Vísir - 05.10.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 05.10.1954, Blaðsíða 1
k " i' V ► 44. árg. Þriðjudaginn 5. október 1954. 226. tbl. 5^” Síldveiðarnar: Leitað aðstoðar stjórnarinnsr ' tii að verja veiðarfærin. ' * Aætlað veiðarfæratjón I haust hátt á 2. millj. króna. Tilraim rœkt Utgerðarmenn hafa farið j[»ess á leit við ríkisstjórnina að hún manni flota til jiess að •verja veiðarffæri síldveiðibát- anna fyrir háhyrningnum. í viðtali sem Vísir átti við Sturlaug Böðvarsson útgerð- armann á Akranesi í morgun sagði hann að áætlað veiðar- íæratjón bátaflotans hér úr Faxaflóahöfnum af völdum há- hyrnings í haust myndi nema lVz—2 milljónum króna. Sagði hann að útgerðarmenn gætu ekki haldið veiðum áfram ef þessu sama heldur áfram og ríkisstjómin skerst ekki í leik- inn til þess að verja veiðarfæri bátanna. Hefur ríkisstjórninni nú verið skrifað fyrir nokkru og þess farið á leit við hana, að hún marmi sex skip eða góða báta, vel vopnum búna til þess að smala miðin á daginn og eyða háhyrningnum eða reka til hafs. Sturlaugur taldi að sex bátar gætu vel annað þessu, en minna dyggði naumast. Hann taldi líka að varðskipin gætu að einhverju leyti sinnt þessum störfum. En hann sagði að þrátt fyrir þessa málaleitan hefði ríkisstjómin hvorki svar- að útgerðarmönnum né aðhafzt neitt í málinu og hefði það orðið þeim mikil vonbrigði. Arsenal keppir við Dynanto. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Taldi Sturlaugur tjónshættu síldveiðiflotans af völdum há- hyrningsins svo mikla að ekki í dag mun brezka knattspyrnu- yrði hægt annað en leggja árar, liðið Arsenal keppa við Moskvu- í bát og hætta síldveiðinni með liðið Dynamo. öllu ef ríkisstjórnin ljær út- gerðinni ekki lið. Sem dæmi gat hann þess að af fjórum Akra- ieð silnngs- Kleifarvatni. FyrN' fáum dögum voru ffutt í þah 15000 bfeikjuseiöi og síÖar 100 fulfvaxnar bfeikjur. Arsenal kom til Moskvu loft- leiðis i fyrradag. Bent er á að Arsenal sé ekki i hópi beztu nesbátum sem farið hefðu til j knattspyrnuliða Breta nú, aðeins síldveiða í fyrradag hefðu tveimlö. í röðinni í 1. deild. Hins veg- þeirra komið með öll sín net rifin og þannig orðið fyrir 50 þúsund króna tjóni hvor, þriðji báturinn var með helming neta sinna ónýt, en sá fjórði hefði sloppið. Bátar úr öðrum ver- stöðvum urðu einnig fyrir ein- hverju tjóni í fyrrinótt, en ekki eins tilfinnanlegu. Bátarnir sem voru að veið- um í fyrrinótt urðu miklar síld- ar varir og sumir þeirra öfluðu ágætlega, eða allt að 150 tunn- um, en veiðin mun hafa verið mjög misjöfn. í í Dagana fyrir helgina var landlega sökum hvassviðris. ar býr liðið að fornri frægð. Skotfö á prins i París. París — (AP). — Minnstu munaði í s.I. viku, að bróðir Sauds konungs í Arabíu væri skotinn til bana hér í borg. Er hann kom í gistihúsher- bergi sitt við annan mann, hitti hann þar innbrotsþjóf, sem skaut á þá, og særðist föru- nautur prinsins mikið. Þjófur- inn komst undan. Síldarsöltuitin 71.278 tunnur. í gærkveldi var búið að salta í samtals 71.278 tunnur síldar hér sunnanlands. Útvegsbæirnir, sem hér um ræðir, eru í þessari röð: Keflavík (og nágrenni): 22.194 tunnur, Akranes: 14.596, Sandgerði: 10.