Vísir - 04.09.1953, Page 7
Föstudaginn 4. september 1953
TlSIB
UneifkMi í
so
Marseilles
eftir VMUÆ XOJLA
’wWWWJWMIWWlMftWWWWWWWWNWlMflA
þreki. En við höfum tapað peningunum okkar og fáum ekki
nema fimmtíu og fimm af hundraði. Eg vona að þér gætið
hagsmuna okkar betur næst. Jæja, eigum við þá ekki að fara
að skipta?
Þrátt fyrir harma sína og reiði gat Maríus ekki stillt sig um
að brosa. Honura var skemmt að heyra um þennan bíræfna
þjófnað Moniers. Hann gat í hjarta sínu ekki annað en dáðst
að þessum bófa, sem hafði leikið á hinn bófann.
Nú vissi hann hvernig bankastarfsemi Rostands var háttað.
Hann hafði ekki misst .af einu orði sem sagt var inni í stofunni,
og hann gat gert sér skýra mynd af þvi hvernig umhorfs væri
þar inni. Meðan hann sat þarna, íboginn á stólnum og með
sperrt eyrun, hafði hann séð okrarana í .anda, gírugt augnaráð
og andlit sem endurspegluðu allar þær illu hneigðir, sem þeim
voru áskapaðar. Þegar Rostand las upp skýrsjuna um hin ó-
mannúðlegu þrælabrögð sín, hafði hann varla getað haft stjórn
á sér. Hann sárlangaði til að rjúka inn og taka fyrir kverkarnar
á þrjótinum.
Hann hugsaði til erindis síns í þetta ormaból með beiskju-
blandinni ánægju. Hve hann hafði verið ótrúlega saklaus! Það
var þarna sem hann hafði hugsað sér að fá fimmtán þúsund
frankana, sem hann þurfti til að bjarga Philippe, og þarna hafði
hann setið og beðið í heilan klukkutíma eftir að Rostand ræki
hann út eins og hvern annan betlara. Eða kannske hefði Ro-
stand boðið honum lán fyrir fimmtíu af hundraði í vexti, látið
hann skrifa undir víxla og rekið hann svo út án þess að borga
honum peningana. Þegar hann hugsaði um þetta og um að fyrir
innan dyrnar sat heilt þorparafélag sem auðgaðist á fátækt og
spillingu bæjarins, stóð hann upp og þaut út að dyrum.
Hann heyrði glamra í gullpeningum sem helit var á borðið.
Okrararnir voru að skipta ágóðanum. Hver þeirra fekk einn
hlut af prettum síðasta máanðar. Þetta gullhringl, þessi falleg-
asta músík sem þeir vissu verkaði þannig á Maríus að hann fór
að hugsa um grát. Grát þeirra sem blóðsugurnar höfðu leikið
verst.
Annars var rödd bankaeigandans sú eina sem heyrðist nú.
Hann nefndi upphæðir hvers einstaks hátt og skýrt. Borgaði
hverjum sitt, nefndi upphæðina um leið og hellti hrúgu af gull-
peningum sem glamraði í er þeir duttu á borðið.
Maríus opnaði dyrnar. Fölur og einbeittur og með hvöss augu
stóð hann nokrar sekúndur á þröskuldinum.
Það var undarlegt leiksvið sem blasti við honum. Rostand
stóð við borðendann. Bak við hann var opinn peningaskápur,
sem hann sótti gullið í. Kringum borðið sátu meðlimir bófa-
flokksins. Sumir voru að bíða eftir s'ínum hlut. Aðrir að telja
peningana sem þeir höfðu nýtekið við. Öðru hverju var Ro-
stand að bera sig saman við höfuðbókina, laut niður að henni
eða lét peningana renna niður á borðið. Hinir virðulegu hlut-
hafar hans höfðu ekki græðgisleg augun af höndunum á hon-
um.
Þegar dyrnar opnuðust litu allir við eins og eftir skipun.
Sumir urðu felmtraðir, aðrir forviða. Og þegar þeir sáu Maríus
alvarlegan og hneykslaðan reyndu allir að fela gullhrúgurnar
sínar undir höndunum. Þeim þótti þetta óþægileg truflun.
Hann þekkti undir eins flesta af þessum mönnum. Hann hafði
séð þá á götunum, státna og hnarreista og virðulega. Hann hafði
meira að segja heilsað sumum þeirra með lotningu, vegna þess
að honum hafði dottið í hug að þeir gæti hjálpað bróður hans.
