Vísir - 17.08.1955, Blaðsíða 4
It
VtSDR
Miðvikudagmn 17.ágúst 1955»
ÐAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: .Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Simi 1660 (fimm línur).
Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ1.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Grímsárvirkjtmin enn.
Það virðist ákaflega erfitt að gera framsóknarmönnum og
Tímanum skiljanlfegt, í hverju hin ósæmilega framkoma
raforkumálaráðherra var fólgin, þegar hann fól Verklegum
framkvæmdum h.f. að koma upp raforkuverinu í Grímsá á
Héraði. Tíminn flytur langa forustugrein um málið á sunnu-
daginn, og hefur ekki enn komið auga á það, hvað sé mergur-
inn málsins. Er illt til þess að vita, en kannske ekki við öðru að
búast úr þeirri átt, því Tíminn og framsóknarmenn yfirleitt hafa
jafnan reynzt furðu blindir á bresti sína og' sinna.
í forustugreininni á sunnudagmn er mest um það talað, að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi viliað viðhalda einhverskonar ein-
okun í virkjunum hér á landi, og af því leiði, að gerðar sé
árásir á þann ráðherra Framsóknarflokksins, sem raforkumál-
um ráði. Framsóknarflokkurinn vilji hinsvegar samkeppni í
þessu efni, og þar af leiðandi hafi það orðið ofan á að fela
Verklegum framkvæmdum verkið. Það er vitanlega mesta
fjarstæða, að Sjálfstæðisflokkurinn berjist fyrir einokun á
þessu sviði frekar en öðrum. Framsóknarmenn halda því aðeins
fram sérstaklega nú, til þess að afsaka sig. Almenna bygginga-
JélagiS, sem á að vera einokunaraðilinn að sögn framsóknar-
manna, hefur smám saman unnið sig upp í að verða stór
verktaki, og hefur gert það af eigin rammleik. Það fyrii’tæki
hefur aðeins að litlu leyti fengist við virkjanir. Þetta hefðu
Verklegar framkvæmdir getað gert líka, og hefði slíkt verið
eðlileg þróun, en eftir því gátu aðstandendur fyrirtækisins
ekki beðið, og þess vegna var gripið til þess ráð's að nota
aðstöðu þá, sem framsóknarmenn höfðu á sviði raforkumál-
anna.
En snúum okkur að aðalatriðinu, sem framsóknarmenn virð-
ast ekki h'afa komið auga á ennþá — eða vilja ekki sjá. Það
er að Verklegum framkvæmdum var leyft að breyta tilboði
sínu eftir að öll tilboðin höfðu verið opnuð og athuguð. Það
er þetta atriði, sem. mestu máli skiptir, og það er þar, sem
framsóknarráðherrann beitir aðstöðu sinni í þágu flokksmanna
sinna. Þegar hann hefur séð, að ekki er hægt að veita þessu
fyrirtæki verkið, ef farið er eftir hefðbundn.um venjum, leyfir
fcann því að breyta tilboðinu, svo að hægt sé að hyg'la því.
Mun það hvergi þekkjast, að heimilað sé að breyta tilboðum
þannig eftir á, enda er grundvellinum. undir útboðum kippt
burt með slíku tiltæki.
Tíminn segir, að útboðaleiðin muni hvergi hafa verið reynd
með jafn-góðum árangri og í Bandaríkjunum, og þar bindi
ríkisstjórnin sig hvergi nærri við lægstu tilobð. Það' er vaílaust
rétt, en hefur Tíminn þá ekki á takteinum einhver dæmi þess,
að þar hafi verið eins farið að og hér í þetta sinn —1 að fyrir-
tæki. sem voru i náðinni hjá stjórninni, hafi fengið að breyta
tilboðum sínum eftir að þau voru opnuð? Það er harla ósenni-
legt, enda er hér um tvennt ólíkt að ræða. Þegar það rennur
upp fyrir Tífnanum, að þa'5 sé ekki aðeins munurinn á tilboð-
unum, er hér skiptir mestu máli, heldur hitt, að heimilað
var að breyta tilboði Verklegra framkvæmda, þá mun hann
um síðir skiljá, hvers vegna „rök“ hans verða ekki tekin gild
í þessu máli.
