Vísir - 25.03.1955, Blaðsíða 4
?■»»#«*»»»»»»■*■»i i * t « i* »»»»«»
4
VÍSIR
WXS31Í
D A G B L A Ð
Ritstjón: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símj 1660 (fixnm iínur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.P.-
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Máttur er ekki réttur.
Um þessar mtuidir stendur yfir víðtækt verkfall í Reykjavík
og nágrenni, sem hafa mun alvarlegar afleiðingar, hvernig
og hvenær sem það kann að leýsast. Milcill fjöldi manns er frá
starfi og sjálfsagt þröngt í búi hjá ýmsum, en auk þess veldur
verkfallið margvíslegu öðru tjóni, eins og alkunna er.
í lýðræðisþjóðfélagi er það skýlaus réttur verkamanna og
annarra félagasamtaka að gera verkfall til þess að bæta kjör
sín. Verkfallsrétturinn er einn af hornsteinum hins lýðræðis-
lega þjóðfélagsforms, gagnstætt því, sem gerist í einræðis-
löndunum, svo sem Rússlandi og „alþýðulýðveldunum“, þar
.sem verkfall er sama og glæpur, og viðbrögð stjómarvaldanna
eftir því. Löggjafinn í lýðræðisþjóðfélagi gerir ráð fyrir verk-
föllum og þess vegna gilda um þau sérstök lög’, vinnulöggjöfin,
.sem kveða á um samskipti manna undir slíkum kringumstæð-
um. Öllum er skylt að hlita þeim lögum, og engum má haldast
uppi að troða þau fótum, ef ekki á ríkja stjómleysi í landinu.
Við megum aldrei viðurkenna, að máttur sé réttur. Þá fær
þjóðfélagið ekki staðizt, — þá er réttarríkið úr sögunni.
Enginn dregur í efa rétt hinna ýmsu verkalýðsfélaga, sem
nú eiga i verkfalli, til þess að leggja niður vinnu, og það væri
ofríki, ef einhverjir menn tækju að vinna þau störf, sem verka-
menn í verkfalli hafa gengið frá. Verkfallsmenn hafa fallizt á,
mjög réttilega, að ekki megi niður falla dreifing mjólkur,
meðan á verkfallinu stendur. Engum dettur í hug að skrúfa
fyrir vatnsæðar til bæjarins, rjúfa rafstraum eða lama síma-
þjónustuna, Slíkt tiltæki yrði auðvitað ekki þolað.
Hins vegar hefur forystumönnum Alþýðusambandsins þótt
sjálfsagt að raska póstsamgöngum, og hafa þeir þar með tekið
upp vinnubrögð, sem óþekkt munu vera með öllum með öðr-
tim siðuðum þjóðum. Þeirri spurningu, sem hér hefur verið
varpað fram í blaðinu, hvaða áhrif póstdreifing geti haft á
'bætt kjör verkamanna eða verkfallið yfirleitt, hefur ekki verið
svarað, enda liggur svarið í augum uppi: Pósturinn getur á eng-
an hátt skaðað verkamenn og aðra, sem eiga í verkfalli.
Þegar þetta er ritað, er Gullfoss um það bil að leggja úr
höfn með um 300 póstpoka innanborðs, sem í krafti setning-
arinnar „Máttur er réttur“, fengust ekki hafnir á land. A.S.Í.
öhefur bolmagn til þess að koma fram slíkum yfirgangi, ekki
vegna þess, að verið sé að standa vörð um réttindi verkamanna,
'heldur til þess að ögra öllum almenningi.
Fyrir 8 árum gerðist það, að Norðmenn sendu hingað vinar-
jgjöf, styttu af Snorra Sturlusyni, sem Gustav Vigeland, kunn-
asti myndhöggvari Norðmanna, hafði gjört. Hingað kom stytt-
an með norska skipinu Lyru. Ekki fékkst styttan hafin á
land,,vegna þess, að Dagsbrúnarmenn áttu í verkfalli. Enginn
fór fram á, að skipað yrði upp úr Lyru vörum eða varningi,
sem Dagsbrúnarmenn annars hefðu átt að gera, heldur aðeins,
að styttan fengist á land, með því að fyrirsjáanlegt væri, að
hún gæti engin hugsanleg áhrif haft á verkfallið.
