Vísir - 18.09.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 18.09.1954, Blaðsíða 8
VÍSIR er ódýrasta blaðið og J>ó bað fjöl- breyttasta. — HrLagiS f slma 1680 og gerist áskrifeadur. Þeir sem gerast kaupendur VtSIS eftír 10. hvers mánaSar fá fclaðið ókeypis ti3 mánaðamóta. — Simi 1660. Laugardaginn 18. september 1954 Bandaríkjastjórn leikur sér að eldi, segir Pravda. Styður Chiang Kai-shek til „ræningiaarasa éi Einkaskeyti frá AP. — ' London í gærkvöldi. Pravda, blað kommúnista- flokksins í Ráðstjórnarrjkjun- mm, varar Bandaríkin við af- leiðingum af stuðningi sínum við þjóðernissinnastjórnina á Formosu, og segir Bandaríkja- stjórn „Ieika sér að eldi“. Ennfremur segir þar, að Bándaríkjastjórn framfylgi stefnu þar eystra í óþökk bandarísku þjóðarinnar og án þess að bera hana undir hana. í greininni er rætt um auknar ofbeldisaðgerðir Chiangs Kai- sheks, „ræningjaárásir“ á frið- samar borgir og þorp á suð- austurströnd Kína, og verði jpær æ tíðari. Ennfremur segir Jcommún- istablaðið svo: „Þeir (þ. e. Bandaríkjamenn) íxika jafnvel ekki við, að taka toeinan þátt í hernaðaraðgerð- rom á Formósusundi og á þeim slóðum til hvatningar „Chiang Kai-shek-bófunum“. Þá er því haldið fram, að með þessu sé verið að skara í eldinn þar eystra og geti það orðið til þess, að af verði mikið toál. „Kínverskir föðurlands- vinir líta á þetta sem freklega íhlutun um málefni alþýðulýð- veldisins kínverska, en yfirráð Taiwan (Formosu) og Chig- mentao ber henni að sjálfsögðu með réttu.“ Loks er því haldið fram, að bandaríska þjóðin sé á alger lega öndverðum meið við Bandaríkjastjórn í þessu efni, Sjómannaheimili á Raufarhöfn. Sjómannaheimili var opnað á Raufarhöfn í hinni nýju veg- legu byggingu Kaupfélags N.- Þingeyinga í sumar. Frá þeim tíma hefur það verið opið alla daga þegar skip voru í höfn, frá kl. 10 f.h. til kl. 19 e.h. Þetta er mjög snotur salur á 4. hæð, búinn húsgögn- um. Þar er útvarp, svo gestir geti hlustað á fréttir, blöð og tímarit og nokkuð af bókum, en sjómannastofan vænti þess, að bókaútgefendur láti eitt- hvað af hendi rakna við þetta þarfa fyrirtæki, svo bókakostur geti fljótt vaxið. Spil, töfl og fleiri dægrastyttingar liggja þarna frammi. Veitingar er alltaf hægt að fá, öl og gos- drykki. Róstusamt í Stokkhóhnsborf. Gerður aðsúgur að lögreglunni á Stureplan. y Einkaskeyti til Vísis. Stokkhólmi í gær. Síðustu ár, þegar sumri hefur tekið að halla, hefur það gerzt í miðhluta Stokkhólmsborgar, að fólk hefur safnazt saman og gert aðsúg að lögreglunni. Auðvitað gerist þetta ekki, fyrr en kvöldsett er orðið. í fyrstu tók lögreglan þessu með kristilegri þolinmæði, gerði smá-árásir á götuskcílinn og tók fáeina fasta. Sinám saman hefur lögreglan aukið gagnráðstafanir sínar og jafnvel notað sverð sín. Sænska lögreglan er eina lögreglan í heimi, sem héfiir sverð. Með •sverðunum hafa þeir sundrað hópnum. •En stundum hefur það komið íyrir, að sVerðshöggin hafa ekki lent á ranglátum heldur réttlát- um, saklaúsu fólki, sem hefur verið á leið heim frá vinnu sinni. Og verst af öllu var það, að nýlega fengu nokkrir Norð- menn högg af sænskum lögreglu- sverðum. Norðmennirnir voru ekki sein- ir á sér að senda kæru um þetta til utanríkisráðuneytisins í heima landi sínu. Lögreglan i Stokkhólmi hefur uýlega fengið „vatnskanónur“, en hefur verið smeyk við að nota jþær. En haldi óspektarmenn á- fram uppteknum hætti, er lög- reglan ákveðin í að bleyta í þeim. Óspektir þessar fara aðallega fram á Stureplan, sem er á mót- um Kungsgatan og Birger jarls- gatan, rétt