Vísir - 01.11.1955, Page 7
Þriðjudaginn 1. nóvember 1955.
71S1R
Þegar Olga liafoi klæðst kom Turo
til hins konunglega aðsetui'staðar. —•
Aha, nú lítur þú út, sem drottning,
hjópaði- kftnn, —. JÞýj^lýjtuíp; að hírfa
einhverjar ástæðúr fyrir þessu?
sagði stúLkan.
Turo glötti. — Forfeðúr okkar voru — Hvernig myndi þér. líka, að — Kynflokkur minn veit um kym~-
sóldýrkendúr. Þess vegna ert þú til- öðlást ótrúleg. auðæfi og völd? spurði fjái’sjóð,. sem. ekki hefur. ver-ið -
valið goð fyrir fólkið okkár, með Turo allt í einu. Lymskulega horfSi' snertur. Vi'ð'""feettmv^i ' sáihéiningv1.
allt þitf íjosa hár. '.-!*,/<’■ - Olga,-meaiáRwirh-attiýgli^é- öH‘-áuð‘-'‘‘«‘”kcifrixst??ýifir'hdiín.’'f>Ú<þárft'gðems'íéð
æfin sém- í krihgum hana voru. — gefa fyrirskipanir____________________ og ég mua.
Ffíábéh''•'• ■ •? Turo kinkaði kolli. • sjá ttm að þeim vex-ðj framfylgt.
timm
m.
— Ég er hérna með fáein frímerki handa yður, sagði Scobie.
— Eg hef verið að safna þessu undanfama viku allsstaðar, þar
sem eg hef náð til. Jafnvel frú’ Carter hefur látið mig fá stórt
frímex-ki — sjáið þér til — einhversstaaðr frá Suður-Ameríku.
Og hérna eru frímerki frá Liberíu.
Þeim leið báðum vel. Friður og öryggi hvíldi yfir þeim báð-
um.
— Hvernig stendur á því, að þér safnið frímerkjum? spurði
hann. Það gera fáir, sem komnir eru yfir sextán ára aldur.
— Eg veit það ekki, sagði Helen Rolt. — Eg býst við, að það
sé gamall vani. Hún opnaði frímerkjabókma sína. — Nei, þáð
er nú ekki af tómum vana. Mér þykir vænt um frímerki. Sjáið
þér þetta græna hálf-penny frímerki með mynd af George V?
Það er fyrsta frímerkið, sem ég eignaðist. Þá var ég átta ára
gömul. Eg náði því af umslaginu og stakk því í vasabók. Móðir
mín var dáin og pabbi gaf mér frímerkjaalbúm.
— Þér hafið aldrei sagt mér neitt um manninn yðar?
— Nei.
— Það er auðveldara að komast yfir sumt, ef talað er um
það, sagði Scobie.
— Það er ekki það, sagði hún. —- Vandræðin eru þau, að það
er svo hræðilega auðvelt að komast yfir það. Hann varð
undrandi. • Hann hefði ekki trúað því, að hún héfði náð þessu
reynslustigi. — Það eru aðeins átta vikUr' síðán hann dó, og
hann er mér algerlega dáinn. Dæmalaus manneskja hlýt eg
að vera.
Scobie sagði: — Það þarf ekki að vera. Eg geri ráð fyrir, að
allir séu svona. Þegar við-segjum við einhvern: — Eg get ekki
lifað án þín, þá eigum við við það, að við getum ekki þolað "að
viðkomandi persónum líði illa. En þegar sú persóna ér' dáin, þá
er ábyrgð okkar lokið. Það er ekkert meira, sem við getum gert.
við getum tekið öllu með ró.
— Eg vissi ekki, að eg væri svona harðbrjósta,. sagði Helen,
— svona hræðilega harðbrjósta.
— Eg átti barn, sagði Scobie — og það dó. Eg var bér. Kon-a
mín sendi mér tvö skeyti frá Bexhill. Annað klukkan fimm, en
hitt- klukkan sex. En þeir rugluðu saman skeytunum. Hann
hafði aldrei sagt neinum frá þessu fyrr, ekki einu sinni Löuise.
— Hún ætlaði að búa mig undir fréttina, svo að hún kæmi ekki
yfir- mig eins og reiðarslag. Fyrra skeytið var svohljóðandi:
„Catherine dó í morgun þjáningalaust Guð blessi þig.“ Seinna
skeytið var svona: „Catherine alvarlega veik. Læknirinn samt
ekkí. vonlaus.“
— Þetta hefur verið hræðilegt fyrir yður, sagði Helen.
Nei, það hræðilegasta var, þegar eg fékk seinna skeytið. Eg
var .svo ruglaður. Eg hugsaði’. Þetta hlaut að vera misskilningur.
Húit hlýtur að vera lifandi. En þetta var aðeins andartak. Svo
skildi eg, hvað hafði skeð. Eg varð fyrir vonbrigðum. Þétta var
hræðilegt. Eg hugsaði: Nú byrjar óvissan og þjáningamar. En
þegar mér var ljóst, hvað hafði skeð, þá var allt í lagi. Hún
var dáin. Eg gat byrjað að gleyma hénni?
— Eruð þér búinn að gleyma henni?
— Eg man ekki oft eftir henni. Þér skiljið, Eg losnaði við
að sjá hana deyja. Kona mín var viðstödd.
Ilonum fannst undarlegt hversu fljótt þau höfðu orðið vinir.
Hún sagði. — Eg veit ekki, hvað eg hefði gert án yðar.
