Vísir - 08.01.1954, Page 5

Vísir - 08.01.1954, Page 5
Föstudaginn 8. janúar 1954 V 1 S 11» 111* eg gjariia Skrafað við Sírisfmann Guð- mumfsson um forfíð og framfið. Lífsferill og listamannssaga Kristmanns Guðmundssonar or ævintýri, sem að vísu hefur vakið eftirtekt og aðdáun víða um heim, en rnun þó í æ ríkara mæli verða íslenzk eign, andlegur Itjörgripur handa uppvaxandi kynslóðum iramtíðarinnar, sem í dáðum feðranna drekka í sig kjark til nýrra stórræða. Þetta ævintýri verður ekki sagt að gagni í þessari grein, heldur verður aðeins stiklað á nokkrum staðreyndum, og eins hefur skáldið sýnt þá velvild að svara nokkrum spurningum, sem eg lagði fyrir það í byrjun desemþermánaðar, er ég gisti að heimiíi þess, Garðshorni í Hveragerði. Kristmann Guðmundsson er fæddur að Þverfelli í Lundar- H.eykjadal árið 1901 hjá Birni Sveinbjörnssyni, þeim góða bónda, sem nú er orðinn eins konar þjóðsagnahetja, meðal annars fyrir tilstilli Jóns heit- ins Magnússonar skálds, sem orti um hann Ijóðaflokkinn Björn á Reyðarfelli. En for- eldrar Kristmanns eru þau Guð- mundur Jónsson frá Helgastöð- um og Sigríður Björnsdóttir. Sjö ára gamall flutti Kr. G. vestur á Snæfellsnes, að Fá- skrúðarbakka í Miklaholts- hreppi, og átti þar heima sex sumur. Fór tæpra 13 ára á Hvít- árbakkaskóla, þaðan austur á “Firði að finna móður sína. •—■ Stundaði nú ýms störf um skeið, þar á meðal sjóróðra og verzl- unarstörf. Veturínn 1918:—19 flutti hann alfarinn til Reykja- víkur og tók að fást við verzl- unarstörf, þar á meðal hjá Lofti Guðmundssyni ljósmyndara og Jóni Laxdal tónskáldi. Kristmann gekk með tæringli um þessar mundir og sló nú niður og varð að fara á Vífils- staðahæli, þar sem hann dvaldi einn vetur og fékk nokkurn bata. Það var veturinn 1920— 1921. „Eg er að halda á hafið auða. . . .“ Hvað hét fyrsta bók þín, og hvenær kom hún út? Hún hét Rökkursöngvar (Ijóð mæli og kom út á minn kostn- að haustið 1922. Líklega orðin nokkuð fágæt núna? Mundirðu vilja lofa mér að endurprenta hér eitt lítið Ijóð úr henni? Já, ég skal leyfa þér að birta brot úr tveim kvæðum, sem ég orti efir að ég hafði ákveðið að hverfa af landi burt. Eg var um það leytið jafnan hungrað- ur og illa haldinn. Öll sund voru mér lokuð hér heima, enginn vildi. eða gat veitt skáldi að- stoð. Og' ég sá fram á að hér yrði ég annað hvort að slá af kröfum mínum til lífs míns og svíkja köllun mína, eða að verða hungurmorða. Ljóðabrotin eru svona: Ég er að halda’á hafið auða, Heyra vil ég bylgjur gnauða, leika mér að lífi og dauða, langar að sjá hvor sterkari er. Gaman að heyra hvernig fer! Upþ með seglið! Ekki rifa! Ekkert skal af kjölnum bifa duggunni, sein hinn djarfa ber. Nú er það lagt að veði, sem ég dýrast á til. Eg ætla mér í sannleika að vinna þetta spil. Nú læt ég ekki hræða mig lífsins norðanbyl. Hvenær sigldirðu? Eg fór til Noregs 1924. Þar vil eitii. var mér furðulega vel tekið. All ir sem ég hitti virtust jafnvel óumboðið vilja gera mér allt til góðs. Eg fór þar á ýmsa skóla, fékk auk þess tímakennslu og byrjaði strax að læra mállýzk- urnar og ríkismálið og rita á því síðarnefnda. Fyrsta bókin !