Vísir - 25.01.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 25.01.1955, Blaðsíða 7
I>riðjudaginn 25. janúar 1955. vtsra IIIRI k iœkir 74 JERE WREELWRlStiT bær í Gloucestershire, þótt hann sé fjarri Bristolveginum. Ná- lægt Cricklade brúnni höfðu þeir náð herramanni nokkrum og þjóní hans, sem riðu þar í rólegheitum eftir þjóðveginum. Þessir menn voru ekkert flóttalegir, öðru nær, ósköp rólegir og áttú sér einskis ills von. Já, aðstoðarmenn lögreglumannsins náðu þeim án þess þeir yrðu þeirra varir fyrr en þeir voru komnir að þeim. Nú sáu aðstoðarmenirnir þegar, verðir laganna, þegar í stað, að þetta gátu ekki verið aðrir, eftir lýsingum að dæma, en þeir tveir menn, sem leitað var út um allar jarðir. En þjónn- inn bar ekki hraðboðaeinkennið lengur. í stað þess að láta sem þeir þekktu þá ekki og ríða áfrarn til Cricklade og gera lög- reglunni þar aðvart, til þess að nægur mannafli yrði til að liandjáma þorparana, kölluðu þeir þegar til þeirra og skipuðu þeim að gefast upp, og brugðu korðum sínum. Það, sem svo gerðist — tja, það var ekki svo auðvelt að lýsa því, þar sem verðir laganna voru ekki alveg vissir um það sjálfir eftir á. En að því er virðist litu þorpararnir á það sem hreina fjarstæðu að gefast upp, heldur riðu gegn þeim, lögðu til atlögu við þá. Herramaðurinn sló þegar korðann úr hendi andstæðings sína, en þjónninn hafði beygt sig er andstæðingur hans reiddi upp korðann, og kippti honum úr söðlinum, en mnu hafa særst á upphandlegg. Flóttamennirnir höfðu þar næst tekið þá og bundið og keflað þá og borið þá út á akur. Belti þeirra notuðu þeir til að binda þá og tætlur úr skyrtum þeirra til þess að mýla þá. Þeir skildu þá eftir í skurði. Og þar lágu þeir til morguns þar til aðrir laganna verðir, sem óttuðust um þá og voru farnir að leita þeirra, fundu þá illa á sig komna, en herramaðurinn og þjónninn höfðu komist yfir Crocklade brú, án þess að nokkur tilraun væri gerð til að hefta för þeirra. Þjónninn virtist hafa náð í kápu og gat þannig leynt því, að hann var sár. Lögreglumaðurinn sleikti varirnar, er hann hafði lokið máli sínu, og mændi vonaraugum á flöskuna, en Sir Edwards lést ekki taka eftir því og greip nú pennann og fór að skrifa í ékafa. Því næst henti hann bréfinu í Sir Daniel og bað hann lesa. í bréfinu stóð aðeins, að jarlinn, föðurlandssvikarinn, og félagi hans, hefðu flúið vestur á bóginn inn í Gloucestershire, én þeim væri veitt eftirför, og mundu verða handteknir þá og þegar, og svo undirrituðu fógetamir í Berkshire bréfið. Sir Edward skipaði hestasveininum sínum, að ríða hvað af tæki með bréfið, og hvílast ekki fyrr en það hefði verið afhent. Nokkrum klukkustundum áður en þeir ræddust við Sir Edward og Sir Daniel og að því loknu sendu menn sína af stað ríðandi hvað af tók' með bréfið til Ráðsins og gerðu frekari ráð- stafanir til þess að handsama flóttamennina, var Francis Killigrew á verði yfir sofandi félaga sínum í skógi nokkrum, og var aðeins farið að bregða birtu. Svalt var og barði Francis sér sem ákafast til þess að halda á sér hita. Þetta hafði verið auma nóttin, og það sem verst var, eins og nú var að koma í ljós, þeir höfðu látið fyrir berast í litlum skógi, en ekki miklum, eins og þeir höfðu haldið um kvöldið, og þar sem komið var að fótaferðartíma, og þeir gátu ekki látið skóginn skýla sér, voru þeir í mikilli hættu, þar sem fljótlega mundi til þeirra sjást. Francis leit kringum sig, er orðið var dálítið bjartara, og sá að þeir voru staddir á skógi vaxinni smá hæð, en við rætur hennar var þorp, og var þegar farið að rjúka þar hjá bændum. En nú, í fyrsta skipti í tvo sólarhringa, var hann alveg hárviss um hvar þeir voru staddir, því að hann bar kennsl á kirkju- turn, sem blasti við í eigi mikilli fjarlægð. Hann brá þegar við og gekk að félaga sínum, sem hvíldi, óhreinn og tötrum klæddur undir eikartré. — Vaknaðu, lávarður minn,“ sagði hann allhress í bragði, við eigum ekki ófa'rnar nema 3—4 mílur til Sir Hilary, en þar sem farið er að rjúka í Riddinghopþorpi, er hyggilegast fyrir okkur að hafa hraðan á. John bærði á sér, geispaði og settist svo upp við dogg, en bar fljótt vinstri hönd sína að upphandlegg hinnar hægri. — Afsakaðu, eg hefi víst sofið lengur en vera skyldi. Jæja, hváð er næst fyrir hendi? Svo horfði hann næstum ásakandi augnaráði á Francis. — Francis þú hefur breitt