Vísir - 21.05.1954, Qupperneq 4
v.fsnt
li "Htó
DAGBL&Ð
iíSí8i«^'"ik: 1
L
' Í ,
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsaoa, a
jfi j. j Skrifstofur: Ingólfsstrætí 3.
| Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR ELT,
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 188G (fimm línur).
| Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.£.
Koitan, sem ekki viidi fsra heim.
Iþessari viku tók til starfa í Ástralíu opinber nefnd til þess
að rannsaka njósnamálin svonefndu, sem þar komu til
sögunnar, er rússneski sendisveitarstarfsmaðurinn Petrov, baðst
hælis sem pólitískur flóttamaður, og lagði fram ýms skjöl, er
hann hafði meðferðis, sem eru talin hin mikilvægustu gögn,
og mun brátt verða um efni þeirra kunnugt, að því er talið'
er, þar sem þau verða lögð fram á fundum nefndarinnar. Þeir
verða ekki haldnir fyrir luktum dyrum, nema öryggi landsins
toeinlínis krefjist hins gagnstæða.
Athygli manna um heim allan beinist að sjálfsögðu að því,
sem í ljós kemur, er skriður fer að komast á störf nefndarinn-
ar, því að það sem hér er um að ræða varðar ekki aðeins
Ástralíu og öryggi hennar, heldur öll lönd, því að hið kommún-
ístiska njósnakerfi teygir anga sína um fíest, ef ekki öll lönd
jarðar, og það er mikilvægt, að menn geri sér fulla grein
fyrir hvað það er, sem hér er að gerast, og að hinum ólíkustu
aðferðum er beitt, eftir því sem bezt þykir henta, hverju
sinni, og mismunandi aðstæðum í hinum ýmsu löndum heims.
í Ráðstjórnarríkjunum og fylgiríkjum þeirra hafa menn
vafalaust nánust kynni af hinni kommúnistisku harðstjórn,
nema ef vera skyldi í Kína, síðan er kommúnistar náðu þar
völdum á meginlandinu, því að Mao tse Tung, sem af hjarta
dáði Stalín, hvað sem líður aðdáun hans á núverandi valdhöf-
um í Kreml, hefur ekki verið neinn eftirbátur lærimeistarans,
í því að koma fram af grimmd, ef þurfa þótti.
Þeir menn, víða um lönd, sem í einfeldni hjartans trúa öllu,
sem þeim er boðað um ágæti alls austan járntjalds, trúa að
vísu engu um grimmd og harðneskju austur þar, þrátt fyrir
það, að það ætti til dæmis að geta opnað augu hvers manr.s,
sem meðalskynsemi er gæddur að eitthvað hljóti að vera
rotið þar sem eins hröð handtök eru viðhöfð og austan tjalas
þegar losna þarf við einhverja leiðtoga sem valdháfinn óttast
eða kannske bara af því að skella verður skuldinni á einhvein
fyrir mistök og það, sem farið hefur í ólestri. Frásagnir fyrr-
verandi vistmanna í fangabúðum Rússa hafa engin áhrif á
þessar auðtrúa sálir, né heldur það að tugþúsundir manna
hafa flúið þaðan inn á „eymdarlönd kapitalismans“ vestan
tjalds.
En svo gerist samt stundum sitt af hverju, sem a. m. k.
verður til þess að hindra, að fleiri bætist í hóp hinna auð-
trúa. Það hefur t. d. verið vikið að því í merkum erlendum
blöðum, að myndin af frú Petrov, sem vopnaðir, ruddalegir
verðir leiddu grátandi milli sín að flugvélinni, þegar átti að
flytja hana heim til ættjarðarinnar, hafi margfalt sannfær-
jngargildi á við fjölda greina.
Maður konu þessarar Wladimir Petrov, var opinberlega
talinn vera þriðji sendiráðsritari rússnesku sendisveitarinnar í
Canberra, en í rauninni Var hann herdeildarforingi í MVD
(leynilögreglunni), og hafði með höndum yfirstjórn þeirra, sem
völdu menn til „fimmtu herdeildar starfsemi“ í Ástralíu.
Kona hans hafði einnig foringjatign í MVD. Hennar hlutverk
var að þýða dulmálsorðsendingar, sem sendisveitinni bárust
frá Kreml.
Gögnin, sem Petrov lagði fram, báru með sér, að innan
sendisveitarinnar ríkti ótti og tortryggm. Sjáífur var hann
grunaöur úm að hafa verið fylgismaður Beria og óánægja
ríkti í Kreml yfir staffi hans. Þegar Petrov hafði beðist hælis
sem pólitískur flóttamaður var kona hans raunverulega fangi
í sendiráðshúsinu. Hún var reiðubúin til að hverfa heim, þar
til henni snerist hugur vegna framkomu landa sinna í sendi-
ráðinu, að hennar eigin sögn. „Ég grét í flugvélinni á leið til
Sidney, og eins í flugvélinni á leið til Darwin. Ég óttaðist hvað
biði mín í Rússlandi, vegna framkomu minna eigin samlanda í
Ástralíu.“
í landi „fyrirmyndarskipulagsins“ virðist engum vera treyst.
