Vísir - 16.04.1956, Síða 12
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl-
breytasta. — Hringið í síma 1660 eg
gerist áskrifendur.
Mánudaginn 16. apríl 1956.
Verkamenii í Óðinsvéum
reyudu að velta bílum.
Ókyrrð í Danmörku síðustu dagana.
Einkaskeyti til Vísis.
Khöfn í gær.
Ókyrrð var í dönskum bæj-
um á föstudag og laugardag út
af verkfallsmálunum. Nokkrir
menn voru handteknir í gær í
Óðinsvéum.
Eftir uppþotið við Kristjáns-
borgarhöll, er verkfallsmenn
fóru þangað kröfugöngu sína
. út af samþykkt frumvarpsins
um lögbindingu málamiðlunar-
tillögunnar, liggja enn nokkrir
verkfallsmenn í sjúkrahúsi. —
Meiddust þeir, er þeir voru
hindraðir í að ryðjast inn í
þinghúsið.
í Álaborg beið lögreglumað-
ur bana í ryskingum, en við
líkskoðun kom í ljós, að hann
hafði verið bilaður á hjarta og
hjartabilun vegna ofreynslu
verið dauðaorsökin. Tveir menn
meiddust í upþoti í Silkiborg.
í gær kom til uppþots í Óð-
insvéum, þar sem verkfalls-
menn neyddu farþega til að
St. Crispin
dreginn hingað
Brezka togaranum St. Crisp-
in hbfur verið náð á flot og
hefur hann verið dreginn liing
að.
Hafði björgun verið undirbú-
in um skeið, m. a. náð úr skrúf-
unni vörpu- og víradræsum,
sem höfðu festst í hana, svo að
vél skipsins gat hjálpað tií,
þegar varðskipið Þór var lát-
inn draga það út. Hér verður
skipið tekið í slipp til athug-
unar og viðgerðar.
fara út úr strætisvögnum, og
reyndu að velta strætisvögnun
um.
Lögreglan kom á vettvang
með hunda og voru 12 menn
handteknir.
Almennt er búizt við, að vinna
hefjist að nýju 1 dag í verk-
smiðjum og á öðrum vinnu-
stöðvum.
Sjómannasambandið hefur
boðað til fundar á morgun. —
Þegar frumvarpið um lögbind-
ingu málamiðlunartillögunnar
var fyrir þinginu, skoraði sam-
bandið á sjómennina að fella
hana.
ísland efst í B-riðli.
Stúdentaskákmótinu i Upp-
sölum iauk þannig, að Islend
ingar höfðu sigur í B-riðli.
Sigruðu þeir Norðmenn glæsi
lega í síðustu úmferð, fengu
þrjá vinninga. Friðrik vann
sína skák í 16 leikjum, og Guð
mundur sina í 15, en jaíntefli
varð í skákum Jóns og Ingvárs.
Höfðu ísiendingar alls 22 vinn-
inga, og voru Pólverjar næstir
með 18!2 vinning, en þá voru
A.-Þjóðverjar með 17, Bretar
með 14. Frakkar með 9 ‘2, Norð
menn og Svíar með 8t<; vinn-
ing.
Barizt í Alsír.
Frakkar réðust á fjölmennan
hóp uppreistarmanna í gær ná-
lægt Alsír.
Segjast þeir hafa fellt 80
menn, en misst sjálfir aðeins 2
menn fallna og þrjá særða.
Brezkum blöð-
um —
Framh. af 1. síðu.
(2.3 millj. kr.), því að í stað
þeirra eig'i að koma ein eða
fleiri vélar af Vickers Viscount-
gerð, en þær kosta 400.000 pund
hver (1850 þús. kr.). Þá er á
þáð að líta, að hertoginn af Ed-
inborg hefir sérstaka flugvél,
100.000 pundá virði^ og nú er
verið að reisa nýjan biðsal við
flughöfnina í London fyrir föl-
skyldu drottningar, af því að
hertoginn hafði gagnrýnt fyrir-
komulagið í þeirri, sem nú er
notuð. Kostnaður við þetta verð
ur 40.000 pund. Enn er það
nefnt, að verið sé að útbúa nýj-
an veitingavagn fyrir drottn-
irigu, „fullkomnasta járnbraut-
arvagn í heimi“, en ekki er vit-
að um verðið á honum.
Loks segir blaðið, að al-
menningi sé svo oft bent á, að
hann eigi að spara og forðast
fjárfestingu, að tími'sé kominn
til að benda íbúunum í Buck-
inghamhöll á hig sama.
