Vísir


Vísir - 05.10.1954, Qupperneq 5

Vísir - 05.10.1954, Qupperneq 5
I>riSjudagimr 5. októb'er 1954. vfsm Bretar deila um Decaitteron. Eiirtökiint skilað Skipun frá bæjaryfirvöldun- »um í Swindon um að eyðileggja tvö eintök af Decameron eftir Boccaccio, af J»ví að bókin væri klúryrt, kom fyrir áfrýjunar- rétt í Wiltsjiire nýlega. Hinir fimm meðlimir dóms- ins dæmdu þannig, áð hið op- inberá greiddi málskostnaðinn og að bókunum yrði skilað aft- ur í búð frú Elsie Foulds í Commercial Street í Swindon, en þaðan hafði lögreglan tekið þær ásamt fleiri bókum, er hún gerði leit að „ósiðlegum bók- menntum". Verjandi frú Foulds, John Stephenson, sagði, að sumar sögurnar í Decameron mættu ef til vill kallast ósiðlegar. En hann bætti því við, að þær hefðu vafalaust valdið minni kinnroða á 14. öld á Ítalíu en á 20. öld í Swindon. Þó væri eng- in ástæða til að ætla, að nein sagnanna hefði spillandi áhrif á lesandann. , „Það er til eintak af þessari bók í bókasafninu í Swindon,“ sagði Stephensen. „Mér er nær að halda, að líklegra sé, að það eintak lendi í höndum fólks með veila siðferðiskennd, held- ur en þau tvö eintök, sem voru til sölu í búðinni fyrir þrjár aliur ■ bókabád. gíneur. Hann viðurkenndi, að ýmsar af þeim þrjú hundruð bókum, sem lagt var hald á í búð frú Foulds, væru klúryrtar, en „að dómi sögunnar, er Decameron stórmerkileg bók,“ sagði hann. Það væii auðvelt fyrir sókn- araðilann, hélt hann áfram, að benda á þá staði í Decameron, þar sem fjallað væri um kyn- ferðismál. En meðal þessara sagna væru margar fallegar ástarsögur, gamansögur, frásagnir af lífinu í öðrum löndum og ýmislegt, sem lesendur vorra tíma hefðu gaman af að fræðast um. Það væri mjög auðvelt, að ófrægja bókina með því að ein blina á klúryrtu kaflana. En ef ætti að hafa þá aðferð, yrði líka að strika út ýmsa káfla í leikritum Shakespeare’s. Saksóknárinn, J. T. Molony, hélt því frám, að dómurinn yrði að taka tillit til þess, hvar þessi tvö eintök af Decameron hefðu fundizt. „ „Þau voru ekki í venjulegri bókabúð,“ sagði hann, ,heldur meðal þessara 300 óhreinu, rykugu og ódýrú bóka, sem lagt var hald á. Það var ekki réttur staður fyrir þessa sí- gildu bók.“ Bridgekeppni. Tvímenningskeppni hófst í Tafl- og bridgeklúbb Rcykja- viknr miðvikudaginn 29. sept. Röð efstu paranna er sem hér segir: • Einar — Þorsteinn 66%. Guðmundur — Geo.rg 64. Sig- urður — Steinar 62%. Ölafur — Ámundi 662. Jón Svan - Ólafur 60. Ingvar — Pétur 59. Helga —Guðrún 59. Ingólfur — Klemenz 56%. Jón — Olgeir 54 %. Tryggvi — Agnar 54. Ung söngkona kveður sér hljóðs. Næstk. fimmtudag kl. 7,15 mun ung söngkona, frú Hanna Bjarna- dóttir, halda sína fyrstu opinberu tónleika hérlendis og verða þeir haldnir í Gamla Bíó. Hanna er fædd á Akureyri og hóf tónlistarnám 9 ára gömul hjá I Sigurgeiri Jónssyni, söngkennara á Akureyri. Ung fór hún i Kan- tötukór Akureyrar og tók jafn- framt einkatíma í söng hjá frk. Guðrúnu Þorsteinsdóttur, radd- þjólfara kórsins. Árið 1946 fluttist svo Hanna til Reykjavikur og hóf söngnám hjá Sigurði Birkis, söngmálastjóra. Frk. Guðrún Þorsteinsdóttir útvegaði henni svo dvalarstað hjá Gunnari Matthíassyni móður- bróður sinum i Los Angeles, í Ameríku sótti hún söngskóla hjá Florence Lee Holtzman. í Misjöfn síldveiði í nótt. Síldveiðin var misjöfn í nótt. Frá Grindavík var blaðinu símað, að þar hafi verið dágóð veiði í nótt og bátarnir aflað allt að 90 tunnur, Síldin er skammt undan og ágæt síld sem veiddist þar í nótt. Keflavíkurbátar höfðu mis- jafna veiði. einstöku bátar fengu lítið sem ekkert. Allur þorrinn var með 40—50 tunnur, en þeir sem bezta veiði fengu, öfluðu 90—100 tunnur. Alls var landað á Keflavík um 1000 tunnum í gær. Frá Akranesi