Vísir - 11.12.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 11.12.1954, Blaðsíða 8
! | VlSIK er ódýrasta blaðið og þó þaS fjöl- þreyttasia. — Hringið í síma 1660 ®g gerist áskrifeadur. Laugardaginn 11. desemner ísai Þeir, sem geiast kaupendur YÍSIS eftii 10. hvers mónaðar, fá blaSið ókeýpi* til mánaðamóta. — Simi 1660, Fyrstu raíljósin kveikt í 16 húsum fyrir S0 árum; mí nýtur §5% þjóðarinnar raforku. Enn eru aðeins hagnýtt 1,3% af áætlaðri yatnsorku á landinu. Hálf öld en liðin frá því raf- *nagn var í fyrsta sinn hagnýtt á Islandi, en nú njóta um 85% allra fslendinga rafmagns. Eins og Vísir skýrði frá fyrir skemmstu var það Jóhannes Reykdal í Hafnarfirði sem framleiddi fyrstur íslendinga .rafmagn, en sá sem fyrstur vakt máls á framtíðarmögu- leikum raforku hér á landi var Frímann B. Arngrímsson. Kom Frímann fram með á- kveðnar tillögur í þessu efni árið 1894, en þá þóttu þetta loftkastalar sem enginn taldi að ætti neina framtíð fyrir höndum. Raforkumálastjóri íslands, Jakob Gíslason, rafmagns- stjóí’inn í Reykjavík Steingrím- ur Jónsson og rafveitustjórinn í Hafnarfirði, Valgarð Thor- oddsen skýrðu blaðamönnum í gær frá upphafi raforkumála á íslandi, þróun þeirra til þessa dags og framtíðarmöguleika. Fyrsta rafstöðin á íslandi, sem talið er að hafi tekið til .starfa 12. des. 1904 var 9 kw. .sterk og framleiddi rafmagn fyrir 16 hús. Nú framleiða al- menningsrafstöðvar landsins 87.200 kw. Nú eru um 20 smærri og ■stærri almenningsvatnsafls- virkjanir á lapdinu, 27 diesil- rafstöðvar og 1 gufuaflsstöð. Auk þessa eru svo allmargar einkarafstöðvar til heimilis- nota og atvinnurekstrar og á- ætlað að þær einar framleiði um 15 þúsund kw. Árið 1920 höfðu um’ 12000 íbúar í 14 kaupstöðum og kaup- túnum fengið afnot raforku frá almenningsrafveitum, en íbúa- talan á öllu landinu var þá um 93.000. Næsta áratugum á eftir varð ör þróun í þessum efnum og um 1930 höfðu nær allir íbúar í kaupstöðum og kaup- túnum fengið raforku frá al- menningsveitum. í árslok 1953 höfðu 122 þúsund landsmanna afnot raforku frá almennings- veitum og talið að um 8 þús- und manns hafi notið rafmagns frá einkarafstöðvum. Þannig hafa nú um 85% allra lands- “búa afnot raforku. Bókfært verð allra rafvirkj- -ana, sem nú er í notkun er 440 Börn og gamaSsnesmí bressita innl N. York (AP). — Nýlega 't>rann gamalmennahæli í Ger- mantown í Marylandfylki tíl ösku. Fjórar gamlar könur brunnu inni, en unnt var að bjarga 18 öðrum gamalmennum. Sama dag brann hús eitt í Cleveland og fjögur börn inni, systkini. Það elzta var 4ra ára. Móðir þeirra hafði brugðið sér í næsta hús. mlljónir króna, en heildar- tekjur rafveitnanna á árinu sem leið nam 65 millj. kr. Nú er lengd allra rafmagns- leiðslna á landinu 2700 kíló- metrar, og í notkun eru rúmlega 20 þúsund rafmagnseldavélar, sem jafngildir því að tvö af1 hverjum þremur heimilum hafa rafmagnseldun. Vatnsaflið á íslandi er meir, en sennilega í nokkuru öðru menningarlandi heims ef mið- að ér við fólksfjölda. Samkvæmt áætlun Jóns Þor- lákssonar er hann gerði á sín- um tíma á vegum Fossanefndar, er vatnsorkan talin um 25 þús- und milljónir kílowattstunda