Vísir - 18.11.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 18. nóvember 1954.
vtsm
IIIRÐ-
hlmh ir
34
• JERE WHEELWRIGHT •
þínar, Anthony, með því að fá þér til umráða góða eign, sem
verður ekki hægt að svifta þig, þótt eg verði dæmdur til dauða,
og sama mun eg gera fyrir þig, Francis. ,
Hestarnir brokkuðu hiður eftir Fléet-stræti, og menn Johns,
sem voru heitir af drykkju, byrjuðu að syngja. Anthony tók
fyrst til máls, og var þungur á brúnina.
— Eg stend með þér, hvort sem þú ánafnar mér landareign
eða ekki.
— Það er ekki úr háum söðli að detta, að því er mig snertir,
mælti Francis. —■ Ef eg man rétt, þá hefir Ráðið látið svo um
mælt, að því er mig varðar, að ég sé aðeins sjóræningi, sem hefir
bætt ráð sitt að nokkru leyti. Við skulum falla saman, ef ein-
hver á að falla. !
Þeir riðu þrír samhliða yfir Fleet-brúna, og voru einmitt að
ríða upp Ludgate-hæð, þegar John bað Francis að ríða til Alling-
ton-hallar í Kent með boð til bróður síns, þar sem hann skýrði
honum frá því, að Roger mundi hafa verið svikinn, svo að hann
ætti að flýja til Frakklands.
— Setjum svo, að hann vilji það ekki?
— Þá verður þú að koma aftur til mín án tafar og neyttu
ekki áhrifaríkari meðala, því að eg hygg ekki, að þessi síðasti
mánuður, sem þú hefir notið tilsagnar Anthonys hafi orðið til
þess að brúa bilið milli leikni þinnar og hans að því er snertir
vopnfimi ykkar.
— Eg get reynt, svaraði Francis með hægð.
— Svo að eg missi annan hvorn ykkar? Nei, komdu sam-
stundis aftur og gættu þess að hafa ekki nokkum ritaðan miða
á þér. Farðu varlega, Francis. Fjandmenn okkar eru margir,
svo að þú verður að beita klækjum og ríddu hestinum ekki of
illa. Það er mikilvægara eins og á stendur, að þú faxir án þess
að menn frétti um ferðir þínar en að þú verðir mjög fljótur.
Þá um kvöldið gaf John fyrirmæli um það, að heimamenn
sínir skyldu fagna krýningunni, en sjálfur notaði hann tækifærið
til þess að færa mönnum gjafir og heiðurslaun fyrir dygga þjón-
ustu. Stóð fagnaðurinn sem hæst, þegar Francis reið méð gætni
til Lundúnabrúar og Kent á hesti, sem AnthOny hafði söðlað
fyrir hann, meðan meistari WiIIiam hélt vörð. Þegar þeir fóru
aftur til krárinnar, gekk Ambrose svo gætilega út úr skuggan-
um, að meistara William varð bilt við, og jafnvel Ambrose
hrökk við einnig.
— Hann hefir ekki hreyft sig, herra Lane.
— Blackett?
— Já, hann situr hjá frú Hundsdon með ekki meiri svip á
andlitinu en slógdregin síld.
— Gott og vel. Þið farið báðir aftur til staðar ykkar og minn-
ist þess, að þeir verða langlífir, sem minnst tala.
Tólfti kafli.
Þegar John hafði haft dag til að jafna sig af drykkjunni, fór
hann aftur til hirðarinnar til að framkvæma það, sem eftir var
af heilræði Cecils. Þeir ráðsmennirnir, sem hann gaf sig á tal
við, til að skýra frá sakleysi Rogers, hlýddu annað hvort á hann
með fjandskap eða létu engin svipbrigði á sér sjá. Gardiner
Skósaían
Hverfisgötu 74.
Dömuskór frá 85,00
Allskonar
Barnaskór
Drengjaskór
Karlmannaskór
V örumarkaðurinn
Hverfisgöfu 74.
