Vísir - 30.03.1954, Page 8

Vísir - 30.03.1954, Page 8
VlSIR er ódýrasta blaðið og bó það f jðl- breyttasta. — Hringið í sima 1660 eg gerist áskrifendur. Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS ók-jj isen Þriðjudaginn 30. marz 1954. Vel heppntið kvöldvaka leikara i gærkveldi. Listræn atriði og Eéttmeti vöktu hrifningu. Félag' íslenzkra leikara gekkst fyrir kvöldvöku í gær- kveldi í Þjóðléikhúsinu, og var hvert sæti skipað. Haraldur Á. Sigurðsson ann- aðist hið vandasama starf kyrni isins, og gerði það með þeirn hætti, að hann var út af fy ir sig ágætt skemmtiatriði, eins •og vera ber við slík tækifæri. Um kvöldvöku Fél. ísl. iei:c- ara 1954 er það í skeramstu análi að segja, að gestirnii virt- ust skemmta sér hið bezta, og ilestum atriðunum var 'teki'3 með miklum fögnuði. Þarna kenndi ýmissa grasa, hæfileg- ur skammtur af hverju, og var þarna bæði léttmeti á boðstól - um ekki síður en listræn atriði, sem sýndu, að þarna voru er.g- ir „amatörar" á ferðinni, Barnaverndarfélag hk~ ureyra vill sfofna uppeldisheimiil. Barnaverndarfélagið hélt ný- lega aðalfund sinn, og var þar iskýrt frá starfsemi bess síð- astliðið ár.. Markmið félagsins «er að koma upp uppeldisheim- áli fyrir börn í bænum. Félagið beitti sér fyrír sýn- ángu á kvikmyndum um upp- ældismál sem fengnar voru frá Sameinuðu þjóðunum. Þá gerð- ist félagið á árinu aðili að stofnun Sambands ísl. barna- -verndarfélaga. Félagið er nú 4 ára, og á um 60 þús. kr. í sjóði, -en fjáröflunardagur þess var fyrsti vetrardagur, og voru þa aeld merki og barnabókin „Soi- Jivörf“. Þjóðleikhúskórinn, undir stjórn v. Urbancic, fiutti syrpu eftir Johann Strauss, mjög smekklega, en það var fyrsta atriði kvöldvökunnar, en síðan rak hvert atriðið annað. Gam- anvísurnar, sem Nína Sveir.s- dóttir söng, voru ekki nýjar af nálinni, og sýnist ástæðulaust af jafnmikilhæfum samtökum, sem þarna voru að verki, að bjóða ekki upp á eitthvað nýtt. Hugmyndin um primadonnuna að lokinni frumsýningu, sem þarna birtist í gamanleik í tveim ,þáttum“, er ágæt, og leikararnir stóðu sig með á- gætum, ekki sízt Ævar Kvaran (sem auk þess var leikstjóri). Ekki verða öll skemmtiatrið- in rakin ítarlega hér, en skylt er að geta þess, að Brynjólfur í gerfi Rómeós, vakti geysilegan fögnuð, svo og hin léttstígu dans-pör, og sýndu Haraldur Björnsson, Lárus Ingólfson, Þorgrímur Einarsson og dömur þeirra, að þau gætu vel verið hlutgeng í danskeppni SKT eða hvar sem- væri. Þeir Ketill Jens son og Guðmundur Jónsson sungu við undirleik Weisshapp- els, og vöktu hrifningu, eins og við var að búast, en auk þess brá Guðmundur sér í gerfi gam anvísnasöngvarans og gerði það með þeirh sama myndugleik, sem einkennir framkomu hans á sviðinu. Tókst honum meira að segja að fá gesti til þess að taka undir, en þaðer fremur fá- títt um íslendinga (ódrukkna). Monodrama Steingerðar var nýstárlegt og athyglivert. Þátt- ur úr Merði Valgarðssyni, eftir Jóh. Sigurjónsson, undir leik- stjórn Indriða Waage, tókst mjög vel. í 8 V».