Þeir voru allir efnamenn, virtir og áhrifamiklir. Þarna í hópnum
voru fyrrverandi embættismenn, menn sem lifa af eignum sín-
um, menn sem áttu fasteignir, menn sem fóru oft i kirkju en
voru jafn trúir gestir í samkvæmissölunum. Þegar Maríus sá
>á þarna, fyrirlitlega og lítilmótlega hreýfði hann sig aðeins
iilið eitt. Hann sagði ekkert, en þessi hreyfinc lýlii svp mikilli
fvnrlitningu og viðbjóði að þá sveið undan.
Rostand æddi fram að dyrumun. Það gljáði í æst augun í
honum. Þykkar varirnar titruðu. Og úr rauðri og hrukkóttri
okraragrímunni á honum mátti lesa einskonar orðlausa skelf-
ingu.
— Hvern djöfulinn viljið þér hingað? spurði harm og: hikaói
svo. — Það er ekki venjan að koma svona í aí nara manna hús!
— Eg vil fá fimmtán þúsund franka, svaraöi ungi maðurinn
kuldalega cg spottandi.
— Eg hefi enga penhi m, flýúi Rostand. sér að svara. Hann
færði sig nær peningaskápn um,
— Verið þér óhræddur. Eg er hættur við að ræna yður. Eg
hefi setið hérna fyrir utan í liðugán klukkutíma og íiéyrt allt
sem þið hafið talað'um.
Orðin verkuðu eins og sleggjúhögg. Nú litu allir okrararnir
undan. Ennþá var í þeim dálítið að blygðunartjlfinningu —
sérstaklega vegna þess að það hefði verið hart áfall fyrir þá
ef flett hefði verið ofan af þeim, því að þá hefðu þeir fengið
annan sess í almenningsálitinu. Sumir tóku báðum höndum
fyrir andlitið. En Rostand sem ekki hafði neitt að missa í al-
menningsálitinu náði sér brátt aftur. Hann starði á Maríus
og hrópaði:
— Hver eruð þér? Hvaða rétt hafið þér til að: laumast inn í
hús mitt og standa á hleri? Og hvers vegna dirfist þér að ryðj-
ast hingað inn í einkaskrifstofu mína, úr því að þér hafið ekkert
erindi?
— Hver eg er? sagði Maríus lágt og stiliilega. — Eg er heiðar-
legur maður, en þið eruð samsafn af þorpurum. Hvaða rétt hef
eg til að hlera við dyrnar? Eg skal segja yður það. Eg hef þann
rétt sem hverjum heiðarlegum manni er gefinn til að fletta ofan
af hrakmennum og eyðileggja þau! Hvers vegna eg kom hingað?
Til að segja yður að þér eruð þrælmenni og til þess að svala
réttlátri reiði minni!
Rostand titraði af vonsku. Hann reyndi ekki að finna skýringu
á því hvernig þessi maður, sem stóð þarna og jós yfir hann
meiðyrðum og hótunu.m, hefði komist inn. Hann langaði aðeins
til að öskra sem hæst og svífa á Maríus, en þá stöðvaði hann
hann með ofurlítilli bendingu.
— Verið þér hægur! hrópaði hann. — Eg fer. Eg mundi kafna
hérna. En mig langar ekki til að fara án þess að hafa sagt það
sem ég meina um ykkur. Æ, herrar mínir. Þið hafið hræðilega
matarlyst. Þið skiptið á milli ykkar tárum og örvæntingu heilla
fjölskyldna, með ótrúlegri græðgi. Þið ofótið yklcur á prettum
og þjófnaði! Mér þykir vænt um að geta truflað í ykkur melt-
inguna dálitla stund og geta látið ykkur skjálfa af hræðslu inn
í innstu rætur ykkar sótsvörtu hjartna.
Rostand reyndi að taka fram í. En Maríus hélt áfram, og
talaði nú með meiri hægð en áður:
— Ræningjarnir úti á vegunum hafa þó alltaf dálítið þor og
sómatilfinning. Þeir berjast, þeir hætta lífi sínu! En þið, herrar
minir, þið látið myrkrið fela ykkur meðan þið eruð' að stela. Og
verst af öllu er það, að þið gætuð hfað góðu lífi án þess að gerast
þorparar. Þið eruð allir ríkir! En þið kjósið heldur að vera bóf-
ar. Af því að ykkur þykir það skemmtilegt og af því að það
kitlar tilfinningar ykkar!
Nú stóðu sumir okrararnir upp.
— Þið hafið líltlega aldrei séð heiðarlegan mann reiðast, hafið
þið það? sagði Maríus spottandi. — Sannleikurinn ergir og
hræðir ykkur. Þið eruð vanir því að farið sé með ykkur eins og
heiðarlega menn, og þið hafið komið öllu þannig fyrir að þið
gátuð. leynt allri fúlmennsku ykkar og haldið virðingu góðra
Jmanna. Nú eruð þið orðnir rótgrónir í tnínni á virðinguna, sem
allir sýna ykkur, því að þeir vita ekki um svívirðingar ykkar.