Jóhanna G. Smith.
F 15.2. ‘22 - D 10.8. ‘55
Skeljiitöðrurnar.
i síðasta þingi munu 'hafa verið settar reglur um notkun
lítilla bifhjóla, eða af þeirri gerS, sém almenningur nefnir
yfirleitt skellinöðrur. Voru sett ákvæði um aldurslágmark
þeirra, sem mega nota slík farartæki, því að ekki muriu hafa
verið til nein fyrirmæli, er bönnuðu unglingum undir vissum
aldri að nota þessi tæki. Hafa skellinöðrur þessar einnig orðið
eftirsóttasta farartæki unglinga hér í bæ, og eru raunar fyrst
og fremst leikfang í höndum þeirra en ekki samgöngutæki.
Hinn 10. þ. m. lézt í Landa-
kotsspítala að afstöðnu löngu
og hörðu sjúkdómsstríði Jó-
hanna Guðmundsdóttir Smith,
eiginkona Thorolfs Smith
blaðamanns.
Jóhanna var fædd að Litiu-
Brekku í Borgarhreppi á Mýr-
um 15. dag febrúarmánaðar
1922, dóttir Guðmundar bónda
Þorvaldssonar og konu hans,
Guðfríðar Jóhannesdóttur fyrr-
um ijósmóður, frá Gufá í sömu
sveit. Ólst Jóhanna upp hjá
foreldrum sínum í stórum og
mannvænlegum systkinahópi.
Hún var af traustum, gömlum
og góðum stofni, því að ættir
hennar má rekja til hinna
fornu Mýramanna, og kom
snemma í ljós, að hún hafði
„hvíti ok yfirbragð“ þess kyns,
svo sem sagt var um Helgu
hina fögru, og í hennar heima-
högum sleit hún barnsskónum,
þótt aldir skildu milli.
Þegar í bernsku einkenndi
Jóhönnu — Hönnu, eins og hún
jafnan var neínd af ættingjum
og vinum, — látleysi og hóg-
værð samfara fegurð sem ber
göfugu hugarfari vitni, en eð-
allyndi hennar og blíða geislaði
jafnan frá henni, alla hina sorg-
lega skömmu ævi hennar, jafnt
á gleðinnar sem sorgarinnar og
þjáningarinnar stundum. ,
Jóhönnu heitinni lék snemma
hugur á að menntast, og þeim
er þekktu hana bezt mun ekki
hafa komið óvænt, er hún að
loknu stúdentsprófi 1945, valdi
sér læknisfræðina til náms, því
að löngun til að græða og iíkna
var henni í blóð borin. Er Jó-
hanna var við nám í Noregi
nokkurn tíma kynntist hún eft-
' irlifandi manni sínum og
hneigðu þau þegar hugi saman.
Þau .voru gefin saman í hjóna-
band hinn 4. júní 1949 og var
heimili þeirra alla tíð í húsinu
nr. 28 við Þingholtsstræti. Jó-
hanna hafði fullan hug á að
ijúka læknisnáminu, og lagði
mjög hart að sér til að ná því
marki; en það varð henni um
megn með vaxandi húsmóður-
skyldum og vanheilsu, er á-
gerðist æ meira, unz hún eftir
mikla og hættulega uppskurði
og langa legu hneig í valinn,
frá elskuðum eiginmanni sínum
og þremur kornungum börnum.
í allri sinni hörðu baráttu og
sárum þjáningum kvartaði hún
aldrei. Hún bar sína þungu
byrði án þess að æðrast, af
sama blíða hugarfarinu og
traustinu; sem hafði einkennt
hana frá blautu barnsbeini.
Vissulega er mikill inriri styrk-
ur þeirra^ sem þess eru megn-
ugir, að ylja ástvinum sínum
og öðrum með ljúfum brosum
og húggandi augnatilliti, þótt
sjálfir mégi vart mæla fyrir
þjánírigar sakir.
