Vísir - 22.08.1955, Síða 4
VtSTE
Mánudaginn 22. ágúst 1955.
T*
todiiíTJ-il
Ð A G B L A Ð
j| '■ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
^nr Auglýsingastjóri: Kristján Jónssoa,
Skrifstoíur: Ingólfsstræti 3.
AfgrsiBsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIE HJ!, jj
Lausasala 1 króna. > i ifc
Félagsprentsmiðjan h.í.
Nerræn samvinna?
Mikið er talað um norræna samvinnu nú á dögum, og þykii
mönnum hugsjónin fögur, enda er svo um allar hugsjónir,
sem að einhverju leyti snerta bræðralag meðal manna. Þa£
eiga líka að vera. meiri líkindi til þess að Norðurlandaþjóðirnai
geti starfað saman af eindrægni en flestar aðrar þjóðir, eði
svo virðist mönnum að minnsta kosti í fljótu bragði, því ac
skyldleikinn er mikill, og sjónarmiðin ættu einnig að vert
ísvipuð á margan hátt, Og ókunnugir munu ætla, er þeii
heyra skálaræður, að norræn samvinna muni ekki aðeins verc
hugsjón, heldur muni hún vera orðin að raunveruleika. a?
meira eða minna leyti.
Islendingum er alvara, þegar þeir tala um, að þéir vilj;
hafa sem mesta samvinnu við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Það
íer hinsvegar ekki framhjá neinum, sem hefur augu og eyru
opin, að þær — .stærri þjóðirnar á Norðurlöndum — vilja
stundum gleyma því að íslendingar sé til, hvort sem það er af
ásettu ráði eða einungis vegna þess, hvað íslendingar eru fáir
og því lítils megandi sem bandamenn eða samvinnuaðilar. Þó
er rétt að taka það fram, að því fer fjarri, að þessa gæti í eins
xikum mæli hjá öllum þessum þjóðum eða einstaklingum þeirra.
Svíar munu vilja líta á sig sem einhverja öndvegisþjóð í
hópi Norðurlandabúa. Þeir eru flestir, og þeir éru auðugasta
■pjóðin á Norðurlöndum. Áður fyrr áttu þeir einnig mikla hei-
konunga, og við vitum það af íslendingasögunum, að slíkar
sagnir móta hugsunarháttinn ótrúlega lengi — annað hvort
tii góðs eða ills. Þó er ekki því að neita, að Svíar geta einnig
tekið undir það í skálaræðum, að norræn samvinna sé nauð-
syn og sjálfsögð, en því miður er sannleikurinn sá, að þeim
■virðist oft ganga erfiðlegar að standa við slík ummæli en öðrum.
Fá dæmi munu gleggri um það, hvernig hægt er að ganga
i berhögg við allt, sem snertir norræna samvinnu, en deilan, sem
efnt hefur verið til milli íslendinga og Svía um flugferðir. Sú
deila er milli ríkisstjórna landanna, en hún er runnin undan
rifjum SAS, norrænu flugfélagasamsteypunnar, og henni er
beint að einum minnsta keppinaut hennar í flugferðum, Loft-
leiðum. Og svo ákafir eru sumir aðilar i Svíþjóð, að þeir þola
þáð'ekki, að vinveittar raddir heyrist í grannlöndunum, t. d.
Danmörku og Noregi, þar sem mönnum blöskrar framkoma
sænskra aðila. Morgontidningen í Stokkhólmi, stuðningsblað
stjórnarinnar, hefur beint orðum sínum til þessarra manna og
talar um, að farið sé frarn á sérréttindi fyrir Loftleiðir í Sví-
þjóð. Slíkt er vitanlega úr lausu lofti gripið, en tilgangurinn
með þeirri staðhæfingu er auðsær, hún á að vera grundvöllur
undir því, að ekki verði gengið til neinna samninga við ís-
lendinga. En tíminn mun þó skera endanlega úr , þvf, hvað
ofan á verðúr.
