Vísir - 01.02.1955, Side 1

Vísir - 01.02.1955, Side 1
45. arg. Þriðjudaginn 1. febrúar 1955 25. tbl. Enn évíst hvort lína sendír fiiftriía tli N. Y. Eisenhower ræðir við trúna mw- iineiiii sina. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Fuiltrúi Ráðstjórnarríkjanna í Öryggisráðinu hefur lagt til, að Pekingstjórninni verði boðið að senda fulltrúa á fund Öryggis- ráðsins. • •ÁSur hafði fulltrúi Nýja Sjá- lands lagt fram tillögu um hið sama, en í útvarpi kínverskra kommúnista var mai’gsagt að hér iníindi vera'um bragð að rœða af' hálfu þjóðanna, sem beittii Nýja Sjálandi fyrir sig. Er nú beðið eftir því, hvort afstaða kinverskra kommúnista breytist nokkuð við það, að ráð- stjórnin leggur til, að þeim verði boðin þátttaka i umræðum. — Telja menn enn nokkrar líkur til — þrátt fyrir útvarpsfullyrðing- ar þeirra, að þeir sendi fulltrúa á fundinn. Er það von manna, að svo verði, þar sem það gæti greitt fyrir samkomulagi. í fregnum frá Formósu segir, að enginn fyrirskipun hafi enn verið gefin um brottflutning frá Tacheneyjum. Eisenhower forseti Bandarikj- anna ræddi: i gær við nokkra helíStu ráðunauta sína og trúnað armenn, svo sem Henry Cabot Lodge, aðalfullSrúa Bandaríltj aiina lijá S. þj., Herbert Hoover yngri og Radford flotaforingja. Churchill og Eden lýstu yfir því á samveldisráðstefnunni gær, að vinna bæri að þvi að vopnaviðskipti stöðvuðust, svo að unnt væri að semja um deilu- málin. Peir sátu báðir fyrsta fund samveldisráðstefnunnar í gær. Sjóprófin: Slcipið tók tiiðri strax eftir að skipstjóri kom á stjjórnpaif Færeyingar, er voru á stjórnpalii bv. Egils rauða hafa verið yfirheyrðir. í morgun hófust á ný sjóprdf út af strandi bv. Egils rauða, laust fynir kl. 10.30. Frá skákþinginu Prinsessuflugvélin vestan hafs. Flugvélin Canopus kom til Montreal kl. 4% í morgun með Margrétu BretlandsprSnsessu og fylgdarliði hennar. Eftir klukkustundar viðdvöl var ferðinni haldið áfram til Trinidad. Er flugvélin vsentan- leg til Trinidad síðdegis. i gær. Önnur umferð var tefld í gær- kveldi' í meistaraflokki Skák- þings Reykjavíkur. í A-riðli vann Gunnar Ólafs- son Stig Hei-lufsen og Jón Þor- steinsson fra Alcureyri, er kom inn í mótið í stað Benónýs Bene- diktssonar sem hætti keppni, vann Max’geir Sigurjónsson. Aðr- ar skákir í A-riðli fóru í bið. í B-riðli vann Guðjón M. Sig- urðsson Steingrím Guðmundsson, Gunnar Gunnai’sson vann Hjálm- ar Theódói’sson og Ágúst Ingi- mundarson vann Reimar Sig- urðsson. Biðskákir urðu hjá liin- um. Verða biðskákirnar tefldar annað kvöld í fundarsal Slysa- varnafélagsins, en 3. umferð tefkl á sunnudaginn kemur í Þórs café. Kanadiska sambandsþingiS hefur einróma staðfest París- arsamningana. Fiskideildin greinir sjald- fiska. gæfa Fjórir slskir kontu í vórpu bv. Olafs .lóltaunesisouar víð Ciirænland. Eins og Vísir gat um fyrir nokru fékk bv. Ólafur Jóhan- xiesson frá Patreksfirði fyrir nokkru fisktegund í vörpuna, sem skipverjar vissu ekki -deili á. Var þess getið, að skipstjór- ánn hefði gert ráðstafanir til þess 'að reyna að geyma fisk- ana óskemmda og afhenda þá fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans til athugunar