Vísir - 01.02.1955, Side 5
Þriðjudaginn 1. febrúar 1955
VlSIR
5
IMikil leikstarfsemi um land altl.
Fgölmörg leihiélög ag
önnur félög eina tií
leihsgninga.
Skvrsla Bandalags íslenzkra
lelkiélasgá.
Vísir hefur snúið sér til
Bandalags íslenzkra leikfélaga
og spurzt frétta af starfsemi
Bandalagsins. — Fer skýrsla
framkvæmdastjórans, Svein-
björns Jónssonar hér á eftir.
Leikfélag Akraness sýndi
fyrir og eftir áramótin gamlan
franskan gamanleik eftir Flers
o. fl., sem heitir Ævintýrið og
var sýnd af L. R. 1924. —
Leikstjóri var Jón Norðfjörð
leikari frá Akureyri. — Leik-
félag Sauðárkróks sýndi í haust
enska gamanleikinn, Köld eru
kvennaráð, og er um þessar
mundir að æfa Orðið eftir Kaj
Munk. Eyþór Stefánsson mun
smæiTi leiksviðum.
Leikfélag ísafjarðar er að
hefja æfingar á leikritinu
Gimbill, sem L. R. sýndi s. 1.
leikár en vakti síðan nokkurt
urntal. Leikritið er allvel sam-
ið og þægilegt til meðferðar á
smærri leiksivðum.
Leikfélag Sigulfjarðar sýndi
gamanleikinn. Skóli fyrir skatt
greiðendur. Leikstjóri var Júl-
íus Júlíusson. I ráði er að sýna
fleiri leikrit á Siglufirði síðar
í vetur,
Leikfélag Dalvíkur sýndi
þrjá skálka eftir C. Gandrup.
SýningEir urðu sex og leiknum
mjög vel tekið.
Leikfélag Akureyrar hafði
17 sýningar á Meyjaskemm-
unni og einnig sýndi það
barnaleikiútið Hans og Greta
eftir Willy Krúger. í ráði er að
það sýni tvö leikrit til viðbótar
á þessu leikári. Ágúst Kvaran
setti Meyjaskemmuna á svið.
Leikfélag Húsavíkur og
Karlakórinn Þrymur munu
bráðlega sýna söngleikin Alt
Heidelberg. . .
Leikfélag • Neskaupstaðar
sýndi nýlega ímyndunarveikina
eftir Moliére. Leikstjóri var
Karl Guðmundsson frá Reykja-
vík. Það mun væntanlega sýna
annað leikrit síðar i vetur.
Leikfélag Vestmannaeyja
sýndi í haust gamanleikrit
Góðir eiginmenn sofa heima og
er nú að hefja æfingar á
Fjalla-Eyvindi. Leikstjóri er
Höskuldur Skagfjörð.
Leikfélag Eyrarbakka sýndi
hið vinsæla leikrit Lofts Guð-
mundssonar Seðlaskipti og ást.
Leikfélag Hveragerðis er að
æfa annan vinsælan leik Ævin-
týri á gönguferð eftir Hostrup.
Leikstjóri er Indriði Waage.
Leikfélag Hofsóss sýndi um
áramótin gamanl. Góðir eigin-
menn sofa heima.
Leikfélag Blönduóss og Leik-
félagið Úlfur Skjálgur á Reyk-
hólum munu innan skamms
hefja æfingar.
Leikfélag Hafnarfjarðar sýn-
ir ennþá gamanleikin Ást við
aðra sýn. Það er og um þessar
mundir að hefja æfingar á
barnaleikritinu Hulda gamla
eftir Willy Krúger í þýðingu
Halldórs G. Ólafssonar.
Kvenfélagið Brynja á Flat-
eyri sýndi um hátíðarnar nýtt
leikrit eftir Loft Guðmundsson.
Leikritið nefnist Sprek og ger-
ist nú á tímum í þorpi við
sjávarsíðuna. Leikritið hlaut
ágætar viðtökur áhorfenda.
í Ólafsfirði voru sýnd tvö
leikrit um áramótin: Skjaldvör
tröllkona eftir Pál Árdal og
gamanleikurinn Góðir eigin-
menn sofa heima.
TJngmennaf. Baldur, Hvols-
velli sýndi Tóný vaknar til lífs-
ins eftir Harald Á. Sigurðsson
og var höfundurinn leikstjóri.
Annað leikrit sama höfundar
Karólína snýr sér að leiklist-
inni var sýnd af Ungmf.
Hrunamanna. Ungmf. Trausti,
V.-Eyjafjallahr. sýndi gamanl.
Húrra krakki. Ungmf. Skeiða-
manna sýndi gamanl. Landa-
brugg og ást. Ungmf. Reyk-
dæla, Borgarfirði sýndi Hrepp-
stjórann á Hraunhamri eftir
Loft Guðmundsson. Ungmf.
Máni, Hornafirði sýndi Við
kertaljós, sem upprunalega er
þýzkur gamanleikur. Ungmf.
Þórsmörk í Fljótshlíð mun
bráðlega sýna leikrit Lofts
Guðmundssonar Sprek. Ungmf.