Jæja, tilgangur minn var sá að þið skylduð einu sinni á æfinni
fá þau orð að heyra sem þið hafið til unnið, og það var þessvegna
sem eg kom hérna inn.
Hann sá að ef hann forðaði sér ekki burt nú þegar þá mundu
þeir drepa hann. Hann steig skref af skrefi afturábak út að dyr-
ununr en hafði aldrei augun af okrurunum. Svo narh hann stað-
ar við dyrnar.
— Mér er fyllilega ljóst að eg get ekki stefnt ykkur fyrir
mannanna dóm, herrar mínir, sagði hann. — Vegna auðs ykkar,
áhrifa og illmennsku bíta vopn laganna ekki á ykkur. Ef eg
væri svo vitlaus að ætla að berjast við ykkur mundi það verða
eg sem hlyti sárin í þeirri viðureign. En eg vil að minnsta kosti
ekki láta það verða sagt um mig að eg hafi hlustað á ykkur í
Á kvöldvöknnni.
Elizabet Bretadrottning (hin
fyrri) hafði innsiglisvörð, sem
Sir Nicholas Bacon hét. Þegar
hann liafði verið í embætti sínu
nokkur ár réðst hann í að
byggja sér hús upp í sveit.
Húsið var lítið og alveg íburð-
arlaust. Dag nokkurn kom
drottningin í heimsókn. . Hún
gekk inn og leit í kringum sig
undrandi.
„Hvernig stendur á því,
Bacon, að þér hafið byggt yður
svona Iítið hús?“ sagði dróttn-
ingin.
„Yðar hátign,“ sagði Bacon og
hneigði sig hofmannlega. ,;Hús-
ið er ekki of lítið. En yðar tign
er of stór fyrir það.“
•
I barnaskólanum var rætt um
hvað það þýddi að „veita styrk“
og kennarinn spt ði hvort eitt-
hvert barnið gæti útskýrt það.
,.Já, eg veit það,“ sagði Lúð-
vík litli. „Það eru peningar sem
maður fær útborgaða."
„Já, þáð er rétt,“' ságði kérin-
arinn. „en geturðu ekki útskýrt
þetta nánar? Eg fæ nú t. d.
launin mín útborguð fyrst í
mánuðinum. Eru þau styrkur?“
„Nei,“ svaraði Lúðvík.
„Hvers vegna ekki?“
„Styrkur er veittur í gagn-
legum tilgangi,“ sagði Lúðvik.
Cinu Mmi úaK...
Mikil nærgætni.
Eftirfarandi frétt og aðvörun
birtist í Vísi fyrir 35 árum: —
,,NýIega var brptizt inn í lítinn
geymsluskúr bakatil við portið
hjá Höepfner og' stolið þaðan
tveim olíutunnum. Önnur var
tóm, en nokkuð af jarðolíu í
hinni. Eigandinn varar hlutað-
eigandi við að nota þessa olíu á
lampa, því að hún ónýtir hvern
kveik.“
Skilvisi.
Og alltaf var það sama góða
skilvísin í gamla daga. Hér er
éin ; áúglýsing úr dálkihum
„Tapað — fundið.“ — „Banka-
seðill fundinn. Vitjist til Krist-
jáns Jónssonar, Apótekinu.“
- BREDGE -
A K-5 ý''
T 8-4-3
♦ Á-8-6
♦ D-7-5-3-2
Útspil ♦ K
V Á-10-2
A Á-K-D-G-10-5-2
♦ D-7-5 | "
♦
Vestur hóf sögn á 1 «f», eri
lokasögn varð 6 V, sem Suður
spilar. Útspilið er * K. — •
Hvernig getur S. unnið spilið?
■V- I
í
* 6-
Símanúmer okkar á
Nesvegi 33 er 8 2 6 5 3.
Kjöt og Grænmefi.
Kaupi pll og silfur
Áklæii
margir fallegir litir.
VERZl.^*
Kristján Guðlaugsson
hæstaréttarlögmaður.
Anstnrsíræti 1. Sími 3499.
Heildverzlun Björns
Kristjánssonar
er flutt úr Austurstræti 14
í GARÐASTRÆTI 6.
Sími 80210.
BURSTINN
H A N S A H ,F.
Laugaveg 105. Sími 8-15-25.
GtTSTAF A. SVEINSSON
EGGERT CLAESSEN
hœstaréttarlögmmn
Templarasundl 6,
(Þórshamar)
Allskonar lögfræðistörf.
_______Fasteignasala.______