Vísir - 30.08.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 30.08.1952, Blaðsíða 5
iLaugardagirm 30. ágúst 1952 VÍSIR Sigtirður Magnússon: Atvinnuhættir í Hong Kong. Þegar verzlunin hættir, storknar blóðið í æðum borgarinnar. 30.700 skip fárw miii höfnina þar í fyrra. Hong Kong, 16./8. ’52. Svo er sagt, að er Elliot Jiöfuðsmaður lýsti yfir því 20. janúar 1841, að Hong Kong- ®yja og höfnin væru eign brezku krúnunnar, bá hafi ekki inema fáeinir fiskimenn, stein- höggvarar og bændur átt heima á því svæði, sem hertekið var, ©g nú eru íbúar nýlendunnar a.m.k. tvær milljónir og beggja vegna hafnarinnar eru risnar nýtízku borgir. Sagan segir einnig, að fyrir 111 árum hafi hér verið áfdrep sjóræningja,' bæli smyglara. — Sjóræningjar eru hér ekki framar, en það er á hvers manns vitorði áð smygl er enn tals- verður atvinnuvegur, og áreið- anlega er það portúgalska ný- lendan Macao ein, sem nefna má í því sambandi í sömu and- ránni og Hong Kong. Nú er það svo að smygl heyrir að vissu leyti fremur til íþrótta en at- vinnugreina, svo að leita verður annarra leiða en smyglaranna til þess að reyna að fá full- nægjandi svör við spurning- unni: Á hverju lifa hinar tvær milljónir, sem byggja Hong Kong'? Lífæðin mikla. Það voru vonir um væntan- legan hagnað af verzlun, sem ollu því að þetta landsvæði var upphaflega lagt undir brezku krúnuna, og reynsla áranna, sem síðan eru liðin, hefur stað- fest, að þær vonir voru á gild- um rökum reistar, því að það er fyrst og fremst vegna verzl- unarinnar sem Hong Kong varð jþað sem hún er, og enn í dag er verzlunin helzta lífæð ný- lendunnar. Hve gildur þátt.ur verzlunarinnar er sést bezt á þ>ví hvernig hér fór á japönsku hernámsárunum, þegar öllum leiðum frjálsrar verzlunar var lokað og íbúafjöldinn lækkaði um rétta milljón, án þess þó að til kæmi skipulög'ð útrýmingar- herferð eða nokkuð annað en jþað eitt, að ekki var framar unnt að verzla, og vitað er, að ef kommúnistar legðu nýlend- ’ una nú undir Kína færi á sömu leið: Blóðið rynni ekki framar í æðum borgarinnar. Fróður maður sagði mér að þá myndu geta lifað hér á þessu landsvæði um 200 þúsundir manna á fisk- veiðum og iandbúnaði, en hinir yrðu að leita annarra leiða til lífsframfærslu. ■Göinul sambönd og ný. Til þess að gefa hugmynd um eitthvað í sambandi við mikil- væg'i viðskiptalífsins má geta þess, að áfið sem léið fór.u 80,796 skip hér um höfnina, og var samanlagt burðarmagn þeirra 26,844,346 tonn. — Til gaman. má geta þess, að á sama ■tíma • áttu heldur fleiri en . htað, því að þeir, sem komu og -fórtt voru 2,320,-676, og gefur þetta nokkra vísbending um að hér muni ekki alltaf haldið kyrru fyrir. Fyrst og lengi fram eftir uppvaxtarárum hinnar ungu nýlendu var það verzlunin við þá, er bjuggu á meginlandinu, sem var aðaluppistaða athafna- lífsins, en á síðari árum hefur su breyting á orðið, að þáttur hinna alþjóðlegu viðskipta hef- ur farið vaxandi, en að því skapi hefur hinn upprunalegi orðið veigaminni. Svo að tölur séu nefndar í þessu sambandi, má geta þess, að árið 1939 var hlutfallstala Kínaviðskiptanna af heildarveltunni rúml. 27%, en 10 árum síðar 23%. Svo kom Kóreustríðið