Vísir - 15.03.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 15.03.1955, Blaðsíða 7
Eftir ROBIN MAUGHAM mr^ bi&U. by Uniteö. Fsaturc' Sji»tiicale, Ir. Bart skar böndih af Tarzan og fékk honum haka. Því næst var farið með Tarzan að stórum kletti. . ' '' — Svona, sagði pilturinn , og svéiflaði keýrin'n. ^ Höggðu kletimj. Piltúrinn boraði ofurlitla holu til að koma fj’rir sprengiefni. Því næst íór. hann að losa járngrýti. Þriðjudaginn 15. marz 1955 visn? £. & Bumuqk&s TAHZAN 1777 „Allt í lagi,“ svaraði John. Hann var því eiginlega .mótfall- inn, að hún dfykki meira, en þetta mundi að minnsta kosti gefa honum tóm til að ná sáttum við hana, áður en þau héldu áfram til gistihússins. Meðan þau sátu á háfættum stólunum fyrir framan skenki- borðið, sagði John henni glaðlega frá hinum mörgum og marg- víslegum skemmtunum, sém hann hafði hugsað sér að þau nytu næstu f jóra daga. Pat mælti varla orð. Þegar þau höfðu verið þarna í um það bil hálfa klukkustund, gaf sig maður nokkur á tal- við Pat. Hann hafði virt hana fyrir sér undanfarna hálfa klukkustund, og nú spurði hann, hvort hún væri alltaf eins herská á svipinn og honum hefði virzt hún, síðan hún kom inn í veitingastofuna. Maður þessi var þreklega vaxinn og útitekinn í andliti. John sýndist á fötum hans, að hann mundi vera sæmilega efnaður, og þótt sennilegast, að hann mundi eiga glæsilega sportbifreið, sem stæði einhvers staðar ekki víðs fjarri. • Pat leit á manninn, en brosti svo til hans, og kvaðst ekki vera þannig venjulega. Hann tók þá upp vindlingaveski úr gulli og bauð Pat. John leit spyrjandi á hana, og þegar hún kinkaði kolli til hans, gerði hann ráð fyrir, að hún hefði skilið spuminguna, sem hann hafði viljað láta hana lesa úr augum sínum. Hann lauk úr bjórglasi sínu og sagði síðan: „Við verðum að halda áfram til gistihússins.“ „Hvað liggur eiginlega á?“ spurði hún þá forviða. „Klukkan er ekki tíu ennþá og mig langar til að drekka dálítið meira.“ „Hvað má eg bjóða yður að drekka?“ spurði ókunni maður- inn þá í flýti. „Gin með sítrónu. Hvað ætlar þú að drekka, John?“ John sá af því, hvernig húri léit á hann, að hún var staðráðin í að verá um kyrrt, og hoftum kom ekki til hugar, að hann gæti talið henni hughvarf að því leyti. Hann hafði gengið í gildn.!. Þegai' þau höfðu drukkið eina imrferð, kynnti maðurinn sig. Kvaðst hann heita Roland Goddard, vera Lundúnaumboðs- maður fyrir ’bifrððaýerksmiðju, og væri um þessar mundir í heimsókn hjá fornvini sínum, Luton major, stórvaxna mann- inum með yfirskeggið litla, er væri að tala við rauðhæiða stúlku við.endann á barnum. Goddard var rauður og þrútinn í andliti, tilgerðarlégur í framkomu, og fannst John nlaðurinn einstaklega óaðlaðandi, og hann var sannfærður um, að Pat var aðeins fús til.að tala við hann, af því að hún vildi gera honum, John, gramt í geði. Hann hafði gert sér vonir um, að veitingastofunni mundi verða lokað klukkan tíu um kvöldið. En Goddard hafði kom- izt að því, að hægt var að halda drykkjunni áfram þarna til klukkan ellefu,' ef brauð var pantað með drykkjarföngunum. Skömmu eftir þetta komu Luton major og rauðhærða stúlk- an til þeirra, og var þá beðið um meira að drekka. John gerði það, sem hann gat til að leyna óþolinmæði sinni, og hversu mjög honum leiddist þarna. Goddard talaði hinsvegar mikið við Pat, sem hló innilega að ruddalegum glensyrðum hans, Augu hennar ljómuðu. Hún .tæmdi hvert ginglasið á fætur öðru. John ætlaði þá brátt að gera nýja tilraun til að fá hana til að ganga heim með sér, en Luton sagði þá rnjÖg greinilega frá nýrri bifreið, sem hann hefði verið að fá sér, meðan rauðhærða stúlkan hlustaði á áhugalaust. Goddard virtist sannfærður um það, að Pat þætti hann mjög föngulegur maður. Hann hafði ýtt stól sínum eins nærri stól hennar og mögulegt var, meira að* segja svo.nærri, að hné þeirra snertust. Hvað eftir annað hallaði hann sér mjög nærri henni og hvíslaði einhverju að henni, en þá hló hún enn hærra en áður. Einu sinni heyrði John ekki betur en að hann segði við Pat: „Segðu þér það við hianninn yðar!