Vísir


Vísir - 10.12.1952, Qupperneq 5

Vísir - 10.12.1952, Qupperneq 5
Miðvikudagitin 1Q, desembeg 1552 . VlSlR _______ V Norræn samvinna o§ land- belgisdeilan vi5 Breta. Mikið hefir verið talað og Tvö merk framhaldsrit. IJr fylgsnum fyrri alrfar II. og Brim og boðar II. skrifað um .norræna sam- vinnu“, skipzt á heimsóknum, fundir haldnir, skemmtiferða- lög f arin og skemmtisamkomur Iialdnar o. fl. Alls staðar mun hafa ríkt hinn sanni andi bræðralags og samvinnu og all- ir verið sammála um nauðsyn og ágæti '„norrænnar sam- vinnu“. Þessar línur eru ekki ritaðar til þess að gera lítið úr „nor- raanni samvinnu“. Þvert á móti. Eg viðurkenni nauðsyn heil- brigðrar samvinnu milli ríkja og einstaklinga, ef hún er meira en orðin tóm og byggð á gagn- kvæmum skilningi, velvilja og bróðurhug. Eg segi „orðin tóm“. Með því meina eg, áð þó „orð sé til alls fyrst“, þá nægja þau ekki. Þeim verður að fylgja eitthvað raun- verulegt og áþreifanlegt. Eitt- hvað sem staðfestir að orðin séu alvara og að hinn góði ásetning- ur verði framkvæmdur. Aðaltilgangur „norrænnar samvinnu“hefir mér skilizt vera sá, að gera Norðurlöndin svo- kölluðu, sterkari í sókn og vörn í hverju máli. Að gera þau svo samhuga og skilningsgóð á þarfir hvers annars, að þau geti komið fram sem heild, hve- nær sem þörf krefur. Þetta tel ég vera mjög æskilegt og nauð- synlegt fyrir smáþjóðir, sem af reynslunni verða að gera ráð fyrir að eiga iðulega í höggi við sér síærri þjóðir, sem eiga erfitt með að viðurkenna rétt þeirra, sem smærri eru og veikari, ef hann stríðir gegn hagsmunum þeirra sjálfra. Þennan skilning staðfesta hin margvíslegu sam- tök frjálsra þjóða nú á dögum, sem íslendingar hafa kappkost- að að vera þátttakendur í, eftir mætti, enda ómótmælt enn, „að sameinaðir stöndum vér, en sundraðír föllum vér“. Það er því skiljanlegt, að samvinna milli norðurlandanna, „norræn samvinna“, hefur stórkostlega og ómetanlega þýðingu, sé hún byggð á skilningi og bróður- hug og vilja til að rétta hver öðrum hjálparhönd, þegar þörf krefst og málstaðurinn er rétt- ur. Nú hefur heiríisveldið Stóra Bretland, með brezka togara- eigendur í fremstu víglínu, séð sig knúð til að sýna íslending- um hnefann, vegna þess að ís- lendingar hafa gripið til þeirra einu ráða sem duga, til að forða fiskimiðum sínum frá eyðilegg- ingu. Þeir hafa leyft sér að friða firði sína og flóa og fjög- urra milna svæði frá yztu an- nesjum fyrir veiðum með botn- vörpu og dragnót. Og þessi frið- un gildir jafnt gagnvart inn- lendum sem erlendum þegnum, hvað sem Bretar segja. Engum, alls engum, er heimil veiði með umgetnum veiðarfærum innan íslenzkrar Iandhelgi. En nú var brezkum togara- eigendum nóg boðið. íslending- ar Ieyfa sér að stækka land- helgi sína og friða hana fyrir botnnótaveiðum án þess að leita samþykkis okkar! Brezkra togaraeigenda, sem veitt hafa við strendur landsins og inni á fjörðum þess og flóum, með botnnótum, um hálfrar aldar skeið. Nei! Þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu. Og brezku togaraeigendurnir hafa ekki látið sitja við orðin tóm. Þeir hafa komið. til leiðar al- gjöru löndunárbanni fyrir ísl. fisk í Bretlandi. Þeir hafa svipt íslendinga fiskniarkaði sínum í langstærsta viðskiptalandi þeirra. Og brezkir togaraeig- endur hafa gert meira. Þeir hafa komið í veg fyrir áfram- haldandi viðskipti milli íslands og Bretlands meðan löndunar- banmð stendur og síðast en ekki sízt. Brezkir togaraeigend- ur hafa sáð fræi fjandskapar milli vinaþjóða. Það er ef til vill alvarlegasta hliðin á þessu máli. íslendingar eru smáþjóð, sem ekki