Vísir - 04.09.1953, Síða 4
TJSIK
Föstudaginn 4. september. 1953
WISIXS.
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
~ 7'-"
' ' jiií,
má
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna. .
Félagsprentsmiðjan h.f.
Ostjórnm í Vestmannaeyjum.
Iblaðinu í gær var að nokkru lýst atvinnu- og fjármála-
ástandinu í Vestmannaeyjum, eins og það er komið undir
stjórn ,,vinstrisamsteypunnar“, sem náði þar meirihlutaaðstöðu
í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Er nú svo komið, að þessir
„vinir verkalýðsins“, sem stjórna Eyjunum eru komnir vel á
veg með að koma fjármálum bæjarfélagsins á kaldan klaka.
Var það alþjóð kunnugt fyrir nokkru, að mjög gekk illa að
halda togurum Eyjarskeggja úti, svo að þeir lágu bundnir
aðgerðalausir mánuðum saman, en að sjálfsögðu hafa erfið-
leikarnir við útgerðina aðeins verið lítil mynd af fjármála-
óstjórninni í heild, enda er það nú komið á daginn.
Blað Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, Fylkir, birti ekki
alls fyrir löngu bréf, sem stjórn Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
hafði sent bæjarstjórninni eftir að fundur hafði verið haldinn í
stjórninni, og þar fjallað um viðskipti félagsins við bæjar-
félagið. Var gerð samþykkt varðandi þetta á fundinum, og
segir í henni meðal annars á þessa leið: „Vegna síendurtekinna
samningsbrota bæjaT’<'ióðs um kaupgreiðslur til verkamanna
þ)eirra, er vinna hjá v ium, leyfir stjórn Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja sér að átelja þær ófullkomnu launagreiðslur, sem
•viðhafðar eru, þar sem enn á ný eru ógreidd vinnulaun farin
að safnast saman hjá gjaldkera og útborganir aðeins smá-
greiðslur öðru hverju. Stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
•verður að krefjast þess, að útborganir vinnulauna fari fram
xeglulega, eins og samningar mæla fyrir um. Verði þessum tii-
mælum ekki sinnt, ber stjórninni skylda til að sjá svo um, að
hessu samningsatriði verði fullnægt sem öðrum og mun hún
þ>ví freista þess að gera ráðstafanir til úrbóta og leggja málið
fyrir trúnaðarráð eða félagsfund, svo að fullkomnar aðgerðir
verði hægt að framkvæma.
Stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja tekur fram í þessu
sambandi, að ekki er um neina óbilgirni að ræða í sambandi
við þetta mál, miklu fremur mætti færa henni það til ávirð-
ringar, að kaupgreiðslur Vestmannaeyjabæjar hafa um ára
•skeið verið í molum, og vill stjórnin benda á, að aumt væri
viðskiptalíf í þessum bæ, ef alls staðar væri sami háttur um
faunagreiðslur. . . .“ (Leturbreyt. Vísis).
Fylkir bætir litlu við þetta bréf stjórnar verkalýðsfélagsins
frá eigin brjósti, enda virðdst þess ekki veruleg þörf. Félagið
hefur gefið bæjarstjórninni einkunn fyrir afrekin, sem eru í
því fólgin, að jafnvel verkamenn, sem sennilega eru í meiri-
hluta stuðningsmanna bæjarstjórnarmeirihlutans, fá ekki laun
,sín greidd nema endrum og eins og þá ekki nema smáupphæðir
í senn. Iiefur stjórn verkalýðsfélagsins vafalaust frestað því
að gefa sínum mönnum, ráðamönnum Vestmannaeyja, þessa
ádrepu í lengstu lög, til þess að dylja vesaldóm þeirra, því að
mú er skammt til kosninga, sem skera úr um það, hverjir eiga
að fara með stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur árin, en svo
aumt er ástandið, að félagsstjórninni fannst ekki fært að þegja
lengur.