Skarphéðinn og Kvenfélag
Hvammshrepps í Vík í Mýr-
dal æfa um þessar mundir
Skugga-Svein og réðu Ragn-
hildi Steingrímsdóttur. leik-
konu frá Akureyri til sín sem
leikstjóra, en Ragnhildur er
nýkomin heim frá Sviþjóð eftir
námsdvöl þar.
Mörg þeirra félaga, sem hafa
ekki treyst sér að sýna stærri
leikrit það sem af er vetrar,
sýndu leikþætti eða héldu
kvöldvökur með ýmsum
skemmtiatriðum. Hefur skrif-
stofa bandalagsins sent ýmsum
félögum, skólum eða _ ein-
staklingum um sjötíu leikþætti
í vetur. Undanfama vetur hef-
ur bandalagið útvegað um eitt
hundrað leikþætti til félags-
starfsemi í byggðum landsins
og hér í Reykjavík.
Útgáfa leikrita.
Eitt mikilvægasta verkefni
bandalagsins er að útvega fé-
lögum sínum hentug verkefni,
en það er síður en svo fyrir-
hafnarlaust. Mikið er til af
góðum leikritum í heiminum
og lélegu leikritin eru marg-
falt fleiri. En sæmilega góð
leikrit við hæfi áhugamanna
og hérlendra staðhátta eru
alltof fágæt. Reyndin hefur
orðið su að íslenzk leikrit
njóta mestra vinsælda. Þar
næst koma leikrit annarra
norrænna þjóða. Þá þýzkir
gamanleikir og á síðustu árum
hefur verið allmikið af engil-
saxneskum leikritum.
Útgáfukostnaður bóka er
mikill en sala leikbókmennta
á hinn bóginn lítil, svo að erfitt
er með útgáfu leikrita. Banda-
lagið lætur því fjölrita flest
leikrit sín, en nú hefur það
hafið samvinnu við útgáfufor-
lagið Leiftur h.f. um útgáfu
leikþátta og eru þegar komnir
út tveir þættir: Gesturinn, eftir
Lady Gregory og í Forsæludal
eftir John M. Synge báðir í
þýðingu Einars Ól. Sveinsson-
ar,nema ljóð í öðrum leikritum,
sem eru þýdd af Tómasi Guð-
mundssyni. Forstjóri Leifturs
h.f, á miklar þakkir skilið fyrir
útgáfu þessa. Þá hefur banda-
lagið gerzt aðili að leikritaút-
gáfu Menningarsjóðs, og eru
nýíega komin út tvö leiki-it í
þeirri útgáfu. Þau eru Ævintýri
á gönguferð, eftir Hostrup í
þýðingu Jónasar Jónassonar
frá Hrafnagili o. fl. og Æði-
kollurinn eftir Holberg í þýð-
ingu Jakobs Benediktssonar.
Það síðartalda var valið af
Þjóðleikhúsinu.
Innan skamms er von á
tveimur leikþáttum til viðbótar
í leikritasafni bandalagsins og |
verða það þættir eftir íslenzka
höfunda.
Hárkollur —
Leikbúningar.
Bandalaginu er nauðsynlegt
að eignast eigin búninga og
hárkollur og á það nú þegar
vísi að hárkollusafni, sem það
hyggst auka smám saman eftir
getu. Hákollur eru mjög dýrar
og því óviðráðanlegt fyrir ein-
stök félög að eignast þær.
Erfiðleikar eru einnig á að
fá lánaða búninga, en Leik-
félag Reykjavíkur og Þjóðleik-
húsið hafa þar oft hlaupið
undir bagga. Bandalaginu er
mjög nauðsynlegt að eignast
hið fyrsta gott safn leikbún-
inga, sem leikfélögin geta hag-
nýtt sér eftir þörfum.
Skemmtanaskattur.
Samkvæmt gildandi lögum
um skemmtanaskatt greiða
leikfélögin skemmtanaskatt af
leiksýningum enda þótt Þjóð-
leikhúsið né undanþegið
skemmtanaskatti. — Þannig
greiddi t.d. Leikfélag Akraness
kr. 13.958,00 í skatt árin 1951
—1954 og fær Þjóðleikhúsið
42% af skattinum. Á sama
tíma fékk Leikfélag Akraness
kr. 9750,00 í ríkisstyrk.
Leikfélag Vestmannaeyja
greiddi á sömu árum kr.
18.373,00 í skemmtanaskatt, en
fékk á sama tíma 9750,00 kr. í
ríkisstyrkjum. Eins og nærri
má geta eru leikfélögin í
byggðum landsins mjög óánægð
með slíkt fyrirkomulag að þau
skulu verða látin greiða
skemmtanaskatt sem 42%
af renna í rekstursjóð Þjóðleik-
hússins á sama tíma og það er
skattfrjálst. Lögin um skemmt-
anaskatt verða sennilega tekirr
til meðferðar á Alþingi áður ea
langt um líður og þá munu
vafalaust fleiri félög en leik-
félög sækjast eftir þeim hlunn-
indum, sem Þjóðleikhúsið,
íþróttasýningar og slysavarn-
arfélagsskemmtnir njóta nú, en
þessir aðilar eru allir skatt-
frjálsir. Eg held það verði erfitt
verk að gera þar upp á millii
aðila.