En það, sem gerzt hefur í samningaumleitunum íslendinga
og Svía að undanförnu færir mönnum þó áþrifanlega heim
sanninn um það, að bilið er harla breitt milli þess hugarfars,
sem ríkir við veizluborðið og samningaborðið. Svíar ættu .þess
vegna sem minnst um norræna samvinnu og bróðurþel að
tala, meðan gerðir þeirra geta ekki verið á annan veg í SAS-
málinu en raun ber vitni.
Eim eitt
TT'nn hafa bændur á Suðurlandi orðið fyrir þungum búsifjum
af völdum veðurfarsins. Það vár ekki nóg, að várla kæmi
þurr dagur í tvo mánuði, svo að ekki væri hægt að ná inn
þurri tuggu, heldur varð stormur að koma til einnig til þess
að fullkomna það, sem rigningarnar höfðu ekki getað. Mun
óhætt að segja, að annað eins óhappasumar hafi ekki gengið
yfir ýmsar sveitir suðvestanlands i manna minnum, og hefur
þó oft gengið á ýmsu eins og menn vita.
Bændur eru þegar farnir að skera niður nautpening, þar sem
þeir sjá fram á, að þeir muni ekki hafa fóður fyrir hann, og
dregst mjólkurframleiðsla þá óhjákvæmilega saman. Er fyrir-
sjáanlegt, að hið opinbera verður að koma til skjalanna ogi
reyna aö hjálpa á einhÝem hátt, og því fýn-i því. bétra. ú
Drykkjuvenjur vestan hafs.
Wasliington-búar drekka meira en
allir adrir.
Árið 1953 eyddu Banda-
ríkjamemi sem svarar 160
milljörðum króna til áfengis-
caupa, segir í grein í NY Times
^ýlega. |
Er grein þessi stutt, en að
ý-msu leyti fróðleg, og er þar!
.alað um drykkjuskap þjóðar-
nnar bæði í gamni og alvöru.
3ar segir m. a., að þegar komi
xam í júnímánuð ár hvert,
/irðist þorsti almennings fara
njög minnkandi, svo að hann
iggi í dái fram til ágústlöka.
ín eitthvað dynji yfir í sept-
nnber. Þá aukist áfengiskaup
mögglega og fari vaxandi með
nánuði hverjum, þar til komið
;é fram í desember, en þá (
Irekki menn tvisvar meira en í
júH. |
Bandaríski drykkjumaður-
'nni hefir ekki verul. samvinnu
við vísindin, og engin skýring
finnst á því, hvers vegna hann
irekkur meira í einum mán-
uði en öðrum. Yfirleitt gegnif
sama máli um flest atriði
drykkju hans. Þó.sé það vitað,
segir í ofannefndfi smágrein,
að á síðasta ári hafi meðalmað-
urinn drukkið um 60 lítra af
bjór, nærri fimm lítra af
brenndum drykkjum og tæpa
fjóra lítra af ávaxtavínum.
Hann eyðir um 80 milljörðum
króna árlega í bjór, um 72
milljörðum í brennda drykki
og afg'anginum, 8 milljörðum,
í ávaxtavín.
Hann hirðir ekki um það,
hversu mikið hann greiðir hinu
opinbera fyrir drykkju sina, því
að það tók um 56 af hundrpði
af hverjum dollar, sem hann
varði til whiskykaupa einha,
en í heild greiddi hann á síð-
asta ári um 45 milljarða króna
í ríkissjóð vegna drykkju sinn-
ar.
„Þur“ fylki
og 'þó ,.rök“.
Áfengið er mestmegnis keypt
í verzlunum, eða 70 %, en hitt
er drukkið í börum, veitinga-
húsum, næturklúbbum og slík-
um stöðum.
Enda þótt sum fylki — eða
héruð í ýmsum fylkjum — sé
„þur“, tekst þeim þyrsta samt
að slökkva þorsta sinn. Til
dæmis er algert bann í Okla-
homa-fylki. Þó er því hvíslað,
að hvergi sé vætan meiri en
einmitt þar.