dettur í hug að steita hnef- ann gegn neinum. En íslend- ingar gæta réttar síns hvenær sem þess þarf með. Og nú eru þeir éinhuga þjóð, staðráðnir í því að láta ekki rétt sinn fyrir neinum. Ekki einu sinni brezk- um togaraeigendum. Það berast nú ýmsar fréttir af löndunarbanninu frá Bret- landi. Sjálfsagt eru menn ekki' sammála um hvað gera skuli. Brezkar húsmæður kvíða fisk- skorti og dýrleika fiskjar vegna lítils framboðs. Það er því nauðsynlegt fyrir brezka tog- araeigendur að sjá fyrir nægi- legu fiskmagni og til þess eru auðvitað mörg ráð. Meðal ýmsra ráða er að fá aðrar þjóðir, svo sem t. d. Þjóðverja, Dani, Norð- menn og Svía til þess að auka fisksölu sína til Bretlands, svo nægur fiskur verði á markaðin- um og ekki sé þörf fyrir ís- lenzka fiskinn. Þannig er skýrt frá því í bréfum og blöðum frá Bretlandi, að Hull togarar sigli með fisk sinn til Aberdeen og meiri fiskur er sagt að berist nú frá Þýzkalandi og Norður- löndum en nokkru sinni fyrr, á brezkan markað. Já! Þau eru sjálfsagt mörg ráðin, sem brezkum togaraeig- endum finnast frambærileg til að svelta íslendinga til að láta af rétti sínum. Þeir urn það, hvað þeim finnst sér sæma. Dórnur verður felldur fyrr eða síðar í þessu máli og betra verður þá að vera íslendingur en Breti. En hvað segja vinalönd okk- ar — Norðurlöndin? Hvað seg- ir „Norræn samvinna?" Þessar línur eru fyrst og fremst ritaðar til þess að leggja eftirfarandi spurningar fyrir rétta aðila: Er ekki sjálfsagt að Norður- löndin standi saman í málum sem þessu? Er „norræn samvinna" ekki .komin á það hátt stig, orðin það f'þroskuð, að hún geti komið í veg fyrir að þegnar Norður- landanna hjálpi brezkum tog- araeigendum til að svelta ís- lendinga? Nú er tækifærið fyrir ,,nor- ræna samvinnu“ til að stað- festa vináttuböndin, orðin og skrifin í verki. Nú reyni verulega á, hvers „norræn samvinna" er megnug. 8. des. 1952 Kristján Karlsson. —- » ..... Miklar skipasmíðar í Svíþjóð. St.hólmi. -— Skipasmíðar eru alltaf miklar í Svíþjóð og margra ára verkefni fyrir hendi. Um síðustu mánaðamót voru til dæmis tvö olíuflutningaskip afhent og þrem hleypt af stokkunum, auk skipa af öðr- um gerðum. (SIP). Systurforlögin Iðunnar- og Draupnisútgáfan hafa nýlega sent sex nýjar bækur á jóla- markaðinn. Merkastar þessara bóka er seinna bindið af hinu mikla ævisagnariti síra Friðriks Egg- erz „Úr fylgsnum fyrri aldar“ og nýtt bindi af „Brim og boðar“, en það eru frásagnir af sjóhrakningum og svaðil- förum. „Úr fylgsnum fyrri aldar“ er sennilega eitt viðamesta ævi- sagnarrit íslendings á 19. öld sem enn hefur komð út á prenti, en bæði bindin eru sem næst 1000 blaðsíður, þéttprentaðar. Báðar aðalsögupersónur bók- arinnar, en. það er höfundurinn og síra Eggert faðir hans voru málafylgjumenn miklir, mjög við deilur riðnir og ódeigir til stórræða. Höfundurinn er ó- myrkur í máli um samtíðar- menn sína og finnst þeir a. m. k. sumir hverjir, ekki vera neinir englar. Hann segir ágætlega frá og málfarið ramíslenzkt og þróttmikð. En auk þess sem þarna ræðr um samtíðarmenn höfundarins og deilur hans við þá er dregnar upp skýrar og lifandi þjóðlífs- og þjóðhátta- myndir, sem hafa menningar sögulegt gildi um alla framtíð. — Jón Guðnason skjalavörður bjó rit þetta undir prentun. í hinu nýja bindi af „Brim og boðar“ eru 17 frásöguþættir af sjóhvakningum, svaðilförum og öðrum atburðum, sem á einn eða annan hátt snerta líf og starf íslenzkra sjómanna. Þætt- irnir eru þessir: Jól á Hala- miðum eftir Sæmund Ólafsson, Skammdegisróður frá Seyðis- firði um síðustu aldamót eftir Sigurð Helgason, Með Goða- fossi