Stutt framhaldssaga:
Viinið vildi e kki tala.
Það var fagur sólskinsdagur
í júní, snemma morguns. Ung
stúlka, rauðhærð, snyrtileg og
í gráleitum götuklæðnaði, gekk
í áttina að ráðhúsi bæjarins og
hafði auðsjáanlega ákveðið tak-
mark í huga. Hún gekk rösk-
lega, bar höfuðið hátt og hin
bláu augu horfðu frém ákveð-
in og einþeitt. En þégar hún
nálgaðist þá hlið byggingar-
innar þar sem dómsalurinn var,
tóku áhyggjumar að segja til
sín. Skyldi hún verða of sein?
Kate Conlin hafði þann sið, að
atyrða sjálfa sig, ef hún varð
eitthvað óánægð með sjálfa
sig og það gei'ði hún nú. „Þú
reiðist/ sagði hún, „þegar þú
átt að vera að ákveða hvað
gera skal. Og á meðan hleypur
tíminn frá þér.*
Hún flýtti sér inn í bygging-
una. Lyftan var ekki viðlátin
og þegar hún kom niður þurftu
farþegar hennar að komast út.
Hún stappaði í gólfið óþolin-
móð. ,
„Hvað liggur á, ungfrú?“
sagði lyftuvörðurinn. „Er lög-
reglan á hælum yðar?“
„Þér þykizt víst vera fynd-
ihn?“ sagði stúlkan og steig
inn í lyftuná. „Þriðja gólf,“
sagði hún svo.
—v—
í sakamáladeildinni hafði
formaður dómnefndar kveðið
upp úrskurðinn: „Sekur!“
Og nú fór fram hinn sami
leikur, sem venjulega gerist
eftir sakfellingu. Paul Reed,
hinn dökkeygi ungi sákborn-
ingur, gekk að dómgrindunum,
fremur óstyrkur. Hann hafði
engán lögfræðing sér til að-
Efftir Harry
Klingsberg.
stoðar. Hánn var utanbæjar-
maður, 22 ái'a að aldri og af-
brot hans var það, að hann haf ði
ætlað að hafa peninga út úr
Clyde Wetherill, sem var kunn-
ur bankastjóri. Wetherill stóð
nú upp úr sæti innarlega í
salnum og með honum var
Edmund Trevard, lögfræðingur
hans. Dómarinn var reiðubúinn
að kveða upp dóminn.
John Doowinkle, aðstoðar-
maður héraðslögmanns, var
þarna í nafni lýðveldisins.
Hann var grannur maður,
fremur harðsnúinn og notgði
gleraugu. Hann var einn af
minhi háttar aðstoðarmönnum
í deildinni og var ekki oft í
réttinum. Með John var vinur
hans, foringi fyrir leynilög-
reglumönnum, sem Bill Stuart
hét og hafði hann framkvæmt
handtökuna.
Doowinkle hóf nú máls:
„Það er lítið hægt að segja
þessum sakborning til bóta.
Tilraun sína gerði hann gagn-
vart manni, sem einu sinni
hafði verið honum hjálplegur.“
Stúlka kom nú gangandi inn
eftir dómssalnum og truflaði
það ræðu hans. Hún hafði kom-
ið inn meðan kviðdómendur
voru tilnefndir. Allra augu
fylgdu henni eftir, alla leið að
dómgrindunum. Hún var rauð-
hærð og falleg og stóð' þarna
augnablik til þess að jafna
sig.
Hún hneigði sig lítið eitt fyr-
ir dómaranum og talaði hratt.
„Eg heiti Kate Conlin. Þessi
ungi maður er saklaus. Svo, er
mál með vexti, að eg hefi unn-
ið fyrir Wetherill —“
Edmuud Trevard greip fram
í: „Herra dómari, þetta er fá-
sinna. Sakborningur neitaði
sekt sinni við yfirheyrsluna, en
gat ekki sannfært kviðtóminn,
Málinu er lokið.“
„En eg kem með upplýsing-
ar!“ sagði stúlkan og beindi
máli sínu til dómarans. „Þér
verðið að hlusta á mig!“
Lance dómari bandaði hendi
dálítið óþolinmóður. Hann
kunni ekki við þessa truflun.
og var dálítið hvass í máli. „Eg'
verð líklega að sætta mig við
það. Hvers vegna voruð þér
ekki staddar við málsrannsókn-
ina?“
„Eg' get útskýrt það,“ sagði
hún og flýtti sér í vitnastúk-
una.
Blaðamennirnir lifnuðu dá-
lítið við. Þessi eldrauðhærða,
fjörlega stúlka virtist ætla acS
hrinda málinu á aðrar raátir.
Paul Reed starði undran<|i á
hana.
Lance dómari leit á hana,
„Jæja þá?“