og afleiðingar þess, verzlunarhöftin við Kína, sem komu mjög hart niður á kaupmönnum hér, og hefur hlutfallstalan nú lækkað svo, að það sem af er þessu ári hefur hún ekki verið nema 16%. Til Kína hafa einkum verið seldar iðnaðarvörur en landbúnaðar- afurðir keyptar þaðan. Verzlunin við Austur-Indíur, Filippseyjar, Formósu, Japan, Siam og Indl'and hefur farið sí- vaxandi og hafa þessar nýju leiðir komið í stað hinna, sem orðið hafa ógreiðfærari af ýmsum ástæðum. Setið er meðan sætt er. Annars tala menn með sorg og söknuði um hina gullnu, horfnu^blómatíma fyrstu eftir- stríðsáranna, en þá virðist eng- inn braskari hafa verið svo aumur að honum hafi ekki get- að græðst hér fé, án mikillar fyrirhafnar. Nú standa vonir verzlunarmanna til þess að friður komist á í Kóreu, svo að viðskiptin geti hafizt á ný við hið rauða Kína af fullum krafti, en það tryggir nýlendunni efnalegt sjálfstæði í bráð og lengd, því að líkurnar fyrir að kommúnistár taki hér völd minnka að sjálfsögðu eftir því sem notagildi nýlendunnar fyr- ir þá vex undir brezskri stjórn. Rétt er að geta þess hér til fróðleiks að það eru ekki hvítir menn eingöngu, sem fást hér við verzlun, því að margir rík- ustu menn nýlendunnar eru Kínverjar, og svo undarlega vill til að stærsti bankinn hér í nýlendunni, sem er til húsa í einni veglegustu byggingu, er eign Kínverja, ekki þó þeirra sem í nýlendunni búa, heldur kínversku kommúnistastjórn- arinnar, og er undarlegt að sjá þetta geysistóra og fagra hús rétt við hliðina á flóttamanna- hreysunum, þar sem þeir hýr- ast, sem flúið hafa af megin- landinu. Að því er framtíðina varðar hefur mér fundizt að margir reikni svona: Meðan ekki kemur tii heims- styrjaldar fær Hong Kong að vera í friði. Kommúnistar hafa nú í ærin horn að líta, þótt þeir stofni nú ekki til nýrra vandræða með því að taka Hong Kong, enda kæmi þeim sjálfum það, fyrir margra hluta sakir, verst í koll. Hve langur friðurinn verður itum vvið ekki, en við sitjum á meðan sætt er, verzlum og græðum og látum okkur allan pening vera jafn ágætan, hvort sem hann kemur frá Kuomintang eða kommún- istum. Að veita þeim, sem betur má. Afstaðan til hins nýja Kína er vegna alls þessa um margt all annarleg. Öll stjórn nýlendunnar ein- kennist af brezkum venjum og háttum, og er hún því að sjálf- sögðu algjörlega andstæð öllu, sem kommúnistiskt er, enda frjálst framtak og hörð sam- keppni hefðbundin hér. Hins- vegar er kommúnistum leyft að hafa hér uppi allan þann áróður, er þeir vilja, að því tilskildu þó, að þeir haldi sér nokkurn veginn innan þeirra takmarka, sem öðrum mönnum þykja eðlileg og mega þeir t.d. ekki æsa til upphlaupa gegn yfirvöldunum og hafa að yfir- varpi ósannindi tóm, en til þessa freistuðust þeir einu sinni fyrir eigi alllöngu, og leiddi það til þess að helzta blað þeirra var bannað um stundar- sakir. Annars gætir áhrifa þeirra ekki verulega meðal Kínverjanna hér, sem mynda 99 hundraðsluta nýlendubúa, því að þeir virðast, eins og hin- ir hvítu húsbændur, ráðnir í að kæra sig kollótta um það, sem gerist utan nýlendunnar, ef þeir fá bara að vera í friði, strita hér, stríða og bíða þess, er verða vill, albúnir