Vísir - 26.05.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 26.05.1955, Blaðsíða 4
vlsm Fimmtudaginn 26. maí 1955 wisi m D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. AfgreiBsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Féiagsprentsmiðjan h.f. Árangurlnn varft magur. ’l 1 lþýðublaðið birt.ir í gær fróðlega grein, sem það hefur tekið upp úr aðalmálgagni danska jafnaðarmannaflokksins Social-Demokraten. Fjallar grein þessi um verkfallið, sem lauk fyrir fjórum vikum. Fjallar grein þessi um verkfallið, sem sem gerðist þar. Finnst þessu „bræðrablaði“. Alþýðublaðsins, að árangurinn af þessu sex vikna verkfalli hafi verið harla mag- ur, eins og haldið hefur verið fram hér á landi einnig, og það þykir líka einkennilegt þar ytra, að Hannibal Valdimarsson skyldi ekki hafa fengið að vera með í stjórn verkfallsins. Það er náttúrulega á allra vitorði hér, að verkfallið bar engan veginn þann árangur, að nokkur þátttakandi þess eða foringi geti verið ánægður. Það var mikið, sem fram á var farið, og í upphafi verkfaiisins var þátttakendum þess boðið megnið af því, sem um síðir var samið um. Hefði verið gengið að því þegar í stað, hefði allur sá fjöldi, sem í verkfall fór, verið firrtur miklu launatapi, og fjölmargir aðrir komist hjá tjóni, meira eða minna. En þarna kom það til greina, að verkfallið var ekki gert til þess að bæta kjör verkamanna. Til þess var stofnað til að skapa glundroða í þjóðfélaginu, í þeirri von, að árangurinn gæti orðið sá; að kommúnistar högn- uðust á stjórnmálasviðinu. í greininni, sem Aiþýðublaðið birti í gær, er einnig komizt svo að orði: „Frá því er einnig skýrt, að kommúnistarnir í Al- þýðusambandinu hafi þegar ýtt forseta þess og framkvæmdar- jstjóra, Hannibal Valdimarssyni, alveg til hliðar. . . . Nú fékk hann ekki að taka neinn þátt í stjórn verkfallsins. Ekki heldur fékk hann að vera á fundum samninganefndar. Hann hafði því ekki ein áhrif á úrslit verkfallsins. Það var ekki fyrr en við var Ibúizt, að Hannibal Valdimarssyni hefði verið ýtt til hliðar. Hvað eftir annað hefur það reynzt vera herbragð kommúnista að gera bandalag við áðurverandi jafnaðarmenn, launa þeim xneð einni eða annári. vegtyllu, en ýta þeim siðan út í .yztu rnyrkur, er kommúnistar þóttust orðnir nógu sterkir til þess. En að öllu jafnaði tekur þessi leikur þó .töluvert lengri tíma en á íslandi í þetta sinn.“ Alþýðublaðið gcrir enga athugasemd við það, að Hannibal Valdimarsson er talinn fyrrverandi alþýðuflokksmaður í grein þessari. Blaðið virðist með þessu taka undir það, að þessi fyrr- •vérandi formaður flokksins sé í rauninni ekki flokksmaður lengur. Samt er hann þingmaður flokksins sem fyrr og á 5. síðu blaðsins er mynd af honum, eins og þeim öðrum mönnum, er flokkurinn fékk kosinn á þing í síðustu kosningum. En það er táknrænt fyrir vesaldóm flokks og blaðs að ekkert skuli gert til þess að gera þessum „áðurverandi jafnaðarmanni“ auð- •veldara að komast heim. Og hann er raunar ekki sá emi, sem Social-Demokraten mundi geta kallað „áðurverandi" flokks- rnann, því að lítill munur er á Gylfa óg Hannibal. Kcsitiitgar í IretbnÆ. Idag er efnt til kosninga í Bretlandi, og þykja það ætíð nokkur tíðindi hér, þegar gengið er að kjörbórðinu í ná- jgrannalöndum okkar. Að þessu sinni hafa orðið leiðtogaskipti í brezka íhaldsflokknum, sem farið hefur með stjórnina síð- Hstu árin, og mun mönnum víða þykja fróðlegt að sjá, hvernig kjósendur taki hinni nýju forustu. Auk þess hafa verið mikil umbrot innan Verkamannaflokksins brezka, og gæti verið, að jþessar kosningar sýndu einhverja strauma innan hans. Það er haft fyrir satt, að kosningabaráttan hafi verið mjög dauf að þessu sinni, en jafnframt .er því spáð, að íháfdsflokkur- ánn sigri. Sehnilega ér. hið fyrra rétt, én líitt verður- í óvissii nokkra hríð enn, því að spádómar stofnana sc-m kanna al- menningsálitið, hafa oft reynzt næsta hæpnir, þegar um kosn- ingarúrslit hefur verið að ræða. En