Vísir - 18.11.1954, Síða 1
44. érg. Fimmtudaginn 18. nóvernber 1954. 264. tbl.
Sívaxandi eituriyfjanotkun vek-
ur ntiklnn e*gg í Svíþjéð.
Einkum útbreidd nieðal æskumanna
og í liópi jazz-leikara.
Akureyrarflugvöllurinn nýi t@k-
inn í notkun um n.k. mánaðamót.
Flugbrautin orðin röskl. 1IMMI
m. löng. — Búið að koma upp
hráðabirgða farþegaafgreiðslu.
Frá fréttaritara Vísis.
Stokkhólmi í nóvember.
Stóraukin eiturlyfjanotkun í
Svíþjóð vekiu- mikinn ugg, og
byggjast menn grípa til ýmissa
ráða til þess að stemma stigu
við þessu böli.
Það hefur m. a. komið á dag-
inn, að ýmsir sænskir jazz-
Tiljómlistarmenn eru farnir að
nota eiturlyf, og hefur þetta í
nokkrum tilfellum leitt til þess,
að kunnir, sænskir hljóðfæra-
leikarar hafa verið reknir úr
stéttarsamtökum sínum.
Enda þótt þetta sé slæmt,
þykir hitt hálfu verra, að
skólaæskan er hér í mikilli
hættu stödd. Veruleg brögð eru
að eiturlyfjanotkun 17—19 ára
unglinga, sem leiðzt hafa til
þess að nota eiturlyf (sennilega
amfetamín), sumpart af for-
vitni, sumpart til þess að
„hressa sig upp“ í sambandi við
próf, þegar áríðandi er að
standa sig sem bezt.
Einkum eru mikil brögð að
þessu í Stokkhólmi, en þar
hefur skóla-yfirlæknirinn tairt
opinberlega aðvörun um þessi
mál.
Þó eru það fleiri en æsku-
menn við nám, sem hafa leiðzt
Bretar flytja út
flesta bíla.
London í gær.
Bretar flytja nú út fleiri bif-
reiðir af öllu tagi en nokkur
önnur þjóð í heiminum.
Á fyrra helmingi þessa árs
fluttu Bretar samtals út næst-
ura 254 þús. bifreiðir. Á sama
tíma fluttu Bandaríkjamenn —
sem voru í öðru sæti — rúm-
lega 192 þús. bíla. Þá komu
Þýzkaland, Frakkland, Ítalía
og Kanada.
Einkaskeyti frá AP.
New York í morgun.
Pananiastjórn hefur sent mót-
rnæli útaf töku hvalveiðiskipa
•Onassis hins gríska, en þau
sigldu undir Panamafána.
Eftir fregnum i gærkveldi að
dæma mun eitthvað af skipum
Onassis hafa komizt undan, en
í fyrstu fregrium var sagt að
allur flotinn hefði verið tekinn.
Þau, sem undan komust, eru
sögð halda til liafnar i Panama.
í einni fregn segir, að með-
al skipanna sem flutt voru til
hafna í Perú, hafi verið móð-
út í þenna voða. Mörg dæmi
eru þess, að bæði ungir og
gamlir eru komnir út á háska-
lega braut í þessum efnum, og
verja til þess öllum peningum
sínum er þeir komast yfir. —
Aðrir missa stöður sínar t. d.
kvenfólk, og leiðist þá út í
vændi til þess að afla sér fjár
til þess að geta keypt eitrið.
Því miður virðast læknar
ekki nógu varir um sig er þeir
gefa út lyfseðla á eiturlyfin,
og margt bendir til, að lyfja-
búðir sýni ekki fulla gát í þess-
um efnum.
Brunnsjö.
Bretar gefa kjarnorku-
stofnuifum 20 kg. efnls
New York, í gær.
Stjórnmálanefnd allsherjar-
þingsins ræðir enn fyrirhuguð
áforjm um friðsamlega hagnýt-
ingu kjarnorkunnar.
Anthony Nutting, brezki ráð-
herrann, aðalfulltrúi Bretlands
á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna, hefir tilkynnt, að Bretar
ætli að leggja til 20 kg. efnis
til stofnunarirmar, sem komið
verður á laggimar til fiiðsam-
legrar hagnýtingar kjarnorku,
og hafa þeir í þessu farið að
dæmi Bandaríkjamanna, sem
hétu 100 kg. efnis sl. mánudag
í sama skyni.