Þessu var neitað, og styttan gerð afturreka til Noregs, og
vinarþjóð þar með sýnd lítilsvirðing, en sjálfir höfðum við
öhneisu af vegna ofríkis forráðamanna Dagsbrúnar. Nú lá við
borð, að sama sagan endurtæki sig. Stytta af ævintýraskáld-
inu H. C. Andersen, sem Danir hafa gefið okkur í minningu
þess, að liðin eru 150 ár frá fæðingu hins ástsæla skálds, var
með Gullfossi. Forsprakkar Alþýðusambandsins voru minnugir
hins fyrra hneyklsis og leyfðu, að styttan yrði hafin á land. En
leyfi þetta fékkst svo séint, og svo miklir erfiðleikar voru á
því að ná styttunni úr skipinu, vegna þess, hvar hún var niður
komin í lestinni, að hún fer utan með Gullfossi.
Ber að fagna því, að hér hafi liðsoddar Alþýðusambandsins
Játið sér segjast og þar með firrt íslenzku þjóðina vansæmd.
Er sjálfsagt og skylt að geta þess, að stytta þessi hefði fengizt
á iand, vítalaust af hálfu A.S.Í., ef nægur tími hefði verið til.
En hitt er svo aftur á móti óafsakanlegt, að ekki skuli póstur
fást afgreiddur, þrátt fyrir verkfallið eins og alsiða er annars
staðar, og hér hefði stjórn A.S.Í. átt að fara að dæmi annarra
lýðræðisþjóða og halda póstafgreiðslu utan við verkfallið.
Pósturinn og meðfcrð hans haggar ekki úrslitum verkfallsins,
fcver sem þau kuana að vcrða. , ,
Traust utanríkisviðskipti
nauðsynleg Bandaríkjunum.
I>a.u ens óaðskiljanleg uíffiBí'ikis-
«1 álavíeínu u iií.
Chicago. — Ðómsmálaráð-
herra Bamlaríkjaima, Herbert
Brownell, hélt nýlega ræðu á
fundi verzlunarmanna hér í
borg.
þar sagði hann m. a., að á-
ætlun sú um utánrikisverzlun,
sem Eisenhowcr forseti bar
undir þingið stéfni að „heil-
brigðu og gróandi athafnalífi,
sem setur efst hagsmuni allra
þjóða, er samvinnu hafa“.
Dómsmálaráðlierrann sagði og,
að aðalatriði viðvíkjandi utan-
ríkisverzlun þjóðarinnar sé
„hvort vér viljum viðurkenna,
að stefna vor í utanríkisvið-
skiptum sé óaðskiljanlegur
þáttur í utanríkismálastefnu
vorri, jafnframt því sem hún er
ómissandi stoð fjárhag lands-
ins“.
Tollastefnan, sem forsetinn
boðaði, sagði Brownell, „er
byggð upp með gætni, vandlæti
og með hliðsjón af gagnkvæm-
um iiagsmun um“.
Hvað snertir utanrikismál,
sagði BroAvnelI, „er það sann-
færing mín, að Dwight D. Eisen-
hower .... muni verða álitinn
einna minnst flokksbundinn af
forsetum landsins, allt frá því
er George Washington leið.
Hann hefur þegar sannað, að
hann er reiðubúinn að stíga
skrefi lengra en nokkur fyrir-
rennara hans í forsetastóli,
deómkrati eða repúublikani, til
að leita samvinnu alls þing-
heims, áður en veigamiklar á-
kvarðanit- eru teknar ....“
„Nú á dögum kemur ekki til
mála, að flokkarnir fylgi hver
sinni stefnu í utanríkismálum".
Eisenhower vill ,>kanna
mö9ulefka/#
Eisenhovver sagði á blaða-
mannafundi í fyrradag, að hann
væri hlyntur undirbúningsvið-
ræðum til þess að kanna mögu-
leikana á alþjóðafundi um
heimsvandamálin.
