Vísir - 22.06.1953, Síða 5

Vísir - 22.06.1953, Síða 5
Máiiudaginn 22. júní 1953 VfSI* TH. 5MITH ; ýftríttafr&tnuluriHH. Skráð er á fornum bókum, að íslendingar hafi verið fræknir iþróttamenn, og geyma menn margar sagnir um afrek for- feðranna. Hvert mannsbarn á íslandi man vopnfimi Gunnars •og afrek Skarphéðins við Markarfljót. Fræg er sundleikni Kjartans, er breytti harða keppni við Ólaf konung Tryggvason í ánni Nið. f þann tíð stunduðu ungir sveinar íþróttir einkum til þess að vera sem vopnfrmastir, geta gengið bezt fram í bar- daga. Það var þeim lífsnauðsyn þá, undir þjálfuðum líkama þeirra var það komið, hvort héldu þeir iífi, þá komið var i krappan dans. Enn í dag iðka íslendingar íþróttir, ekki til þess að geta barizt vasklegar, því að nú útkljáum við deilurnar með öðrum og friðsamlegri hætti er formenn. í dag höfum við frekar í huga hið forna latneska spakmæli: Mens sana in corpore sano. Við teijum íþróttir eigi aðeins göfgandi, heldur og sjálfsagðar til þess að auka á almenna vellíðan manna — og til þess að gera okkur færari um. að sinna daglegum, friðsamlegum störfum. íþróttaiðkanir eru og mótvægi gegn innisetum og kyrstöðu nú- tímamannsins, hvort heldur er um að ræða óharðnaðan ungling á langskólabekk eða fullvaxinn mann við einhæf störf, sent einkenna líf nútímamannsins. Þeir, sem á undanförnum árum hai'a hafið íþróttir á íslandi til vegs og virðingar, eiga þakkir skilið, en einn þeirra, sem ótrauðlega hefur helgað líf sitt líkamsmennt íslendinga, er Benedikt G. Wáge, forseti íþrótta- sambands íslands. Hann Bennó er Reykvíkingur. Hann tilheyrir meira að segja þeim hluta Reykvíkinga, sem i gamni telur sig herrciþjóð hér í hcenuvi, nefnilega Vesturbœing- um, því að Benedikt G. Wáge er fœddur fyrir vestan Lœk, nánar til tekið í Fischerssundi 14. júní árið 1889 — og þegar þessar upplýsingar eru fyrir hendi, liggur það nær því í aug- um uppi, að maðurinn er gamall KR-ingur. Þegar maður nefnir orðið Vesturbæingur, kemur orðið KR strax fram á varirn- ar, á svipaðan hátt og manni dettur rjómi í hug, þ'egar mjólk er nefnd. Foreldrar Ben. G. Wáge voru hjónin Guðjón Einarsson prent- ari, Þórðarsonar prentsmiðju- eigaiida og Guðrún Benedycts- dóttir Waage, œttuð úr Vogun- um suður með sjó, og er Wage nafnið þannig til komið. Benedikt Wdge er sem sé fœddur í Fischerssundi, en lék sér á Nýlendugötunni. Það skortir því nokkuð á, að hann sé jafnmikill Vesturbceingur og Erlendur Ó. Pétursson, sem er j Þá var bærinn minni um sig, fœddur vestar í bœnum. Hann ■— ofboðlítið —og aldrei fór gekk í Miðbœjarskólann, því að Bennó lengi sendiferðir en inn að Vatnsþró, skammt þar -frá sem Litla bílastöðin var, eða vestur í Selsvör. Hlíðár og Kleppsholt voru ekki til, og sá hefði verið talinn ruglaður, sem talaði um Skjólin eða Melana. Bennó var röskur sendisveinn. Hann flutti vörur frá aðalbúðinni (Heklu), en einnig sótti hann varning í Nýhöfn (þar sem nú er Rafha, Antikbúðin o. fl.), eða í verzl- unarhúsið hinum megin Hafn- arstrætis, þar sem nú er Borg- arbílstöðin og Zimsen. Enginn sendiferðabíll? segi eg við Bennó í kæru- leysi. Ónei, ekki var það. En hitt þótti merkilegt, er Thom- sen fékk hingað fyrsta bílinn. Það þótti undratæki. Tómas heitinn Jónsson kjötkaupmað- ur, var bílstjóri á þessu farar- tæki, og stundum ók hann bæj- arbúum svolitinn hring í bæn- um, „rúptinn“, fyrir 25 aura, og þótti þetta ævintýralegt. — En eg gerðist síðan innanbúð- armaður hjá Thomsen, og aí- greiddi