á ári, en til þessa hefur aðeins verið virkjað sem nemur 330 milljónir • kílówattstunda, eða aðeins 1.3% af áætlaðri virkj- unarhæfnri orku. Sumir telja að enn megi hækka áætlun Jóns Þorlákssonar, varðandi vatns- orkuna á íslandi um 50%. Er nú unnið að rannsóknum á virkjunum víðsvegar um land og þar á meðal unnið að kort- lagningu vatnasvæða helztu stóránna á íslandi svo sem Þjórsár, Hvítár, Jökulsár á Fjöllum, Jökulsár á Brú, Lag- arfljóts, Blöndu o. fl. Ljós- myndr hafa verið teknar úr lofti og verða teknar á næstu árum af þessum svæðum, en síðan gerðir uppdrættir eftir ljósmyndunúm. Kortagerðin ein af þessum svæðum er talin kosta um 5 millj. króna, auk alls undirbúnings kostnaðar við hana, sem nemur vafalaust öðru eins. Eftirleiðis verðUr stefnt að því eftir megni að byggja fá orkuver en stór og dreifa ork- unni síðan með leiðslum sem víðast um landið. Eins og áður hefur verið get- ið verður opnuð sýning í Hafn- arfirði á morgun í tilefni hálfr- ar aldar afmælis rafmagns á Islandi og auk þess sérstakur þáttur helgaður því í dagskrá Ríkisútvarpsins eftir hádegið á morgun. Blásararislr skiidu ekki augiýsingarnar. Ástæðan fyrir því, að sýning féll niður á ballettunum í Þjóð- leikhúsinu nýlega vegna þess að nokkra hljómsveitarmenn vantaði, mun hafa verið sú, að því er Vísi hefur verið tjáð, að hér var um útlendinga (Þjóð- verja) að ræða, sem skilja ekki íslenzku og munu því auglýs- ingarnar hafa farið fram hjá þeim. Hins vegar kom tilkynningin á töflu Þjóðleikhússins ekki fyrr en eítir helgi, en hljóð- færaleikararnir voru síðast í Þjóðleíkhúsinu á sunnudag. — Indverjar hafa reist sjálfstæðis- hetju sinni, Mahatma Gandhi, minnismerki í borginni Baroda. Er styttan, sem er um 3 m. á hæð gerð af Evrópumanni, er starfar við háskólann í Baroda, 18 í fiokkagftsnu Rvikur. Flokksglíma Reykjavíkur verður háð í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á morgun og hefst kl. 15.00. Þátttakendur verða 18 frá tveim félögum, Glímufél. Ár- manni og “Umf. Reykjavíkur. Glímt verður í fimm flokk- um, þrem þyngdarflokkum, unglinga og drengjaflokki. í I. flokki glíma Anton Högnason, Á. Kristján Heimir Lárusson, U.M.F.R. sem er nú- verandi íslandsmeistari í ung- lingafl. og Karl Stefánsson U.M.F. Reykjavíkur. í II. flokki glíma Gísli Guð- mundsson, Á., núverandi ís- landsmeistari, Kristmundur Guðmundsson, Á., núverandi Reykjavíkurmeistari, Guð- mundur Jónsson frá U.M.F. Reykjavíkur ásamt fleiri góð- um glímumönnum í III. flokki glíma meðal annars Bragi Guðnason og Baldur Oddsson báðir frá U.M. F. Reykjavíkur. - í Unglingaflokki glíma þeir Erlendur Björnsson og Hannes Þorkelsson. í Drengjaflokki eru 6 þátt- takendur, margir mjög efni- legir glímumenn. Úrslit eru mjög tvísýnt í öll- um flokkum og verður glíma þessi því mjög spennandi. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. 1 Glímufélagið Ármann sér um mótið. 