Það má segja, að stjórn vinstri manna í Vestmannaeyjum sé
harla bágborin, er sá heggur, sem hlífa skyldi, en hún er ekkert
einsdæmi, því að þannig fer jafnan, þegar rauðu og rauðleitu
flokkarnir ná tangarhaldi einhvers staðar. Þeir eru furðu lagnir
á að koma öllu í auðn, þótt þeir geti ekkert annað.
Symfóftíutónleikar útvarpsins.
Þórann .1 óhannstl ó t tia* og
Jóliania Tr>ggvason.
Ríkisútvarpið efndi til sin-
fóníuhljómleika á fimmtudags-
kvöld í Þjóðleikhúsinu. Stjórrt-
aði Jóhann Tryggvason sin-
fóníusveitinni, en Þórunn dóttir
hans lék einleikshlutverkið í 2.
píanókonsert Beethovens. Hóf-
ust hljómleikarnir á Próme-
þeifsforleik Beethovens, en að-
píanókonsertinum loknum var
leikin g-moll sinfónía Mozarts
(KV 550). Hljómleikunum var
jafnframt útvarpað. Húsfyllir
var — rauð lukt fyrir dyrum
úti — og hljómsveit, einleikara
og stjórnanda vel fagnað og
innilega.
Þórunn Jóhannsdóttir lék
píánókonsertinn með þeirri
vandvirkni og smekkvísi, sem
verkið krefst, og leysti það svo
glæsilega af hendi, að augijóst
er að hún er fær um að leika
miklu þyngri og flóknari verk.
Stílvitund hennar er mikil,
tæknin örugg og leikandi og
áslátturinn tær og glitrandi.
Jóhann Tryggvason, sem
stjórnaði öllum verkunum
blaðalaust (jafnvel píanókon-
sertinum), sýndi greinilega og
ótvíræða stjórnandahæfileika.
hann hefir glöggt „auga“ fyrir
höfuðlínum verkanna og' ör-
ugga tilfinningu fyrir hljóm-
falli og samstillingu hljóðfær-
anna. Kom það greinilegast
fram í Mozarts-symfóníunni,
sem vandleiknust er og við-
kvæmust í meðförum, og tókst
þar einkum vel hinn hraði
lokakafli, sem leikinn var í
hinum i'étta flughraða. í fyrsta
kaflanum var hraðinn full-
mikill. Sá kafli er í eðli sínu
hægari en lokakaflinn (enda
þótt hann heiti molto allegro,
en hinn allegro assai).
Hljómsveitin stóð sig prýði-
lega, einkum strengjasveitin,
sem oft þurfti að „spretta úr
spori“. Voru hljómleikarnir
öllum þátttakendum til mikils
sóma.
B. G.
-t
Dregur til úrslita í
handknattleiksmótinu.
Draga tekur til úrslita í úti
handknattleikskeppni íslands
meistaramótsins ' karlaflokki
og fóru tveir næstsíðustu leik
irnir fram í gær.
Þá sigraði K.R. Þrótt með 16
mörkum gegn 10 og Í.R. sigraði
Víking 19:11.
Stig félaganna standa þannig
núna að Í.R., en það er eina
félagið sem leikið hefur alla
sína (4) leiki, hefur 6 stig,
Ármann hefur 6 stig, K.R. og
Víkingur sín 2 stigin hvort og
Þróttur 0 stig, en þessi fjögur
síðastnefndu félög eiga öll eftir
einn leik hvert. — Líkurnar
benda því allar til að Ármann
beri sigur úr býtum.
Síðustu leikirnir verða milli
Ármanns og Þróttar annars-
vegar og Víkings hinsvegar. —
Fara þeir væntanlega fram um
helgina.
í kvennaflokki urðu ísfirð-
ingar íslandsmeistarar, hlutu 5
stig og höfðu hagstæðari
markatölu en Vestmannaeyja-
stúlkurnar, sem einnig höfðu 5
stig.
Svíar selja Bretum
mest.
St.hólmi. — Svíar eru um
þessar mundir stærstu við-
skiptavinir Breta af Evrópu-
þjóðum.
