Vísir - 01.02.1955, Page 7

Vísir - 01.02.1955, Page 7
vlsm Þriðjudagiiffi 1. febrúar 1955 —- Þar ihafið þér á röngu að standa, Anthony. Hann kom á eftir yður hingað. Francis kom nú fram úr sama ganginum og John hafði falið sig í. — Þegar ég sá varðmennina fara, þóttist ég vita, að læknir- inn hefði sagt, að engin pest væri í húsinu, svo að é: smaug hér inn um gluggamn, sem ég sá lávarðinn minn nota áður. Hin fallegu föt hans voru rifin og öll í fellingum, en hann hafði samt burstað þau. —• Getur Sir Hilary ferðast? spurði liann. — Það er löngu komið mál að leggja af stað. Ég hef séð hóp af lögreglumönnum vera að ieita um nágrennið. — Við óttumst, að Sir Hilary geti aldrei ferðast framar. — Það þykja mér slæmar frétth', Anthony. Því að hann er hugprúður og góður maður. Ég samhryggist yður ungfrú Anna. — Frú Anna, sagði John rólega. Vinir han ráku upp undrunaróp og óskuðu þeim til ham- ingju. Því næst fóru þeir að aðvara þau. — Þetta er mjög djarflega gert, en það mun reita til reiði bæði drottinguna og ráðið. Henni mun ekki verða hlíft nú. — Því meiri ástæða er fyrir ykkur að leggja af stað sem fyrst. Anna hristi höfuðið þvermóðskulega og John neitaði líka. — Við getum ekki skilið hann eftir dauðvona. Anthony hélt áfram. — Ég sendi áreiðanlegan mann til Wattingford Castle, lávarður ffiinn. Það var varðsveit um húsið og hann var stöðvaður þrisvar sinnum, þegar harin var á leið til baka með upplýsingamar. Allir í sveitinni vita, að þér hafið verð yfirlýstúr svikari. Yfirlýsingin hefur að vísu ekki enn þá verið fest upp á kirkjudyrnar, eins og venja er, en fréttirnar hafa borizt út, eins og eldur í sinu, og vinir yðar eru orðnir hræddir. —- Hann hefui- á réttu að standa, lávarður minn, sagði Francis. — Það er verið að leita að yður og þá verður vafalaust komið hingað að leita. .— Ástæðam til þess, að ég tók ekki pestai-merkið af dyrun- um, var sú, að það getur haldið þeim frá því að ryðjast hér inn, sagði Anthony — en þeir munu frétta það í þorpinu, inn- an skamms, að hér sé engin pest. — Þeir muhu óðara frétta það, sagði Francis. — Eétt er þáð, Francis. En ef ég og kona mín verða hér eftir ásamt prestinum, til að hjúkra Sir Hilary, er ykkur þá ekki óhætt að fara? John svaraði: — Ætturh við að láta taka ykkur föst fyrir að hjálpa yfirlýstum svikara til að sleppa? Sir John gæti ef til vill sloppið við refsingu, vegira þess að hann er hér í þrests- erindum, en yður og frú Margaret yrði áreiðanlega ekki hlíft. Þið eruð í nógu mikilli hættu samt, þótt ekki verði aukið á hana. — Fari það sem iná lávarður minn! Ætlið þér að bíða hér þangað til þér verið tekinn? — Þrír eí beztu hestum Anthonys eru faldir í runnanum, sagði Francis ákafur. Nú er farið að skýggja og við getum verið í fjörtíu milna fjarlægð í fyn-amálið, jafnvel þótt við verðum að férðast að næturlagi. Við getum ekki ferðast að degi tS, því áð jáfnvel þótt við slyppum fram hjá vörðunum, er þetta yðar eigin landareign, þar þekkja allir yður og þér munið verða framseldur. Okkur er ekki óhætt fyrir en við erum komin langt inn í Somerset, — Mín eigin landareign, hreytti John út úr sér. — Verið ekki reiður. Fleiri menn en yður grunar, munu láta sem þeir sjái það ekki, en til eru líka þeir, sem vegna landanna, mundu framselja yður. Eins og ég hef sagt, lávarður minn, verðum við að ferðast á náttarþeli og þess vegna getum við ekki beðið. Ég held, að ástæðan fyrir því að ekki hefur verið rannsakað hér í dag, sé sú að þeir hafi frétt um pestina, en ekki frétt hitt, að banninu væri af létt. En sú frétt mun berast út og þá munu þeir ekki bíða boðanna. Það verður fyrir sérstaka heppni ef þeir koma ekki í kvöld. — Nei, sagði John, en nú var hann hikandi. — Gleymdu ekki frúnni! — Farðu með þeim, John, eg kem á eftir. Francis var að því kominn að gefast upp. — Eg skal ekki leggja meira að ykkur, ef þið viljið lofa mér því, að vera komin út úr þessu liúsi fyrir dögun, hvort sem Sir Hiiary verður þá á lífi eða ekki. Við reynum að fela okkur einhvers- staðar á landareigninni. Það veitir okkur tækifæri. En án þess geri eg ekki ráð fyrir, að við höfum neitt tækifæri. Anna samþykkti þetta grátandi. — Þér hafið á réttu að standa, en eg ætla að vera hjá honum svo lengi sem eg get. — Samþykkt! Anthony, veiztu, hvar við þrjú getum falið okkur og hestana? — Hér í norðurátt er gömul mylla í mn fjögurra