Ódýrt - Ódjrt
Camelpakkinn 9,00.
Allar matvörur eru ódýr-
astar hjá ökkur. Sendum
heim pantanir fyrir 300—
500.
V örumarkaðurinn
Framnesveg 5.
Kleppsholt!
Ef Kleppshyltingar þurfa
að setja smáauglýsingu f
Vísi, er tekið við henni f
Verzlun Guðmundar H,
Albertssonar,
Langholtsvegi 42.
Það borgar sig bezt að
auglýsa í Vísi.
BEZT AÐ AUGLYSAI VlSl
Hlý nærföt — bezta
vörnin gegn kuld-
anum. — Úrval í
öllum stærðum. —
L. H. MÚLLER
Á kvöldvökunnl.
Mismunandi uppeldi. Sagt er
að faðir Montaignes hafi látið
vekja hann á hverjum morgni
með hljóðfæraleik, og að Bis-
mark hafi látið slá með flötu
sverði á sæng sonar síns til að
vekja hann. Og Henrik 4.
Frakkakonungur heilsaði syni
sínum með þessum orðum á
afmælisdegi hans: „Guð gefi
að eg verði enn fær um að hýða
þig eftir 20 ár“.
•
— Hvernig líður honum
Mikkel vini þínum?
Hann er í tugthúsinu. Og eg
heimsæki hann stundum, svona
1 eða 2 mánuði í einu.
FIAT ÍIOO
Þetta er bíllinn, sem mest hefur veriS seld-
ur á þessu ári, af nýrri gerðum 4ra manna bíla. 70
vagnar eru þegar í notkun víðsvegar á landinu.
Eftirfarandi er tekið úr bresku hagfræðitíma-
riti um samanburð á þeim fjögurra manná bílum,
sem nú eru á markaðnum:
„Hér er lítill bíll, sem kemst um 80 mílur
á klukkustund (128 km.) með vél sem er
30% minni heldur en venjulega þarf til þess
að ná þessúm hraða, en benzíníieyslan er samt
ekki meiri, en sem svarar brenslu 40% minni
hreyfils . . . .“ (The Economist 23. okt. ’54).
Tvær gerðir fáanlegar. — A gerð kostar kr.
47,900.00 og B gerð kr. 50,530.00.
€B> 11« Mft'm
Jhi
P
ALLT
FYRlR
KjÖTVERZLANÍR.
þórfcur H.Teitssor\ Grettissötu 3. aimi 80360.
Nora-Magasín
Herraaxlabönd
Dreng j aaxlabönd
Sokkar allsk.
Belti
Rakvélar
Rakkústar
Rakkrem
Raksápa
Greiður, m. teg.
Baðsápa
Baðburstar
Baðsalt
Hárburstar
Hárklippur
Hárvatn
Shampoo
Skóhorn
Sígarettuveski
Öskubakkar alsk,
Vasaljós
V asalj ósabatterí
Kambar
Hárspennur '
Sendum gegn póstkröfu.
Nora-Magasm
Pósthússtræti 9.
£ & £ut‘nu<f\Ui
- TARZAN
1696
*: SUT THE APE-MAN WAS REAPV-----HE PIVOTSP
ÁŒOUNP ANP AIMEC' THE FULL FORCE OF GUSHiNG •
-ÍTÆ WVATER AT THE C.i-lAiZQlNG MQ&!
V Með Ötulli framgÖhgú. sými haf^i
Tarzan brátt tekizt að ráðá niður-
lögum eldsins.
Þó var síður en svo, að hættan
væri liðin hjá, því að nú réðust
bófar Lazars á hann.
Í2n Tar,zan vissi, hrað í váénclum
var, ög tók hraustlega á ir óti, eins
og hans var von og vísa.
Iiann beindi nú hinni kraftmiklu
vatnsbunu á bófalýðinn, er þeir
hrukku undan.