Vísir - 30.12.1955, Blaðsíða 1

Vísir - 30.12.1955, Blaðsíða 1
12 bis. 12 bls. 45. árg. Föstudaginn 30. desember 1955. 297. tbl. Heimskautákuldi í N.-Svíþjóð: Víða hefur kuldinn verið miklu meiri en á síðustu 100 árum. Vr it Haparanda hefnr með- aifrost verið 20 stig. JEr: venguMega «ð- eins J stif/. Frá fréttaritara Vísis. Stokkhóbni 20. des. ÞaS er óhætt að segja, að fá- dæma vetrarhörkur hafa verið £ norðurhéruðum Svíþjóðar og Finnlandi síðustu fjórar vikur, ®g eru menn þar nyðra farnir að kalla þetta „úlfaveturinn.“ Afleiðingarnar hafa verið þær, a. m. k. í Svíþjóð, að sam- göngur hafa lamazt á sjó og landi, og munu að sumu leyti ekki komast í lag fyrr en með vorleysingum, ógurleg hríðar- veður hafa geisað, svo að menn Iiafa orðið úti, þorp einangrazt, messufall orðið víða, skólum verið lokað, af því að börn hafa ekki komizt heiman að frá sér og þar fram eftir götunum. Þessi veðrahamur hefur alveg komið veðurfræðing- um á óvart, og sama máli gegnir um þá, sem um sigl- ingar fjalla, því að mörg skip eru föst í ísnum á Hels- ingjabotni, svo að skipverj- ar hafa yfirgefið þau, og ís- brjótarnir hafa orðið fyrir óhöppiun, svo að þeir hafa ekki getað orðið að verulegu liði. Sjó lagði óvenjulega snöggt og fljótt innst í Helsingjabotni laust fyrir miðjan mánuðinn, eg* leið þá ekki á löngu, áður en tuttugu skip voru svo illa stödd, að þau gátu enga björg sér veitt. Voru aðeins tveir litl- ir ísbrjótar í gangi í byrjun, og réðu þeir ekki við neitt. Síðan komu þrír stærri ísbrjótar til hjálpar, en þeirra naut ekki lengi við, því að tveir þeirra urðu fljótlega fyrir vélabil- unum, svo að þeir hurfu frá Mtt unnu verki, og verður ann- ar ekki tilbúinn til notkunar á ný fyrr en í febrúarbyrjun. Tuttugu stiga gaddur. Norður í landi hafa frost- hörkurnar verið svo miklar, að UVVSftíVWUWWVWWWVWiWi VISIR óihar öftmi fandómömuim mrs off friðnr. þær munu ekki hafa vérið eins gífurlegar síðustu huiidrað ár- in. Svo hefur a. m. k. verið í Haparanda. Þar sem meðal- frostið fyrri helming mánað- arins var tuttugu stig, eða 15 stigum meira en í meðalári. Ulfar hafa gert æ meira vart við sig, ráðist á allí kvikt, hjarðir hreindýra, sem annað, þótt hirðar séu nærstaddir. Oft hefur verið hægt að nota flugvélar gegn þeim, eiv veðurhamurinn hefur komið í veg fyrir það. Jafnvel sunnan til í Svíþjóð hefur fennt mjög mikið, og til dæmis í Dölum og Umhverfi þeirra er snjór viða fjögurra metra djúpru. ian náii Tíræ&ir tvíburar r I Frá fréttaritara Vísis. Stokkhólmi 20. des. — Fyrir nokkru skýrðu blöðin frá því, að heimsins elztu tví- burar ættu heima í Austurriki. Fregnin hafði varla komið í sænskum blöðum, er frá því var skýrt, að hér væru enn eldri tvíburar. Hinir austur- rísku eru 90 ára, en þeir sænsku — verða 100 ára þ. 8. apríl n.k: Þær eru enn hinar hressustu og hafa ferlivist nokkra tíma á dag. IrUr rettindmluus ofj druhhinn- Lögreglan handtók í fyrri- nótt mann þaim, sem ók á mið- vikudagsmorgun á þrjá bíla á Laugamesvegi og olli tjóni á tveimur þéirra. Mann þenna handtók lög- reglan á dansleik í Vetrargai’ð- inum og hafði hann þá sterk- lega grunaðann um að vera valdur að árrekstrunum eftir upplýsingum, er henni höfðu borizt. Maður þessi, sem er utan- bæjarmaður, er réttindalaus og var drukkinn að auki, er á- rekstrarnir urðu. Að vísu hafði hann öðlast bílpróf en 1 misst ökuréttindi sökum ölvunar við akstur. Strax er hann var hand- tekinn meðgekk hann að vera valdur að árekstrunum. Bílinn hafði maðurinn fengið hér í bænum. Var eigandi bíls- ins sjálfur drukkinn í fyrrinótt og allt óljóst um samskipti hans og ökumannsins. VISIR kemur næst úr þriðjudaginn 3. janúar. /ywwuwrtftwwwuwjwíwwwvwwwtfywwwvwv Þegar flugvélar voru búnar til úr „snæri og striga“, ef