Vísir - 16.04.1956, Page 10
VÍSIR
10
Mánudaginn 16. apríl 1956
is-
Ik ereóa
^karieá:
35
ptc'lfMuh
áAtarimai‘
vera skyldi — til þess að hrekja á brott þenna þjáða svip augna
hans og gæða rödd hans lífi og fjöri á ný.
Hann laut yfir mig, eins og hann sæi mig ekki vel, eða eins
og hann væri dreginn að mér af þessu gamla aðdráttarafli milli
okkar.
Hann mælti taugaóstyrkur og ringlaður: „Það er eitthvað við
yður.... eins konar svipur.... Við höfum aldrei hitzt fyrr,
eða hvað? Og þó.... það er eins og ég þekki yður aftur....“
Hjarta mitt ætlaði að hætta að slá. Hver taug í mér bað þess,
að hann mundi þekkja mig aftur. Spennan varð óbærileg.
Þá heyrðist glamra í háum hælum á þrepunum og spennan
var rofin. Mark greip andann á loft og setti upp gleraugun á
ný. Ég sneri höfðinu stirðri hreyfingu og sá Iris trítla niður
breið þrepin í hvítum organdí-kjól, Iris, sem minnti á dís, með
bláan hálsklút og á háhæluðum bláum silkiskóm.
Ljóst hár hennar lá í mjúkum liðum niður á naktar herðar
hennar. Hún var dásamlega ung og fögur að sjá. Um blóð-
rauðar varir hennar lék Ijómandi bros, en þegar hún kom til
okkar, sá ég kaldan, vökulán bjarma í stórum, bláum augum
hennar.
„Sherry? Jú, þakka!“ sagði hún glaðlega. „Það verður
kampavín í kvöld, ef þú kærir þig um, Mark, ástin mín. Lewis
frændi vill opinbera trúlofun okkar. Hvers vegna ættum við
ekki að leyfa honum það?“
„Nei,“ sagði Mark stuttur í spuna.
„En, ástin mín. Hvers vegna ekki? Hvers vegna verðum við
að bíða?“ Iris leit á hann og setti skeifu á munninn. Hann
sneri sér undan og tók karöfluna til þess að skenkja henni.
„Við höfum rætt þetta áður. Eigum við að byrja aftur?“
spurði hann þreytulegri röddu. „Þú ert of ung, ekki enn orðin
tvítug. Ef þú ert sama sinnis þegar þú verður tuttugu og eins,
munum við opinbera trúlofun okkar, en ekki fyrr.“
„Ó, kjáninn þinn!“ Hún stappaði fætinum reiðilega í gólfið
með fíngerðum, bláum dansskónum. „Bara vegna þess, að einu
sinni gerðir þú hræðilega skyssu, ætlar þú að fara með mig eins
og krakka, sem veit ekki, hvað hann vill.“
„í samanburði við mig ert þú krakki,“ sagði hann rólega.
„Þú ert óttalega kjánalegur nuna. Lewis frændi kann alls
ekki að meta siðferðilegar vangaveltur þínar. Hann er að missa
þolinmæðina með þér,“ sagði Iris í aðvörunárróm. „Ef þú gætir
þín ekki, mun hapn brátt setja þér tvíkost.“
Hún beit á þykka neðri vörina. Hún var. á engan hátt barna-
Jeg eða auðtrúa á svip. Það var háskjalegur glampi í augum
hennar. Hún horfði reiðilega á bak Mark . er hann laut yfir
bakkann.
„Hann um það!“ sagði Mark stuttlega.
Hann sneri sér við og rétti henni glasið Hún knúði fram
bros, er hún tók við því að honum, en augu hennar urðu ekki
„Þú hatar föður þinn, er ekki svo?“ spurði hún í. ákærutón.
„Það er kjánalegt. Að vísu getur hann vfjrið eigingjarn, en
hann er ágætur, þegar farið er rétt að horu;m.“
Márk lézt ekki heýra þetía og leit .á mig.