réru aðeins 5 bátar í gærkveldi. Afli þeirra var 50—60 tunnúr á bát. í gær var landað 188 tunnum. í morgun var togaririn Bjarni Ólafsson að landa um 200 lest- um af kaffa á Akranesi, sem hann hafði veitt á Jónsmiðum við Grænland. Verzlunarskólinn settur í 50. sinn. Verzlunarskóli íslands var settur í Tjarnarbíói á föstu- daginn. Að því, er skólastjórinn. dr. Jón Gíslason, skýrði frá, er nú að hefjast fimmtugasta starfsár skólans. Mun þessa merka af- mælis verða minnzt haustið 1955. Hins vegar hefur nú ver- ið hafizt handa um að koma húsakynnum skólans í það horf, er sæmir svo merkilegn afmælisbarni. Framkvæmdir fyrir hönd skólanefndar hafa þeir eink- um haft á hendi Hjörtur kaup- maður Jónsson og Helgi Bergs- son, skrifstofustjóri. Skólastjóri brýndi fyrir nem- endum að nota vel þau tæki- færi, sem skólavistin byði þeim til menningarauka og undir- búnings íundir lífsstarfið. m inn uujat\Sf)j ápiöícl MAftGT A SAMA STAÐ Ibúð Til jsölu er lítil snotur íbúð. Ú tborgun kr. 55.000,00. Uppl. í síma, 80111, eftir kl. 7 á kyöldin. skóla hennar dvaldi hún þar til í juní s.l;, en fer siðan aftur út í vetur og mun halda þar áfram námi. í Ameríku hélt Hanna tvenna kirkjutónleika og fékk þar afar góða dóma. Éfnisskráin á söng- skesnmtun hennar i Gamla Bió verður mjög fjölbreytt og eru þar lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Nýju sparifjármerkin, sém Landsbankinn gefur út í sam- bandi yið sparifjársöfnun skólabarna. í' Stefán Jónsson teiknari gerði ?»nyndimar..’ ■ Þakjárn notað til sölu. Upplýsingar í Húsgdgnaverztunin Laugaveg 13. Frænkan geng- ur aftur. Eins og kunnugt er hóf Leik- félag Reykjavíkur sýningar á þessu Ieikádi á föstudagskvöld með „Frænku Charleys“, sem félagið sýndi 34 sinnum í vor setn leið. Var fyrsta sýningin vel sótt og undirtektir áhorfenda eins og þær gátu beztar orðið, svo að gamla Iðnó histist af hlátra- sköllum, þegar Árni Tryggva- son og aðrir leikendur léku list- ir sínar í þessum glamla hlát- ui-sleik, sem Einar Benedikts- son kallaði svo, en hann þýddi leikinn fyrst á íslenzku. í fyrrakvöld var útselt á sýn- iriguna og fögnuðurinn engu minni. Virðist eftir þessu, að „frænkan“ ætli að ganga aftur ljósum loga og efri mörk sýn- ingarfjöldans lítil takmörk sett, ef Leikfélagið yrði ekki vegna annarra verkefna að binda sig við fáar sýningar á „Frænkunni" að þessu sinni. Næsta frumsýning hjá Leikfé- laginu verður 14. þ. m., en „Frænka Charleys“ verður sýnd aftur á miðvikudagskvöld og væntanlega á sunnudags- kvöldið kemur, erða það 37. og 38. sýning leiksins í sviðsetn- ingu Einars Pálssonar. Stuika óskast við afgreiðslustarf í bíla- verzlun vorri. Eiginhandar- umsóknir, ásamt upplýsing- um um fyrri störf sendist skrifstofu vorri fyrir 10. október n.k. H.f. Egiil Vilhjáimsson Matreiðslukonu vantar strax. Upplýsingar í síma 81771. Jámklæðum bikum og gerum við þök. Upplýsingar í síma 6114. íbúð til sölu Fokhelt hús, tvær 3ja herbergja íbúðir og tvær ein- staklingsíbúðir til sölu. Upplýsingar gefur Guðjón Bald- vinsson í skrifstofu B.S.S.R., Lindargötu 9A, kl. 17—18,30 í dag og á morgun. Blómlaukar Haustlaukarnir eru komnir, margar tegundir. Maktusbúöin Laugaveg 23. Tvö námskeið i þýzku verða haldin á vegum félagsins Germaníu á komandi vetri. Er annað námskeiðið arilað fýrfr byrjendur, en hitt fyrir þá, sem lengra eru komnir. Nánari upplýsingar gefur frú Þóra Timmermann í síma 1189 kl. 18—20. Hagfræðingur Framkvæmdabanki íslands vill ráða til starfa mann með menntun í hagfræði eða tölfræði (statistik). Skrifleg umsókn ásamt upplýsingum um menntun og störf sendist bankanum fyrir 15. des. þ. á. ii(hvcnnt du batthi Éslauds

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.