Vísir


Vísir - 08.01.1954, Qupperneq 7

Vísir - 08.01.1954, Qupperneq 7
Föstudaginn 8. janúar 1954 VÍSIR T tfWWWVUWWWWWUWWWVft/W^WWVWSfUVWWWWSft^n C. B. Kelland. - 1 | Engill cðð i í i ÍSC&í? 8*5* U $ JJlc&Si ■ €11%. VIjIIIII • Í9 að honum er umbunaS vel iyrir það, sem hann gerir fyrir mig. En þú verður að vera enn gætnari nú en þú varst í gser.“ „Nú maður á þá að halda áfram þessu laumuspili, eins og' maður sé óbótamaður, sagði Hepsiba. Anneke leiddi hjá sér að svara þessu og mælti aðeins: „Eg borða kvöldverð hjá Pioche í kvöld.“ „Þú mundir víst ekki vera neinn aufúsugestur þar,“ svai-- aði Hepsiba, „ef hann vissi, hvað það er, sem þú hefir fyrir stafni.“ „Þá,“ sagði Anneke og brosti, ,,má hann ekki komast að því.“ Þegar leið á daginn, hélt Hepsiba af stað, eins og hún hafði gert daginn áður, og hafði ekkjuskart sitt meðferðis í öskjum eins og hún hafði gert þá. Hún gekk til leiguvagnastöðvar, sem menn verzluðu lítt við — ekki til hinnar sömu og daginn áður — þar sem hún tók lokaðan vagn á leigu. Hún sagði ökumanni að aka til heimilis Means. Rétt áður en hún sté úr vagninum, setti hún upp hatt og slæðu, gekk upp tröppurnar og hringdi dyrabjöllunni. Means fylgdi henni til lítillar stofu, sem hann hafði til umráða í hús- inu, og var nú orðinn harla áhyggjufullur á svipinn. „Eg fæ ekki stundlegan frið fyrir þeim, frxi Wattles,“ sagði hann. „Yður er einmitt borgað fyrir að verjast öllum spurningum þeirra,“ svaraði Hespiba. „Og yður er borgað vel fyrir það.“ Hún rétti honum ávísun fyrir störf hans. „Mér er vel borgað, satt er það,“ jánkaði hann. „En það er kostnaðarsamt að baka sér reiði Ralstons. Hann er mesti harð- jaxl viðureignar. Hann gæti eyðilagt framtíð mína.“ „Það er engin hætta á því, meðan eg borga yður eins vel og eg geri,“ mælti Hepsiba. „Það skiptir ekki máli,“ mælti hann og var engan veginn ánægður. „Eg er hræddur um, að eg vilji ekki taka að mér fleiri störf af þessu tagi.“ „Þér ráðið yður fullkomlega, að því er það snertir,“ sagði Hepsiba. „Hvað gerðuð þér annars í dag?“ „Eg keypti tvö þúsund híuti í Gertrude-félaginu fyrir yður. Síðan f-ór eg með hinar ýmsu ávísanir fyrir yður í Hibemia- bankann og lagði þær þar inn. Hagnaður yðar var um það bil tvö hundruð þúsund dollarar. Hér er skrá yfir kaupin, svo og' viðurkenningar frá bankanum fyrir móttöku peninganna." „Svo að þér eruð hræddur við að starfa meira fyrir mig?“ „Eg verð að hugsa um framtíð mína,“ svaraði hann. „Ekki get eg legið yður á hálsi fyrir það,“ mælti Hepsiba, og var þó all höst í máli. „Það gleður mig annars,“ sagði Means, „að það var ekkert, sem eg hefi getað skýrt frá varðandi yður.“ Nú lygndi Hepsiba gáfulegum augunum. „Nú úr því að þér minnist á það, þá er rétt að ræða það nánar,“ mælti hún. „Hvernig stendux á því, að yður datt þetta í hug? Ekkert, sem þér gátuð skýrt frá varðandi mig? tTngi maður, það hefir vænt- anlega ekki verið slæm samvizka yðar, sem hefir komið upp um yður með þessum orðum? Jæja, sjáum nú til. Hvað hefðuð þér getað sagt forvitnum um mig?