Vísir - 12.07.1956, Blaðsíða 8

Vísir - 12.07.1956, Blaðsíða 8
Þ*ir, tem gerast kaupendur VÍSIS eftir 19. hver* mánaðar fá blaðið ókevpis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIE er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breytasía. — Hringið £ síma 1660 gerist áskrife-ndur. | 11'HIP-' Fimmtudaginn 12. júlí 1956. Hú getur lágféta aftur r r I ser a I En áður varð hún að eta sultarfæði — grásleppu og saltkjöt. A afrétti Mosfellssveiíar og Seltjarnarness og annarra nær- sveita Reykjavíkur hefur fjallarefur nú í vor drepið lömb svo tugum skiptir. í greni, sem fannst f svo kölluðum Öld- um, norðaustur af Sandskeiði var nýlega unnið greni með 6 yrðlingum. Sagði Tryggvi Einarsson frá Miðdal að umhverfis grenið hafi verið bein af að minnsta kosti 40 lömbum frá því í vor, og við annað greni hafi verið leifar af álft. 29 yrðlingar og 9 dýr. Sv’O að segja rétt við bæjar- dyr Reykvíkinga . hafa þeir Miðdalsmenn unnið nú í vor 5 greni og' drepið 9 dýr full- orðin og 29 yrðlinga. í greni einu norðan Þingvallavegarins fannst greni með 4 yrðlingum. Skammt frá Eiturhól í Miðdals- landi fannst éinnig greni með 7 yrðlingum og í ElliSakots- landi, ekki nema 3 mínútna gang frá sumarbústað Haralds Faabergs, fannst greni með 5 yrðlingum. Nöguðu hræ af á. Það voru menn, sem voru að vinna þar skammt frá sem tóku eftir yrðlingum seni voru að naga hræ af á sem tófan hafði borið að greninu. Sáu mennirnir að yrðlingarnir hlupu í urðarholu þar skammt frá. Svo var náð í Schafer hund stóran pg mikinn, en hann gerði ekki annað en að tvístra yrðlinga hópnum, sem skautzt í nærtækár holur, en gren- lægjan lét auðvitað ekki sjá sig, því ef refir eru hræddir við nokkuð þá eru það hundar. Ég tel, sagði Tryggvi, að hundar séu ekki heppilegir til refaveiða. Þéir geta þó komið að notum við að fihpa greni, en það má gera ráð fyrir að gren- lægjan láti ekki sjá sig sóíar- hringum sainan nærri greni, sem hundur hefur komið ná- lægt. Það var eitt sinn að hundur, sern ég átti, fann greni og í þrjá sólarhringa gáfu yrð- lingarnir ékki frá sér hið minnsta hljóð, og grenlægjan lét ekki sjá sig. i Auk þeixra grenja, sem þegar hafa verið talin var eitt greni unnið í Heiðmörkinni. í öllum þessum grenjum hafa verið dýrbítar nema einu, þar var tæfan alveg saklaus af því að hafa drepið lömb. Sígin gráslcppa þallærisfæða. Það var þröngt J búi hjá fjallarefnum á íjárskiptatíma- bilinu þegar ekkert sauðfé vár á afrétt á Reykjanesskagá; og fyrstu' árin eftir að fé kom á afrétti, bar ekki svo mikið á dýrbít. Á fjárskiptatímabilinu voru refir skinhoraðir, enda fannst þeim lítt varið í saltkjöt úr Hafnarfjarðarhrauni, eða signa grásleppu, en fundið höf- um við leifar af hvorutveggja hjá grenjum. Aftur á móti er skreiðin ekki sem verst og hef- ur oft komið sér vel fyrir rebba í harðindum. Eins og ávallt tekur ung- lambakjötið' öllu fram, og svo vandlát verður tæfan að við grenið í Öldunum fundum við aðeins afturhluta af lömbunum, sem að minnstakosti hafa verið 40 