Vísir - 16.04.1956, Síða 1
12
bls<
12
bls.
46. árg.
Mánudaginn 16. apríl 1956.
87. tbl.
35
Pétur Gunnarsson í fram-
boði í Mýrasýslu.
fmdur hsídinn um það í iorgarnesi í gær.
í gær efndu sjálfstæðismenn
í Mýrasýslu til fundar og var j
jþar m. a. ákveðið framboð
flokksins við kosningarnar í
: sumar.
Friðrik Þórðarson verzlunar-
, stjóri setti fundinn og stjórnaði
honum, en fundarritari var
Símon Teitsson. Fundinn sóttu
stuðningsmenn flokksins úr öll
um hreppum sýslunnar, og var
hann fjörugur og vel sóttur.
Fulltrúar voru kjörnir á
landsfund flokksins, sem hefst
á fimmtudaginn, en síðan kom
fram áskorun til Péturs Gunn-
arssonar tilraunastjóra, að
hann yrði í framboði við kosn-
ingarnar, og varð hann við ósk-
um manna um það.
Þá flutti Bjarni Benediktsson
dómsmálaráðherra ræðu um
stjórnmálaviðhorfið og kosn-
ingarnar, sem í hönd fara. Var
foað, eins og vænta mátti, frá-
bærlega greinargóð ræða, og
var gerður að henni hinn bezti
rómur. Aðrir ræðumenn voru
Helgi Helgason bóndi á Surts
stöðum, Friðrik Þórðarson og
Eyvindur Ásmundsson, formað-
ur félags ungra sjálfstæðis-
manna í sýslunni.
Sýnt er, að áhugi er mikill
meðal sjálfstæðismanna á Mýr-
um, og að þeir munu ganga
rösklega fram í kosningahríð-
inni.
_ *
liklar framkvæmdir á lóð E.l,
milli Borgartúns og Sigtúns.
TeEpan er enn
rænuiaus.
Þar rísa m af grunni 2 vöruskemmur, um
6 þús. lermetrar a5 fiatarmáii.
Mikið demanta-
smygl frá Afríku.
MMajpnggdreetti
ÆÞAS:
Viðbótarmiðarnir
renna út.
Sala á viðbótarmiðum .í
Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna hefur gengið ágætlega,
og er búizt við, að umboðin í
Heykjavík verði búin að selja
allá sína miða í kvöld.
í umboðinu í Austurstræti 1
er búið að selja 8500 miða og
voru aðeins 1000 miðar eftir í
því umboði í morgun og er
foúizt við, að þeir verði allir
seldir í kvöld. Sama er að segja
um hin fjögur umboðin hér í
Reykjavík. í Hafnarfirði og á
Akureyri hefur einnig gengið
ágætlega að selja.
Aukið var við 15000 miðum,
og er búizt við, að allir seljist.j
Ljsmöntum, sem metnir eru
á 4,5 millj. kr., var smyglað út
úr Afríku í sl. mánuð’i.
Tókst alþjóðalögreglunni, er
hefur aðsetur í París, að hafa
uppi á demöntum þessum, og
höfðu þeir verið fluttir til Par-
ísar. Megninu af demöntum
þessum hafði verið smyglað frá
Sierra Leone, þar sem demanta
nám er allmikið.
Samkvæmt upplýsingum frá
rannsóknarlögreglunni í morg-
un, er litla stúlkan, Margrét
Ólafsdóttir^ sem varð fyrir bíl
á mótum Lönguhlíðar og
Miklubrautar fyrir helgi, ekki
komin til meðvitundar ennþá.
Slys þetta skeði s.l. fimmtu-
dagsmorgun með þeim hætti að
telpan hljóp fyrir bíl sem ekið
var vestur Miklubraut.
Þess má geta að önnur telpa
á áþekku reki, Sigurborg Pét-
ursdóttir, sem varð fyrir bíl s.l.
mánudag lá meðvitundarlaus
fram á miðvikudagskvöld, en
komst þá til meðvitundar og
líður eftir atvikum vel síðan.
★ Moiiammed V. soldán í
spænska Marokko ræðir við
Franco.