“ Means varð niðin-lútur, og hann mjakaði sér vandræðalega á stólnum. Hepsibu sýndist hann vera sektin uppmáluð. „Jæja, svo að þér sogðuð Ralston eítthvað, eða hváð?“ Hún liálflokaði augunum. „Það var svo sem ekki mikið, sem þér gátuð komið upp um. Já, það var raunar aðeins eitt, sem þér gátuð sagt frá, ungi maður. Það var, hvernig eg gat náð fundi yðar, enda þótt menn Ralstons hefðu gætur á skrifstofu yðar eins og kettir á músarholu. Svo að þér sögðuð þeim, að eg hefði komið hingað í gærkvöldi. Jæja, þetta kemur heim við þaðj - sem eg hefi alltaf sagt,, að það er ékki, -hægt að kaupa neinh til að ’stanáa mpð m.ánþi, 'á' hverju sem gbngur. Það ;var misákilningur;. áð. ætláí i 'að þér væruð öðru visi' áð því leyti. Svo að þeii' ætla þá a'ð siíja fyrir mér hér úkv;öla?“ Hún rétti úr s'ér. „ Þér ’isefðuð að minnsta kösti,“ bætti hún svo við, „átt að geta verið mér trúr, meðan þér þáguð enn fé af mér.“ „Ungfrú Wattlés — -—“ „Það er rétt að þér vitið það,“ greip hún frarn í fyrir honum, „að þar sem eg er borin og barnfædd, hafa menn löngum verið skotnir til bana fyrir miniii sakir.“ Hún opnaði nú tösku sína og þreifaði cfan í hana. „Jafnvel þótt þér gæfuð mér hátíölegt loforð, mundi mér ékld óhætt að trúa j’ður,“ mælti hún því næst og um leið tók hún lang- hleypta Colt-skainmbj,'ssu upp úr töskunni. „Eru bakdyr á hús- inu?“ „Ja-á.“ „Þeir munu hafa gætur á vagni minum,“ sagði Hepsiba og var röddin miskunnarlaus, „svo að það er bezt, að þér Verðið mér samferða." Hún benti Means að ganga á undan sér til þess hluta hússins, sem fjarstur var götunni, og hann hlýddi henni. „Það er bezt, að þér farið hljóðlega!“ skipaði hún þá. „Eg vil hvorki, að til okkar heyrist né sjáist. Og eg geri einmitt ráð fyrir, að þér séuð enn áfjáðari, að því er það snertir." Þau gengu gegnum mjóan garð að húsbaki, og þar varð fyrir þeim hlið, en handan þess tók við öngstræti. Þau héldu eftir því, og gengu álút, til þess að sjást ekki yfir girðingunni. „Þér verðið að forða mér héðan,“ sagði Hepsiba nú. „Veljið greiðfærustu leiðma.“ Means bar ekki við að mótmæla. Þegar þau voru komin hálfa leið meðfram húsasamstæðunni, lauk hann upp hliði og fór á undan Hepsibu yfir auða lóð, en hinum megin við hana komu þau í aðra götu. Þar tók brátt við mjó hliðargata, og fyrir enda hennar brött gata. Þar var engin byggð, aðeins klett- ar og stórgrýti. Handan hæðarinnar bröltu þau ofan í gilskorn- ing, og áður en varði opnaðist. San Francisco-flóinn fyrir fram- an þau. Nú var að verða al-dimmt og það var erfitt að fóta sig þama. Þau klöngruðust þó áfram í stundarfjórðung, en þá nam Hepsiba staðai-. „Eg býst við, að eg sé búin að láta yður fylgja mér nógu langt,“ sagði hún og virti hann fyrir sér, eins og hún væri að reyna að geta sér til, hvað hann mundi taka til bragðs. „Það mundi sennilega vera hættuminna fyrir mig, að eg gæfi yður vel úti látið höfuðhögg með skammbyssuhlaupinu því ama.