og grein- ingar. Blaðið hefur spurst fyrir um það hjá fiskideild hvort fisk- arnir hefðu borist til hennar og ef svo væri hvað athugun hefði leitt í Ijós. Fiskarnir bárust deildinni í lok seinustu viku. Fiskarnir veiddust á Jóns- miðum við Grænland og eru allar tegundirnar sjaldgæfar hér við land. Aðeins ein þeirra hefur fengið ísl. nafn, sagði dr. Hermann Einarsson, er blaðið spurði hann um fiskana, snípuáll, og kvaðst hann hafa gefið fisktegundinni þetta nafn, en höfuð hennar minnir á fuglsnef. Að minnsta kosti tveir fiskanna eru af laxsíldaættum, sem ekki hafa ísl. nöfn. Við greininguna á fjórðu fiskteg- undinni verður leitað aðstoðar erlendra sérfræðinga, og mun líða nokur tími þar til nákvæm greining fisktegundanna er fyr- ir hendi. Allir eru fiskarnir smáir. Þeir bárust fiskideildinni ó- skemmdir. Þá var tekin skýrsla af. þriðja Færeyingnum, Jens Ed- vald. — Kveðst hann hafa komið upp á stjórnpallinn ’ kl. 15.30 ásamt Berg Nilsen og Olav Johansen og verið þar all- an tímann þar til skipið strand- aði. Hafi hann lengst af staðið við framrúðima og horft út. Hann kvaðst muna eftir þvi, að skipinu hafi verið siglt tvisvar, meðan hann var í brúnni. Hafi hann séð tvö skip á bakborða, og telur hann að í fyrra skiptið hafi skipinu verið siglt ca. hálf- tíma og hafi stefna þess verið í austur og að einhverju ieyti í áttina til skipanna. Hann kvaðst ekki geta sagt um af- stöðu skipanna til „Egils rauða“, þegar þessari siglingu var hætt. Hann kvaðst ekki muna hvort skipstjóri eða stýrimenn hafi komið í brúna á tímabilinu frá því hann kom þangað og þar til umræddri siglingu lauk. Hann kvaðst heldur ekki vita, hver gefið hafi fyrirmæli um siglinguna, og tók ekki eftir því, hver gaf merki í vélsíman- um um siglinguna. Hann kvaðst ekki geta borið um hraða skips- ins á þessari siglingu. Hann kvaðst muna, að skipstjórinn hafi komið upp í brúna — en á hvaða tíma veit hann ekki. — Hafi skipstjórinn þá gefið fyr- irmæli um að sigla í NA, en ekki minnist hann. þess, að skipstjórinn hafi sagt að sigla skyldi að skipsljósi í þessari stefnu. Kvaðst hann ekkert ljós hafa séð í stefnu þessari. Hins vegar hafi hann séð skips- ljós allt að því þvert á bak- borða. Sagði hann að skipstjór- inn hefði gefið merki í vélsím- ann þegar þessi sigling hófst, en ekki hafi hann heyrt skip- stjórann tala neitt um það hversu lengi skyldi sigla, en það hafi verið siglt á hægri ferð. Sagði Jens að skipstjórinn hefði við svo búið farið úr brúnni, en ekki veit hann hve lengi hann var í burtu, en hann hafi komið fljótlega aftur. Þá sagði hann, að strax og skip- stjórinn kom upp hafi hann hringt í vélsímann „stopp“ og síðan hafi hann farið inn í kortaklefann. Ekki segist hann muna, hvort gluggar í brúnni voru opnir eða lokaðir. Sagði hann að skipið bafi tekið niðri strax eftir að skipstjórinn kom upp í brúna. Sjálfur sagðist hann strax hafa farið út úr brúnni, þegar skipið kenndi grunns, eú ekki man hann um þá Ólaf og Berg, hvort þeir voru þá kyrrir í brúnni. Sagðist hann hafa farið frá brúnni til þess að ná sér í björgunarbelti, en því næst farið upp á bátadekkið, og voru þá margir skipverjar þar fyrir. Ekki