þ-ieattsn n a#»»//«m esa ttiiti róiS t'iib Wttxafláa. Sjósókn var lítil hér við Faxaflóa í gær, og réru fáir bátar úr verstöðvunum. Aftur á móti voru Vestniannaeyja- íbátar á sjó og öfluðu yfirleitt -vel. Grindavík. Aðeins þrír bátar voru á sjó frá Grindavík í gær, og var „Haraldur" með hæstan afla um 1000 fiska úr einni trossu. í dag eru allir Grindavíkurbátar á sjó, og er veður sæmilegt. Góð frammistaða Færeyinga í parakeppninni. Parakeppninni í bridge lauk í gærkvöldi, en úrslit voru ókunn í morgun, bar eð eftir var að reikna út vinninga einstakra para. Eftir fyrri umferðirnar, sem spilaðar voru í fyrrakvöld urðu þau Guðmundur Ó. Guðmunds- son og Hugborg Hjartardóttir liæst með 244 V2 stig, næstir urðu Færeyingarnir Jonassen og Ulfssen með 244 stig, þriðju urðu Sigmar Björnsson og Stein grímur Þórisson með 243 V2 st., 4. Árni Guðmundsson og Ólaf- ur Þorsteinsson, einnig mcð 243 V2 stig og 5. Færeyingernir Zakariassen og Winther meS 239 stig. í gær kepptu Færeyingarnir við sveit Gunngeirs Pétursson- ar og töpuðu fyrir henni meö 40:50 stigum. í dag keppa Færeyingarnir við kvennameistarana í bridge og í kvöld við sveit Ásbjarnar Jónssonar. Fara báðar þessar keppnir fram í Oddfellow. Á morgun fara Færeyingarn ir austur að Selfossi og dvelja þar bæði á fimmtudag og fcstu dag. Þar spila þeir 4 leiki. Frá hsndknatt- íeiksmótinu. Á handknattleiksmeistara- mótinu í gærkveldi urðu úrslit þessi: í meistaraflokki kvenna gerðu Valur og Fram jafntefli, en til þessa hafði Fram unnið alia sína leiki og hefur nú mesta möguleika til sigurs. í sama flokki sigraði K. R. F. H„ 7:5. í 3. flokki karla, A-flokki, A-riðli, vann Fram F. H„ 8:5 og í sama flokki, B-riðli sigr- aði K. R. Í.R., 8:6, en í 2. fl. A-riðli, vann Valur Þrótt með yfirburðum, 18:3. Með þeim leik er það sýnt að Valur kepp- ir til úrslita í 2. flokki. í kvöld fara eftirtaldir leikir f ram: 3. fl. karla, B-fl. Valur:K.R. 2. fl. kvenna, Þróttur : Árm. Meistarafl. kvenna, K.R.:Fram 3. fl. karla, AA, Valur : Fram. 3. fl. karla, AA, Vík. : F.H. 2. fl. karla, B-rið„ Í.R.:Haukar Eldur í bílageymslu við Melaveg í morgun Vestmannaeyjar. Veiði var töluvert misjöfn hjá Vestmannaeyjabátum í gær. Einstaka bátur fékk alls engan afla, en þeir hæstu öfluðu allt upp í 3200 fiska eða um 22 lest- ir, en allur fjöldinn af bátun- um var með kringum 2000 fiska. í dag eru allir bátar á sjó, en veður fremur leiðinlegt. Keflavík. í gær voru engir línubátar á sjó frá Keflavík, en þeir reru allir í gærkveldi. 10 bátav frá Keflavík eru á netjaveiðuin en afli þeirra er mjög tregur, sjaldnast meira en 3—4 lestir eftir lögnina. Togarinn Keflvíkingur kom til Keflavíkur í morgun, og mun Jarnla þar í dag. Sandgerði. Engir bátar voru á sjó i'i á Sandgerði í gær, en í dag réru allir. Þar eru allir bátar með línu, að undanteknum einum, sem er með net. Akranes. Frá Akranesi réru engir bát- ar í gærdag enda var veðurspá- in slæm. Þó réru flestir bátanna í gærkveldi. Aflabrögð hafa verið rýr að undanförnu, nema hjá einstaka bát er sótt hefur á djúpmið. Togarinn Bjarni riddari land aði 205 lestum á Akranesi í gær. • Viðræðufundur Breta, Banda ríkjamanna og Frakka um viðskiptin við Ráðstjórnar- ríkin hefst I London í dag og ntun ljúka annað kyöld. Klukkan langt gengin sjö í rnorgun kviknaði í bragga við Melaveg, þar sem Landleiðir og Norðurleiðir hafa bílageymsl ur og birgðaskemmur sínar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var töluverður eldur í öðrum gafli skálans, en því tókst að kæfa hann á skömm- um tíma. Ef slökkviliðið hefði ekki gengið svo ötullega til verks myndi hafa getað orðið þarna stórbruni, því að í skál- anum er mikið verðmæti, m. a. voru þar tveir nýir bílar, sero nýbúið var að mála. íkviknun- in mun hafa orsakazt af því, að kynnt var í alla nótt í sltál- anum til