Vísir - 25.01.1955, Qupperneq 4
VÍSIR
Þriðjudaginn 25. janúar 1955.
DAGBLAD
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
. Skrifstofur: Ingólfsstræti S.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. .
Lausasala 1 króna,
Félagsprentsmiðjan h.f.
Leikritið Gissur jarl.
SAS og itorræn samvmna.
Það fór eins og ætla mátti, að það hefur vakið athygli víðar
. en hér á landi, að sænska stjórnin skyldi segja upp loft-
ferðasamningi sínum við íslendinga, og þykjast menn erlendis
sjá, hvar fiskur liggur undir s.teini í þessu máli. Hefur til
dæmis Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning ritað um málið,
en það blað nýtur einna mests álits allra blaða á Norður-
löndum og hefur oft sagt sænsku stjórninni til syndanna, þegar
því hefur þótt ástæða til þess.
Þetta sænska blað skýrði meðal annars frá því, hvernig
Scandinavian Airlines System — eða SAS eins og það er
kallað í daglegu tali — hafi sífellt beitt áhrifum sínum til að
koma í veg fyrir, að önnur flugfélög gætu haldið uppi flug-
samgöngum innan Norðurlandanna, af því að þetta félag taldi
sér ekki henta, að þau stunduðu þá starfsemi. Blaðið bendir
einnig á það, að SAS hafi getað komið því svo fyrir, að Norð-
maðurinn Braathen fengi ekki framlengt leyfi til flugs til
Austurlanda, þegar hann hafði byggt upp flugstarfsemi á
. þeim slóðum, og hafði tekizst að sigrazt á þeim örðugleikum, er
gerðu vart við sig í byrjun.
Þegar á þetta er litið og ýmislegt fleira, er blaðið ekki í
vafa um, að SAS standi að baki uppsagnar loftferðasamn-
ingsins við íslendinga, því að við erum, eins og þau félög, sem
SAS hefur tekizt að brjóta á bak aftur með bolabrögðum, fáir
og lítils megandi. SAS hefur ekki ráðizt á garðinn, þar sem
hann. hefur verið hæstur áður, og Göteborgs Handels- och
Sjöfartstidning telur fráleitt, að félagið telji sér fært að gera
það síðar. Því að vitanlega eru ýmis erlend félög margfalt
skæðari keppinautar en Loftleiðir, en þau eru hinsvegar frá
stórþjóðum, sem SAS eða þau stjórnarvöld, sem félagið getur
'beitt fyrir sig, treystast ekki til að glíma við, og verður því að
ráðast á þá, sem minni eru.
Fulltrúar íslendinga í Norðurlandaráðinu munu fara til út-
landa á morgun, og hefst fundur í ráðinu síðar í vikunni. Þeim
gefst gott tækifæri til að kynna mönnum sjónarmið íslendinga
í átökum þeim, sem SAS er að koma af stað, ekki sízt af þvíj
að Norðurlandaráðið er stofnað fyrst og fremst til að auka
og efla norræna samvinnu. Ráðið getur ekki lálið þetta mál-
afskiptalaust, því að athæfi SAS er hættulegt tilræði við'
norræna samvinnu. Það kann að vera, að hinar Norðurlanda-
þjóðirnar telji, að norræn samvinna geti verið án íslendinga,
en það er^kki samvinna í hinum rétta skilningi orðsins, þegar
aðilar geta ekki. treyst því, að hinn sterki eða hinir sterku
neyti ekki aflsmunar, þegar þurfa þykir. Það ér einmitt þetta,
sem hér er um að ræða. Fulltrúar íslendinga í Norðurlandaráð-
inu geta bent á þetta, þegar þessi mál ber á góma í utanferð
þeirra, og það gera þau vafalaust, því að menn hafa veitt at-
hæfi SAS athygli og finnst hún vera aðstandendum þess tii
lítils sóma, hvernig sem á er litið.
Fríiun rjúpunnar.
"Xýísir skýrði frá því nokkru fyrir áramótin, að fuglafræðingar
" litu svo á, að rjúpnastofninn hér á landi væri um þessar
mundir í hámarki, og mætti því gera ráð fyrir, að hann félli á
þessu ári eða næsta, eins og ævinlega hefur átt sér stað með
nokkru árabili. Átti blaðið tal um þetta við Finn Guðmundsson
fuglafræðing, sem er manna fróðastur um rjúpuna og háttu
hennar, og hefur hann áður látið í Ijós þá skoðun sína, að
.rjúpnastofninum stafi ekki hætta af því, þótt leyft væri að
veiða hana meira en gert er, þ. e. a. s. að friðunartíminn væri
styttur, en nú er aðeins heimilt að stunda rjúpnaveiðar skamm-
an tíma framan af vetri.
Verður fróðlegt að fylgjast með því, er þar að kemur, hvort
rjúpan hverfur nú á þessu ári eða hinu næsta, og ef það verð-
ur, mætti gjarnan endurskoða friðunarákvæðin, sem hana
snerta. Áður fyrr var mikið um útflutning rjúpu, og var hún
eftirsótt. Mundi vafalaust mega hefja útflutning á nýjan
leik, ef losað væri um friðunarákvæðin, svo að menn veiddu
fyrir meira en markaðinn innanlands.