munurinn var annars svo lítill í síðustu kosningum, að ekki þarf mikið til .að snúa tafl- ánu og færa Verkamannaflokknum sigurinn. Ef íhaldsflokkurinn heldur meirihluta sínum, má gera ráð fyrir, að um óbreytta stefnu Breta -verði að ræða í flestum efnum, en ef Verkamannaflokkurinn yrði ofan á, mætti ætla, að átök yrðu um utanríkisstefnuna fyrst og fremst, en á því sviði eru andstæður miklar milli Attlees og Bevans. Það er fyrst og fremst þessi ágreiningur, sem gerir það að verkum, Ásgeir Ásgeirsson forseti: Vor sameiginlegi arfur er traust bjarg að byggja á. Ávarp þetta flutti forseti ís- lands í konungsveizlii í Osló í gær. Herra konungur! Með hrærðum hug þakka eg yðar hlýja ávarp og góðar óskir í garð okkar og íslenzku þjóðar- innar. Eg þakka hinar glæsi- legu móttökur frá því við i morgun stigum á norska grund. Við Islendingar stöndum hér einnig á feðranna fold, og nöfn- in, eins og Hákon og Ólafur, eru gamalkunn. Engin þjóð er oss skyldari en Norðmenn. Vér erum tvær þjóðir af sömu ætt. Vér höfum vermt oss við hinn sama eld sögunar. Yðar hátign er einn þeirra fáu konunga, sem eru þjóð- kjörnir, og eigið innan tíðar fimmtíu ára ríkisstjórnaraf- mæli. Eftir sex alda stjórn er- lendra konunga, hefir yður auðnast að staðfesta konunug- dæmið í Noregi. Það hljómar eins og konungasaga úr Heims- kringlu, þegar Noregskonung- ur var í síðustu styrjöld knúinn til að fara úr landi til að bjarga þjóð sinni, frelsi hennar, lögum og rétti. Vér íslendingar fylgd- umst með þessum tíðindum með brennandi áhuga, og Guði sé lof fyrir góð sögulok. Yðar hátign krafðist þjóðaratkvæðis áður en þér tókuð við völdum, þér hafið hætt lífinu til að varðveita grundvallarlög þjóð- arinnar, þér hafið sameinað lýðræði og konungsstjórn með sérstökum hætti. Þér eruð nú lifandi tákn um sigur og þjóð- areining. Það hefir sannast á Norð- mönnum og íslendingum, að þær þjóðir eiga öruggasta við- reisnar von, sem varðveitt hafa sögu sína lifandi í þjóðársál- inni. Raddir feðranna eggja til framgöngu, og sú þjóð, sem hefir búið við frjálsræði, krefst þess að fá að byggja land sitt með lögum. Það er einhuga krafa allra norrænna þjóða. Vor sameiginlegi arfur er traust bjarg að byggja á. Hann er að mestu varðveittur í forn- um bókmenntum íslendinga, og eg þakka þau ummæli, er féllu um Snorra Sturluson og' hans gildi. Vér íslendingar get- um allir rakið ætt vora til ein- hverra Norðmanna. Samt urðu mörkin snemma skýr milli norsks og íslenzks þjóðernis. Saga Noregs og íslands var hliðstæð í blíðu og stríðu um margar aldir. Á síðari tímum hafa Norðmenn gefið oss hlut- deild í miklum menningarverð- mætum, og þar á meðal bók- menntum sem skráðar eru í hinum stóra stíl. Ver minnums| með gleði og þakklæti ágætrar heimsóknar, sem Ólafur krónprins veitti forustu, þegar minnismerki Snorra var afhjúpað í Reyk- holti. Slíkir samfundir sæma frændum og vinum. í Reyk- holti blöktu báðir fánarnir, sá norski og íslenzki, hlið við hlið á sama hátt og hér í Osló í dag. Þeir hafa sömu liti og lögun, og þó mundi enginn villast á þeim., Þmmig er.:|>að,..þg;4iini skyldleika og mismun allra jnorrænna þjóða. - Yðar hátign drap- á nokkra jhjálpsemi af vorri hálfu við norska flóttamenn og hermenn á Islandi á ófriðarárunum. Eins og þá var ástatt, voru Norð- mennirnir kærkomnir, og ís- lendingum var ljúft að geta eitthvað hlynnt að þeim. Með hrærðum hug hlýddum vér á söng- þeirra: „Eg vil verge mit land, eg vil bygge mit lánd.“ Byggja það með lögum og rétti Og það vöknaði um augu, þegar þeir sungu um „den saganatt som senker, senker drömme pá vár jord“. Það var nótt. Sögu- nótt, sem stráði niður draum- um, sem nú eiga að rætast! Norðmenn sungu sig heim í harðri sókn. Þeir hófu sig upp í hæðir sögu og skáldadrauma. Enda höfðu þeir „lið gott og hamingju konungs“. Að þessu sinni hefir konungshamingjan hrokkið til hvors tveggja: frægðar og langlífis. Herra konungur! Vér drekk- um yðar heillaskál, konungs- fjölskyldunnar og allra Norð- manna! Bþróltaför til Selfoss. Á annan í livítasunnu fer 30 manna flokkur frjálsíþrótta- manna úr Í.R. til Selfoss og keppir þar á íþróttamóti, sem Umf. Selfoss stendur fyrir. — Ákveðið ef að keppt verði í tíu íþróttagreinum og má búast við góðum árangri í flestum grein- um. í hópi Í.R.