járnvörur, var í matar- deildinni, — í allt tíu ár hjá Thomsen. Síðan réðst eg til Th. Thorsteinsson, í karlmanna- fatadeild hans, sem var í Aust- urstræti 14, næsta hús við Hótel Reykjavík. Þessi hús brunnu bæði í eldsvoðanum mikla á stríðsárunum fyrri, og' aðalbækistöðvar sínar þar sem var verzlunm flutt í húsið 'Hótel Hekla var um langt1 Þar sem nú er Heitt og Kalt. skeið, en nú eru skrifstofur! Síðan fór eg að vinna hjá Reykjavíkurbæjar. Þetta var heildverzlun Garðars Gíslason- líkast ævintýr ungum dreng. í ar, og var þar í tíu ár, en síðan vistarverum þessa volduga stofnaði eg verzlunina Áfram. verzlunarfyrirtækis mátti finna undarlegan ilm fjarlægra £n hvenær fékkstu „íþróttadel!una“? Eg kippi mér ekkert upp við þetta orðalag þitt, því að þessi della hefur reynzt mér vel, en Hver íþróttagrein er göfugust? Þetta er dálítið erfið spurn- ing, en þó svara eg henni hik- laust: Sundið er íþrótt íþrótt- anna. Eg hef stundað það æ síðan eg lærði hjá Páli. Þú hef- ur kannske séð áskorun frá mér í blöðunum á sumrin: Notið sjóinn og sólskinið. Fátt er eins hollt líkamanum og sundíþróttin. Annars hef eg synt til lands úr öllum eyjum hér utan við Reykjavík, nema Akurey. Eg synti til lands úr Viðey (að Batteríinu) árið 1914. Þetta tók tæpa tvo tíma, og var þá lengsta sund, sem synt hafði verið hérlendis, að fráteknu Grettissundinu úr Drangey. Þetta vakti talsverða athygli þá, og eg býst við, að frekar hafi það orðið til þess að glæða áhuga almennings þá grunaði engan, að einhvern tima mundi rísa af grunni Mela- Skóli. Það var í skólastjóratíð Mortens Hansens, og vart mun Bennó hafa rennt grun í það þá, að hann skyldi síðar gerast umsvifamestur íþróttafrömuður á sinni tíð. ♦ Sýslaði snemma við verzlunarstörf. Ungur drengur réðst Bennó til stærstu verzlunar, sem hér var í Reykjavík um aldamótin, Thomsens Magasíns, sem hafði landa: þar var kanell og krydd, steinolía og ilmvötn, brennivín og tóbak, vefnaðarvara, gljá- andi járnvörur. Þetta var undraheimur út af fyrir sig, eða svo fannst Bennó, er hann hóf störf þar sem sendisveinn. annars fór eg ungur að hafa áhuga fyrir líkamsrækt. Þegar eg var hjá Thomsen hóf eg sundnám hjá Páli Erlingssyni, félögum, sem höfðu 595 með- limi. Fyrsti forseti þess var Axel V. Túlinius, fyrrum sýslu- maður og skátahöfðingi. Eg var kjörinn í stjórn þess árið 1915, og hef átt þar sæti alla tíð síðan, en forseti sambandsins hef eg verið frá 1926. Til merk- is um það, hve iþróttasamtökúx eru orðin almenn og vinsæl, skal eg geta þess, að nú eru í því 235 félög, með samtals 28 þúsund meðlimum. Með mér hafa starfað margir mætir menn öll þessi ár, og það, sem er mest um vert er þó, að al- menningur skilur nú, hve heillavænleg áhrif íþróttalífið hefur haft á íslenzkt þjóðlíf. Þið börðust rnest fyrir 17. júní, var það ekki? íþróttamenn hafa nú um ára- tugi haldið afmælisdag Jóns fyrir sundinu. Suhd er okkur Sigurðssonar hátíðlegan, reynt lífsnauðsyn, en auk þess hefur ^ fra fyrstu tíð að gera hann að það mikil og örfandi álirif á þjóðhátíðardegi. Við reyndum hreinlæti manna og snyrti-, ag vanda til hátíðahalda þaim mennsku. Það er sjálfsagt ( c}ag eins frekast voru föng á. sundinu verulega að þakka, að yið gengumst fyrir íþróttasýn- eg hef alltaf notið góðrar heilsu jngum cg kappleikjum ár hvert, verið fílhraustur — og hef j varla lagzt í rúmið nema þegar eg lagðist í. Spönsku veikinni. Þú ert ekki viði eina fjölina felldur í íþróttum? Ekki verður það sagt. Fór snemma að