þess að veita svo um síðir lið þeim, sem betur má að lokum. áreiðanlega alltof mai'ga — og ekki alla frýnilega, ef marlta má af þeim myndum þeirra, er sjá má í heimahúsum og hofum, en eg held þó, að einn sé hér yfirguð, eins konar Óðinn með- an Ása, og heitir sá Kongkong- daur. Á honum hafa allir mikla trú og svo máttugur er hann, að í krafti hans ganga flestir aðrir guðir kaupum og sölum. Svo að vikið sé að öðrum atvinnugreinum en verzluninni, þá er fyrst að nefna iðnaðinn, sem er allmikill og hefur farið ört vaxandi, en nú, eftir út- breiðslu Kóreustríðsins og af- leiðinga þess, hefur hann átt í miklum örðugleikum vegna útvegunar hráefna. Hér eru t.d. starfandi þrettán stórar baðmullarverksmiðjur, málmsmiðjur, verksmiðjur, þar sem unnar eru ýmsar vörur úr aluminium, ýmsar gúmmí- og plastvörur gerðar, svo að dæmi séu nefnd. Aðrir atvinnuhættir. Fiskveiðar eru mjög snar þáttur í atvinnulífi hér. Oft eru öll sund og höf, svo langt sem auga eygir, full'af fiskiskipum, og minnir þetta stundum á síld- veiðiflota úti fyrir Norðurlandi, einkum langt til að sjá, en þeg- ar nær er komið dylst engum að þar er kínverskur floti á ferð, hásigldir dallar, breiðir, flatt- botna prammar, flestir bátanna vélvana, veiðitæki öll frum- stæð að sjá. Árið sem leið komu hér á markaðinn 30.155.12 tonn af fiski. Eg hef séð veiðina, sem bátarnir hafa komið með að kvöldi. Er það ýmiskonar smá- fiskur, sem eg kann engin nöfn á, að makril undanskildum, eða fiski, sem er a.m.k. mjög skyld- ur honum. Ugglaust þykir Kín- verjum þessar fiskategundir hið mesta hnossæti, en okkur, sem vanist höfum því að fá ýsuna glænýja frá Jóni og Stein grími þykir hér þunnur þrett- ándi að fá aldrei ætan fisk. Loftslag er hér mjög hag- stætt til ýmiskonar ræktunar. Hitinn verður sjaldan' hærri en 40 stig og næstum aldrei undir 10 stigum en meðalhitinn er 22 stig. Hinsvegar er víða svo bratt að óræktanlegt er af þeim sökum, en þar sem láglent er stunda menn einkum hrís- grjónarækt og greiða víðast í landskuld og leigu sem svarar fjórum tíundu hlutum upp- skerunnar, Langt er þó frá að nýlendan fullnægi eigin þörf- um á þessari fæðutegund og eru hrísgrjón aðallega flutt hingað frá Síamýen einnig alla leið frá Ítalíu. Grænmetisrækt er talsverð, kúabú sárafá, svínarækt nokkur, hænsabú mörg. Hvernig er hægt að lifa hér? Þegar rannsökuð eru launa- kjör og borin saman við verð- lag, þá er það mér alveg óráðin gáta hvernig verkafólk fer að því að draga hér fram lífið, en þeir, sem kunnugir eru, segja að það sé mjög auðvelt, miðað við það, sem fólk er vant hér í Austurlöndum, og víst er um það, að hvergi þar sem eg hef komið, austan Evrópu, að Israel undanskildu, hefur fólk litið betur út en hér, og hvergi or jafn fátt betlara eða annað minna augljósrar eymdar en hér. Ugglaust má með sanni segja, að framferði hvítra manna hafi ekki alltaf verið hér til fyrirmyndar, en hitt er einnig jafn rétt, að þar er framtaki þeirra að þakka að þar sem áður voru frumstæðir fiskimenn, fákunnandi bænda- lýður, steinhöggvarar og sjó- ræningjar búa nú rúmar tvær milljónir manna við miklu betri kjör og meiri menningu en tek- izt hefur að ná annars