Vísir - 06.09.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 06.09.1955, Blaðsíða 6
 ><0 VISIK Þriðjudaginn 6. september 1955. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson Skrifstofur: Ingólfsstræti 3 Aígreiðsla: Ingóifsstræti 3. Síxni 1660 (fimm linur). Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB H.JT. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.1. Nýr ¥@rlÍ3fsgrui»l?öSIyr. ~\Terðlagsnefnd landbúnaðarins hefur haldio fund til að á- * * kveða grundvöll þann, sem landbúnaðarafurðir skulu verðlagðar eftir frá þessu hausti og frani á það næsta. Hefur útreikningur verðlagsnefndar leitt í l.jós, að grundvöllurinn hækkar verulega eða um 13,35%, og eiga landbúnaðárafurðir, kjöt, mjólk og þar fram eftir götunum. Formaður verðlagsnefndar gat þess við Vísi, er hann veitti blaðinu upplýsingar um þetta í gær, að svo gæti farið, ,að um meiri hækkun yrði að ræða, því að ekki væri enn útséð um söluhorfúr á ull og gærum, en ef söluhorfur yrðu lélegar, eins og á síðasta ári, mundi hækkun sú, sem fengist ekki á þeim afurðiim, koma 'fram "til. meiri hækkunar á öðrum af- urðum landbúnaðarins. ÞaS var fyrirsjáanlegi, að landbúnaðarafurðir mundu hækka í verði á þessu hausti. Þær kauphækkanir, sem hafa átt sér stað að undaníörnu, og verðhækkanir, er þeim hafa fylgt, 'hlutu að hafa í för með sér, að bændur krefðust aukins fjár fyrir afurðir búa sinna — þeir vilja fá meira fyiár mjólkina, kjötið og þai- fram eftir götunum, og um leið hækka þær mat- vörur, sem unnar eru úr þessum afurðum. Á það var bent, þegar verkfallið var háð á síðasta vetri, að verðhækkanir mundu- fylgja fljótlega í kjölfar kauphækkan- anna. Síðan hefur margvíslegur varningur og þjónusta hækkað, og nú er að því komið, að afurðir landbúnaðarins hækka einnig i verði, og það er ekki nein smáræðishækkun, sem verðlags- nefndin telui', að bændur eigi heimtingu á. Kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlágs er því hafið, eins og við var að búast, og óvíst hvar og hvenær því linnir. , Fotiagjar konmúmista, sem nú ráða mestu i verkalýðs- hi eyfingumii, sinntu því ekkert á síðasta vetri, begar bent var á þessa liættu. Þeir kærðu sig. kollótta um það, þótt þeir kölluðu þá válegu þróun yfir þjóðina, sem er fólgin í því að dýrtíðarskrúfan byrji að snúast af vaxandi hraða. En nú kem- ur árangurinn af verkum þeirra smám saman í ljós. Hann Jýsir sér í því, að allir hlutir fara hækkandi. Þegar þessi hækkun á landbúnaðarafurðum hefur komið til iramkvæmda eftir skamman tíma, mun mörgum þykja, að litið verði eftir af þeirri kauphækkun, Sem knúð var fram í verk- fallinu í vetur. Menn eru ekki enn búnir að vinna upp tekju- missinn af völdum verkfallsins, og ékki mun það ganga betur, ’er þessar hækkanir bætast ofan á þær, sem þegar eru orðnar. Þettá vissu kommúnistar a;5 sjálfsögðu, en þeir óskuðu eftir því, enda varðar þá ekkert um þjóðarhag', eins og einn for- ingja þeiira hefur lýst yfir, En vonandi læra þeir, sem láta 3tjórnast af kommimistum, að velgengni alls almennings verð- ur aldrei tryggð með því að kommúnistar fái að segja öflug- am samíökum fyrir verkum. Þeir vilja aðeins úlfúð og ófrið <og vinna að því að koma sem ílestum á kaldan klaka. iíSaeip Svia Siefir um 500.000 á 10 árutn. Talsímafjöldi heíir tvöfaldazt, raf- orkuframleiðsla aukizt um 75%. Síðan 1945 hefir raforku- framleiðsla Svía aukizt um 75%, bílum fjölgað um 500,090 og talsínrafjöldi tvöfaldazt, að því er segir í skýrslu frá sam- göngumálaráðuneyti Svia. Raforkuframleiðslan nam 13,500 milljónum kílóvatt- stunda árið 1945, en á síðasta ári var hún orðin 23,700 mill- jónum kvst. Fjárfesting hins opinbera í rafveitum nam 39 milljónum króna árið 1944—45. en hafði nífaldazt, orðið 337 millj. kr. árið 1955—56. Á þessu tímabili hafa margvíslegar nýjungar einnig komið fram hjá Svíum, og' hafa þeir t. d. reist fyrstu 380,000 volta langlínu í heiminum.