„Svolítið meira af gherry, ungfrú Srnith. 1
„Ekki meira, þakka fyrir.“
Ég hafði naumast snert glasíð. Nú tók cg að dreypa á því
en leit undan. Ég.þorði ekki að liorfa á hanr Fyrir fáum mínút-
um hafði ég viljað fá hann til að þekkja mig aftur. Nú vildi ég
gera. allt til þess, að hann gerði það ekki. Iris hafði komið mér
til þess að sjá, að aðstæður voru eins og forðum. Mark var. enn
að vissu leyti háður föður sínum. Og ef hann yrði að fara var-
lega með sjónina næstu mánuðina, hvernig gat hann þá átt það
á hættu að láta vísa sér á dyr? Hvaða starf gat hann gert sér
von um að fá? Lewis myndi hafa enn sterkari tök á honum en
fyrir sex árum. Alger friðslit milli þeirra myndu einungis hafa
í för með sér sorglegar afleiðingar fyrir Mark.
Iris settist á legubekksarminn og sagði dapurlega: „Það má
vera alveg eins og þú vilt, elskan mín, en helzt vildi ég giftast
um sumar.“
„Það skalt þú fá, eftir eitt ár eða svo,“ sagði Mark og brosti
daufu brosi, rétt eins og þegar veríð er að láta eftir kenjóttum
krakka.
„Þessir Treyarnion-ar eru slíkir þrákálfar, að maður getur
orðið vitlaus af því. Hafið þér tekið eftir því, ungfrú Smith?“
Iris isneri sér að mér og hló uppgerðarhlátri. Svo glennti hún
upp augun. „Drottinn minn dýri! En sá kjóll! Iiann hlýtur að
vera eftirmynd af kjól frá Richard Burry. Ég er viss um, að ég
sá nákvæmlega svona kjól í stórverzlun í mánuðinum sem leið.“
Jæja, svo hún hafði áhuga á kjóium, þrátt fyrir einfaldan
klæðaburð sinn í morgun. Meir að segja virtist hún hafa vit á
þeim, hugsaði ég' mér til undrunar.
„Já. Þetta er kjóll frá Richard Burry, einn þeirra, sem vakið
hafa mesta athygli," sagði ég fjörlega.
„Hann hlýtur að vera rándýr. Þér hljótið að hafa haft salla
fína stöðu í London,“ sagði hún af einlægni. „Eftirmyndir eru
víst ekki svo dýrar, er það?“
„Margar eftirmyndir hafa verið gerðar af þessum kjól, en
það vill svo til, að þetta er frum-kjóllinn. Richard Burry teikn-
aði hann fyrir mig, og ég var í honum á sýningu hans, þegar
hann kynnti vortízkuna.“
„En þér hundheppin!“ Aftur glennti hún upp augun. „Þá
hljótið þér að þekkja Richard Burry? Þér hljótið að þekkja
hann sæmil‘ega.“
„Jú, það er svo.“
„Nei, en gaanan! Ég er vitlaus í kjólana hans. Er hann sá,
sem vildi giftast yður?“
„Já,“ sagði ég þvermóðskulega, og nú óskaði ég þess, að ég
hefði ekki látið hana koma mér til að segja frá bónorðinu.
„En þér hundheppin,“ endurtók hún í hálfgerðum öfundar-
tón. „Hann hlýtur að vera forríkur. Sá held ég gefi yður falleg-
an hring.“
Hún leit hugsi á hringlausa, vinstri hönd sína, og Mark
ókyrrðdst í sæti sínu. Hann hafði ekki keypt neinn trúlofunar-
hring handa mér, hugsaði ég með sársauka. Þegar hann hitti
mig hinn ógleymanlega morgun, sagðist hann vera með gift-
ingarhringinn og leyfisbréfið í vasanum.... en ég hafði hvorki
séð hringinn né leyfisbréfið. Honum hafði ekki gefizt tími til
að sýna mér þau. Við höfðum verið of æst í að komast burt frá
St. Cyr áður en faðir hans eða pabbi gætu heft för okkar.
Hafði hann gabbað mig af ásettu ráði? Ó, ef hann hefði gert
það, mundi ég aldrei geta fyrirgefið honum það, en ef hann hefði
ekki gert það? Ef hann ætti ennþá í fórum sínum gullhringinn,
sem hann hafði keypt handa mér?