Að undanförnu hafa ýmis
blöð í Bretlandi gagnrýnt her-
togann af Edinborg’, því að hann
virðist hafa sérstaka hugmynd-
ir um það, hvernig fjöldskylda
drottningar eigi að lifa.
Fall Chervenkovs
vofir yfir.
Njju líuunni fylgt
trúlega.
Búlgarska þingið er komið
saman til fundar og er nú talið
horfa ;svo, að Chervenkov i’or-
sætisráðherra verði að fara frá.
Harm sætir nú hörðum árás-
um framkvæmdastjóra kom-
múnistaflókksins og annara
forsprakka og er sakaður um
persónudýrkun og öll óhæfu-
verk sem unnin voru á Stalin-
tímanum. Hann er m. a., eins
og áður hefur verið getið, sak-
aður um ábyrgð á, að sakir voru
búnar til á hendur Kosyov, sem
fyrir 6 árm var dæmdur sak-
laus fyrir föðurlandssvik og
Titoisma.
I Tékkóslóvakíu hefur tveim-
ur ráðherrum verig sleppt úr
fangelsi, en þeir voru dæmdir
með Slasensky 1952, og er ann-
ar London fyrrv. varaforsætis-
ráðherra. Mál þriðja ráðherr-
ans, fyrrv. verzlunarráðherra
er í athugun, og talið, að hann
muni líka fá upreist æru.
Svipaðar fregnir berast frá
Albaniu og fleiri kommúnista-
löndum en allsstaðar er nýju
línunni frá Moskvu trúlega
fylgt.
Bredandsför kemmúnista-
foringjanna er hafin.
Létu úr höfn i gær, eru
væntanlegir á miðvikudag.
Rússnesku leiðtogarnir Búlg
anin i'orsætisráðlierra og Krú-
sév framkvæmdastjóri komm-
únistaflokksins rússneska eru
nú á leið til Bretlands á beiti-
skipi, sein lét úr höt'n við Eystra
salt í gær.
Er skipið væntanlegt til
Portsmouth á miðvikudag, en
þá hefst 10 daga heimsókn
þeirra hjá Bretum. Er heim-
sóknin stöðugt eitt helzta um-
ræðuefni blaðahna og um hana
rætt í nokkrum aðvörunartón
jafnt til brezku stjórnarinnar
og' þjóðarinnar sem hinna rúss-
nesku forystumanna.
Kemur fram sem fyrrum, að
peim skuli taka af vinsemd og
kurteisi, en láta ekki glepjast
af fögrum orðum einum, og
hinum rússnesku leiðtogum er
sagt hreinskilnislega, að þeir
þurfi ekki að gera sér neinar
vonir um, að snúa brezku þjóð-
inni til kommúnisma.
Tilgangurir.n auðsær.
Dailv Sketch segir, að engar
blekkingai-'. muni duga til að
leyna því, að Rússar vilji koma
Bretum burt úr hinum nálægu
Austurlöndum og Bretar verðí
að koma þeim í skilning um, að
þeir ætli sér ekki að láta hrekja
sig þaðán.
Malenkov vildi
helzt vura kyrr.
Þegar þeir Búlganin og Krú-
sév fóru frá Moskvu sagði hihn
síðarnefndi við sendiráðsritara
Breta, að sögn fréttamanna, að
Malenkov hefði kunnað svo vel
við sig hjá Bretum, að hann
hefði helzt viljað verða þar eft-
ir, og spurði svo hvernig þeir
hefðu farið að því að hafa þessi
1 áhrif á hann. Svaraði sendi-
ráðsritarinn líka í gamansöm
um tón og sagði: „Það er brezkt
leyndarmál.“
Vilja vináttu.
Blöðin Pravda og Isvæstia
birta ritstjórnargreinar og
segja Rússa vilja vináttu Breta.
Almennt er talið, að við-
skipti verði höfuðviðræðuefni,
afvopnunarmál og hin nálægu
Austurlönd.
30 skráðir til þátttöku.
Þátttakendur í Víðavangs-
hlaupinu verða 18.
Beztu þolhlauparar landsins keppa.
Víðavangshlaup f. R. fer að
venju fram á sumardaginn
fyrsta, þ. e. á fimmtudaginn
kemur og er þetta í 41. skipti,
sþm hlaup þetta f* fram.
Að þessu sinni eru keppend-
ur 18 talsins, flestir fi'á Í.R., 6
að tölu og 5 frá K.R. en auk
þess eru þátttakendur frá Hér-
aðssambandi • Suður-Þingey-
inga, Ungmennasambandi Eyja
fjarðar og Ungmenna- og í-
þróttasambands Austurlands.
