-
að til lands og kom helzt til
orða, að það yrði flutt til Akur-
eyrar, þar sem stærri skip gætu
flutt það til útlanda, þar sem
yrði brætt, hreinsað og unnið
úr því. Nú er hinsvegar í ráði,
að nota sjóflugvélar til flutn-
inganna, og eiga þær þá senni-
lega að fljúga til ísafjarðar, þar
sem umskipun færi fram.
Menn slasast
við vinnu.
Tvö slys urðu hér í fyrradag
— maður meiddist á höfði og
annar á fæti, báðir, er þeir
voru við vinnu.
Varð annað slysið vestur við
Haga, þar sem steypujárn
lenti á bílstjóra — Bjarna Guð-
mundssyni, Hólmgarði 20 — er
verið var að setja það á bíl
hans. Meiddist Bjarni á enni
og rist. Hann var fluttur heim
að aðgerð lokinni.
Hitt slysið varð við höfnina,
þar sem menn voru að við skip.
Meiddist verkamaður illa á fæti
— brotnaði þó ekki — og var
fluttur heim, er gert hafði ver-
ið að meiðslum hans í sjúkra-
húsi.
„Svarti vör5urinn#'
sendur til Kóreu.
Einkaskeyti frá AP. —
Tokyo í gær.
Herflokkar úr einni kunnustu
hersveit Breta, „Black Watch“,
komu í gær til Pusan í Kóreu.
Yfir 70 þúsund af 80 þúsund
föngum á Koje-ey hafa nú verið
fluttir til innan fangabúðanna,
í smærri hverfi. Fangarnir
hlýða nú öllum fyrirskipunum
möglunarlaust.