Er það bæði, að Svíar kaupa
tiltölulega mest í Bretlandi, og
selja auk þess mest þangað. —
Kaupa Bretar um 17 % af öllum
útflutningi Svía, en Svíar 3,5%
af öllum útflutningi Breta. Eru
þá ekki talin viðskipti Svía við
samveldislönd Breta. (SIP).
'argt gr sétííjS,
Naut geta líka fengfð hil
DýraSæknar ráða ekki við þann kviEa
Nýir erfiðíeikar.
T^að virðist ætla að verða talsverðum erfiðleikum bundið að
* veiða upþ í samninga þá, sem gerðir voi-u við Rússástjórn
á þessu surnri. Fyrst tók það vikur að Semjá'um'vérð á 'kárfa
þeim, sem togarar veiða fyrfr frystihúsin, svo að menn voru
um tíma hræddir um, að einhver afturkippur gæti komið í
framkvæmd samningsins að þessu leyti, og nú virðist ætla að
verða erfitt að afla Faxasíldar, en af henni munu Rússar kaupa
75—100,000 tunnur, og er það ekkert smáræði.
Aðeins lítill hluti þeirrar síldar, sem Rússar eiga að fá,
má vera smásíld, en hitt verður að vera stórsíld, en
reyndin hefur orðið sú, að af afla þeim, sem fæst nú, er meiri-
hlutinn smásíld. Þar við bætist, að síldarsaltendur telja, að
fersksí- 'arverðið sé of hátt miðað við það, sem þeir fá fyrir
tunnuna, c,g hefur verið boðað til fundar um þetta mál meðal
þeirra.- Má af því >sjá, að hér er alvarlegt mál á ferðinnij én
væntanlega fæst lausn á því fljótlega, ef síldin bjargar því ekki
sjálf — það er að segja aflinn verðd hentugri til söltunar fram-
vegis en hingað, til. ' : . j
Sennilega hafa flestir heiðr-
aðir lesendur fengið hiksta ein-
livern tímann á ævinni.
Það getur verið ákaflega leið-
inlegt og óþægilegt að fá
skyndilega óviðráðanlegan
hiksta, enda þótt í'áðin sé næst-
um óteljandi, sem gefin eru
við honum. Þau eru bara ekki
öll jafngóð, ,og flest munu ajls
,ekki vera til neihs' gaghs. í
Flestir munu vera þeirrar
skoðunar, að af hiksta þjáist
engin skepna nema maðurinn,
en það mun ekki vera rétt. Að
minnsta kosti sagði tímaritið
Newsweek nýlega frá amer-
íkum bolakálfi, sem hefði feng-
ið hiksta. Var ekki skýrt nánar
frá því, hversu hikstinn hefði
verið þrálátur, en tæpum
tveim mánuðum eftir að um
þétta! var gétlð, birtist bré:f frá
einurh lesanda, sem iangaði til
að vita, hvernig hinum hikst-
andi bola hefði reitt af..
Fréttamenn Newsweek fóru
því á stúfana, og svarið var á
þá leið, að tuddf hikstaði enn,
og sæust þess engin merki, a£
hann mundi hætta því á næst-
unni. Þess var ennfremur getið,
að Pési, en svo var boli kallað-
ur — hann er nú 19 mánaða
; og af góðu kyni, Hereford —h
hefði meira að segja verið flutt-
ur til dýrafræðilæknadeildar
háskólans í Ohio-fylki, og þar
hefði hann verið lagður á
skui'ðarborðið. Ekki var honum
þó lógað, heldur var gerður á
honum holskurður til rann-
sóknar, sprett upp á honurn
síðunni á 15 sentímetra svæði,
og farið inn í hann, til þess að
athuga, hvort hægt væri að
finna orsök hikstans. Var boli
75 mínútur „undir' hnífnum“.