~~ Á árunum 1945—55 tvöfald- aðist næstum tala talsíma í landinu. Þeir voru 1146 þús- undir árið 1945, en eru nú orðnir næstum 2,1 milljón, og' eru fleiri símar í notkun í Svíþjóð en í flestum löndum. Síminn er líka orðinn miklu meira sjálfvirkur en áður, og er hægt að hringja beint milli Imargra staða í landinu. Framlög til nýrra þjóðvega jukust úr 103 milljónum s, kr. árið 1944—45 í 789 millj. s. kr. fyrir yfirstandandi fjárhagsár. í ársbyrjun 1945 voru fólks- bifreiðir í landinu 39,100, voru orðnar fimm sinnum fleiri eða 194,500 árið 1950, og næstum fjórtán sinnum fleiri eða 535,000 í janúar á þéssu ári. Hefur þeim einnig fjölgað veru jlega síðan. Samsvarandi tölur fyrir vörubifreiðir eru 38,200, 79,500 og 110,000. En þá eru ó- taldar um 10,000 langferðabif- reiðar, 320,000 bifhjól og im 330,000 hjól með hjálparhreyrli (skellinöðrur). Hvað bifreiða- fjölda snertir, eru Svíar langt á undan öð'rum Evrópuþjóðum, því að í júní sl. var þar til bif- | reið á tíunda hvern mann í ! landinu. (SIP). í þjéð- inu. Andrés Jolinson, Ásöúð, Hafn arfirði, hefur afhent Þjóðminja safninu merkilegt safn ýmissa muna er harnl hefur safnað síð- ustu 25—30 á-in. Var safn ým- issa muna er h’ann hefur safn- að síðustu 25—30 árin. Var safn þetta opnað í sérstökum sýn- ingarsal í gær, en þá átti And- rés Johnson sjötugsafmæli. Safn þetta ber nafnið Ásbúð- arsafn og eru í því um 2000 munir. í safninu er meðal ann- ars fullkomið safn íslenzkra peningaseðja. Einnig eru þar ýmsir minjagripir og hlutir frá alþingishátiðinni 1930 ,og tug- ir alls konar félagsmerkja, verð launapeningar, frímerki og fleira. Þá gefur þarna að líta brýni Bólu-Hjálmars . og tó- baksdósir Gísla Brynjólfssonar og sitthvað fleira. Andrés Johnson fór ungur til Vesturheims, en kom heim aftur 1916, og byrjaði þá að safna forngripum og öðrum merkum gripum. Ferðaðist hann um allt land í þessu skyni og varð vel til fanga. VefkfaSH lokfð. 'rpins og aimenningur veit, náðust samningar milli félaga verkakvenna á Akranesi og í Keflavík snemma á laugar- dagsmorgun, og var verkföllunum. síðan aílýst: Höfðu þau þá staðið um það bil hálfan mánuð, auk þess- sem vinnustöðvanir í samúðarskyni höfðu staðið aðeins ákemur, eh þeim var að sjálfsögðu aflýst' um léið og hinufn. Er.því allt kyrrt i verka- Jýðsmálunum eins og stendur. Nokkrtrí tjón Ixefur orðið af verkfalli þessu eins og öðrum, en hefði þó getað. orðíð meira. ef veðurfar hefðj ekki verið þannig, að ekki héfur veriö hægt að stunda réknéíaveiðar af Jullum krafti, en það voru þær, sem voru stöðvaðar, á Akranesi og í Keflavik. Veiðar þessar eru svo mikilvægar, að bær má alls ekki stöðva, því að hver getur sagt sér það sjálfur, að litið ve.rður um afla á komandi vetrarvertíð, ef ekki verður til beita fyrir vélbátaflotann. Kaup verkakveruia á Akranesi og í Keflavík er nú hærrá en hér og víðar, en áður hafði kaup kvenna á ýmsum stöðum verið hækkað til samræmis við þær kröfur, sem verkako-n.ur íengu framgengt í lok verkfallsins mikla í vor. Nú hefur ýefið. knúð fram nýtt hámarkskaup, og má gera ráð fýrir, áð það dragi þann dilk á eftir sér, að ókyrrð verði aftur, ýmis félög muni fara fram á, að þau verði ekki sett skör lægra en félög- in á Akranesi og i Keflavík. Vercjaj þá epn , auknar byrgðar lagSar á ýmsa átvinriuvegi, seni síaiida höllúm fæti áður. Ósannmdum blaða mótmælt. í tilefni af ummælum Flug- vallarblaðsins, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins um. það, að varnarliðið bafi greitt hálfa milljón króna í leigu fyrir skot- æfingasvæðið í landi Voga á Suðurnesjum vill Utanríkis- ráðunejúið taka þetta fram: Varnarliðinu var afhent svæði þetta til skotæfinga í samræmi við 2. gr. varnarsamningsins frá 1951, er hljóðar svo: „ísland mun afla heimildar á landsvæð- um og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að í té verði látin aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, og ber Bandaríkjunum eigi skylda til að greiða íslandi, íslenzkum þegnum eða öðrum mönnum gjald fyrir það.