Er eg fyrír nokkru sat stund-
arkorn hjá Jóhönriu heitinni, er
hún lá á sjúkrabeði.og hægt og
hægt þokaði í áttina að landa-
mærunum miklu, minntist eg
ósjálfrátt löngu liðinna daga,
er eg sleit banrsskónuni á henn
ar bernskuslóðum, lítill hnokki,
þunga banáiegu í litiu ba'ðstof-
unni á Gufá. Er að lausnar-,
stund hennar leið, tók Jóhann- i
es mig sér við hönd og lét mig
setjast hjá sér úti.á túni, og
spurði mig hlýlega, hvort eg
héldi að eg yrði hræddur,. „ef
hún Kristín dæi?“ Eg man ekki
hverju eg svaraði, eða hvort
eg svaraði nokkru, en eg hafði
ekki á tilfinningumii að neitt
væri að óttast, þrátt fyrir öll
veikindin og sorgina. Eg hefi
kannske aðeins haft hugboð
um það þá, mjög óljóst, að þar
sem góðir menn fara og traust-
ir er aldrei neitt að óttast. Þar
var skjól litlum drenghnokka,
sem var að fá sín fyrstu kynni
af sorgum mannanna —■ sem
öðrum. Gott er skjól að eiga
hjá þeim, sem eiga góðleik
hjartans og traustið, sem aldrei
bregzt; og gott er öllum að vera
! slíks minnugir. Við beð Jó-
Jhönnu heitinnar þessa stund
! skildist mér enn betur, er hug-
urinn fló tii hins liðna, hve \
dýran arf hún hafði fengið í1
vöggugjöf. . |
l !
I Minningarathöfn um Jóhönnu
fór fram árdegis í dag í Dóm-
kirkjunni og flutti Sigurbjörn ;
! prófessor Einarsson líkræðuna, |
en að þeirri athöfn lokinni:
fluttu ástvinir hinnar látnu lík
hennar heim, heim að Litlu-
Brekku, þar setn það í dag verð- (
ur lagt við hlið’ þriggja syst-
kina, sem létust á barns aidri,
og hvila þar í heimagrafreit. j
’ Eg veit, að á hverjum bæ á 1
Mýrum vestur og í Borgar- 1
fjarðardölum vakti fregnin um
andlát þessarar göfugu, ungu
konu, djúpa sorg og innilega
hiuttekningu, og þar sem hér
eru ofar öllu óskirnar um, að
fagrár og bjartar minningar
varpi æ birtu sinni á ófarna
slóð ástvinanna, sem eftir lifa,
og létti þung spor þeirra. i
i Axel Thorsteinson.
Það er cinn leiðinda ósiður,
seni farið hcfur mjög í vöxt síð-
ari ár liér i bænum, en það er
jórtrið á iyggigúmmiinu. Það má
héita að allt æskufólk jórtri tvggi
um að vonum þetta hvimleitt
gúnnni allan daginn og jafnvel
nsargir fullorðnir. Þykir mörg-
mjög, enda ekki fallegt að sjá
unglinga af báðum kynjum
1 yggja sýknt og heilagt. Það hef-
ur líka oft verið drepið á þetta í
blöðum, en lítl stoðað. Það er
ekki ætlunin að fara að ræða
þettá mál frekar frá þvi sjónar-
mið'i, en aðeins að birta stufta
frásögn konu, sem bendir á
atriði í sambandi við notknn
tyggigúmmís, sem er heldur ó-
skemmtileg.
Um allar götur.