kápu þína yfir mig? — Þú varst á verði meðan eg svaf undir henni. En hvað skal gera, lávarður minn? Eg sting upp á, að við leggjum þegar af stað til húss Sir Iiilarys. Þar getum við matast og fengið ný klæði. Og riddarinn og lafði hans, Ann á eg við, geta kvakað saman stundark'orn og búið sig til ferðar. Geturðu staðið upp hjálparlaust, eða viltu að eg hjálpi þér? — Ætli eg get ekki staðið á löppunum, en eg verð að játa að mig' sárkennir til, svo að eg mun ekki geta hjálpað þér til að leggja á. — Eg get lagt á einn, auðveldlega, sagði Francis og tók þegar til við það. Annars hefi eg frekari góð* tíðindi að færa. Eg hefi komið auga á stíg, sem við getum farið, án þess til okkar sjáist úr þorpinu. — Hamingjunni sé lof og þökk fyrir það. Mig langar ekkert til þess að leggja leið mína um akra, þar sem hvergi er hægt að leynast. 'Eg er búinn að fá mig fullsaddan á því. Og þar eru óhræsis hundarniy Vorum við langt úr leið? — Ekkí svo mjög, þótt eg fc-mi dálítið of austarlega. Ef við hefðurn ekki villst, svo. að við vissum hvorki upp né niður, hefðum við getað sofið undir þaki Sir Hilary’s í síðastliðna nótt. Margt hefir líka orðið okkur íil trafala, eins og þú gafst i skyn áðan, skurðir og annað. Og lávarður minn, ég veit ekki hvernig ég lít út, en það er ekki sjón að sjá þig. — Réttu mér tauminn, Francis. Nei, þú þarft ekki að hjálpa mér á bak.og nú skulum við komast af st-að. Maginn er líka í megnasta ólagi. Eina huggunin er, að skálkunum, sem við skildum eftir í skurðinum, hafi liðið enn verr en okkur, því að þeir hafa verið blautir. Það var allmikið vatn í skurðin- um. Þeir voru nú komnir á stiginn, sem Francis hafði talað um og nú gátu þeir þvingað hestana til skokks. — Okkur hitnar á leiðinni, ef við látum klárana brokka eða ríðum skokk. — Það gleður mig, að þú skulir vera svo hress og kátur, lávarður minn. — Hví skyldi ég ekki vera það? Við höfum leikið á Otter- bridge Íávarð og í kvöld ættum við að vera í Somerset, komnir drjúgum áleiðis til Devon. Hvar hafðirðu í huga, að við leituð- um hælis í bih? — í Meneiphæðum, lávarður minn, nálægt Axbridge og Wells, eða þar sem hentara kann að þykja, eftir því hvert okkur ber á flóttanum. Við verðum að gæta sérstakrar varúðar milli Bristol og Bath. Þá verður leitin komin á algleyming og við verðum að gæta þess, að ana ekki beint í flasið á leitar- mönnum okkar, eða þeim sem fara með makt og miklu veldi til þess að handtaka Sir Hilary. Það má vera, að þeim hafi enn ekki berist neinar handtökufyrirskipanir og kannske grunar þá ekki enn hverjír við erum, en það er bezt að hætta ekki á neitt. — Við verðum að dulbúast. — Nú skulum við ráð'gast um þessi mál við Sir Hilary. Þeir fikuðu sig áfram, unz þeir komu að hliði, en handan við k kvoMvðkunnl. Farþegi í svefnvagni segir við lestai'þjónninn: „Hvað er hér um bil meðalþónknun, sem þér fáið fyrir þjónustu yðar á þess- ari leið? „Einn dalur, góði herra.“ Ferðamaðurinn rétti honum þegar 1 dal, en hami þakkaði óðamála með hrifningu. „Góði herra, þér eruð sá fyrsti maður, sem nokkru sinni. hefir greitt mér meðalþóknun.“ sjaldan minntist hann á hana við vin sinn. Svo kom að því, að Murphy fekk bréf og Den- nis purði „Frá hverjum er það?“ „Það er frá konunni mimii,“ svaraði Murphy. vEn Murphy,“ sagði Dennis í mótmæla skyni, er hann sá vininn draga hvítt blað úr um- slaginu. „Það stendur ekki stakt orð í bréfinu!" „Veit það,’4 svaraði Murphy. „Við tölumst ekki við núna, konan mín og eg.“ • O’Flynn gat ekki' verið við jarðarförina, en þegar henni var lokfð kom Rafferty og sagði honum hvernig allt hefði þar farið fram. Allt var svo fram- úrskarandi indælt. Fegurstu blóm huldu kistuna. Allt fólk Úr þorpinu, smátt og stórt, var þarna viðstatt. „En hann Fla- nagan,“ sagði Rafferty argur —- „bölvaður naglinn hann Flanagan — heldurðu að hann hafi eltki þurft að detta þarna og brjóta á sér löppina! Og þar með var ÖU ánægjan eyðilögð!“ MARGT A SAMA STAÐ /?. BunmqhÁs 1736 Þá þögnuðu trumburnar skyndi- lega, en Manga brá spjótinu og snart Tarzan með oddinum. Þetta var eins konar merki um, að nú skyldi aðalviðhöfnin' hefjast. Villimennirnir þeyttu nú blysum að hálmviskum og. greinum, sem lágu við fórnarstólpana. Villimannahöfðinginn Manga æstx sig æ meira í dansinum, og rak síðan upp mikið öskur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.