0 Undirnefnd afvopnunarnefnd ar SÞ. hefur fundi I London í febrúar. Eftirtalin lönd eiga fulltrúa i nefndinni: Bret land, Bandaríkin, Frakkland, Kanada og Ráðstjórnarríkm Framanskráðar upplýsingar eru eftir einum úr hljómsveit- ’inni. 40 Selfyssingar Árás McCarthys ,,boomerangí4 Spurningaþáttur Sveins Ás- geirssonar var tekinn upp á Sel- fossi í gærkvöldi, eins og auglýst hafði verið. Heita mátti að húsfyllir væri og gengu spurningar og svör svo greitt, að teknir voru 40 menn til spurninga, en áður.hafa aldrei verið teknír fleiri en 30. Fyrstu verðlaun voru óperurnar Cavail- eria Rusticana og Bajzzð (Pag- liacci, sem fluttar ver'ða í Þjóð- leikiuisinu um jóiiri, á plötum frá IIis Master’s Yoice, önnur yerðlaun Reyrisluár, eftir Thor Jensen og Hér er kominn Hoff- inn .. eftir Guðm. G. Hagalín, og þriðju verðlaua Minningar og skoðanir, eftir Einar Jónsson myndhöggvarar. Stúikur bör&u boxarann í rot. N. York (AP). — Það er oft orfitt að vera frægur, en um daginn reyndist erfiðara að vera ferðafélagi frægs manns. Söngvarinn Eddie Fisher kom til Kansas City nýlega, og brauzt stúlknafjoldi framhjá lögreglunni til að komast inn í járnbrautarklefann tií hans. í hamaganginum slógu þær mann í rot, er var í sama klefa. Var það Barney Ross, fyrrv. Bandaríkjameistari í veltivigt" Leonard Hall, formaður nii3i* stjórnar flokks republikana, hef-. ur komizt svo að orði, að áráa: McCarthy á Eisenhower mumi, hafa algerlega gagivstæð áhrif viSSi það, sem hann ætlaðist til. Kveðsl Hall vera sannfærðuí*. um, að mikill meiri hluti þjoð- arinnar, jafnt republikanar Setn. demokratar, muni haldá áfraia að slyðja Eiscnhower. „Fi'æitkan" ©r aé verða metbikrst Ll. Rúm 16.000 manns hafa séð gamanleikinn „Frænku Charleys'5 sem Leikfélag' Reykjavíkur hefar. sýnt undanfarið, ævinlega viS húsfylli. í dag er „Frænkan“ sýnd i 55. sinn, og er ekkert lát á aðsókn- inni. Hefur ekkert leikrit L. R. verið sýnt jafnoft á einu ári, þegar frá eru talin „Gullna Mið- ið“ og óperetta»*„Nitouche“, Verið er að æfa „Nóa“, ióla- leikrit L. R„ og miðar æfingum ágætlega áfram undir leikstjórm Lárusar Pálsspnar, sem fengið hefur leyfi frá störfum við ÞjóS- leikliúsið. Eklci er víst', að frumsýning verði á 2. í jólum, enda er frum- sýning \i Þjóðleikhúsinu þana dag, en forráðamenn L. R, líta svo á, að það sé ekki heppilegt, að frumsýningar skuli vera á báðum stöðunum sáma kvöldið. Síam krefst örottflutnings flottamanna. Bangkok (AP). — Stjóm Síams mun krefjast þess af SÞ, að þau sjái um brottflutning 50,000 flóttamanna frá Viet- nam. Er haldið uppi kommúnisk- um áróðri meðal flóttamami- anna og óttast stjórn Síams, að þeir kunni að. vexða einskonar fimmta herdeild í landinu. Því verði Sameinuðu þjóðirnar að sjá um brottflutning þeirra. „Sugar Ray“ leiðut á að dansa New York. (A.P.). — „Sugar Ray“ Robinson, sem var un» skeið heimsmeistari í mið- þungavigt, er byrjaður hnefa- leika á ný. Hætti hann „störfum“ fyrir tveim árum, enda vellríkur, og söng og dansaði í næturklúbb- um. Nú er hann orðinn leiður á því og ætlar að berjast um tíma. Lauk fyrsta bardaganum með jafntefli, en Robinson er sagður í ágætri æfingu. Þ<Via er.frú Anni Ludvigsen, 99 ára gömul, dönsk kona, sen* nýlega brá sér í flugvél (sjúkraflugvél) utan af Indshyggðiiml til Kaupmaimahafnar. Með henni er hjukrunarkona.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.