Fulltrúar ýmissa þjóða í
stjórnmálanefnd allsherjar-
þingsins hafa látið í ljós mikla
ánægju yfir þessum tilboðum,
þeirra meðal fulltrúi Noregs,
Burma og Filipseyja. — Nut-
ting lét í ljós vonbrigði yfir af-
stöðu Rússa til fyrirhugaðrar
stofnunar, en kvaðst vona, að
sú yrði reyndin, að þeir tækju
ákvörðun um þátttöku.
urskip hvalveiðiflotans og
hafi verið varpað á það
sprengjum eða í grennd við
það og skotið á það af vél-
byssum, áður en áhöfn þess
gafst upp, en flestir skips-
menn munu vera þýzkir.
Flugvélar herskipaflota Perú
tóku þannig þátt í töku hvalveiði
skipanna. — Fregnirnar um
töku skipanna vekja alheims at-
hygli, ekki sízt þar sem yfirleitt
efuðust menn um, að beitt yrði
hervaldi á þennan hátt gegn
skipum, þótt þau færu inn fyrir
200 mílna landhelgismörkin nýju.
Belgir vilja ekki
nhálf-bann“.
Einkaskeyíi frá AP. —
Briissel í gær.
I næstu viku mun belgíska
þingið taka til uniræðu frum-
varp um breytingu á áfengis-
lögunum.
í landinu hefur um langt
skeið verið „hálf-bann“, svo að
ekki mátti veita vín eða neyta
þess í opinberum veitingahús-
um, aðeins í lokuðum klúbb-
um eða félagsheimilum. Vilja
þingmenn að meira frjáisræði
ríki í þessu efni.
Friðrðk Ólafsson
hraðskákmeistari Tafi-
félags Reykjavíkur.
Úrslit í hraðskákmóti Taflfé-
lags Rcykjavíkur urðu sem hér
segir
Friðrik Ólafsson fékk 24%
vinning af 26 mögulegum og
vann þar með titilinn hraðskák-
meistari Taflfélags Reykjavik-
ur 1954.
Næstur honum varð Jón Páls-
son með 19 vinninga og þriðji
var Guðjón M. Sigurðsson með
18%vinning.
Á 4. þús. gesta á
sýníitgu Nýja mynd-
listafélagshfs.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá hér! í blaðinu hefur
málverkasýningu Nýja mynd-
listafélagsins í Þjóðminjasafn-
inu verið framlengd til n. k.
sunnudagskvöld.
Aðsókn hefur verið mjög
mikil og hafa nokku'ð á 4. þús-
und gesta þegar sótt hana. Með-
al gesta er allsmargt skóla-
nemenda, en þeir fá ókeypis
aðgang að sýningunni.
Um s.l. helgi var búið að selja
um 40 myndir, og af þeim hafði
Listasafn ríkisins keypt þrjár
„grafik“-myndir eftir Jón
Engilberts.
Sýningunni lýkur n. k. sunnu
dagskvöld og skulu allir list-
unnendur minntir á að sækja
hana fyrir þann týna.
• Bandaríkin hafa boðið
Japönum matvælabirgðir,
100 millj. dollara virði, af
umfram birgðum. Greitt
yrði fyrir matvælin í jap-
önskum gjaldeyri, og nokk-
ur hluti kaupverðsins end-
urlánaður Japan.
Akureyri £ morgun.
Allar líkur benda til bess að
hinn nýi Akureyrarflugvöllur
verði tekinn í notkun fyrij- far-
þegaflugvélar á næstunni og er
þessa dagana unnið af kappi
að því að gera flugbrautina
lendingarhæfa.
Vísir hefur í tilefni af þessu
snúið sér til Arnar Johnson
framkvæmdastjóra Flugfélags
íslands og Gunnar Sigurðsson-
ar, sem nú gegnir embætti
flugmálastjóra í fjarveru
Agnars Kofoed Hansen.
Skýrðu þeir blaðinu frá því,
að ef ekki koma óvænt atvik
fyrir eða sérstök óhöpp, má
búast við að Akureyrar flug-
völlurinn verði tekinn í notkun
um næstkomandi mánaðamótj
og helzt gert ráð fyrir að hann
verði vígður 1. des. n.k.