Páll Kolka: Gisstír jarl,
leikrit í fimm þáttum.
1955.
Hryggileg stund, er Sturl-
unga freistar ekki lengur tiL
umhugsunar og heilabrota.
Vonandi fjarlæg stund. Fáar
bækur eru jafn espandi af-
lestrar. Upp af hverri blaðsíðu
rís heitur andardráttur, blóð-
gufur, eimur hrikalegrar ald-
ar. Hér eru karlmenn á ferð,
hér eru hross, hér eru kohur.
Hin kynjasterka blanda orkar
á skilningsvitin líkt og hvera-
svæla. Ógn býr undir, Bufta
er heiðríkja sögunnar, kubb-
aður hver bláþráður, rök
þrotin — út og suður skjótast
menn og níðingar, öðlingar og
svívirðingar, engin upptalning
tjóir hér, mannlífið ’byltist
fram í hvítfysstri holsfceflu.
Sturlunga-öld. Öldin, sem
kallar hærra og sárar til nú-
tíðarmanna en nokkur önnur í
íslendi-ngasögunni.
. Það væru hin mestu firn og
augaljós doðamerki, ef vér ætt-
um ekki í ræðum og fræðum,
Ijóðum og leikritum einhýerj -
ar tilraunir til þess að leysa
brennandi spurningar aldar-
innar. Þrjú leikritaskáld hafa
þannig reynt að varpa Ijósi
yfir athafnir og persónu Giss-
urar jarls, þess manns, er alira
sjónir hljóta að beinast að um
það er lýkur öldinni. Eggert Ó,
Brím reit Gizurr Þorvaldsson,
leik í 5 þáttum, prentaður i
Draupni,’ ársriti Torfhildar
Hólm 1895, Gísli Ásmundsson
reit Gissur jarl, leikrit í 5
þáttum og er prentaður éinh
þátturinn í Rauðum penrtum.
1937, en nú síðast kemur Páll
læknir Kolka fram með fimm
þátta leikrit sitt og nefnir
Gissur jarl, eins og Gísli.
Nýjasta Sturlungu-leikritið
á sammerkt hinu elzta í þvl, aö
bæði hafa fjölda persóna og
veikir tilburðir að glæða allan
obbann persónulegu lífi á íeik-
sviði. Langflestar persónúr
Kolka-leikritsíns standa í koí-
skugga sögunnar, nútíraa-
manninum tekst ekki með
neinskonar kastljósum, dreyfi-
kösturum eða punktljósum að
skýra andlitsfall eða vaxtarlag
Sturlungans í sótugu skála-
myrkrinu þar sem kolan ein er
til Ijósa. Þar sem höfundur
cinbeitir lýsingu sinni svo sein
í viðræðu Snorra og Arinbjörns
prests fyrir vígið í Reykholti,
eða samræður þeirra Andrés-
sona fyrir aftöku Þórðar, kotna
persónurnar að vísu fram í
hinu nýja Ijósi en svo sem utan
við sjálfar sig, fjarrænar með
viturlegar orðræður í hverju
tilsvari. Þessir kaflar éru
skemmtilegir aflestrar sem
skynsamlegar skýringargreinar,
höfundar sjálfs við persóhu-
sögu og pólitíska sögu aldar-
innar, meir eða minna út frá
straumhvörfum vorrar aldar.
Lífi leiksviðsins lifir leikritið
hvergi, en það er ful.lt a£
skarplegum athugásemdum og
það ber fagurt vitni um sögu-
ást og' Sturlungu-áhuga höf-
undar, sem stendur á sextugu
í dag og hefur með hyerju
hjartaslagi sínu lifað samtíð
sinni. Megi honum heill af
standa, þó. að leikrit.hans verði
ekki sýnt í bráð á litlum og
þröngum leiksviðum landsins.
L.S.
Orðsendingu Svía
svarað.
Utanríkisráðuneytið hcfui' nú
svarað orðsendingu sænsku
ríkisstjómarinnar um uppsögn
loftferðasmningsins milli Is-
lands og Svíþjóðar, sem gerður
var 3. júní 1952.
í svari sínu lætur ráðuneytið
í Ijós vonbrigði ríkisstjórnar
íslands yfir því, að ríkisstjórn
Sviþjóðar skyldi segja upp
samningnum í stað þess að
reyna að jafna ágreinings-
atriðin, sem upp hafa komið um
túlkun ákvæða hans, með við-
ræðum eða málskoti til gerðar-
dóms samkvæmt samningnum
sjálfum.
íslenzka ríkisstjórnin telur
sig því miður eigi undir það
búna að hefja umræður um
nýjan loftferðasamning í
Stokkhólmi 31. janúar, svo sem
sænska ríkisstjórnin hafði
stungið upp á, enda telur hún
að uppsögn. samningsins muni
verða rædd á fundi Norður-
landaráðs í Stokkhólmi í lok
þessa mánaðar í sambandi við
tiliögu, sem er á dagskrá þess
fundar, um bættar samgöngur
milli íslands og annarra Norð-
urlanda.