Meðal pínstakra þekktra
hlaupara, sem taka þátt í mót-
inu,má nefna sigurvegarann frá
í fyrra, Svavar Markússon (K.
R.), enn fi'emur Kristján Jó-
hannsson (Í.R.), sem bar sigur
úr býturn í Víðavangshlaupinu
áður fyri', Sigurð Guðnason
(Í.R.) og Stefán Ái'nason, Ev-
firð'ingi
Keppt verður bæði í 3ja og 5
manna sveitum, en Reykjavík-
urfélögin eru þau einu sem
senda nægilegan mannafla í
stærri" sveitirnar.
Vegarlengdin, sem hlaupin
verður er um 3.2 km. og hlaup-
ið bæði hefst og lýkur í Hljóm-
skálagarðinum. Hlaupið hefst
kl. ,2 e. h.
Sumarfagnaður,
sfúdenta
Siúdentafélag Reykjavíkxu'
efnir til suinarfagnaðar í Sjálf-
stæðishúsinu á miðvikudag.
Verður þar margt til skemrnt
unar, eins og jafnan hjá félag-
inu, og munu þeir dr. Sigurð-
ur Þórarinsson og Lárus Páls-
son leikari sjá um skemmti-
þætti. Um miðnætti fagnar
Gunnar Thoroddsén borgar-
stjóri sumri með ræðu.
Maikariosar vel
gætt.
Bretar gæta Makariosar vel í
útlegðinni.
Flugvélar og herskip á
Seychelle-eyjum eru við stöð-
ugt eftirlit. Einkum eru hafðar
strángar gætur við norðan-
verða eyjarnar, en þar eru
siglingaleiðir f jölda grískra
skipa.
Frestur :er nú útrunninn til
að láta skrá sig til þátttöku í
Skákþmgi íslendinga og hafa
um þrjátíu látið skrá sig.
Skákþingið á að hefjast
sunnudaginn 22. þ. m. kl. 1,30
í Sjómannaskólanum.
Keppí verður í tveim flokk-
um, landsliðsflokki og meist-
araflokki. Til þátttöku í lands
liðsflokki hafa verið skráðir
tólf menn, en hinir til þátt-
töku í meistaraflokki.
Meðal þátttakenda í lands-
liðsflokki verða þeir Ingi
R. Jóhannsson og Benóný Bené
diktsson. Vonandi kemur Frið-
rilc Ólafsson heim í tæka tíð til
að taka þátt í mótinu, en hann
er nú, eins og kunnugt er, á al-
þjóðaskákmóti stúdenta í Upp
sölum.
Núverandi íslandsmeistari,
Guðmundur S. GuðmundsSon.
mim ekki taka þátt í mótinu.
De Gaule skríður
úr skelinni.
De Gaulle hefur nýlcga lok-
ið samningu síðara bindis
minninga sinna, og er sagður
vera að „skríða úr skelinni“.
Hann gelck og nýlega undir
uppskurð, en er á batavegi.
Hann hefur með leynd rætt við
franska leiðtoga að undanförnu
og er það talið boða, að hann
kunni aftur að hefja virka þátt-
töku í stjórnmálalífinu.
ísraebneu helta ai greiða
tvö högg fyrir eitt.
liliiitGnast 8 ára afmæiis lýðveidisins.
ísraelshúar minnast þess nú,
að 8 ár eru liðin frá stofnun
lýðveldisins, og var í gær
minnzí þeirra, sem féllu í
styrjöldinni við Araba.
Ben Gurion forsætisráðherra
flutti ræðu og sagði, áð ef árás
yrði gerð á ísrael myndu ísra-
elsmenn greiða tvö högg fyrir
eitt. Þeir myndu verja land sitt
og hrinda hverri árás.
Horfur vænlegri. i !
Yfirleitt eru horfur taldar
vænlegri og er það byggt á um-
mælum Hammarskjölds eftir
Kairofundi hans með Nasser
og Fawsi, en Hammarskjöld lét
skína í von um fullt samkomu-
lag. — Hann fer til Tel Aviv
á morgun og ræðir við leiðtoga
ísraels.
Skothríð. — Loforð.
Talsmaður 'igypta sagði í
morgun, að ísraelsmenn hefðu
■ ai'ið skothríð margsinnis í
gær, en Egyptar ekki svarað
henm. vegna löforða sinna við
Hammársk j öld.