á norsku kom út haustið 1926. | Það voru smásögur, sem ég nefndi — að ráði forlagsins — 1 Islandsk kjærlighet. Bókin fókk 1 einróma lof í blöðunum að öðru leyti en því, að einn ritdómari úti á landi sagði að hann skíldi ekki, hvers vegna verið væri að flytja inn rithöfunda til Noregs, ' enda þótt góðir vamu. Hafa sögurnar í þessari bók verið þýddar á íslenzku? Sumar þeirra þýddi ég og gaf út í Hölli Þyrnirósu, t. d. Samvizku hafsins. Svona er líf- ið og Á krossgötum. Allar bækurnar uppseldar. Næstu bækur á norsku? Það voru skáldsögurnar Bruð- arkyrtillinn, Ármánn og Vildís, Morgunn lífsins og Sigmar. (Tvær þær síðast töldu komu út á íslenzku núna fyrir jólinj sem 4. bindið í ritsafni mínu). Síðar komu Ströndin blá, Helga fell, Góugróður, Bjartar nætur, Lampinn, Börn jarðar og Gyðj- an og uxinn. Gyðjan og uxinn kom út 1938 og' var síðasta skáldsagan. sem óg frumskrif- aði á norsku. Eg var þá í raun- inni þegar fluttur heim og byi’jaður að læra íslenzku. llveriiig seldust bækur þínar á nórsku? Vel. Og gera það enn; að visu eru þær yllar uppseldar í bili, en ekki eru rierná þrjú ár síðan Góúgróður (Den förste vaar) kom þar út í nýrri útgáfu, í 20 þúsund eintökum, en einnig hún er nú uppseld. Eg stend nú í samningum um nýjar útgáfur. Raunar eru allir vinir mínir í forleggjarastétt á Norðurlönd- um dánir núna, en samt virðist síður en svo nokkur fyrirstaða á því að bækur mínar séu gefrr- ar þar út. Norskur almenningur tók með öðrum orðum bókum Kristmanns Guðmundssonar engu síður en ritdómararnir. Undirritaður hefur lesið í ný- útkominni bók eftir Vilhjálm Finsen sendiherra ,,Alltaf á heimleið“ ummæli, sem stað j i'esta þetta rækilega. Þar, stendur meðal annars: „— — — Nafn þessa á- gæta landa var á hvers manns vörum í Noregi ---------Kristmann var tal- | inn í hópi hinna allra beztu ' rithöfunda í Osló, þótt ís- | lenzkur væri, og hann þótti svo góður, að sumir Norð- menn vildu jafnvel eigna sér hann, af því hann skrifaði á Norsku". Hvenær settist þú að á Is- Iandi? Árið 1937 flutti ég heim, en síðar dvaldi ég raunar um tveggja ára skeið í Danmörku, — flutti síðan að fullu og öllu j heim í júlí 1938 og hef ekki fai - ! ið út fyrir landsteinana þaðan í frá. j á norsku.“ Garð irinn er of lítill. Settist þú þá strax að hérna í Hveragerði? Nei. Eg hafði reyndar fyrir löngu ákveðið að búa eklri í Reykjavík, samt tók ég nú íbuð í panium á leigu og bjó þar um eins árs skeið. Eg átti lítið býti inni við Elliðaár, en bæði voru 1 þar ónóg húsakynni og svo reif ástandið það út úr höndunum1 á mér; en mér er nauðsyn að vera þar sem ég hef greiðan a’ð- gang að náttúrunni. Þess vegr.a flutti ég hingað til Hveragerðis, þar sem ég gat fengið dálítinn skika af gróðurmold kringum húsið niitt. Hann er að vísu orðinn mér of lítill, því ég nota rnargar af tómstundum mínum til að reyna að komast að hva'5 ísland getur fóstrað af trjá-, runna- og blómategundum þeim, sem lengstum hafa verið’ taldar tilheyra suðlægari breidd argráðum. Þáttaskil í skáldskapnum. Þú segir mér frá því siðar, en fyrst langar mig til að heyra fleira um ritstörf þín. Fyrstu árin hér fór ég í það að orðtaka gamlar íslenzkar bókmenntir og reyna að til- einka mér lif og hrynjandi ís- lenzki’ar tungu. Eg átti ágætt bókasafn af gömlum íslenzkum bókum, sem ég las gaumgæfi- lega og auðvitað