staðar í þessu landi, þar sem áhrifa hinna hvítu manna hefur ekki gætt. Að verzla eða deyja. Náttúrlega er hér geysileg- ur fjöldi fólks, sem orðið hefur að flýja frá eignum sínum og ástvinum inni í Kína, og hatar því kommúnistana grimmilega, en þess ei-u einnig dæmi, að menn hafa ekki fyrr verið bún- ir að blása mæðinni af hlaup- unum undan gálganum en þeir hafa verið byrjaðir að verzla við hengingameistarana. — Að verzla eða deyja virðist vígorð- ið hér, og fyrir þann, sem ríkur er að fé, hlýtur að vera gaman að verzla hér, bæði sökum þess að verzlunin er íþrótt, engu síður en atvinnuvegur, þar sem því aðeins er farið að réttum leikreglum, að báðir, kaup- andi og seljandi, séu sinn í hvoru lagi sannfærðir um að þeir hafi snuðað hinn, en að komast til þessa marks er oft og tíðum ekki svo auðvelt, — en það er einmitt gald'urinn. Og svo er það hitt, áð hér fæst allt það, er við fé verður keypt, nýjustu tízkuvörur vestan úr París, austan frá New York, eldfornir gripir innan úr Kína, — allt fæst hér fyrir pening- inn, en ekkert án kans, nema liinn tómi lófi betlarans. Yfirguðinn almáttugi. Hér er trúað á ýmsa guði — Hvað viltu vita? Hjá mér hefur legið um nokk- urn tíma fyrirspurn varðandi verðlag á kjöti, sem selt er til neyzlu hér í bænum, en af ýms um ástæðum farizt fyrir að svara henni fyrr en nú. Bið eg spyrjanda velvirðingar á drætt- inum. „Getur dálkurinn „Hvað viltu gæðaflokki og öðrum verð- flokki, en í þann flokk fer sjald- an nema 4—5% af kjötjnu. Þess vegna er lakara kjötið ekki lengi á boðstolum. Dilkakjötið er flokkað niður við súpukjöt, en síðan gera kjötverzlanir til- lögur um verð á t. d. lærum og „kotelettum“, en það kjöt er vita?“ upplýst mig um, hvers meira unnið, og samþykkir, vegna aldrei fæst nema fyrsti hafnar eða breytir Framleiðslu- flokkur af kindakjöti- Þráfald- J ráðið síðan því verði. Fram- lega er verð á kindakjöti aug- leiðsluráð ákveður bæði heild- 20%.af.magninu, en þessir.tveir gæðaflokkar eru í sama verð- flokki. Loks lakara kjöt í þriðja söluverð og smásöluverð á þessu kjöti. Um hrossakjöt horfir málið öðruvísi við. Þar ákveður Framleiðsluráðið aðeins heild- söluverðið í heilum eða hálfum skrokkum, en álagning í smá- sölu er frjáls. Heildsöluverð er 10 kr. á trippakjöti af yngrr en 5 vetra, en kr. 9.20 af eldri hrossum. Er það afskaplgga mismunandi, hvað hroésin leggja sig við slátrun og lifandi vigt þeirra miklu meiri, en aéti- legt kjöt af skepnunni, t/ d. samanborið við svitíið eða sauð- lýst í þrem flokkum, en þegar komið er í kjötverzlun, er aldr- ei til nema hæsti verðflokkur í boði. Einnig vildi ég fá að vita, hyers vegna verðið á hrossa- kjöti er alltaf helmingi hærra, en auglýst hámarksverð.“ Svar: Samkvæmt upplýsing- um frá Framleiðsluráði Land- búnaðarins er kindakjöt flokk- að í þrjá gæðaflokka, en aðeins tvo verðflokka. í fyrsta flokki dilkakjöt og .lætur nærri, að í þann flokk fari 75% af fram- leiðslunni, í annan ílokk annað kjöt, sem mun vera um 15—lldndina. Hrossin erU beina- stærri, iitan tæpast æt og, oft- ast æt og aftast seld aðeins’kr, 1.00 kg. og þá í sápu._ 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.