fyrir framan veitinga- luisið Regnboginn. Knaftspyrnukappar Akraness kontnir heitn. Knattspyrnuflokkur íþrótta- lags Akraness, sem verið hefir í 18 daga keppniför um Þýzka- land kom heim með Gullfossi í fyrradag. Fyrsti leikurinn fór fram í Hamborg við úrvalslið. Áhorf- endur voru 4000. Hamborgar- liðið sigraði með 2:0. Næst var leikið í Hannover, við Þýzkalandsmeistarana. Jafntefli varð, 1:1. Blaðaum- mæli voru lofsamleg um þenna leik, enda sýndu báðir aðilar oft afbragðs knattspyrnu. Þriðji leikurinn fór fram í Braunschweig og var þá leikið við úrval Neðra-Saxlands, er sigraði með 7:3. Akurnesingar léku þarna einhvern bezta leik sinn, en voru óheppnir. Fjórði og síðasti leikurinn fór fram í V.-Berlín við úrvals- lið, er sigraði með 5:3, en ís- lendingar skoruðu tvö fyrstu mörkin. Vísitalan 159 st. Kauplagsnefnd hefir reiknað út vísitölu framfærslukostnað- ar í Reykjavík hinn 1. sept. sl. og reyndist hún vera 159 stig. (Frá viðskiptamálaráðun). — Sænskur heimsmeistarí í línudansi. Frá fréttaritara Vísis. Stokkhólmi. Heimsmeistari Mínudansi er, þót undarlegt megi virðast, ekki Rússi, heldur 24 ára gam- all sænskur sveitapiltur, Allan Lundberg að nafni. Gekk hann á slakri línu í 27 klukkutíma og 3 mínútur. Sigraði hann þar með þýzka heimsmeistarann Ricardos, sem nýlega setti heimsmet með því að ganga á línunni í 3 tíma. Gekk Lundberg á hrá- gúmmísólum á 5 millimetra gildri línu, en 5—6 þús. manns horfðu á. Um nóttina voru þó fáir við- staddir aðrir en starfsmenn og eftirlitsmenn, sem hresstu hann á bláberjasúpu. Á þessum 27 klukkutímum gekk hann 26 km. Ætbói ai stofna gómmtverk- stæii, en nr varð iakkrísgeri. Saga mii tvo Islendinga. sem tlullust tll Anteríkn og stoínnSn þar arðvænlegt iVriríæki. Ameríska blaðið „Vancouver sykur. Hann hét Jón Kristins- í hjólastól um Frakkland þvert. Einkaskeyti frá AP. — Dieppe í gær. í gær lagði héðan upp 46 ára gamall Englendingur, sem er máttlaus í fótum og ætlar að aka alla leið til Lourdes í hjóla- stól sínuni. Lourdes er í S.-Frakklandi og gerir Englendingurinn ráð fyrir, að hann verði 26 daga á leiðinni, en hann gerir sér vonir um að fá þar heilsuna aftur, enda er sagt, að mörg kraftaverk hafi gerzt í Lourdes. Engin vél er í hjólastólnum, Sun‘“ birti ekki alls fyrir löngu sögu af tveim athafnasömum íslendingum, sem flutzt höfðu vestur um haf og stofnað eigin framleiðslufyrirtæki. Vestur-íslenzka blaðið Heims kringla fékk úrklippu með þessari frásögn og tók hana upp. Þar segir m. a.: „ÞITT EIGIÐ FYRIRTÆKI. Tveggja dálka grein, með þessari fyrirsögn birtist í blað- inu Vancouver Sun, er vinur Hkr. hefir sent henni í frétta- skyni. Hún er af tveimur ís- lendingum fyrir 17 mánuðum komna að heiman, er komið hafa fótum undir framleiðslu, er líkleg er til að vera góð at- vinnugrein. Mennirnir sem hér er átt við eru Guðmundur Hjaltason, frá Reykjávík á íslandi. Hann kom með konu og fjögur börn. Hann hafði unnið við aðgerð á gúmmíhlífum (tires) á bílum og vann fyrstu 7 mánuðina að því í Vancouver hjá öðrum. En hann fýsti að efna til fram- leiðslu á eigin spýtur. En sam- keppnin .var grimm í þessari grein svo hann hikaði við. En hann þekkti ungan mann heima, sem framleiddi brjóst- son. Hann sagði honum, að hér ætti að vera tækifæri fyrir lakkrís-brjóstsykur-gerð, sém. hann var leikinn í að framleiða, þar sem eina lakkrísgerðin sem'. hér væri, væri í Montreal, og lakkrís væri innfluttur hér að- allega frá Bretlandi. Jón kom að vörmu spori vestur. í Van- couver. gengu þeir lengi um borgina til að vita