Því hefir verið haldið fram,
að hvergi sé drukkið fastara
en einmitt í höfuðborginni,
Washington. Tölur eru brögð-
óttar, en þær virðast staðfesta
þessa ásökun. Neyzla brenndra
drykkja á hvert mannsbarn var
á síðasta ári næstum 18 lítrar,
og er það tvöfalt meira magn en
drukkið er. í nokkru fylki —
miðað við hvern íbúa — nema í
Nevada, en þar eru skemmti-
staðir mjög margir.
Washington-búar drekka
einnig mikið af ávaxtavínum.
Af þeim drekka þeir tvisvar og
hálfu sinni meira en aðrir íbú-
ar landsins eða næstum tíu lítra
á hvert mannsbarn.
Marokkó
Ekkert samkomulag í
yrnnucíeiiunm.
Verkakvennafélagið á Akra-
nesi hóf verkfali á miðhætti s.
1., eins og boðað hafði verið, ef
ekki semdist.
Yerkalýðsfélags Akraness hélt.
fund í gær og mun hafa verið
samþykkt þar að hefja samúð-
arverkfall himi 28. þ.m.
Sáttfundur var haldinn í
Revkjavík á laugardag kl. 4,
og stóð hann til kl. 8 en ekk-
ert samkomulag náðist.
- viðgerðir
-Rafleiðir
Hrísateig'8. — Sími 5916.
Sigurgeir Sigurjónssoi
Hauttaréttarlöome&ur
Skrtfstofutlml 10—18 og 1—«
A«*u*r.r * Bírrvt 1048 osr «00M
Framh. af 1. síðu.
hefði viljað leysa vandann í
Marokka, með því að mynda
stjóm, sem allir flokkar standa
að, situr í dag fund með helztu
ráðherrum sínum og leiðtogum
frá Marokko. Grandval land-
stjóri kemur á fundinn með
lista, sem á eru 20 nöfn raanna,
sem soldáninnn leggur til, að
skipi fyrirhugaða samsteypu-
stjórn.
Ben Youssef —
fátækt og eymd.
Brezku blöðin í morgun telja
orsakir óeirðanna vegna ó-
ánægju manna y.fir útlegð Ben
Youssefs solcláns, en hann var
gerður útlægur fyrir tveimur
árum, og fluttu Frakkar hann
til Madagasear, En þetta sé þó
ekki eina orsökin. Ef til vill
vegi annað eins miltið og það,
og það sé að allur.þorri Mar-
okkomanna eigi við cymcl og fá-
tækt að búa, og sjái ofsjónum
yfir vaxandi velgengni Evrópu-
manna. Fralckar hafi ekki gert
nóg til að sinna yelferðarmól-
um hinna innbornu manna, og
vercði að ráða bót á því.
Barist í námabæ —
járnbrautarstöSvar í báli.
Síðai'i fregnir herma, að bar-
ist só . námabæ nokkrum, og
Standi þar livert bús í björtu
báli, sömuleiðis liafi verið
kveikt í öllum jórnbrautar-
stöðvúm A 40 km. kafla.
Kaupi ísi.
frímerkl.
S. ÞORMAR
Spítalastíg 7
(eftir kl. 5)
.-."-“-■W'.V.-.’.V.*.--".”.”.-.*.-.*.-.-.’
Góður vörubíll
til sölu. Ný vél 5 gíra kassi.
' Með stálpalíi og tvískiptu .j
drifi. Útvarp og miðstöð og
á góðum gúmmíum. Uppl.
og til sýnis Auðarstræti 11
-eftir kl. 5.
Hallgrímur Lúðvígsson
lögg. skjalaþýðandi í ensku
og þýzku. — Sími 80164.
ALLT Á SAMA STAÐ
Sl.IOLIIAKtlAlfi
VÍKOUXIR
MAROAR STÆRÐIR
EinkaumböS á Islandi:
H.f. Egill Vilhjálmsson
Laugavfigi 118. — Sími 8-18-12.
nnn ■;