- 045, Hafnarfjörður: 9.282, Grinda vík: 5.213, Stykkishólmur: 3.539, Ólafsvík: 3.028, Grundarfjörður: 2.350, og Reykjavík: 931. Þessar söltunarstöðvar eru hæstar: Miðnes h.f., Grindavík: 5.926, Haraldur Böðvarsson & Co., Akranesi: 5.544, Fiskiver hf. Akranesi: 5.043. Njósnamálin í Frakklandi verða æ umfangsmeiri. Leitaö aö tengiifö kommtjnistabiaöamannsms Baranes og Dides lögreglustjara. Alpavegir lokast. Fjallvegir hafa lokazt víðar én hér á landi undanfarið, að því er segir í erlendum frétt- úm. Fairð er að snjóa í Alpa- fjöllum og hafa sum hæstu skörðin orðið 6fær, en önnur eru aðeins fær bílum með keðjur. Einkaskeyti frá AP. París í gær. Parísarlögreglan vinnur nú kappsamlega að því að upplýsa njósnamálið mikla, sem virðist ætla að verð æ umfangsmeira. í gær var leitað að manni nokkrum, sem gengur undir dul- nefninu „herra Karl“, en hann er fyrrverandi starfsmaður ríkis- stjórnrinnar, sem á styrjaldar- árunum hafði samvinnu við Þjóð- verja, en hefur undanfarið farið huldu höfði. „Karl“ þessi var tengiliður kommúnistablaða- mannsins Andre Baranes, sem nú hetfur verið handtekinn, og Jean Dides lögreglustjóra, sem vikið var frá störfum. Lögreglan hefur gefið í skyn, að búast megi við miklu fleiri handtökum, og yfirheyrðir verði ýmsir fyrrverandi ráðherrar, m. a. Joseph Laniel, fyrrv. forsætis- ráðherra. Kommúnistablaðið „L’Humani' té“ hefur lýst yfir því, að Baranes sé flugumður, sem lögreglan hafi látið ganga í eina „sellu“ komm- únistaflokksins. Krefst blaðið þess, að öll gögn séu lögð á borð- ið,. eins og það er orðað. Hins vegar segir lögreglan, að Baranes hafi játað, eftir 16 stundá yfirheyrslur, að hann hafi verið njósnari kommúnista. Hann situr nú i Fresnes-fangelsi, og strang- ur vörður hafður um hann. í sama fangelsi eru þeir René Turpin, einkaritari Jean Mons, framkvæmdastjóra varnarráðs Frakklands. Mons hefur hins veg- ar verið látinn laus, en lögregl- an segir hann hafa verið hlunn- farinn, og i gáleysi hafa treyst dulbúnum kommúnistum og vin- um þeirra. Síðastl. sunnudag var lifandi, fullvaxinn silungur fluttur úr Hlíðarvatni í Kleifarvatn í því skyni að koma þar upp fiski- rækt. Kleifarvatn hefir verið fiski- laust með öllu nú um langt skeið að minnsta kosti, en gömul munnmæli herma að þar hafi áður fyrr verið mikil sil- ungsveiði. Hafi svo verið, hefir fiskurinn með einhverju móti horfið að fullu, því þar hefir silungs ekki orðið vart um langt skeið. Fyrir nokkrum árum gerði Jón Geir Eyrbekk fisksali í Hafnarfirði tilraun að flytja 300 silungsseiði úr Gestsstaða- vatni í Krýsuvík til Kleifar- vatn, en lítt vita menn hvern árangur það hefur borið, þó telja menn sig hafa orðið sil- ungs varir í vatninu upp á síð- kastið. Nú hefir Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar tekið fiskirækt- ina í Kleifarvatni í sínar hend- Viðsjár meö Indverjum og Paklstan. Einkaskeyti frá