þess að þurrka máln- inguna á bílunum, en ofninn stóð það nærri gafli braggans, að timbrið hefur hitnað unz í- kyeikja yarð. 1 m £ ■ jr Islendlngur, seu átti eins árs afmæli í ísntd og ára afneæll á Kóbu. * tsiantistttr/ntl Hai Rjinher's vehur itriSni nteðal Vestur-Éslendinga- Vestur-íslenzka blaðið Heims kringla skýrir nýlega frá því að kvikmynd Hal Linker’s „Sunny Iceland“ hafi verið sýnd í Winnipeg fyrir 3 þús. áhorf- enda og verið gerður að henni góður rómur. x Vísir birtir hér orðrétta frá- sögn Heimskringlu, því þar kemur í Ijós hvílíkt mat fólk utan íslands leggur á kvik- mynd Linkers, og þá ekki sízt þeirra sem tengdir eru landi og þjóð á einhvern hátt: „Sunny Iceland er nafn á mynd frá íslandi, er hinn góð- kunni myndatökumaður og fyrirlesari Hal Linker, sýndi s. 1. laugardag í Pláyhuse Theatre í Winnipeg. Höfðu íslendingar haft fréttir af því að þarna væri um ágæta mynd að ræða, því hún hafði verið sýnd mjög víða í Bandaríkjunum og hlotið góð- 1 ar blaðaumsagnir. Hér munu j allt að 3.000 manns hafa Fjörmikil kvöld- vake Fóstbræðri! A sunnudagskvöldið efndu „Fóstbræður11 til góðrar og fjölbreyttrar kvöldvöku í Sjáf- stæðishúsinu Uppistaðan í skemmtiatrið- unum var að sjálfsögðu söngur. Einsöng sungu þeir Hreinn Pálsson og Kristján Kristjáns- son, en Gestur Þorgrímsson hermdi eftir þeim. >á söng kvartett, Rigolettokórinn og loks Fóstbræður allir. Þá voru tveir stuttir leikþættir og var einkum gaman að Lárusi Ing- ólfssyni, sem var aðalleikarinn í öðrum þeirra, og sagði marga skemmtilega „brandara“. Að loknum skemmtiatriðunum var stíginn dans. Kvöldvakan verður endur- tekin á fimmtudagskvöldið og er óhætt að fullyrða að þeim, sem yndi hefir af söng, mun ekki leiðast á kvöldvöku þeirra ! Fóstbræðra. , ... : séð myndina og má það góða aðsókn telja. Munu flestir lofs- orði á hana ljúka og telja lang- samlega bezta þeirra mynda, sem hér hafa verið sýndar að heiman. Það getur nú legið við, að blómadýrðin og skrautklæddir menn og konur í fyrra hluta myndarinnar sé nokkuð, sem ekki er dagleg sjón á íslandi eða eins víða að sjá og ætla mætti. En á móti því er þó hæpið að mæla. Myndir skrökva ekki. Og að sýna ís- lendinga í sparifötunum sín- um, er sízt lasts vert. Myndin mun þykja tilkomu- mikil hvar sem hún er sýnd. Á meðal erlendra þjóða hlýtur hún að skapa nýjar hugmyndir hjá mörgum um landið og þjóðina. Það er því ekki lítill menningarlegur greiði, sem þjóð vorri er gerður með sýn- ingu eins ágætrar myndar og hér um ræðir. Við erum í mik- illi þakklætisskuld við Mr. Hal Linker, fyrir að hafa þessa mynd frá íslandi á meðal hins mikla myndasafns, er hann sýnir út um allan heim, og hinn ágæta sögulega fróðleik, er hann bregður upp í skýringum sínum með myndunum. Með honum kom kona hanS Halla fram í Playhouse og mælti fáein orð á íslenzku til áheyrenda er flestir munu hafa verið íslendingar. Var því mik- ið fagnað. Mr. Linker hefir verið á einlægu ferðalagi tvö síðustu árin og sýnt myndir og flutt er- indi víðsvegar um heim. Hefir kona hans verið með honum og sonur þeirra, David Thor, sem enn er ekki fullra þriggja ára og hefir sér það til ágætis fram- yfir flesta jafnaldra sínS, að vera búinn að ferðast umhverfis jörðina. Hann hélt eins ár af- mæli sitt í Israel og tveggja ára afmæli sitt á Kúba. Winnipeg-íslendingar þakka I þeim komuna." I (Framh. á 5. siðu)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.