— Allir hefðu keppst um að líta eftir yður.
■— Eg held, að fólk sé hrætt við mig, sagði hún.
Hann hló.
•— Það er satt, sagði hún. Bagster flugliðsforingi ók mér
niður á ströndina um daginn. En hann var hræddur við mig
vegna þess, að er ekki hamingjusöm. Og eg sat þarna í bað-
fötum frú Carters og langaði heim.
— Þér fáið bráðum að fara heim.
— Eg átti ekki við það. Eg átti við hingað heim, þar sem eg
get lokað að mér og þarf ekki að opna, þótt barið sé að dyrum.
Mig langar ekki að fara heim strax.
— Þér getið alls ekki verið hamingjusöm hér?
— Eg er svo hrædd við sjóinn, sagði hún.
■— Dreymir yður um hann?
— Nei. Mig dreymir John stundum — og það er miklu verra.
Því að mig hefur alltaf dreymt hann illa og eg hef enn þá erfiða-
drauma um hann. Eg á við það, að-við vorum alltaf að rífast í
draumunum og við erum enn þá að rífast í draumunum.
— Rifust þið?
— Nei. Hann var góður vig mig. Þér vitið, að við vorum
aðeins gift í einn mánuð. Þegar þetta skeði, var eg rétt að byrja
að kunna að hegða mér.
Scobie virtist sem hún hefði aldrei verið eins og heima hjá
sér síðan hún var í handknattleiksflokknum.
— Eruð þér búin að skrifa föður yðar?
— Já, auðvitað. Og eg hef fengið .skeyti frá honum. Viljið
þér lesa?
Scobié las: „Eg er hræðilega sorgbitinn vegna þín, barnið
mitt. En mundu, að hann er hamingjusamur. Þinn elskandi
faðir.“
— En hann veit ekki neitt,'hélt hún áfram.
— Hvað eigið þér við með því?
•— Já, sjáið þér til. Hann trúir á guð og allt þess háttar.
— En þér ekki?
— Eg hætti því, þegar eg var búin í skólanum. John
öxlum við öllu slíku. Pabbi skipti sér ekkert af því. En hann
bafði ekki hugmynd um, að eg vai' sömu skoðunar og John.
Þegar maður er prestsdóttir verður- maður alltaf að vera með
látalæti. Hann hefði orðið fokvondur, ef hann hefði vitað, að
. við 'sváfum saman hálfum mánuði áður en við giftúm okkur.
Hann sagði:
Á kvoldvökuimi.
Rafiagnir
- viðgerðir
Fljót afgreiðsla.
Rafleiðlr
Hrísateig 8. —
— Mér þætti gaman að vita, hvað þéir ætlið að taka yður '
fyrir hendur, þegar þér komið heim.
— Eg býst við, að eg verði kölluð í herinn.
Hann hugsaði: Ef telpan mín hefði lifað, hefði líká verið hægt
að kalla hana í herinn.
•— Haf ið ’ þér ekki fengið sérmenntun í neinu? Einhver ju
tungumáli, til dæmis? Ef svo er getið þér sloppið við stríðið.
—Nei, ságði hún. —: Eg er hrædd um eg dugi ekki til neins.
Það var ómögulegt að hugsa sér hana bjargast úr klóm hafs-
ins til þess eins að vera send í herinn.
— Getið þér vélritað? spurði hann.
— Eg, er fljót með einum fingri.
— Eg býst við þér gætuð fengið að vinna hér. Okkur vantar
vélritara. Eins. og þér vitið vinna margar konur og eiginkonur
í stjórnarskrifstofunum og það vantar enn fleiri. En hér er
vont loftslag fyrir.
—• Eg vil heldur vera hér ky-rr. Við skulum, fá okkur glas,
upp á það. Hún kallaði: — Þjónn! þjónn!
— Þér eru-5 að kóma til, sagði Scobié. — Fyrir viku síðan
voruð. þér svo hrædd við hann . . . Þjónninn kom inn með
bakka, glös, aldinsafa og fulla ginflösku.
— Þetta er ekki þjónninn, sem eg talaði við, sagði Scobie.
— Nei, hann fór. Þér voruð of harður við hann.
— Og kom þessi í staðinn?
er dásamlegt á
Þær verða silkimjúkar
hvítar.
Þegar Mark Twain kom eitt
sinn á hótel nokkurt og ætlaði
að fara að skrifa nafn sitt f.
gestabókina var hann ónáðaður
af mýflugum sem sveimuðu.
kringum hann.
— Nei, sagði hann og lagði
pennann frá sér. — Þetta geng-
ur nokkuð langt. Eg hefi nokk-
urum sinnum á ferðum mínum
orðið fyrir mýbiti í hótelher-
bergjum, en þetta er í fyrsta
sinn sem mý gerist svo nær-
göngult að líta í gestabókina
til þess að gá að númerinu á
herberginu mínu.“
•
Eitt sinn var utanríkisráð-
herra Englands, Harold Mac
Millan, staddur í samkvæmi..
nokkru, þar sem m. a. heims-
pólitíkina bar á góma. Var hann
þá spurður, hvort hann áliti,
að horfur væru á því að endi
yrði bundinn á kalda stríðið.
— Eg vil ekki láta í ljósi of
mikla bjartsýni, svaraði hann.
— En ef hægt væri að lýsa því
þannig, að hitastigið hefðí:
breytzt úr hörkufrosti í venju-
legt kæliskápsstig þá mætti
segja, að um einhverja ofurlitla
þíðu geti verið að ræða.
Eftir Graham Greene.