Ég varð að fá að vita það. Svo mikið var undir svarinu komið.
Ef hann hefði komið til þess að fara með mér með giftingar-
hringinn og leyfisbréfið, gæti ég fyrirgefið honum allt, sem á
eftir fór, jafnvel hina löngu vonlausu mánuði, er ég lá í sjúkra-
húsinu. Ég gæti fyrirgefíð honum breyzkleika hans, sem hafði
komið honum til að láta undan föður sínum. Ég gæti fyrirgefið
þögn hans síðar.
En ef hann hefði logið að mér og reynt að gabba mig, gæti
ég hatað liann, eins og Kata frænka hataði föður hans. Það sá
ég í hendi mér. Ekkert annað gæti ég ekki skilið og fyrirgefið.
Ekkert gæti að eilífu rofið böndin, sem tengdu okkur.
Óskaði ég þess, að þau myndu rofna? Óskaði ég þess, að vera
frjáls? Óskaði ég þess, að ást mín myndi snúast í hatur? í
London hafði ég reynt að sannfæra mig um, að ég óskaði þess.
Nú skildi ég, hrelld í huga, að allt myndi vera auðveldara að
þola en biturleikinn, ef allt hefði verið blekking ein.
A
kfétd/ökuml
Ekkjan var ung og lagleg og
átti 7 ára gamlan son. Hún vai'
búin að eignast nýjan aðdáanda
og vonaðist til þess, að dreng-
urinn fengi mætur á honum.
Þegar hún var að koma drengn-
um í rúmið eitt kvöldið fór hun
að leita hófanna um þetta.
„Ósköp er hann nú góður við
þig, hann Helgi kunningi okk-
ar að lofa þér að sitja á bakinu
á sér og skríða með þig um allt
hús. Er hann ekki góður?“-
„Ó — jú,“ svaraði drenguriim'
syfjaður. „Og svo leyfði hann
þér meira að segja, að setja
upp sporana svo að sokkarnir
hans og skyi’tan eru rifin eftir
þig. Honum þykir sjálfsagt
mjög vænt um þig!“ „Vænt!“
sagði strákur og var nú glað-
vakandi. „Hvers vegna þurfti
hann þá að reka upp skaðræðis-
öskur, þegar eg ætlaði að negla
skeifuna á löppina á honum?“
★
Ernst Lubitseh kvikmynda-
frömuður og leiðbeinandi bað
einu sinni ráðningarskrifstofu í
Holly wood, að senda sér nokkr-
ar ungar og spengilegar stúlkur
í smáhlutverk. Sú fyrsta, sem
kom til viðtals var hvorki ung'
né spengileg, en roðnaði þekki-
lega þegar hún talaði við Lu-
bitsch.
„Eg vona að eg geti orðið aS
gagni hérna,“ sagði hún.
„Hvað eruð þér gamlar?“
sagði Lubitsch.
„Eg er 25 ára,“ hvíslaði hún
feimin.
„Eg sting upp á því að þér
komið aftur þegar þér eruS
orðnar 17 ára,“ sagði Lubitsch.
★
Yfirþjónninn var seinlátur
maður og kom loks eftir langa
mæðu að borðinu. „Afsakið,15
sagði hann. „Hér við borð sátu
fyrir nokkru gamall m-aðiH'
og lítill drengur. Vitið þéi* hvað
af þeim hefir orðið?“
Gesturinn, sem við borðið
r
\sat, var Heinz Rúhmann og
hann svaraði: „Hafið engar á-
byggjur! Gamli maðurinn, sem
sat hér, dó af því að þurfa að
bíða svona lengi eftir matnum.
En litli drengurinn er eg ....!“
Hallgrímnr Lúðvígssois
lögg. skjalaþýðandi í ensku
og þýsku. — Sísai 80JÍ4.
£ & Bammká
im m
2963
í sama bili og ævintýramennirnir aðrar dyr og þar kom liðsauki.
íeyndu að komast út aftur, opnuðust Þá sáu þeir árásarliðið.
Þetta voru loðnar,
skepnur.
Óg' 'þær' /íktust" ékkért „siðuðuí-i.
mönnum.