En augljóst yrði að vera fyr-
irfram, að allir aðilar settust að
samningaborði í fullri einlægni.
Hann kvaðst fús að fara hvert
sem væri síðar á fund helztu
stjómmálaleiðtoga, ef sýnt
þætti, að það yrði málstað frið-
arins áð gagni.
í brezkum blöðum í morgun
er litið svo á, að með þessum
ummælum hafi Eisenhower
sýnt nokkra tilslökun, meðfram
vegna afstöðu demokrata, en
stefna Bandaríkjastjórnar hefur
verið sú, að Rússar yrðu fyrir-
fram að sanna einlægni sína,
áður en við þá væri talað frekar
um heimsvandamálin.
AHt í óvíssu um
farm SmeraMa.
Allt er enn í óvissu um olíu-
farminn í „Smeralda" sem ligg-
ur í Hvalfirði.
Eins og Vísir greindi frá í
gær, samkv. upplýsingum frá
Oliuverzlun íslands (B.P.), ligg-
ur fyrir tilboð i farminn frá Sví-
þjóð, en á þessu stigi málsins er
óvíst, hvort því verði tekið.
Rikisstjórnin hefur mál þetta
til meðferðar, og mun leitast við
að leysa það hið allra bráðasta,
enda mikið í húfi, að togaraflot-
inn stöðvist ekki vcgna eldsneyt-
isskorts.
Hins vegar fékk Vísir þær upp-
lýsingar hjá skrifstofu Oliuverzl-
unar íslands i morgun, að skeyti
hefði borizt frá umboðsmönnum
eigenda skipsins, þar sem því er
lýst yfir, að íslenzku oliufélög-
in verði gerð ábyrg vegna bið-
daga hér, svo og þvi, að rofnir
verði sanmingar hins erlenda
skipafélags vegna annarra olíu-
flutninga.
F’/rsta sýnmg japananna
í kvöM'
Fyrsía sýning japönsku lisl-
dansaranna verður í kvöld kl.
20.00 í Þjóðleikhúsinu.
Alls cr gert ráð fyrir 7 sýning-
inn meðan ballettflokkurinn
.stendur hér við.
Ýmsar dansmeyjanna eru með-
al frægustu dansmeyja Japana
og stjórnandi flolcksins, frú Miko
Hanayagui er ein hin frægasta
núlifandi dansmeyja Japana og
stjórnar frægum dansskóla i
Tokio, sem kend er við frúria.
Tvær dansmeyjar ballettsins eru
nemendur hennar og bera nafn
skólans,
Störfelldur stufdur á
fatnaii o. H.
Gift kona, rúmlega tvítug,
liefur verið handekin fyrir
stórfellda stuldi, og er lög-
reglunni kunnugt um 40.
Hefur það verið leitt í ljós,
að kona þessi hafi framið
þjófnaðina til þess að auðgast,
en í fórum hennar hafa fund-
izt kuldaúlpur, kvenkápur og
ýmislegur annar -varningur, og
fannst dót þetta heima hjá
henni, svo og í öðru herbergi,
er hún hafði á leigu.
Kona þessi lét í veðri vaka,
að hún væri sölumaður fyrir
fornverzlun, og mun hún hafa
boðizt til þess að útvega fólki
úlpur og kápur-við vægu verðd.
Rannsóknarlögreglan telur,
að ekki séu öll kurl komin til
grafar, og hvetur því fóik til
þess að gefa sig fram, sem hef-
Ur föt eða þess konar með
höndum, sem hugsanlega eru
frá konu þessari. Maður konu
þessarar átti ekki þátt í stuld-
um þessum, og ekkert hefur
komið fram, sem bendir til
þess, að hann Jtafi hvatt hana
til þeirra. Málið er enn í rann-
sókn.