AP. London í morgup. Ríkisstjórn Indlands hefur til- kynnt Pakistan-stjórn, að hún telji sig nauðbeygða til þess að auka herafla sinn í Kasmír-hér- aði. Rökstyður hún þessi áform sin með þvi, að hervarnarsamningur Pakistans og Bandaríkjanna hafi þetta i för með sér. Pakistan-stjórn hefur hins veg- ar lýst yfir þvi, að hún muni nú leggja Kasmir-deiluna fyrir þing Sameinuðu þjóðánna. ur. Lét það fyrir nokkru rann- saka vatnið, gróðurskilyrði í því og önnur skilyrði til sil- ungsræktar. Voru þau talin þannig, að ekkert væri til fyr- irstöðu að silungúr gæti lifáð og dafnað í vatninu. Fyrir nokkrum dögum fekk Stangaveiðifélag Hafnarfjarð- ar 15000 bleikju-eldisseyði frá Skúla Pálssyni, úr eldisstöð hans að Laxalóni og flutti í Kleifarvatn. Þessi seiði voru 4—5 cm. að stærð. Og á sunnudag fór hópur Hafnfirðinga ásamt fulltrúa veiðimálastjóra til ádráttar í Hlíðarvatni. Fréttaritari Vísis í Hafnar- firði, Ásgeir Long, skýrði blað- inu svo frá, að hann hefði aldrei séð þvílíka mergð af silungi á einum stað, sem í litlu viki þar í Hlíðarvatni í gær. Taldi hann að silungurinn heíði skipt tug- um þúsunda, sem lá þar upp í landsteinunum. Silungurinn er líka í þann veginn að byrja að hrygna og því spakur mjög. Þama var svo dregið á og síðan fluttar 100 fullorðnar bleikjur til Kleifarvatns og sleppt í það. En áður en þeim var sleppt voru þær mæídar og merktar. Við þetta sama tækifæri fengu Reykdalbræður í Hafnar- firði hrogn úr Hlíðarvatni sem fyrsta vísi að silungsstofni í hinni nýju klak- og eldisstöð þeirra bræðra að Þórsbergi við Hafnarfjörð. Fiskiræktar- og veiðimenn fylgjast af miklum áhuga með þeim tilraunum, sem nú eru gerðar með, i' silungsrækt í Kleifarvatni, og telja hana geta haft mikla framtíðarþýðingu ef vel tekst. Bvlstjóri fær happdrættisbil. í gær var dregið í fjórða sinn í happdrætti Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna. Vinningurinn, sem er fimm manna Chevrolet fólksbifreið, kom upp á númer 4566. Miðinn var seldur í umboðinu á bifreiða stöðinni Hreyfill og hlaut einn bifreiðarstjóri stöðvarinnar, Axel Þóroddsson, Sörlaskjóli 14, vinn inginn. Um þriðjungur fjárins frá Valþúfu me5 þurramæ5i. Guðmimdur Gíslascn kominn úr för sinni vestur. Svo sem frá hefur verið skýrt í blöðum hefur mæðiveiki orð- ið vart í fé fyrir vestan. Af þessu tilefni fór Guðmundur Gíslason læknir, sem hefur haft þessar rannsóknir með höndum, vestur til rannsóknar og kom hann aft- ur i gær. F’é það, sem mæðiveikin, svo- kölluð þurramæði, fannst í, er frá Valþúfu á Fellsströnd. Bóndinn á Valþúfu hafði brugðið búi fyrir tveimur árum og selt fé sitt á næstu bæi. Þegar Guðmundur var fyrir vestan, nú um helgina, var fé þessu náð saman og það rannsakað. Kom þá i ljós, að um þriðjungur fjár- ins frá Valþúfu var sýktur af þurramæði. Ekki hefur ennþá verið ákveð- ið neitt um það, hvaða ráðstaf- anir verði gerðar í sambandi við þetta en um það verður fjallað á fundi sauðfjársjúkdómanefndac nú í vikunni. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.