“ Varnarliðið hefur því að sjáli sögðu ekki greitt leigu fýrir umrætt svæði. Aftur á móti hefur ríkisstjórnin gert leigu samning við eigendur skotæf- ingasvæðisins og er ráðuneyt- rnu ekki kunnugt úm nein van- j.sþil á. greiðslu., leigunnar. Að- dróttanir s Flugvallm-blaðsins, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins í garð starfsmanna varnarmála deildar er því tilhæfulaus og glæpsamlegur rógur. (Frá utanríkisráðuneytinu). Kaffiverðið í Braziliu. Kaffiverðið í Brazilíu hefur lengi verið óstöðugt og verð- sveiflur taisverðar. Af þessum orsökuju hafa kaupendur eink- anlega í Bandaríkjunum, hald- ið að sér hpndum, svo að kaffi- birgðir eru nú þar og í flestum um öðrum löndum, miklu minni en þær hafa verið í fjölda ára. Ein ástæðan fyrir þessu er ó- vissan sem verið hefur um gjaldmiðil Brazilíu, en nú hefur, fjármálaráðherrann þar lýst yfir að engar gagngerar breyt- ingai' verði gerðar á g'eh'ginu fyrst um sinn. Hinn 30. júlí gerði frost í sumum beztu kaffihéruðum j Brazilíu, sem : talið er að hafi j í gert stórskaða og kaffibændur, | sagðir vera :farnir að héúritaj jmiklu hærra verð fyrir kíáffiS, j en'áður; vegna væhtanlegs úþþ- | j skerubrests. Ef þetta reynistj j vera á rökum byggt og Banda- j ríkin og önnur lönd auka bjrgð-j ir sínar eðlilega má búast við talsverðri og varanlegri verð- hækkun á kaffinu. Bergmáli hefur á ný borizt bréf um bekkina og biðskýlin, en lim þettá var r.ætt fyrir helgina. Konia ekki að notum. í dálkum þínum í dag þakkar H. B. fyrir þá hugulsémi, serii strætisvagnafarþegum er sýiui með þvi að setja bekki við marga staði, þar sem Strætó stoppar. Þetta er að visu gott, en því mið- ur komá bekkirnir ekki að þeim notum sem af þeim er ætlast. Eg hef tekið eftir þvi á mörgum stöðum að blessuð börnin nota þá sem leikvöll, þau standa og hlaupa eftir sætunum hvort sem er rigning eða ekki. Þegar rignir er alls ekki hægt að sitja á bekkj- unum vegna bleytu, en þær fáu stundir sem þurrt er koma þeir sjaldnast að notum . því þá eru þeir tataðir i aur. Slæm umgengni. Bekkir og skýlin ei.ns og þau, sem komið hefur verið fyrir við Suðurlandsbraút og víðar eru rnjög takmörkuð þægindi fyrir þá sem þurfa að bíða eftir Strætó. Umgengnin er svo slæm þar sehi ekkert eftirlit er. Ömcnning sumra einstaklinga er svo við- bjóðsleg að lýsing á óstanciimi er ekki prenthæf. — En hvers vegna er ástandið þannig? Á bæjai- stjórnarfundum liafa hvað efíir annað koinið fram tiliögur um að reist yrðu biðskýli þar sem þeir, er bíða' e'ftir strætisvögnum og langferðabílum gætu nhtið ýls pg skjóls, fengið afnot af sima pg salernnm, en eins og nú er, éí' ástandið í þessum máium í hinum mesta ólestri og engu þorpi sæm- andi hvað þá sjálfri höfuðborg- inni lieykjavík. Söluskýli. Þessu er hægt að kippa i ia_. skattborgurunum að. kostnaöar lausu því það eru margif sem mundu vilja byggja siik skýii, til að skajja sér atvinnu, ei' þ.eir fengju leyfi til að hafa þar smá- verzlun, sem sekii blöð timáril, tóbak, sælgæti o. fl. Éinnig ýrði þetta til mikilla þæginda fyrir ])á sem búa nálægt þessum stöðum, Eg cr vist ekki sá -eini, seiri gleymir stundum að kaupa mér tóbak á leiðinni úr viiinunni og verð því að arka alla' léið ofan úr Hlíðum og norður á Laugaveg eða taka Strætó niður i 5æ. T. Lokaorð. Þannig var bréfið .;frn E J.. Mér finnst hann helzt til dóm- harður, Satt cr það að umgengni gæii verið betri lim s'likar al- menuingseigur, eins og bekkinn, cn þeír koma að góðiim notúm oft og einatt. Eri þegar rignir jáfn .látlaust og ge'rt hefúr í sumaf ér eðlilcgt að bekkir séú biautir. Um íiitt atriðið skal ,-ég ekki dw.ma hvort nauðsyn sé. á biðskýjúþt innanbæjar, „þótt ráddír hafi korn ið fram mn það, að byggjja þyrfti yfir bekki og skýli þar.sem tolk býður eftir strætisvögnum. Ef fil viil verðnr það líka gert siðar, 'ejii niaTgh- eru þákklátir fjrir' aíf bekkir hafa verið settir einmitt við áfanga strætisvagnanna. kr. ----Or---- Landvarnaráðherra og yfir- hershöfðingi Egyptalandi fór í könnunarfero til frain- stöðva Egypta vio Gaza i gær. — Þar var skipzt é ' skoíum sem undjsngengns daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.