iðka fimleika, og fékkst við þá í aldarfjórðung. Fimleiltana stundaði eg í Í.R., knattspyrnu í K.R. og glímu- æfingar sótti eg hjá Ármanni. Eg var í liði K.R., sem sigraði í fyrsta íslandsmóti, sem háð hefur verið í knattspyrnu árið 1912. Þar voru margir röskir strákar, sem nú eru orðnir rosknir og mætir borgarar. Þeir, sem'urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu þetta ár og enn eru á lífi.eru: Geir Konráðsson kaupmaður, Jón Þorsteinsson skósmíðameistari (á gullskón- um), Kristinn Pétursson blikk- smíðameistari, Nieljohníus Ól- afsson hjá Kol & Salt, Þorkell Þórðarson í Grjóta, sem nú rekur knattborðsstofu, DavíS Ólafsson bakarameistari, Gúð- mundur H. Þorsteinsson húsa- meistari, Lúðvík Einarsson málarameistari og eg. í fim- leikum var eg m. a. með Matt- híasi heitnum Einarssyni lækni, Tryggva heitnum Magnússýni Magnúsi heitnum Magnússyni skipstjóra, Böðvari heitnum Kristjánssyni menntaskóla- kennara og allt afbragðs fim- eins og raunar allir vita. Nú er dagurinn almennt viður- kenndur sem þjóðhátíðardagur íslendinga, en það hygg eg, að óefað megi þakka íþróttamönn- unum. En það verður að lög- skipa þenna dag sem almennan frídag.Það er fullkomin hneysa, að það skuli ekki hafa verið gert. Verkamenn eiga sinn dag, verzlunai'stéttin sinn. En þjóð- jn sjálf á engan dag. Þetta getur ekki gengið svona. Við lögðum áherzlu á að fá snjalla menn til þess að flytja ræður við gröf Jóns Sigurðssonar, er við lögðum blómsveig á hana 17. júní. Eg minnist fjölmarg'ra mætra manna, sem ræður fluttu við slík tækifæri: Bjarna frá Vogi, Sigurðar Eggerz, Bene- Frh. á 7. s. Myndin er tekin. er sundskálinn í Örfirisey var vígður árið 1924. Ben. G. Wáge er í >ræðustólúum, en á mvndinni sjást, auk hans„ m.a. þeir Erlingur Pálsson yfirlögreglubjónn og Axel V. Tulinius fyrrverandi sýslumaður og skátahöfðingi. þeim afbragðsmanni. Hann var leikamenn. A. J. Bertelsen þá byrjaður sundkennslu í Laugunum, samkvæmt áskorun Björns Jónshonar ráðherra, og eg held að eg megi segja, að eg hafi verið einn bezti nem- andi hans. En hitt er jafnrétt, að Páll er bezti sundkennari, sem eg hef þekkt. Hann var samvizkusamur, þolinmóður, laginn og góðgjarn. Hann lagði áherzlu á að kenna mönnum rétt sundtök, og honum var ljóst, hve lífsnauðsynlegt það var íslendingum að kunna. að' synda. Vænt þótti mér að geta sæmt hann gullmerki ÍSÍ, sem hann bar á Alþingishátíðinni 1930. En Benedikt hefur fengizt við fleirf'en eiha íþróttágreih,' eins og alkunna er, óg þess vegna legg eg fyrir hann þessa spurningu: stjórnaði þá Iþróttafél. Rvk. Þá fékkst eg mikið við íjallgöng- ur, — hef gengið á flest fjöll, sem héðan sjást. Oft var eg í slíkum ferðum með þeim IJelga frá Brennu, Birni Ólafssyni ráðherra og öðrum, . en þeir voru (og eru) hinir röskustu ferðalangar. Árið 1923 hafði fimleikaflokkur frá Í.R. verið norður á Akureyri, og gengurn við hingað suður, vorum 5 daga í . óbyggðum. Gengum úr Skagafirði, upp með Blöndu, um Hveravelli og Kjalveg að Hvítárvatni, með Langjökli, yfir Skjaldbreið (til að stytta okkur leið, eins og eitt blaðið sagði) og niður á Þihgvöll. Hvenær hófust þín afskipti af ÍSÍ? ÍSÍ var stofnað 1912 með 12 Kryddvorur Pipar Negull Kardemommur Kaueli, steyttur Kanell, heill Engifer Kúmen Múskat Lárviðarlauf Natron Eggjagult Karry Matarlitur Soya Hjartarsalt Saltpétur Sinnep Kókosmjöl Möndlur Búðingar H. Benediktsspn Co. h.f. Hafnarhvoll — Reykjavík.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.