Hríðarveður á Akureyri
í gær og í morgunn.
Illfært orðið a5 nýju yfir Valahelði*
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Hvirfilvindur í USA
19 menn biðu bana af
völdum hvirfilsvinds, sem
olli milljóna tjóni í suður-
ríkjum Bandaríkjanna í gær.
Frá Birmingham Alabama er
símað, að hvirfilvindurinn
bafi sópað méð sér litlu
fjallaþorpi. Ógurlegt baglél
gerði og var haglið á stærð
við hænuegg.
Hríðarveður hefur verið bæði
í gær og í morgun á Akureyri,
en fannkoma þó ekki mikil.
Ekki hefur færð spillzt um
héraðið og kornast bifreiðar
leiðar sinnar sem áður. Aftur
á móti er Vaðlaheiðin orðin
þungfær mjög og gekk bílum
seint yfir hana í gærkveldi. —
Varð heiðin ófær í hríðarveðr-
inu um fyrri helgi en mokuð s.l.
miðvikudag og hafa bílar far-
ið yfir hana síðan, en færið
mjög tekið að versna að nýju.
Inn Öxnadal og yfir Öxna-
dalsheiði er enn góð færð og
langleiðabíll Norðurleiða, sem
kom fyrir helgi að sunnan taldi
leiðina færa hvaða bifreið sem
væri.
Hér á Akureyri er allmikill
snjór sem stendur og víða tölu-
verðir skaflar þar sem skjól
eru. Frost hafa ekki verið mik-
il, enda oftast dimmviðri.
Tónleikar.
Síðastliðið föstudagskvöld
efndi Þórunn Jóhannsdóttir til
píanóhljómleika í Nýja bíó á
Akureyri við góða aðsókn og
mikla hrifningu áheyrenda.
Á efnisskránni voru m. a. lög
eftir Bach, Chopim Liszt, Scar-
latti og fleiri. Þá lék hún og
eitt lag eftir föður sinn, Jóhann
Tryggvason.
í lok hljómleikanna barst
listakonunni fjöldi blóma.
Þegar farið er um Borgartún
og þar um slóðir getur að líta
stálgrindahús mikii, sem verið
er að reisa á hinu víðáttumikla
afgirta svæði milli fyrrnefndra
gatna.
Er það Eimskipafélag íslands,
sem er að láta reisa þarna tvær
feikna stórar vöruskemmur, en
á þessu svæði verða aðal vöru-
skemmur félagsins í framtíðinni,
en félaginu hefur sem kunnugt
er verið vísað burt frá Haga, en
þar hefur félagið sem kunnugt
er haft vöruskemmur frá fyrstu
tíð og hefur enn.
Lóð sú, sem Eimskipafélagið
hefur fengið milli Borgartúns og
Sigtúns. Lóðin er 3.2 hektarar
að flatarmáli. Staðurinn er að
mörgu leyti hinn ákjósanlegasti,
svo sem vegna legu og rýmis, en
blautlent er þarna, og þarf miklu
að kosta til að ræsa spilduna.
Var byrjað á þyi verki haustið
1954 og er því verki ekki lokið,
og lóðin var girt að mestu s.l.
vor. Nauðsynlegt var að aka
burt svo þúsundum rúmmetra
skipti af mold, sem notuð hefur
verið til uppfyllingar við Rauð-
árvikina og víðar, og i staðinn er
búið að aka í lóðina og grunninn
um 14.000 rúmmetrum af rauða-
möi.
Vísir hefur spurzt fyrir um
þessar framkvæmdir hjá Eim-
skipafélaginu. Fékk blaðið þær
upplýsingar hjá Viggo E. Maack
skipaverkfræðingi hjá E. 1., að
hér væri um að ræða tvær vöru-
skemmur, um 6000 ferm. aö flat-
armáli. Eru þetta stálgrindahús,
og eru grindurnar smíðaðar hjá
hinu kunna fyrirtæki Spaeder í
Hamborg, með milligöngu Ham-
ars-h. f., og leggur Spaederfyrir-
tækið einnig til járnið til klæðn-
ingar. Mesta vinnan er við grunn
og stoðir.