Búið er að gera rösklega
1000 metra langa flugbraut og
er þessa dagan? unnið af
kappi að því að bera síðasta
slitlagið á hann, sem er fíngert
malarlag. Var fyrst horfið að
því ráði að bera í 30 metra
breiða braut, sem hægt yrði
að nota til bráðabirgða ef tíð
versnaði og ekki yrði unnt að
halda framkvæmdum áfram á
vellinum í vetur. En nú hefur
tíðarfar reynzt hið ákjósan-
legasta og ofaníburðinum því
verið haldið sleitulaust áfram.
Verður borið ofan í allt að 50
metra breiða braut og er gert
ráð fyrir því að verkinu verði
lokið undir mánaðamótin, ef
tíðin versnar ekki til muna.
Bráðabirgðaskýli fyrir far-
þega og farþegaafgreiðslu
hefur verið komið upp á vell-
inum, þannig að allar nauð-
synlegustu bráðabirgðaráð-
stafanir hafa þegar verið gerð-
ar til lendinga flugvéla á hin-
um nýja velli.
Enn er mikið samt ógert í
sambandi við flugvallargerðina
við Akureyri. Meðal annars
þarf að lengja flugbrautina og
hækka þá landið upp í því
skyni. Sömuleiðis þarf að
hækka landið fyrir athafna-
svæði fyrir flugstarfsemina og
verður það næsti áfanginn í
vallarframkvæmdunum. Fyrr
en það er búið verður ekki
hægt að koma upp varanlegum
byggingum á vellinurp-
Örn Johnson framkvæmdar-
stjóri Elugfélags íslands sagði
að félagið myndi fyrir sitt leyti
hefja reglubundið ^arþegaflug
til hins nýja vallar strax og
leyfi fengizt til þess frá Flug-
málastjórninni, sem væntan-
lega verður um n.k. mánaða-
mót. Úr því verður svo til allt
flug til Akureyrar um hinn
nýja völl, en Örn taldi þó mik-
ilvægt að Melgerðismelavell-
inum yrði haldið við fyrst um
sinn svo unnt yrði að nota
hann sem vara flugvöll.
Geysi mikil þægindi verða
það, bæði fyrir farþega og
Flugfélagið þegar nýi Akur-
eyrarvöllurinn verður tekinn
í notkun, því aðkeyrslan er
löng inn á Melgerðismela,
minnst % klst. hvora leið á
sumardegi, en oft mun lengur
á vetrum og stundum er þangað
með öllu ófært sökum snjóa-
laga. Að þessum nýja velli er
því hin mesta samgöngubót.
Rússar láta Kín-
verja fá herskip.
Dulles. utanríkisráðh. Banda-
ríkjanna, hefir gefið í skyn, að
kínverskir kommúnistar hafi
fengið herskip frá Rússum.
Er hann var spurður um
þetta sagði hann, að þeir hefðu
herskip, og lægi því í augum
herskp, og lægi því í augum
uppi hversu svara skyldi spurn-
ingunni.
Dulles hefir og lýst yfir, að
Bandaríkjastjórn sé að reyna
að afla sér upplýsinga um,
hvort það hafi við rök að styðj-
ast, að kínverskir kommúnist-
ar hefðu rofið sáttmálann um
vopnahlé í Indókína.
Rússar fá „síð-
itstu aðvörun".
Einkaskeyti frá AP.
Washington í morgun.
Bandaríkjastjórn hefur hafnað
seinustu orðsendingu Rússa varð
andi flugvélina, sem skotin var
niður við Japan.
Er þar neitað að viðurkenna,
að atburðurinn hafi. gerzt yfir
rússnesku landi, og verði endur-
tekning á slíku, muni Bandaríkja
stjórn til neyðast að láta eftir-
litsflugvélum i té vernd orustu-
flugvéla.
■\Viley formaður utánrikis-
nefndar öldungadeildar sagði um
þessa orðsendingu, að hún væri
alvarleg aðvörun, en á eftir
kæmu athafnir, ef árásir yrðu
endurteknar. — Er litið á þessa
seinustu orðsendingu sem hina
seinustu, áður en fyrirskipunin
um vernd verður birt.
Skotið á möiurskip hvai
veiðiflota Onassis.
Panamaistjórn sendir mótmæli.