Jafnvel til fjarlægra landa eins og Ástralíu eru sendir hvorki
fleiri né færri en 6 foringja úr leynilögreglunni — og gerðir
út af örkinni sem sendisveitarstarfsmenn. Hvers vegna? Um
það og fleira er spuri í möfgum löndum, þar sem mikilvægs
vitnisburðar frá Ástralíu er nú béðið með óþreyju m. a. vitnis-
burðar konunnar, sem vildi ekki fara heim.
t._ " ...Á '%■
Eyjólfur faíslason
í dag er til moldar borinn
Eyjólfur Gíslason, skipasmið-
ur. Hann var fæddur í Reykja-
vík, 12. sept. 1879 sonur hjón-
anna Gísla Tómassonar, utan-
búðarmanns hjá Geir Zoega, og
konu hans Hólmfríðar Eyjólfs-
dóttur.
Eyjólfur ólst upp á heimili
foreldra sinna er bjuggu allan
sinn búskap í húsinu nr. 34 við
Vesturgötu, sem enn er á sín-
um stað sem vinalegur minn-
isvarði um fólkið, sem þar bjó.
Eyjólfur lærði almenna tré-
smíði, eins og þá tíðkaðist, hjá
dugnaðarmanninum Guðlaugi
Torfasyni, og lauk þar námi
með haglega gerðri prófsmíði.
Eftir námið vann hann, sem
sveinn hjá kennara sínum, þar
til Slippfélagið var stofnað, þá
fór hann þangað og vann þar
lengi, enda einn bezti smiður
Slippsins sakir hagsýni og
vandvirkni.
Eg man eftir Eyjólfi frá því
eg var barn að aldri. Foreldrar
mínir bjuggu við sömu götu og
foreldrar hans. Eg man einnig
hið myndarlega heimili for-
eldra hans og alúðlega og prúða
framkomu systkina og upp-
eldissystur hans.
Eyjólfur var greindur mað-
ur, eins og hann átti kyn til,
dulur og fáskiptinn. Hann deildi
ekki á aðra an var glaður í
vinahóp og gat þá látið fljúga
ýmsar meitlaðar setningar, eða
haglega gerðar vísur um það
sem til umræðu var, en allt var
það í léttum dúr, en ekki sem
ádeila. Hann vildi lifa lífinu
fyrir sig án afskipta annara,
hann var hlédrægur og sótti
ekki eftir vegtyllum né virð-
ingarstöðum. Honum var það
allt, að inna af hendi með
trúmennsku þau verk, sem
hann tók að sér, enda voru öll
störf hans leyst þannig af hendi,
að betur var ekki hægt að gera
hvað útlit og traustleika snerti.
Hann var því réttur maður til
að hafa mannaforráð við skipa-
smíði, því það er sú vinna, sem
verður að leysa af hendi með
alúð og samvizkusemi, eins og
hann sagði við mig eitt sinn:
„Skipasmiður verður að vinna
sitt starf hafandi það í huga, að
hann sjálfur ætli að sigla með
því skipi, sem hann vinnur við,
(þá hlýtur hann, að gera sér
Ijóst, að hann gæti verið þar
staddur, sem enga hjálp er hægt
að fá ef verk hans bilar vegna
óvandvirkni.“
Þegar eg, sem 11 ára dreng-
ur, réðist til Slippfélagsins, sem
sendisveinn, bikkokkur og
vatnsberi var Eyjólfur mitt at-
hvarf ef eitthvað bar út af, sem
oft kom fyrir, því þá var meira
krafist af * barni en réttmætt
var miðað við aldur, og einnig
er eg 16 ára gerði námssamn-
ing í skipasmíði við Slippstjór-
ann, O. Ellingsen, bauðst Eyj-
ólfur til að hafa mig með sér
og kenna mér, en til þess bauðst
enginn annar, einfaldlega af
því, að það var meiri styrkur í
að hafa efldan mann sér til að-
stoðar en óharðnaðan ungling.
Framkoma Eyjólfs síðan í minn
garð, fræðsla og föðurlegar á-
bendingar voru mér meira virði
én flest þá. enda leit ég á'Eyj-
ólf, sem elskuíe'gan bróður og
vildi honurn allt vel, Við unn-
um síðan saman til Í919, en þá
skiptust leiðir okkar en vin-
átta hans við mig og virðing
mín fyrir velgjörðamanni míh-
um haggaðist aldrei.