kvaðst hann hafa séð neitt til íslendinganna, er fórust, og ekki hafa heyrt neinn af skip- verjum tala um það, að hafa séð þá. Hann kvaðst heldur ekki hafa séð, er Færeyingurinn, er fórst, drukknaði. Jens sagði að sér hefði verið bjargað af sjó og hefði björgunin gengið vel, en þó hafi hann hlotið bjúg í fætur af kulda, enda hafi hann misst af sér hlífðarbuxur, stíg- vél og sokka, þegar hann var uppi á bátadekkinu, og eftir það verið berfættur. Þá sagðist Jens hafa misst allan farangur sinn. Bát rekur upp á Sandi. S.l. sunnudag var vonskuveður við Snæfellsnes og lentu bátar- í hrakningum. Vélbáturinn Valdís frá ísafirði, sem gerður er út frá Saudi í vetur, strandaði fyrir ut- an höfnina, og rak upp á sker. Norðan stórviðri var. Menn björguðust auðveldlega. Bátui’inn er mikið brotinn. Báturinn ætl- aði tii Ólafsvíkur á sunnudags* kvöld til þess að fá gert við vél. Nokkrir bátar lentu í Ólafs- vík, vegna veðurs, þeirra meðal opnir vélbátar frá Sandi. Bátar réru síðast á laugardag. Freyja, sein Sandarar hafa leigt, var hæst með 10 lestir, og hef- ur hún fengið samtals 75 lestip i 15 róðrum. Dalasýsla og Kefla- yíkurvöllur. Rússar bjóða heiin. í Genf hefur staðið umdæm- isþing um verkalýðsmálefni, og áttu Rússar þar fulltrúa. Lét’ rússneski fulltrúinn það boð út ganga, að Rússum væri kærkomið, ef verksmiðju- stjórar frá löndum Vestur- Evrópu vildu heimsækja rússneskar verksmiðjur og kynna sér starfrækslu þeirra. ----*---- Seinustu fregnir herma, að Dag Hammarskjöld frkvstj. Sameinuðu þjóðanna hafi sím- að Pekingstjórninni boð um þátttöku í fundi Öryggisráðs- ins. Umsóknarfrestur er útrunn- inn um embætti sýslumanns í Dalasýslu og Iögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Vísi er kunnugt um, að! Friðjón Þórðarson, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík, hef- ur sótt um sýslumannsembætt- ið í Dalasýslu, og Björni Ingvarsson, settur lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli um það embætti. Skíðaferð í kvöld. Skíðafélögin í Reykjavík efna til skíðaferðar í kvöld kl. 6.30 upp í Hveradali, ef þátttaka verður næg. Skiðafæri er ágætt þar efra og’ verður skíðabrekkan upplýst í kvöld. Farið verður frá B. S. II. og er þar allar nánari upplýsing- ar að fá um tilhögun ferðarinn- Átján félög launþega hafa sagt upp samningum. Hafa öll sagt upp frá 1. marz n.k. Allmörg félög launþega, bæði utan og innan Reykjavíkur, hafa sagt upp samningum frá 1. marz n.k. að telja. Félögin í Reykjavík, scm sagt hafa upp samningum, cru þessi: Dagsbrún, A. S. B., Félag járn- iðnaðarmanna, Múrarafélag Rvik ut’, Félag bifvélavirkja, Sveina- félag skipasmiða. Starfsmanna- félagið Þór, Félág blikksmiða, Mjólkurfræðingafélag íslands, o{| Málarasveinafélag Islands Iðja, félag verksmiðjufólks. Félögin utan Reykjavikur, sent sagt hafa upp samningum, eru: Hlíf i Hafnarfirði, Iðja, félag verksmiðjufólks i Hafnarfirði, Verkamannafélag Akureyrar, Verkakvennafélagið Eining, Ak- ureyri, Vérzlunarmannaféiag Ak- urcyrar, Verkalýðs- og sjómanna félag Miðneshrepps i Sandgerði og Verzlunarman nafélagið í Sandgerði. V

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.