lærði ég orða- bók Sigfúsar Blöndals og Lexi- con poeticum, því hjá slíku kemst enginn rithöfundur, sem nema vill tungu þjóðar sinnar. Auk þessa þýddi ég allmargar bækur, en það er einnig' góð æf- ing. Að þéssu loknu tók ég upp gamalt efni, sem legið hafði hjá mér, og skrifaði skáldsöguna Nátttröllið glottir. Með henni var lokið þeim þætti í mínum skáldskap, sem kalla mætti sveitalífssögur, — ekki vegr.a þess að ég telji sveitalífið ó- merkara efni en hvað annað, heldur er ástæðan sú, að iiugur minn hefur í seinni tíð beir.zt að öðrum viðfangsefnutr. Að vísu á ég eina hálfkaraða sögu, sem gérist í sveit, en hún fjali- ar að mestu leyti um þá mánn- tegund, sem nefnd var krafta- skáld, og er reist.á sálfræðileg- um grundvelli. Hvenær ég tek henni síðasta takið, veit ég ekld. en ég býst við að það dragist. Hvaða nafn hefurðu hugsað þér að gefa þessari sögu? Eg hef nefnt hana „Skugga nátttröllsins“, en ég er sem sagt enn ekki korninn með hana á lokastigið, svo að margt getur breytzt. Þú hyggst kannske halda áfram að slirifa sögur í stil við „Þokuna rauðu“ — með nýtízku ívafi? J Nei.. Þeim þætti er einnig lok-‘ ið. Ef ég skrifaði eitthvað slíkt hér eftir, yrði það í leikrits- formi. j ! Merkileg nýung. Hefurðu kannske nú þegar skrifað leik- rit? ! Eg hef skrifað drög að mörg- um leikritum, en aldrei geng'- ið að fullu frá neinu þeirra. Þetta eru stílæfingar, sem ekki munu verða birtar. En þegai’ ég fæ tómi til, þá ætla ég að- reyna, hvers mér verður auð- ið í þeirri grein sltáldskapar. Að hvaða verkum vinnur þú nú sem stendur? Eg tók að mér að skrifa bók um heimsbókmenntir fyrir út- gáíu Menningarsjóðs. Það verk ’er hvorki unnið t'il fjár né frægð. ar, en. ég mun reyna að ley-sa það sómasamlega af hendi, því hér ef þörf slíkrar bókar, sem gefur yfirlit yfir það, sem bezt hefur yérið ritað á ljðnum tím;i. og veitir nauðsynlegustu upp- lýsingar um öndvegishöfunda veraldar vorrar. Hvað ætlastu síðan fyrir? ! Nokkrar skáldsögur vildi ég gjarna ski’ifa enn. Efni á ég í þær og viljann til að vinna, en vandi að segja, hver afköstin verða. Eins langar mig til uo skrifa nokkur leikrit, eins og ég g'at um áðan, en hef ekki hug- mynd um, hvort ég ræð við það form. Þá langar mig til að skrifa eina bók dálítið skrítna, áður en kvöldsett er. Þáð’er eins kon- ar ævisaga, — en ekki er vert að ræða um það nú. 1 Verða skáldsögur þær, scm þú hyggst að skrifa, í nýju formi, scm þú hefur ekki áður notað? Fátt er nýtt undir sólinni, segir gamalt máltæki. Eg býst i þó við, að þær verði ofurlítið i frábrugðnar að formi til eldri bókum xnínum. j Þú ert furðu opinskár um i verk þín, — reynir ekki að sliapa neinn dularhjúp um frarn tíðaráætlanir þínar? Eg hef skörnm á allri tilgerð og öðrum hundaltúnstum. Þær eru 'fyrír trúða og þá, sem hafa óhreint ínél í poka sínum. Eins og. ég gat um hér að framán, er aðeins lauslega stikl að á fáeinum. ariðum í lífssögu i ........ .... ; i , Ýmsar áðferð’ír má nota’ til að veíða ál,.m, a j á sem her sést. Maðurinn hefur feúgið úl til að Liíia á glUdspkk, en. tennur álsins béyrjast afti r, svo að liami getur ckki losnað, ef honum er kippt nógu snögt inn fyrir borðstokkinn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.