eldra frá New York í Straumnes eftir Jónas Þor- bergsson, . Sjóhrakningurinn frá Höfðasandi eftir Þórberg Þórðarson, Björgun í Horna- fjarðarós eftir Eirík Sigurðs- son, Noregsferð á s.s. Auróru eftir Sig. Helgason, Laura strandar eftir Luðvíg C. Magn- ússon, Englandsferð með Snorra Sturlusyni eftir Árna Vilhjálmsson, Ferð milli fjarða eftir Stefaníu Sigui’ðardóttur, Mótorkútterinn Fönix í maí- garðinum mikla 1922 eftir Sig. Helgason, Vélbátur talinn af eftir Örnólf Thorlacius, Brim á Stokkseyri eftir Sig. Heiðdal, Brotsjór á Halanum eftir Jón Gunnarsson, Frá Guðmundi 1 Bæ eftir Þorsteinn Matthías- son, Ofsaveður við Austuriand í páskavikunni 1918 eftir Eirík Sigurðsson, Völt er skeið og viðsjál Dröfn eftir Guðm. G. Hagalín og loks Köld er vist á eyðiskeri, skrifað upp eftir handriti á Landsbókasafninu. Rit þetta er nær 300 bls. að stærð, prentað á góðan pappír og prýtt myndum. Sig Helgason rithöf. bjó það undir prentun. Þriðja taókin heitir „Ævin- týralegur flótti“ eftir Eric Will- iams, en Hersteinn Pálsson rit- stjór hefur íslenzkað hana. Seg- ir bókin frá ævintýralegum flótta tveggja brezkra liðsfor- ingja úr þýzkum fangabúðum á styrjaldaráranum og er frá- sögn og atburðarásin öll svo spennandi: að bókin varð met- sölubók í enskumælandi lönd- um og komu 10—20 útgáfur af henni á Örfáum vikum í Lon- don. Fjórða bókin „Fluglæknir- inn“ eftir hinn vinsæla höfund.. Frank G. Slaughter, er 6. bókiní sem Draupnisútgáfan gefur út. eftir þennan höfund og er það> næg sönnun fyrir vinsældunx hans. Andrés Kristjánssorr blaðamaður íslenzkaði bókina. Loks eru tvær barna- eða unglingabækur. Ævintýradal- urinn eftir Enid Blyton, bráð- spennandi og skemmtileg ung- lingasaga með fjölda mynda, Sigríður Thorlacius íslenzkaði hana. Hin bókin „Sjö ævih- týri“ er fyrir yngstu lesenduna, í sönnum ævintýrastíl úr ríkí dýranna. Hún er prýdd fjölda mynda og sumum þeirra lit- prentuðum. Guðmundur M. Þorláksson þýddi og endur- sagði. .... Ný skáldsaga. Fyrir tveim árum kom út eft- ir Árna Ólafsson frá Blöndu- ósi lítil bók en hugþekk, er nefnist Æskuminningar smala- drengs. Nú er komin út ný bók. eftir sama höfund, skáldsaga, sem ber nafnið Glófaxi. Sagan segir frá hestinum Gló- faxa og eiganda hans, Óla í Tungu. Margir fleiri koma við sögu, m. a. Hesta-Bjarni, sem. er fulltrúi gamla tímans, ,ea lýsingin á honum verður öllum. minnisst.æð. Það leynir sér ekki að höfundurinn er mikill dýra- vinur, sérstaklega er ást hans- og virðing til íslenzka hestsins sönn og einlæg. Höfundurinn. kann að meta þau uppeldislegu. áhrif, sem umgengni við dýria. hefur. Þeir, sem aldir eru upp í sveit eða hafa dvalið þar, munu við lestur bókarinnar lifa.. í huganum mörg þeirra dásam- legu ævintýra, sem þeir hafa notið í faðmi íslenzkrar nátt- úru. Bókin er öllum hollur og góður lestur, en sérstaklega skaL foreldrum bent á, að stálpuðum börnum sínum geta þau tæp- lega valið betra og aðgengilegra lestrarefni. Sagan er skrifuð á lipra og alþýðlegu máli, og stíl hennar einkennir sön'n frásagn- argleði. Höfundurinn á heldur ekki langt að sækja, þótt hann erfi löngun til ritstarfa, því að’ * langafi hans var Bólu-Hjálmar. í formála getur höfundur þess,. að verði einhver ágóði af söla. bókarinnar, muni hann renna. til minnismerkis um íslenzka - hestinn. Þegar Friðrik Danakonungur var í Grænlandi í sumar gerði hann sér far um að koma inn á heimili margra Grænlendinga. Hér sést konungur fyrir utan heimili eins grænlenzks öldungs, sem heiðraður var með heimsókn og veittur heiðurspeningur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.