Verkinu (þ. e. við skemmurn-
ar) verður ekki lokið fyrr en
kemur langt fram á sumar, en
væntanlega verður hægt að taka
þær í notkun að einhverju leyti
siðari hluta sumars, en óunnið
verk við lóðina, framræsla o. s.
frv., tekur lengri tíma.
H. f. Hamar annast uppsetn-
ingu á grindunum. Bygginga-
meistari við framkvæmdirnar er
Aðalsteinn Maack bygginga-
meistari og múrarameistari er
Jón Eiríksson. Útreikninga á
undirstöðum hafa annast verk-
fræðingarnir Stefán Ólafsson og
Bragi Þorsteinsson.
Aðstaða félagsins til vöru-
geymslu batnar að sjálfsögðu
stórkostlega við þessar fram-
kvæmdir. Sérsta.klega er það
hentugt hve mikið og gott svig-
rúm verður í vöruskemmunum,
en þar er 24 metra haf óundir-
stutt.
Veríkir lík
Stalísts fiutt?
I^esEisi-Ter^lasiíE.
Stalin-friðarverðlaunin verða
bráðmn endurskírð.
Því er sagt í fréttum vest-
rænna fréttaritara í Moskvu,
en enn byggist þetta á orðrómi.
— Líklegast þykir að þau fái
nefnið Lenin-friðarverðlaun.
Brezkum blöðum finnst kostnaðurinn
Fundur í Evrópu-
ráði.
Ráðherrafundur Evrópuráðs-
5ns hefst í dag í Strassbourg.
Signon Martino utanríkisráð-
herxa Ítálíu verður í forsæti. —
Austurríki ' tekúr nú þátt í
fundum ráðsins í fyrsta sinn.
við ffölskyldu drottningar mikill.
Gagnrýnin beinist einkum að hertoganum.
Daily Mirror, eitt stærsta
blað Breta, sem fylgir jafnan
Verkamannaflokknum að mál-
um( gerir nú harða hríð að fjöl-
skyldu Bretadrottningar.
Tilefnið er það, áð blaðmu
finnst „flutningskostháður“
fjölskyldunnar ærmn. Til dæm-
is bendir blaðið á'. að skémmti-
snekkja drottningar „Britan-
nia“ hafi kostað hvorki meira
né minna en 2.2 millj. punda —
fullar 100 jnillj. króna en
áuk þess : hafi - oft faiið > fram
endurbætur á henni, síðast' i'yr-
ir 100 þús. pund (4.6 milljékr.),
-Pá segir blaðiðt að rekstHi‘>skips
ins kosti 2500 pund á dsg, og
fjölskylda drottningar noti hana
ekki nema svo sem einn mánuð
á ári.
Þá nefnir Daily Mirror, að
fjölskyldu drottningar virðist
ekki nægja lengur fjórar flug-
vélar af Vickers Viking-gerð, og
kösti hver b<sii-va 450 þús. pfitfd
.Frh. á
Valdhafarnir í Moskvu (hin
„samvirka forysta“) eru nú
sagðir hugleiða hvert flytja
skuli lík Stalins úr hvíldar-
staðnum við Rauða torgið.
Segjast vestrænir fréttarit-
arar hafa hlerað það, að reynt
sé að leysa þennan vanda með
því að fá dóttur Stalins, Svet-
lana, sem nú er kennari í
Moskvu, til þess að láta fram
fara einhversstaðar ,,f jöl—
skyldugreftrun" í kyrrþey.
Aflahrotan
stóð stutt.
Nú reytmgur
á „bönkunum
n
Afli á togara hefur tregðast
aftur á Eldeyjarbanka og Sel-
vogsbanka. Þar var uppgripa-
afli fyrir og um miðja seinustu
viku, en seinustu 3 daga vik-
unnar var afli lélegur.
Togarar sem fóru út fyrir 10
dögum eða svo munu þó koma
inn með ágætan afla, þar sem
þeir náðu í hrotuna. — Júní
sem kom til Hafnarfjarðar á
laugardag eftir 10 daga útivist
hafði 347 smálestir.