Kona þessi á ung börn og seg-
ist vera í stökustu vandræðum,
éinkum með yngstu börnin,
tveggja og fjögurra ára. Þar sem
hún býr háttar svo til, að börnin
verða að leika sér að inestu á
fjölfarinni götú. Á þessari götu
sem reyndar flestum götum hæj-
arins gengur maður ekki svo
skref, að ekki liggi fyrir fótum
manns notað tyggigúmmí, sem
einhver hefur spýtt út úr sér.
l.itlu börnin sjá fullorðna fólkið
tyggja og furða sig á þvi hvað
þetta er, en svo þegar þau sjá
það spýta tyggigúmmiinu út úr
sér, vaknar hjá þeim forvitnin aS
reyna þetta. Síðan venjast þau á
það, að taka tryggigúmmí upp af
götunni og tyggja, Þcssi kona
hefur sagt mér, aS það sé fáir
dagar, sem yngstu börnin liennar
komi ekki heini tyggjandi tvggi-
gúmini, sem þau hafa tekið upp
á götunni.
Enda þótt Alþingi hafi ákveðið lágmarksaldur þeirra, sem
mega vera á bifhjólum þessum, virðast margir knaparnir
samt Vex-'a furðu ungir, er þeir bruna um göturnar, og er hætt
við, að . einhverjir þeirra sé undir hinum tiltekna aldri. Ber
tafarlaust að taka það til athugunar. Einnig er sjalfsagt að á héimili móður hennar er þá
ungUngar sé vandlega prófaðir í umferðarreglunum, er , þeir ' Var gjafvaxta mær, afa hennar
láttf kkrá. slík hjól, því.ifð surpir virðast ærið illa að sér á þvi Jóhannesar bónda, og. ömmu’
»viöi!(,þ^cp’ ^ bak er komið. d ' ,-tuxíiy.mtX h ;■ .^em. þáulá-'langa og
i
Margir syntu til að
fá sundmerki.
I vor var gefið út sundmerki
til eflingar sundíhróttinni, og
| fékk það hver sá, sem þreytfi
200 metra sund. ]
Um síðustu mánaðamót var
útrunnið þaö tímabil, sem sett
var til þess að vinna fyrir sund- ■
merkinu, og er talið að þetta
hafi orðið til þess að örfa mjög
sundiðkun víðsvegar um land,
en ékki iiggja enn fyrir .gk.ýrsl-
ur uin þátttökuna. ■
Eina ráðið.
Eina ráðið hefur verið fyrir
hana að hafa alltaf til tyggi-
gúmmí handa börnunum til þess
að reyna að koma í veg’ fyrir að
þau tíni það upp af götunum. Og
það er sannarlega ekki skemmti-
legt að þurfa að fóðra börnin á
lyggigúmmíi til þess að koma í
veg fyrir að þau taki það upp af
götunum. Refsingar duga ekkert
í þessu sambandi, þvi svo ung
hörn skilja það ekki að þau megi.
ekki gera þetta, þar sera þau sjá
fullorðna fólkið tyggja allan
daginn. Það er nú kannske ekki
algengt að fullorðið fólk noti
týggigúmmí, en unglingar og
stálpað æsknfólk notar það mik-
ið. Konan vill að eitthvað sé gert
til þess að fyrirbyggja þennan
sóðaskap að spýta tyggigúmmíi
á gömrnar sem mesta sóðaskap,
enda þótt ekki sé tekið tillit til
barnanna.
Satt og rétt.
Þetta er alveg rétt hjá kön-
imní að það er mesti sóðaskapur
að spýta tyggigúmmii á göturn-
ar, en erfitt mun vist að koma
i veg fyrir það. Einasta leiðin er
að skírskota lil skynsemi æsku*.
nianna og benda þeim á það,
hvað geti leitt af ’því að fara
jiannig áð. Barin mýhdi lítt stoðá
í þessu .sambandi. En verið getu.r
að Iiægt verði að draga eitthvað
úi’ því, ef bejp-t er á dæmi sein
þetta á almennum vcftvangi. Það
er hægt að losna við tyggigúmmí.
niður í holræsi, þar sem litlu
börnin ná ekki til þcss. Það ætti.
ekki að þurfa mikla hugsun til
að numa það, en holræsi éru með
jöfnu millibili víð flestar götur.
Hvernig ýæri það, að þeir, sem
nota þurfa tyggigúmmí myndi
það að spýta því ekki á göturnar
tii þess að iorða ’.litium. bcirniim
frii því að taka það ugpp, kr.