“ En svo yppti hún öxlum og virti hann fyrir sér á ný. „En eg geri þó ekki ráð fyrir, að þess sé nein þörf. Nú skuluð þér skammast heim til yðar, sveinstauli.“ Hún hafði nánar gætur á Means, unz hann hafði brölt um það bil hundrað metra sömu leið og þau höfðu komið. Þá stakk hún skammbyssunni aftur í tösku sína, tók af sér hatt og slæðu, sem hún lét í öskjurnar, og stefndi síðan í þá átt, sem hún taldi að lægi til borgarinnar. Heppnin var með henni. Hún fór ótal króka, til þess að tor- velda mögulega eftirför, en eftir hálfrar stundar gang, kom hún á götu, sem hún bar kennsl á. Er hún hafði gengið hálfa klukkustund til viðbótar, var hún komin á götuna, þar sem hún átti heima. Hún gekk framhjá húsi Francois Pioches, þar sem allt var upp ljómað, og sneri að tröppunum á húsi Anneke. Hún varpaði öndinni léttara, þegár hún var komin upp tröpp- umar og nam þar staðar, til að líta um öxl. Ungur maður, pmðbúimi, eins og hann ætlaði í veizlu, stefndi til hennar, og þótt dimmt væri orðið, gat hún greint Juan Vallejo Parnell. Hann veifaði til hennar eins og fornkunningja. „Bíðið eftir mér, Hepsiba!“ kallaði liann. „Eg er að sækja ungfrú Villard!“ „Bíðið rétt á meðan eg finn lykilmn minn,“ svaraði Hepsiba og þreifaði í tösku sinni. Þetta varð til þess, að hún missti hatt- öskjurnar, sem hún hafði stungið undir vinstri handleg'ginn. Hún þreif til þeirra, en náði þeim ekki, svo að þær skoppuðu niður tröppumar, þar sem þær námu staðar við fætur Parnells. Um leið og þær luku ferð sinni, datt lokið af þeim, svo að inni- haldið valt úr þehn. Parnell nam staðar og laut niður eftir liattinum og slæðunum. Svo rétti hann snögglega úr sér, hélt hvoru tveggja frá sér með útréttum handlegg og virti það fyrir sér. Hepsiba stóð eins og ríg- negld og máttti ekki mæla. Juan leit á hana, og hún sá að ein- kennilegt bros, stríðnislegt í aðra röndina, kom á andlit hans. „Hepsie, gæzkan," sagði hann. „Eg hefi aldrei fræðst um ætt- amafn yðar. Það er víst ekki Wattles?“ ElleftLkafli. Juan Parnell gekk á eftir Hepsibu inn í húsið. Hún var harla þungbúin á svip, þegar hún gaf honum bendingu um að ganga inn í setustofuna, en hann hlýddi og beið þar standandi. Hepsiba gekk upp stigann til svefnlierbergis Anneke, opnaði dyrnar og stóð þar teinrétt en þögul. „Þú varst lengi að þessu,“ mælti Anneke. „Þáð er heldur ekki að ástæðulausu," svaraði Hepsiba. „Það var vörður um hús Means.“ „Hver veitti þér eftirför?“ „Hver elti mig?“ hafði Hepsiba eftir henni, en gaf svo enga skýringu á því, hvernig viðskotum hennar og Means hefði lokið. :,Hér eru skilríldn. Þetta eru hinar svonefndu kaupkvittanir, sem Means kallaði svo. Þetta fór allt eins og' þig grunaði. Means er hræddur. Hann er búinn að leggja árar í bát.“ Anneke tók við umslaginu með skýrslúnni um Gertrude- viðskiptin. Hún opnaði skúffu og lét það þa'r. i.Eg hefi engan tíma til að .athuga þetta núna,“ sagði liún. „Párhell kemur á hverri stundu." „Hariti er kominn,“ sváraði Ilepsiba.:' „Þá verö eg að fai-a strax iiiðúr.