Hefur ráðun'eytið því beint
þeirri fyrirspurn ríkisstjórnar
íslands tíl sænsku ríkisstjórn-
arinnar, hvort hún geti fallizt
á, að fulltrúar þeirra eigi við-
ræður um ágreiningsatriðin í
Reykjavík hinn 29. marz n.k.
og reyni að ná samkomulagi
um túlkun nugildandi samn-
Íngs. .....
SKIPAUTGCRÐ
RIKfSINS
Hekla
austur um land í hringferð
hinn 28. þ.m. Tekið á móti
ilutningi til áætlunarhafna
austan Húsavíkur, í dag og
árdegis a morgun. Farseðlar
seldir á fimmtudag.
RLs. Herðnbreið
Tekið á móti flutningi til
Hornafjarðar, í dag. —
n
rSkaftfe!lingnri
fer til Vestmannaeyja í kvöld.
Vörumóttaka í dag.
ÚTSALAN ,
hddur áfram
Aísláttur aí öllum vörum
IA.UC.AVEG 10 - StMI 3387
Bergmáli hefur borizt fyrir-
spurn frá konu, sem spyr, hvort
afgreiðslustúlkur i verzlunum,
sem ekki liafa verzlunarskóla-
menntun eða aðra hliðstæða, getí
krafizt sama kaups og þær, sem
þá menntun liafa.
Tekur tíma.
Vísir leitaði sér upplýsinga urn
])etta í skrifstofu V. R„ og er
svarið á þessa leið: Stúlkur með
verzlunarskólapróf eða hliðstæða
menntun ná taxtakaupi á 1. ári.
Ilins vegar hækka hinar, seui
ekki hafa nefnda menntun, í
þctta sama kaup á 5 árum, smátt
og smátt, en eftir þann tíma ber
að greiða þeim saina kaup. Vænt-
ir Bergmál þess, að þetta sé full-
nægjandi svar við þvi, sem um
var spurt.
Sýnið tillitssemi.
„Austurbæingur“ hefur beðið
Bergmál að koma þessu á fram-
færi: „Mikið vantar á, að öku-
menn sýni fótgangandi fólki nægi
lega tillitssemi. Eg á sérstaklega
við, að margir ökumenn aki ó-
varlega þegar krap er eða pollar,
og skvetti á vegfarendur, sem
ekki eru nógu fljótir að forða sér.
En vegfarendur eiga alls ekki að
þurfa að taka til fótanna, þó að
bíll nálgist. Það er skylda öku-
manna að liægja svo á ferðinni
og haga þannig akstrinum, að
menn séu ekki ausnir auri eða
krapi. Má benda a, að. fólk getur
kært slíkt athæfi og fengið sér
dæmdar skaðabætur, og þetta
ættu menn að gera. Þetta á eng-
um að haldast uppi.
Ekki sjón að sjá.
Fyrir nokkru kom þetta fyrir
mig í einni af hliðargötum mið-
bæjarins. Eg var í grandaleysi’að
tala við mann á gangstéttinni, en
stóð alveg við götuna. Þá þeysti
bíll framhjú og jós á mig grugg-
ligu vatni við ræsið. Eg var í
„betri fötunum", nýpressuðum
buxum, en þegar billinn var far-
inn hjá, vaV ekki sjón að sjá, enda
fannst konu ininni þetta slæmur
„útgangur“ á inér, þegar ég kom
heim. Því riiiðúr náði ég ekki
númerinu á bílnum, annars hefði
ég kært bílstjórann og tekið
kunningja minn, sem með mér
var, sem vitni. En þetta geri ég
næst, ef slíkt kemur fyrir.“
Bergmál vill gjarna taka und-
ir með „Austurbæing“. Bílstjór-
ar og aðrir ökumenn eru auð-
vitað ákaflega mismunandi, eins
og fólk yfirleitt, og sumir eru
glannar, sem enga tillitssemi
sýna. Við viljum þess vegna skora
á ökuinenn yfirleitt að reyna að
setja sig í spor þeirra, sem á fæti
efu, og fara varlega, þegar færð
er ill og viðbúið, að skvettist und
an hjólum bílanna. En um leið
mætti líka brýna fyrir fótgang-
andi fólki að sýna ökumönnum
þá tillitssemi að gá vel í kring-
uni sig þegar l'arið er yfir götu,
eins og við höfum áður gert. Öll
eigum við tiltekinn rétt, en þar
í mót koma skyldur. Ekki ber að
gleyma því.
Bústaðahverfisbúar
Ef þið þurfið að setja
smáauglýsingu ; dagjblaðið
Vísi, burfið þið ekki að
fara lengra en í
Bokabu&na
Hóbng:arði 34,
-x-‘T- -i-fe- ^ -■ ■ - -- --i-