1917 sigldi Eyjólfur til Ban-
merkur og vann við smíði flutn-
ingaskips, sem Alliancefélagið
átti í smíðum í Kolding á Jót-
landi. Ferð þessa fór hann með
5 aðra sldpas'fniði ‘ög var eg
einn í þeijn hóþi. Þegar til
starfsins kom röShum við ís-
lendin’gárhir allir sarnan í
flokki óg vár Eyjólfar' að sjálf-
sögðu forustumaðuf. Það tókst
honum svo vel, að orð var á
gert meðal skipasmíðameistara
í Danmörku hvað handbragð
væri gott og afköst íslending-
anna mikil.
Eftir heimkomuna vann Eyj-
ólfur aðallega í Bátastöðinni,
sem hann um tíma var hluthafi
í og einnig í Slippnum, þar til
hann 1927 fór til Akraness og
hóf þar skipasmíði.
Á Akranesi smíðaði Eyjólfur
6 skip, sem öll reyndust prýð-
is farkostir og lengdi 3, þeirra
á meðal var farþegaskipið
Fagranes, sem enn ér á förum
um ísafjarðardjúp. Á Akranesi
slasaðist Eyjólfur á fæti árið
1934 og þó þetta virtist ekki
alvarlegt í fyrstu varð raunin
önnur. Upp frá þessu gat Eyj-
ólfur ekki stundað vinnu svo
teljandi væri ög þegar hann
hætti störfum hnignaði honum
mjög ört og kvaddi heiminn
15. maí hvíldinni feginn.
Samverkamenn frá Akranesi
senda nú hlýjar kveðjur að
dánarbeði meistara síns.
Eyjólfur kvæntist Sigurrós
Guðmundsdóttur. Þau áttu eina
dóttur, Hólmfríði, sem gift er
Baldri E. Jenssyni múrara.
Starfinu er lokið og hvíld
fengin, við þau tímamót kveð
eg klökkum huga kæran vin.
Magnús V. Jóliannesson.
Fimm menn dæmdir...
i
[ (Fram af 8. síðu)
gripum frá konu sem bjó í hús-
inu.
Hannes Þórir og Magnús
Jónas Gullormur voru ákærðir
fyrir að hafa í fyrsta lagi brot-
izt inn í verzlun í Hafnarstræti
að kvöldi 21. febr. s.l. og stolið
þaðan um 50 kr. í skiptimynt.
í öðru lagi fyrir að ryðjast
sama kvöld í heimildarleysi inn
í búðarhús eitt og neita að fara
þaðan út, enda þótt húsráðándi
skoraði á þá að hverfa á brott.
Og loks í þriðja lagi fyrir að
hrifsa kventösku af konu sem
var á gangi í Vesturbænum og
hirða úr töskunni 30—40 kr. í
peningum. En töskunni, ásamt
öðru, sem í henni var, fleygðu
þeir.
Loks voru þrír þessara pilta,
þeir Hannes Þórir, Bragi og
Magnús Jónas Guttormur á-
kærðir fyrir að hafa 27. febr. s.
1. stolið útvarpstæki úr íbúð.
Dómsniðúrstaðanií Sakadómi
Reykjavíkur var á þá lund að
Þorvaldur Ragnar Lárusson
var dæmdur tií íra’ mánaða
Föstudaginn, 21, mai Í9Ö4.
fangelsisvistar. Hannes Þórir
Hávarðsson var dæmdur í 9
mánaða fangelsi skilorðsbund-
ið, Magnús Jónas Guttormur
Sigurðsson í 8 mánaða fangelsi
skilorðsbundið, Bragi Ólafssos
í 3ja mánaða fangelsi skilorðs-
bundið og Kjartan Vignir
Bjarnason í 2ja mánaða fang-
elsi skilorðsbundið. Þeir voru
og allir sviptir kosningarrétti
og kjörgengi. Ennfremur
dæmdir til' greiðslu skaðábóta
samtals að úpphæð kr. 4740.00
og loks voru þeir dæmdir til
greiðslu álls sakarkostnaðar.
Fyrir börn og unglmga
ekðsnr csb íarið
ei* i -sveitina
Gallabuxur
Strigaskór
Gúmmístígvél
Regnkápur
Sportblússur alls konar
Peysur með myndum
Regnhatfar
Gúmmikápur
Olíukápur
Sportsokkar
Vinnuvettlingar
Nærföt
Taubuxur
Molskinnsbuxur
9*l*Mstínípur
Gruherdine
rykfruhhulr
nýkomið
í fjölbreyttu úrvali.
FatadeiWin.
á-j.- 11 Mii - ' ... n ' T ' il' ‘n