“ En meira heyrði hann ekki, því að þá fór Pat að hlæja. Hann var þreyttur og eðlilega í slæmu skapi. Iionum létti því mikið, þegar barnum var loksins lokað, og þau gengu út í náttmyrkrið og hráslagakuldann úti. „Hvað segið þið um að skreppa heirri með mér sem snöggv- ast?“ sagði Luton allt i einu. e „Eg þakka yður kærlega fyrir, en eg held, að bezt sé, að við förum heim,“ svaraði John. „Þú getur farið heim í gistihúsið, ef þig langar endilega til þess;“ sagði Pat þá. „En hvað sjálfa mig snertir, þá finnst mér þessi hugmynd alveg ágæt“ „Já, eg fer rakleiðis til gistihússins,“ svaraði John og lét engan bilbug á sér finna. „Þú mátt trúa því, að engimi mun gera tilraun til að koma í veg fyrir það,“ sagði Paf. • „Kemur þú ekki með mér?“ „Eg. er búin að segja þér, að eg fer ekki með þér heim í gistihúsið,“ anzaði Pat. " Þau höfðu numið staðar við hliðína á stórri, svartri bifreið, sem var eign Goddards. Komið var hvassviðri, og hver vind- hviðan af annari skall á þeim þarna. „Jæja, viljið þér ekki gera svo vel að taka ákvörðun yðar,“ sagði Goddard við John. Úm leið óg hann sagði þetta, opnaði Pat framhurðina á bíln- um og settist í framsætið. „Góða nótt,“ sagði.John stuttur í spuna og fór Ieiðar sinnar. Tíundi kafli. John gekk hægt með þreyttum skrefum upp stigana til her- bergis síns á þriðju hæð og kveikti ljós um leið og hann gekk inn í herbergið. Hann háttaði sig í snatri og skreið síðan á milli kaldra, hvítra línlakanna. Hann slökkti ljósið samstundis, en gat ekki sofnað. Hann heyrði hlátur Pat hljóma sífellt fyrir eyrum sínum, og hann sá, hvernig Goddard snerti handlegg henrrar. „Eg get ekki þoláð, að nokkur. karlmaður komi við mig,“ hafði hún sagt við hann, þegar þau hittust í annað sinn. „Eg:get yfirleitt ekki þolað það, þegar einhver kemur við mig.“ Á kvökivÖkuniti. Að semja orðabók er éins og' að rifast við konuna sína. Eitti; orðið fæðir annað af sér. Kennarinn var að koma nem- endunum i skilning um grund- vallarreglur hreinlætisins og nefndi í því sambandi hættuna, sem gæti verið samfara því að gæla við dýr. Hann spurði nemendurna, hvort nokkur þeirra gæti nefnt dæmi um, slíkt. — Já, það get ég, sagði Kristófer litli. — Jæja, segðu þá frá, sagði kennarinn. — Ja, það er þá þannig, sagðíl Kristófer, að ég á frænku, seitti alltaf ‘var að kyssa hundinnf. sinn. — Og hvemig fór svo? spurði kennarinn. — Það endaði auðvitað með því, að veslings skepnan drapst, sagði Kristófer. • Vinirnir höfðu ekki sézt l áratugi, en þegar þeir loksins- hittust af tilviljun, sagði annar: — Hvernig í dauðanum ferðut að því að vera alltaf svona; tág-grannur og liðlegur í hreyf- ingum? — Það kemur af því, sagði hinn, — að ég stunda alltaf líkamsæfingar. — Hvers konar líkamsæfing- ar eru það? , — Ég ligg- andvaka á nótí- unni og bylti mér í rúminu, þegar ég hugsa um það, hversiá viðskiptin ganga erfiðlega. Á landamærum Frakklands og Spánar stöðvaði spænskur tollþjónn landa sinn einn, sem var að koma frá Frakkladi. — Hvað er í þessari flösku? spurði tollþjónninn. — Það er vatn úr hinni frægu heilsulind í Lourdres, sagði Spánverjinn. Hinn tortryggni tollþjónn tók tappann úr flöskunni og lyktaði af vökvanum. , — Þetta heilaga vatn hefur sams konar lykt og franskt koníak, sagði tollþjónninn. — Guði sé lof! Kraftaverkið hefur skeð, sagði Spánverjinn. • Vitið þið, að út úr undir- skriftinni á lyfseðlL jpá allta^ lesa' skapgerð riækriSsirs — o^ ^ stundum nafnið hans líka. ÞAÐ, ■ SEM ÁvUííDAN ES. GENGIÐ: Unffur og efnilegur lögfrœðitigur og stjómmálantaður, JOHN THOMPSON, hefur kynnzt PAT DOYNE, sem er 19 ára, i veitfngastofu. Hann ræður brátt ekki við ást sína, og sœttir sig jafnvel við það, að hún búi með fullorðnum manni, REG BARKER, enda fullyrðir hún, að ekkert óleyfilegt sé á milli þeirra. Barker á í ýmsum vioskiptum, sem eru á margan hátt v&fasörh, en kunningsskapur tekst með honum og John þrátt fyrir allt, og þau fara meira að segja út að skemmta sér saman. Þegar Barker fer til Bélgíu, ákveða John og Pat að vera tœpá viku í Bournemouth. En Pat kemur 2 dögum á eftir John og segir honum, að móðir sin eigi sök á töfinni. Hún hafi komið í heitnsókn, rétt þegar hún vár að leggja áf stáð. Þau verða ósátt og í veitingastofu gefur ókunnur maður sig á tal við Pat:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.