“ Hepsiba hafið tekið sér stöðu í dyragættmni, og hún hreyfði sig ekld þaðan. „Hann veit, að'það er eg, sem er H. Wattles," svaraði hún dauflega. „Hvað?“. „Hami veit, að eg er H. Wattles.“ Arineke bærði ekki á sér — henöur herinar slt'ulfu ekki einv sinni. Hún stóð.á miðju gólfi, alklædd til að íara í veizlu Fran cois Pioche, og eins og ljómaði af hvíturn, bérum öxlum hennax hár hennar fagurlega búið, andlitið snyrt svo að fegufð lienna' naut sín til fullnustu. Og þótt piisið væri vítt, eins og tíðkað'is; í þá daga, gat það ekki leynt fögrum vexi hins unga líkamr hénnar. Þar sem hún stóð þarna, var hún ímynd ósnortinna' æskuíegurðar, meyjarinnar, sem fer einmitt að ná hátind' þroská síns. En þegar það rann uþþ fyrif henni, sem raunveru- Á kvöfdvökunni. Maðurinn sagði við konu sína: „Hefurðu heyrt söguna um óhreinu svefnherbergisrúð- una?“ Nei, hún hafði ekki heyrt sög- una. „Hún er svo kámug, að það sést ekki í gegnum hana,“ sagði maðurinn og skellihló. Konan gat ekki skilið að þetta væri neitt fyndið en vildi samt endilega segja vinkonu sinni frá því: „Þekkirðu söguna um svefnherbergisrúðuna, sem ekki var hægt að sjá í gegnum?“ „Nei,“ sagði vinkonan. „Hún er líka svo kámug, að það er ekki hægt að segja frá henni,“ sagði konan. * * „Æ, mamma mín góða,“ sagði Ella. „Eg varð fyrir voðalegu óhappi og braut óvart krukk- una með ávaxtamaukinu!“ „Það var afleitt," sagði mamma. „Það er þá eyðilagt ávaxtamauk — það sem v.ar svo gott!“ „Nei, sem betur fer var eg svo heppin að vera búin að borða það, þegar krukkan brotnaði.“ • „Heyrðu, góði, nú fór ver en skyldi,“ sagði konan. ,,Eg gleymdi alveg að taka raf- magnsj árnið úr sambandi áður. en við fórum út.“ „Það gerir ekkert. Eg gleymdi aiveg að skrúfa fyrir vatnið í baðherberginu — svo að ef eldsvoði verður slokknar hann af sjálfu sér vegna vatns- rennslisins.“ • I Ekkert þolir áfengi eins vel og flaskan sjálf. Mælt er að Saturday Eve- ning’ Post hafi þoðið hertoga- frúnni af Windsor 150 þúsund dali fyrir endurminningar hennar. Churchill fekk eina milljón fyrir sínar. • Sagt er að Clare Boothe Luce, sendiherra Bandaríkj- anna á Italíu, hafi sagt, er hún hóf máls einu sinni og ætlaði að tala ítölsku: „Eg ætla nú að reyna að tala mál, sem er ekki mit't tungumál. En það er senni- legt að þið kannast ekki helduf við það, sem ykkar tungumál.® H'f > Cinu Áimi OáK Vísir birti m. ,a. þessar bæj- arfréttir um þetta leyti fyrir 35 árum: Símfregn frá Seyoisfirði segir ómuna tíðarfar það sem af er yetrinum, snjólaust með öflu ‘ og . áðeins sé héla á j öfð þar-ög. .upþi um ‘héruð. Engúm férraði hefir verið gefið ennþá, seni kemur sér vel, vegna þess, hve heyskapur varð lítill eftir sumarið. —- Marg'ir málsmet- andi r.ienn hafa símað stjórn- inni og óskað eftir, að Halldóri Jónassyni cand. verði veitt for- staða Eiðaskólans. Júlíus Haíldórssen lækht.r hátðj farið austur með Stéit- ing til að hafa eftirlit með far- þegum fyrir hönd héilbrigSis- stjórnarinnar og sjá um, að fylgt yrði setfurri reglum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.