mílna fjarlægð. Stíflan brotnaði fyrir um sex árum síðan og þá drukknaði malarinn og aðstoðarmaður hans. Síðan hefur þetta verið álitinn óhappastaður. Þar er krökt af rottum, en að öðru leyti er allt í lagi. — í norðurátt, segirðu? - — Já, Það er náttúrlega krókur, þar eð þið fai'ið í suð- vesturátt, en þetta er eini staðurinn hér í nágranninu, sem mér dettur í hug. Eg býst við, að eg verði að fara heim nú, því að eg geri ráð fyrir, að nú sé búið/að' leita heima hjá mér og eg verð að finna einhverja frambærilega afsökun fyrir fjar- veru minni, amiárs er eg hræddur um, að einhver gáfaður náungi leggi saman tvo og tvo. Eg kem hingað og fylgi ykkur Grummanvél sækir siasaian mamt. Grummanbátur Flugfélags Islands var sendur í gær vestur á Patreksfjörð í sjúla-aflug. Hafði maður fótbrotnað þar mjög illa og var með opið brot. Taldi læknirinn á staðnum að hann þyrfti að komast suður til frekari læknisaðgerðar og væru þær mjög aðkallandi. Var Cataníaflugbátm' sem fór í áætlunarflug til ísafjarð- ar í gærmorgun, beðin að lenda á Patreksfirði og taka sjúkling- inn. En þegar Catalína-flugbát- urinn kom til Patreksfiarðar ■m ■ var hvassviðri og þar sem hann var með farþega vildi flug- stjórinn ekki tefia á tvær hættur með lendingu. Hélt hann því suður, en Grumman- flugbáturinn sendur í staðinn undir stjórn Aðalbjarnar Kristbjarnarsonar. Lagði hann af stað héðan um þrjúleytið í gær og gekk lendingin að ósk- um þrátt fyrii' all óhagstæð lendingarskilyrði. Kom flug- vélin aftur um kl. 5.30 í gær og var hiirn slasaði maður lagður inn í Laridsspítalann. Aðalfundur Starfsmanriafélagsins Þórs var haldinn 28, jan. sl. Stjórn félagsins var öU endurkosin, en hana skipa: Bjöm Pálsson form., Viktor Þoi-valdsson vai'afonn, Gunnar Þorsteins- son ritari, Albert Jóhannesson gjaldkeri og Ari Jósefssón með- stjómandi. Samþykkt var að segja upp samningum félagsins frá Qg með 1. marz rik, Þá var og sámþykkt að víta harðleg'a þá ákvörðun stjómar Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Rvk. að víkja framkvæmdastjóra Fulltrúaráðsins, Þorsteini Pét- urssyni frá starfi. Á kvöldvðkumi. Thomas Edison, hinn mikll hugvitsmaður, var mjög • heymardaufur, en fáir.af viri- um hans vissu, að heymar- deyfðin átti sér sálrænar or- sakir fremur en likamlegar. Dag einn kom til hans sér- fræðingur í eymasjúkdómum og sagði honum, að hann teldi sér óhætt að segja, að hanh gæti læknað hann af þessum erfiða kvilla. — ,,Það er nú gott og blessað,“ sagði Edisbn, er hann hafði hlustað með at- hygli stútta stund, ,,en ekki er eg viss um að eg kæri mig um þær afleiðingar, sem það hefð, ■Hugsið þér bara um alla þá vitleysu, sem eg neyddist til að hlýða á, um allt mögulegt, sem eg kæri mig ekki um að vita og kemur ekki starfi mínu við. Nei, það er ekki svo afleitt að vera hejrrnardaufur. Þá eru ekki truflanirnar af óþörfu málæði annarra.“ Picasso bauð sem oftar vini sínum skáldinu Jacues Prévert í heimsókn til sín. Þegar þeir höfðu matast og vom að drekka kaffi sagði Picasso: „Eg hefi ort kvæði, má eg ekki lesa það upp fyrir þig?“ „Vitánlega máttu það,“ sagði skáldið. Og Picasso las kvæði sitt með mik- illi tilfinnmgu. , „Jæja, hvernig lízt þér á það?“ sagð hann svo, Skáldið stóð upp orðalaust, fór inn í vinnustofu hins fræga málara og kom þaðan með málarapenslana og annað til- heyrandi. „Viltu ekki sitja kyrr svolitla stund,“ sagði hann. „Eg ætla að mála þig.“— „Æ, þú hefii' rétt að mæla," sagði Pi- casso, „Eg skal ekki yrkja oft- ar." • Hjónin sátu í dagstofunni. Hann las, og hún prjónaði, én hvorugt mælti orð frá vörum allt kvöldið. Loksins andvarpaði kónan: „Eg finn að þú elskar mig ekki' lengur“. „Eri sá þvættingur og bull,“ svai-ar hann. „Reyndu ekki að ljúga neinu. Þú hefur ekki sagt eitt éinasta orð við mig í allt kvöld,“ ségir konan. „Nú ex- mér rióg boðið,“ svar- ar hann. „Heldurðu kaimski að eg sæti heima kvöld eftir kvöld í þessari dásamlegut þögn, ef eg elskaði þig ekki“. & SurHmqkl, —- TARZAN — 1740 .111 ■ ■■ — tnc.—Tm. DLstr. by United Feature Syi Tarzan beið nú ekki boðanna lengur, Hana réðst á þann innfædda. En Tarzán tók hana í fárigið ogf hljóp með hana í átt til hússins. Spjótið flaug fram hjá stúlkunni, sem nú var orðin mjög hrædd. Svo þreif hann um hann heljar taki og sló spjótið úr hendi hans. . . •rwp.v\

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.