sgro má segja, þótti það fífldiefska og mikii list að fara bakfalls- lykkju. Nú telst það ekki tÖ^Sfór- ræða, ekki einu sinni, þegar það er gert „fylktu Iiði“, eins og myndin sýnir. Hún er a£H»wk- er Hunter-véklm úr brezka flug- hernum, s«m voru á flugsýn- ingu í Hollandi nýverið. vuwwuwvvuvvwvvuwyruv. Eingöngu nýtízkn vagnar hjá SVR á næsta ári. Tilboð þegar farin að berast í 60-80 farþega vagna. Brennur verða á 25 stöðum í bænum annað kvöld. Tvær aðdbrennur verða, önntir fyrfr neðan Háskólasin, hfn vfð Sígtún. Lögreglan í Reykjavík hefur tjáð Vísi að alls verði í bænum urn 25 brennur á opnunx og auðum svæðum annað kvöld. Tvær aðalbrennur verða haldnar á vegum bæjarins en íþróttasamtökunum falin um- sjá þeirra í allri framkvæmd. Verður önnm* þeirra á svæð- inu austan Háskólans og sunn- an Hringbrautarinnar, hin á opna svæðinu norðan við Sig- tún vestan Laugarnesvegar. Á báðum þessum stöðum hafa verið hlaðnir stórir bál- kestir og verður útvarpað hljómlist hjá þeim meðan á brennunum stendur. Byrjað verður að útvarpa hljómlist um ellefuleytið annað kvöld, en kveikt verður í bálköstunum fljótlega eftir það. Þá hafa éinstaklingar við Ægisíðu haft samtök um að hlaða mikinn bálköst þar á ströndinni, sem kveikt verður í annað kvöld. Hljómlist verður einnig útvarpað þar úr lög- reglubifreið áður en brennan hefst og meðan á henni stendur. Vísir hefir spurzt fyrir hjá forstöðumaimi Strætisvagna Reykjavíkur um hina nýju dieselvagna, sem vonir standa til, að á næsta ári bætist við þann vagnakost, sem fyrir er, og verða þá eingöngu diesel- vagnar af fuIUtomnustu gerð í daglegri notkun. Forstöðumaðurinn tók fram, að er auglýst var eftir tilboðum hafi verið tilskilið, að nauðsyn- leg leyfi fengjust, en forráða- menn fyrirtækisins gerðu sér vonir um, að innflutningsyfir- völdi sæju sér fært að veita þessi leyfi. Þá hefur verið sótt um leyfi fyrir brennum á 20—25 öðr- um opnum svæðum í bænum, og eru það aðallega unglingar sem staðið hafa að brennunum og viðað að efni í kestina með miklum dugnaði. Hefur lög- reglan veitt leyfi fyrir þessum brennum á stöðum þar sem ekki er talin stafa nein hætta af þeim og að því tilskildu að lögreglan hafi eftirlit með þeim og að þær fari fram undir um- sjá ákveðins fullorðins manns. Brennur þessar eru dreifðar víðsvegar um bæinn og út- hverfi hans. þjónusta, sem almenningi er veitt með rekstri strætisvagn- anna, og má það því vera ánægjuefni öllum hinum mörgu, sem vagnanna hafa not, að þess verður nú væntanlega eigi langt að bíða, að fyrirtækið hafi eingöngu fullkominn, ný- tízku vagnakost í daglegri notk un, en þar með er öllum stræt- isvagnafarþegum tryggð sömu þægindi í þessum ferðum, eins og sjálfsagt er, og stefnt hefiv verið að af forráðamönnum Strætisvagna Beykjavíkur. Tilboð eiga að vera komin fyi'ir 1. febrúar og eru í tíu 60—80 manna diesel-vagna, sem áfomað er að bæta við vagnakostinn á næsta ári, og mundu þá bensínvagnar hverfa alveg úr notkun, nema sem varavagnar. Áskilið er, að verk smiðjur veiti lán í sambandi við kaupin. Tilboð eru þegar farin að berast og eru flest þeirra frá innlendum umboðsmönnum er- lendra verksmiðja, en einnig hafa komið tilboð beint er- lendis frá. Það er mikil og nauðsynleg Hvað er þorsti? Frá fréttaritara Vísis. — Stokkhólmi í des. Ungur, sænskur vísindamað'- ur, dr. Bengt Andersson í Stokkhólmi, liefur rannsakað vísindalega, hvað þorsti er. Hann hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að „þorstastöðvarn- ar“ séu í þeim hluta miðheil- ans, sem er fyrir ofan heila- dingulinn. Hann sprautaði 1,5—2% matarsaltsupplausn x heilann á geit á þessum stað, og þegar í stað hóf geitin að drekka ósköpin öll af vatni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.