-inganna verða all- ir beztu frjálsíþróttamenn fé- lagsins m. a. Skúli Thoraren- sen, Jóel Sigurðsson, Guðmund- ur Vilhjálmssön, Kristján Jó- hannesson, Sigurður Guðnason, Vilhjálmur Ólafsson, Bjarni Linnet o. fl. Á sl,. sumri heimsóttu Í.R.- ingar þrjá kaupstaði landsins, þ. e. Akureyri, Selfoss og Vest- mannaeyjar og var mikið gagn og ánægja af öllum þeim ferð- um. Hefir félagið því ákveðið, að halda heimsóknum þessum áfram í sumar og er þetta fyrsta ferðin í því skyni. Cotten og Monroe í Niagara, Nýja Bíó hefur undanfarið sýnt kvikmyndina Niagara, sem var ein fyrsta myndin, er Marilyn Monroe lék í. Er þetta mjög spennandi sakamálamynd, sem heldur á- horfanda föngnum frá upphafi til enda. Hún gerist í stórbrotnu og hrikalegu umhverfi, við Niagarafossa, og eru atburðir í sambandi við þá uppistaða myndarinnar. Aðalhlutverkin leika Joseph .Cotten, sem er á- gætur. leikari, og Marilyn Monroe, sem telst ekki til þeirra, er hafa mikla leikhæfi- leika, en skipar þó sérstakan se^s í kvíkjpynjdaþeimjp u|p. . ^ Faðir skrifar: Fyrir nokkrum dögum fékk ég heimsendar nokkr ar ráðleggingar frá Barnavernd- arfélaginu um það livernig ég ætti að firra börnin mín slýsa- liættunni, sem nnin vera tiltölu- lega meiri hér en í nokkurri annarri höfuðborg Evrópu. Með- al ráðlegginganna var bent á, að börnin ættu áð háfa til umráða sérstakan blett í húsagörðunum. Þessi tillaga finnst mér injög skynsamleg, en hún getur orðið erlið í framkvæmd. Móti börnunum?? Þannig er mál með vexti, að fjöldi fólks í þessum bæ er að þvi er virðist andvígt litlum börnum. Má i því sambandi minna á, hversu erlitt er fyrir barna- fjölskyldur að fá leigt húsnæði. Nú má vel vcra, að ekki sé hægt að ætlast til þess af ógiftum ' konum um finuntugt, að þær vilji Fáta spilla húsagörðum, sem þær eiga einhvern liluta af vegna barna annarra. Slikt fólk liefur litinn áhuga á jarðnesku fram- lialdslífi en þeim mun meiri á unaðssemdum liðandi stundar. Ólík sjónarmið. Það liggur i augum uppi, að sjónármið foreldra og barnlausra einhleypinga hvort heldur er um að ræða karla eða konur, liljóta að vera mismunandi, en báðir að- ilar hljótá að eiga nokkurn rétt á því að bæjarfélagið taki tiilit til liagsnmna þeirra ímyndaðra eða raunverulegra. Mér sýnist þvi eðlilegasta lausn málsins vera sú, að þess væri krafist í byggingarsamþykktinni, að ekk- ert hús eða húsasamstaeðu mætti reisa nema ætla börnum nokkurt leikrými í húsagarði. Hinsvégar væri svona ráðstöfun sama- sem að neyða ógift barnlaust fólk til þess að búa í liúsi með leikrými handa börnum i garðinum. Slik þvingun er ekki forsvaranleg. Út af fyrir sig. Bæjarfélagið ætti þess vegna að beita sér fyrir því að reistar væru nokkrar sambyggingar, sem ein- vörðungu vævu ætlaðar einhleyp ingum og skyldi barnafjölskyld- um óheimilt að kaupa eða leigja íbúð i slíkum blokkum. Á Norð- urlöndum 'éru til allmargar bygg- ingar sein kallast „Frökenkloster" s.em einvörðungu eru ætluð ó- giftum, rosknum konum. Ekkert væri eðlilegra en við Islendingar byggðum slík tiús og leystum þar með að nokkru þann vanda sem því fólþi er á höndum sem ekki þolir lítil börn í návist sinni og lilýtur því að vera óheppilegt frá úppeldissjónarmiði í návist þéirrái Við íslendingar stærum okkur af því, að við höfum byggt vaiid- aðri hús en flestar aðrar þjóðir og má vel vera að svo sé. Samt er það svo, að Reykjavík er cina höfuðborgin sein ég hef komið í, þar sem gatan virðist vera aðal- leikvöllur lítilta barna en ungling arnir þreyta lijólreiðar á gang- stéttunum." Bergmál þakkar bréfið. — kr. ■ Bifreiðastöðin Bæjarlei&ir h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.