talsins. „Stikkfrí“ við hreppamörkín. Og svo er þetta með refina eins og pólitíska flóttamenn, sem flýja milli landa. Refurinn hleypur bara yfir hreppamörk- in og þá er hann stikkfrí. Spar- samir odd%útar eru honum nefnilega velþóknanlegir. Odd- viti ræður refaskyttur til að eyða refnum í sínum hreppi, en hann borgar ekki refaskytt-'' unni fyrir að elta refinn inn á umráðasvæði annars oddvita, svo rebbi heldur oft skinni sínu fyrir bragðið. SIuppu frá Ólafi. Um síðustu aldamót var ekki til refur á öllum Reykjaness- skaga, svo vel höfðu bændur hreinsað lönd sín og afrétti fyrir hinum forna óvini. En svo slapp refahjörðin, sem Ólafur Friðriksson hafði í girðingu vestur á Melum. Þeir voru víst um 70 talsins 1 girð- ingu og um helmingurinn komst undan. Þetta var líklega 1925 eða síðar, og síðan hefur refum farið fjölgandi þótt þetta hafi varla verið upphafið að refa- stofninum sem nú er orðinn geysimikill. Þetta er hafskipið „Queen Mary“ næst-stærsta skip heims, 81.237 lestir að stærð. Það er Eií 20 ára gamalí, hefur siglt yfir 2 miífjónir sjómílna og flutt meira en 2 milljónir farþega, Skipinu'var hleypt af stokkunum í maí 1936. Lá 9 daga ffaki á gilbotni. Mikil þrekraun 18 ára stúlkú. Fregnir frá New York herma, að átján ára gömul stúlka, Jean Margetts, hafi legið níu daga undir bifreiðarflaki í gili, sem er tiltölulega skammt frá Mor- mónaborginni Salt Lake Citv; Utah, en fundizt á lífi og verið flutt í sjúkrahús sárþjáð. Hún var lítið meidd, en svo voru sálarþjáningar hennar miklar, að hún leit út að sögn lækna eins og áttræð kona, er hún var flutt í sjúkrahúsið. — Hún var svo illa klemmd und- ir flakinu, að hún gat sig vart hrært, en skammt frá lá lík unnusta hennar, sem hafði ver- ið með henni í bifreiðinni, og ekið henni. Þau voru að aka heim úr skemmtiferð. Bifreiðin fór út af veginum, hrapaði niður á sillu 10—12 nretra í gilveggnum og þaðan um 50 metra niður í gil- botninn, þar sem runnagróður varnaði því, að hún færi í mjöl. Pilturinn hentist út úr bifreiðinni og beið bana. í fyrstu var það ætlan manna að þau hefðu strokið, til þess að láta gefa sig saman á laun, en er ekkert heyrðist frá þeim, var hafin leit á landi og úr lofti. Loks sást flakið úr heli- kopterflugvél. Er stúlkan fannst, leit hún út fyrir að vera nær dauða en lífi. Hún nötraði af kulda og var aðframkomin af hugri, og var ekki búizt við, að hún mundi geta sagt greinilega frá því, sem gerðist fyrr en eftir nokkra daga, en liðan hennar varð fljótt furðu góð eftir at- vikum. Læknar segja, að það munu hafa orðið henni til bjarg ar, að bifreiðarflakið skýldi henni fyrir sólarhitánum. Annars er margt skröltorma og fjallaljóna á þessum slóðum. Rússar og Htilles gagnrýndui* í llretlandi. Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með fréttatnönnum í gær, að valdhafar Ráðstjórnarríkjatina gætu sannað að hin nýja stefna þeirri væri í einlægni fram kom in, með því að veita fylgiríkj- unum fullt sjálfstæði. í brezkum blöððum er Dulles gagnrýndur fyrir að viðhafa þessa ummæli nú, þar sem þau kunni að gera illt verra. Rúss- ar séu vanir að taka óstinnt upp afskiptasemi Bandaríkj- anna og það sé meir en líklegt að fylgiþjóðir Rússa, svo sem Pólverjar telji slíka íhlutun ó- heppiléga nú, þar sem Dulles barizt verði með þeim. Scótsnian segir, að Dulles ætti að varast að viðhafa slík ummæli og hann gíerði, úr því að hann hafi upp á neina raun- haéfa aðstoð að bjóða. Daily Mail telur, að Pólverj um muni lítil huggun í orðurn Dulles, en samtímis harmar blaðið, að Pólverjar, gamlir bandamenn og vinir Breta, skuli ekki hafa orðið neinnar samúðar aðnjótandi frá þeim i núverandi, djarflegri baráttu þeirra. Yfirleitt telja blöðin óhyggi- legt af Dulles, að hafá viðhaft nú ummæli þau, sem hann við- Ekkert njósnaflug, segfa Bafidarikjam. Y'firmenn .Bandarikjaflug- hersms neita því algeríega, að nokkur fótur sé fyrir ásökunum Rússa urn, að bandarísk flug- vél hafi farð í njósnaflug yfir rússnesk Iönd í þessum mán- uði, eins og haldið var fram í rússneskri mótmælaörðsend- ingu. Þrátt fyrir það, að vitað sé, að ásökunin hafi ekki við neitt að styðjast, hafi opiriber rann- sókn verið fyrirskipuð, og op- inbert svar Bandaríkjastjórnar sé ekki væntanlegt fyrr en að henni Iokinni. Útflutningur Breta vex. Utflutningur Breta er stöðugt vaxandi. í mánuðinum sem lelffi nam liann 276 stpd. og var annar mesti útflutningsmánuð- urinn til þessa, en innflutningur jókst eimiig. Á sex mánaða tíma hefur út- flutningur aukist um 14 af hundraði miðað við sama tíma í fyrra, en útflutningur til N.- Ameríku hefur aukist um 43 a£ hundraði. Óhágstæður vöru- skiptajöfnuður á 6 mánuðurA var 300 milljónir punda eoa y3 minni en á sama tíma í fyrra. Engin mannrán nú í V.-Berlín. Engin mannrán hafa átt sér stað á brezka hernámssvæðinw. í Vestur-Berlín undangengita 4 mánuði. Reading lávarður skýrði frá þessu í lávarðadeild brezka þingsins nú í vikunni. Hann kvað 103 menn hafa horfið á hernámssvæðinu frá styrjald- arlokum, og væru líkur fyrir, að flestir þeirra hefðu verio handteknir ólöglega og fluttir til Austur-Berlínar. 74000 kr. sekt fyrir geti ekki boðið upp á það, að hafði á fundinum í gær. Skipsíjóri aiVVjaði aranum, Van Oost frá Ostende, sem María Júlía tók í landhelgi við Eldey s.l. mánudagsmorgun, var dæmdur í sakadómi Keykja víkur gær. Var hann dæmdur í 74000 króna sekt til landhelgissjóðs og afli og veiðarfæri gerð upp- tæk. SkSpstjórinrif Robert Labb- eke, áfrýjaði •málinú. Luxembergurum boÓIÓ til Mývatns. Frá fréttaritara Vísis. —- Akureyri í gær. Mikill undirbúningur er a Akureyri í sambandi við mót- töku knattspymuliðsins Spora frá Luxemborg, en það er fyrsta erlenda knattspyrnuliðið sewí keppt hefur til þessa á Akur- eyri. Spora er væntanlegt til Ak- ureyrar á föstudaginn og kepp— ir við Akureyringa á laugar-. daginn. Bæj arstj órn Akureyrar mun bjóða knattspyrnumönnunum S ferðalag norður til Mývatns. Luxemborgarmenn muna halda til Reykjavíkur aftur efU ir helgina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.