Dýraíáeknarnir vorú engii
nsér effir ránnsóknina, en,
vonuðu að þetta mundi eldast
af; Pésa. Stundum líður ; svq
í framlialdi af rabbi mínu um
létt reyktu síldina í Bergmáli i
fyrra dag hef ég verið beðinn að
vekja eftirtekt á atriði, sem al-
menningur mun kannskc ekki
vara sig á. Léttreykt síld, eða
„kippers“, eins og við nefnum
hana oftast, þolir mjög illa
geymslu og er nauðsynlegt að
fara með liana svipað og ný.jan
fisk, geyma hana ekki lengi i
lieimahúsum, nema þá á köldum
stað. Þótt dæminu, seni tekið var
í Bergmáli í fyrradag', verði ekki
mótmælt, er rétt að geta þess að
liafi þannig vérkuð sild legið
lengi í verzlun, skemmist liún, og
gæti í nokkrum lilfellum verið
um of langa geymslu að ræða, en
ekki að sildin hafi verið skemind
er hún kom frá framléiðanda.
Bréfaútburður.
Það kennu ekki ósjaldan fyrir
að hnýtt er i póstmenn fyrir slæ-
legan útburð bré.fa, og oft, lield
ég, án þess að þeir eigi það skilið.
Eg rabbaði fyrir skömmu við póst
mann, sem ég nefni B. G. Sagði
hann mér sitt hvað um starf sitt
og skal ég aðeins drepa hér á
nokkur atriði. Það kemur oft fyr-
ir að bréfberar eiga mjög erfit't
með að koma bréfum af sér, eink
um ef um einstaklinga er að
ræða, sem sjaldan eru heima. —
Þyki bréfbera eklci rétt að skil.ja
bréf eftir, þar sem hann telur
liættu á að það týnist af þeim
sökum, tekur hann það með sér
niður á þósthús aftur. Hann fer
síðan með það aðra ferð og svo
koli af kolli.
Veldur drætti.
Þetta getur eðlilega vahlið
drætti á þvi að bréf komist til
skila, og hafa lcvartanir borizt,
þegar þannig hefir staðið á. í
þessu tilfelli er bréfberi að reyna
að gæta hagsmuna viðtakanda,
eftir beztu getu, en fær oft lítið
þakklæti fyrir. Hefði hann skilið
bréfið eftir, og það týnzt, hefði
það sama orðið upp á teningnum.
Bréfberinn hefði verið sakaður
um að hafa vanrækt þá skyklu
sína að koma því í hendur rétts
viðtakanda. Stundum nota bréf-
berar það ráð, ef þeir eru vissir
um lierbergi eða íbúð viðtakanda,
að þeir spenna hurðina litið eitt
frá og stinga bréfinu inn um rif-
una, sem myndast.
Fjölbýlishúsin.
Bréfakassar á liurðum eru í
rauninni frekar óalgengir í bæn-
um, eh þeir eru mjög þægilegir
fyrir allan bréfaútburð. En í
stórum húsum, þar sem mikill
fjöldi manna býr, þyrfti að hafa
■>aineiginlegan slað f.vrir bréf, og
væri þá eðiilegast að sá staður
væri á neðslu hæð liússins. í einii
húsi í bænum, Hringbraut 45,
hal'a íbúárnir koinið sér upp sain-
eiginlegum bréfakassa á neðstu
hæð. Hefur sérhver íbúandi jiar
sinn bás, sem er merktur honum.
Þétta fyrirkomulag er þægilegt
fýrir báða aðila, viðtakendur
bréfa og svo bréfberana, sem þá
komast ekki í nein vandræði með
afhendinguna. Væri m.jög heppi-
legt að svipað fyrirkomulag væri
tekið upp í fleiri stórbyggingum.
Hér verður rabbinu um póstþjón-
ustuna að ljúka í dag, en kannske
verður fleira sagt til málsbóta
bréfberum síðar. — kr.
hálfur dagur, að hann hikstar
ekki, !én þá fáir hanti' kás't'/ sem
stendur kannské í Í5''mínútur
og er þá hikstameðaltalið tveir
á mínútu. . . .