hvort áhöld til lakkrísgerðar væru ekki fá- anleg. En þau þekkti enginn. Loks náðu þeir sér í eirpott sem þeir álitu að nota mætti, hófu starfið og stofnuðu félag, sem þeir skírðu B. C. Soft Licorile Company. Það er að 2940 East Twentysecond og sem félagarnir vinna í myrkra á milli og framleiða nú orðið 650 pund af lakkríssykri á dag, af mörgum gerðum og hinum ásjálegustu. Böm sem lakkns- lyktina finna langt ag, hópast þarna saman. En annars er sal- an aðallega til heildsala. Fyrirtæki þetta er rétt að byrja. Það lítur vissulega úfe fyrir að eiga þroska í vændum. Eigendur þess segja það að öðru leyti miklu betra að skapa þannig sinn atvinnuveg, en leyta eftir vinnu.“ Sýiting á vatnslitamyndum Dongs Kingmans í Höil, listamanns, sem er barn tveggja lieimsalfa, Asín og Vesluealíu. Hingað til lands er nýkominn kunnur vatnslitamálari, Dong maðunnn knyr hann með hand„. c . „ ,_ J , Kmgman fra Bandankjunum, afli, og er hraðmn 5 km. a klst. , v, .. , en hann er Kinverji, fæddur í Kaliforníu (Oakland), en hefur menntazt bæði í Bandaríkjun- um og Hongkong, þar sem hann dvaldist í 13 ár. Dong Kingman hefur verið á ferðalagi til að kynna list sína, á vegum upplýsingastofnunar Bandaríkjanna, og fór allt til Suðaustur-Asíu. Fréttamönnum var í gær boðið að sjá sýningu á vatnslitamyndum Kingman’s í Höll uppi og kynnast lista- manninum. Var þar og margt gesta, þeirra meðal sumir kunn ustu málara landsins. Kingman sagði við fréttamann Vísis, að hann hefði hlakkað til þess, að koma til íslands, því að hann hefði heyrt mjög róniaða fegurð landsins og lit- auðgi, og kvaðst hann sannar- lega ekki hafa orðið fyrir von- brigðum. Sýndi hann frétta- manninum myndir, sem hann hefur málað eftir að hann kom hingað, af Almannagjá og mynd frá höfninni í Reykjavík. — Kingman kvaðst hafa verið kennari við listadeild Colum- bia-háskólann í New York um „Veskú“, næsti. Napoli (AP). — Frances Buono, rakari hér í borg, kveðst hafa sett heimsmet f rakstri. Lauk hann við að raka mann á aðeins 16 sekúndum, og var þetta kannske ekki 1. fl. rakst- ur, en viðskiptavinurinn var ó- meiddur., Fyrra metið átti Þjóðverji, sem var 25 sekúnd- ur að raka mann. Bretar fella Mau- Mau-foringja. London (AP). — Uni helgina felldu Bretar einn helzta for- ingja Mau Mau-manna í Kenya, Maður þessi gekk undir viður- nefninu „marskálkurinn", og Var annar æðsti maður Mau Mau. Hafði hann á hendi stjórn spell- virkja í stóru héraði, og ; telja Bretar það mikinn sigur, að hann skyldi hafa verið felldur. 10 ára skeið, en einnig er hanii kennari við eins konar bréfa- skóla, sfem hefur um 20.000 skrásetta nemendur. Þeir senda skólanum teikningar og myndir, en fá svo leiðbeiningar í teikn- ingu og meðferð lita o. fl. bréf- leiðis. Kennari við þann skóla er einnig Norman Rockwell, sem kunnur er fyrir myndir, sem hann hefur gert á kápur hins kunna vikurits Saturday Post, en að slíkum viðfangsefn- um hefur Kingman ekki gefið sig. Engum getur blandazt hugur um, að hér er ósvikinn lista- maður á ferð, og tveir kunnir listamenn, íslenzkir, sem frétta maður Vísis átti við tal, létu það álit eindregið í Ijós. Engum getur heldur blandazt hugur um það, að hér er lista- maður, sem er barn tveggja þjóða, tveggja heimsálfa, og gætir áhrifa beggja í list hans, sem þó mun frekar bandarísk heldur en asiatisk. Nefna má mynd eins og „Ohio“ og fleiri. Kingman mun fara héðan um helgina vegna aðkallandi skyldustarfa, en sýning hans x Höll verður opin alla næstu viku. -v-v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.