Kjarnorkusprenging var gerð
á Nevadasöndununt í gær. —
Eftir spre'nginguna hófu heli-
kopterflugvélar sig til flugs
og var flogiS í þeim í athug-
unar skyni í um Sja' kílómétrá
fjartegð frá sprétigiiigarstáðn
'j_1"".irí.mixr'
Föstudaginn 25. marz 1955,
H. B. sendir Bergmáli eftirfar-
andi bréf: „Hugleiðingar um hitá -
veituna. Frá pvi er hitaveitan tók
til starfa hefur margt um hana
verið ritað og rætt. Öllum béi:
þó víst saman um, að hún sé mjög
þarft fyrirtæki, og hafi aukíð
mjög á þægindi manna og hreiri-
lætið í bænum, bæði utan húss
og innan. Hún hefur losað ibú-
ana í bænum við kolakyndinguna
að mestu og allt það amstur, sein
hcnni fylgdi, og losað bæinn áð
mestu við þann reyk og það sót,
sem yfir bænum hvíldi me'ðan
kolakynding var eina upphituri-
Ln, cr hér þekktist.
Að hverju er fundið?
Það, sem aðallega hefur verið
fundið að hitaveitunni er það, að
hún hefur ekki fullnægt hitaþörf
allra húsa á hitaveitusvæðinu, éf
kuldakaflar hafa komið, sem stað-
ið hafa yfir i nokkra daga. Het1-
ur þessi hitaskortur bitnað á
þeim sem liæst standa i bænum,
svo sem ofantil i Þingholtunuin
og þar fyrir ofan og innan. —
Kvartanir um hitaskort munú
ekki vera almennar ú.r vestur-
bænum, og engar úr miðbænum.
Hlýtur þá þessi hitaskortur i
þeim hluta bæjarins, sem hærréí
stendur að stafa af því að þeír
hlutar, sem lægra standa noti svo
mikið vatn, að leiðslukerfi hærri
lilutans nær ekki að fyllast. Enda
ekki óeðlilegt þar sem vatnið
mun renna hindrunarlaust frá
geymunum.
Hvernig bætt verður úr.
Ekki getur óhófseyðsla stafáð
frá þeim húsum, sem vatnið nær
ekki til. Hefur mér dottið í hug,
að úr þessu mætti bæta að erii-
hverju leyti íriiéð því að setja
loka á aðalleiðslurnar frá heit-
vatnsgeymunum t. d. á gatnamót-
um Laufás og Skothúsvegar og
Skólavörðustigs og Bankástrætis.
Um þessar götur munti liggja að-
aðalæðar. Einnig mætti setja loka
á fleiri stöðum, sem heppilegir
þættu til sliks. Mætti með þessú
móti draga úr rennsli til lægri
bæjarhlutanna eða jafnvel loká
alveg fyrir þá og skipta vatninú
niður á bæjarhluta tneð svipuð-
ttm hætti og Rafveitan gerir, þeg-
ar rafmagnstákmörkun er.
Kostaði varla mikið.
Kostnaður við þetta ætti ekki
að verða svo mikill, að ekki væri
hægt að framkvæma það þess
vcgna. Með kalda vatnið frá
Gvendarbrunnum vitum við, að á
þeini leiðslum eru lokar víða í
bænum og hægt cr að beina vatn-
inu alveg í sérstaka liluta bæjar-
ins, ef á þarf að halda. Til dæmis,
ef eldsvoða ber að höndunt og
þörf er fyrir góðan vatnsþrýst-
ing. Sams konar fyrirkomulag
finnst mér að ætti að vera á hita-
veitukérfinu. H. B.“
Meira heitt vatn.
Eg þakka H. B. fyrir bréfið, eri
um efni þess vil ég ekki dæma,
því ég tel mig ekki hafa riéitt vit
á þessunt máiúm. Aftur á móti
finnst mér að leggja beri aðaiá
herzlttna á að auka heita vatnið”
með auknum borunum og leysa
váíidamálið á þann hátt, þvi auð-
vitað er stefnt að því að öli hús
verði liituð npp með hveravatni,
svo við getum á þann hátt byggt
á eigin framleiðslu, en losnum við
inriflutning á olíum og Uolum tU>
kyndingar, — kr, ■■•■^ u