Vísir - 14.08.1956, Blaðsíða 4

Vísir - 14.08.1956, Blaðsíða 4
VISIR Þriðjudaginn 15. ágúst I95@ I WtSlB. DAGBLAÐ $ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson 1 \ Skrifstofur: Ingólfsstræti 3 1 | : fí Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (firnrn línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Lausasala 1 króna | Félagsprentsmiðjan h/f „Strandgóss" Framsóknar. Bardagaaðferðir Framsóknar- flokksins, sem nú veitir rík- isstjórninni forstöðu, eru mjög einkennilegar. Að sjálfsögðu standa nú öll spjót hans á Sjálfstæðis- flokknum til þess að reyna að afsaka þá glópsku sína, að mynda stjórn með kommúnistum. Hitt er þó öllu naprara fyrir marga helstu forustumenn Fram- sóknar, að Tíminn hampar því nú daglega, sem ástæðu fyrir kommúnistadekrinu, að fyrrverandi ríkistjórn hafi skilið við atvinnuvegina í kaldakoli og efnahags- keríið sundurgrafið af verð- bólgu. jþetta kallar Tíminn „strand- góss“, sem framsóknarflokk- urinn treysti sér ekki til að bjarga nema kommúnistar gengi með þeim á fjörurnar. Eftir því sem Tíminn held- ur nú fram á hverjum degi, voru Sjálfstæðismenn einir í ríkisstjórn síðasta kjör- i tímabil. Blaðið segir, að þeir J hafi öllu ráðið og þess vegna ( sé ekki við góðu að búast. J Satt er það, að í fyrrverandi I ríkisstjórn var ekki Her- mann Jónasson. Þá væri nú í annað hljóð í strokknum. i En í stjórninni átti fram- sóknarflokkurinn þrjá full- trúa, sem gátu haft neitun- arvaid í flestum stærri mál- um. Einn af þessum full- trúum flokksins í stjórninni var maður að nafni Eysteinn Jónsson. Annar var þar sem utanríkisráðherra og einka- fulltrúi Hermanns. Sá þriðji stjórnaði hagsmunamálum bænda og- hefur allt til þessa verið talinn höfuð- kempa Framsóknar í þeim málúm. Að verkum þessara mahna ' vegur nú Tíminn daglega með vopnum Her- manns1 Jónassonar. Tíminn áégir síðastliðinn , sunnúdag: „Það sést nú bet- j uh'og betur með hverjum degi, að fráfarandi ríkis- stjórn hefur skilið við at- vinnuvegina svo að segja á strandstaðnum. — Það var eitt af seinustu verkum fyrrv. stjórnar að Iofa þess- um nýju uppbótum (með Norðurlandssíldinni) án þess að sjá fyrir nokkurri fjáröflun vegna þeirra. — Þetta er þó aðeins lítið sýn- ishorn þess hvernig ástatt er.“ Eysteinn Jónsson hefur ráðið yfir fjármálunum undanfar- in sjö ár. Engum uppbótum hefur fyrrv. stjórn lofað án hans samþykkis. Hafi ekki verið séð fyrir fjáröflun til slíkra útgjalda, er það vegna þess, að hann hefur látið undir höfuð leggjast að gera slíkt, sem ótvírætt er í verkahring fjármálaráð- herra. Ef efnahagslíf lands- ins er í rústum, eins og Tíminn fullyrðir, getur eng- um heilvita manni dulizt, að meginábyrgðina á slíku ástandi hlýtur sá maður að bera sem verið hefur fjár- málaráðherra landsins und- anfarin sjö ár. Þessar árásir Tímans á Eystein Jónsson eru alveg nýtt og næsta furðulegt fyrirbæri í ís- lenzkri pólitík. Menn hafa hins vegar veitt því athygli í seinni tíð, að Tíminn hefur steinþagað um fjármála- stjórn Eysteins, sem blaðið hefur hrósað á hvert reipi undanfarin ár. Sýnir þetta meðal annars að valdasól Eysteins í flokknum er tek- in að hníga og styrkir þann grun, að hann hafi nauðug- ur orðið að taka þátt í því að knékrjúpa kommúnistum. Tíminn á ekki nógu sterk orð til að lýsa ,,strandgóssi“ framsóknar og hinum „ömur- lega viðskilnaði“ Eysteins. Blaðið segir að það sé nú -aðalástæðan til þess að Her- mann leitaði á náðir komm- únista. Þeir sem vöidln hafa. Öllum er ljóst að ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 5 stendur og fellur með kommúnistum. Þeir hafa líf stjórnarinnar daglega í hendi sér og þeim er það Ijóst. Ef þeir ganga úr stjórninni leysist hún upp eins og mjöll á vordegi. Framsókn undir forustu Hermanns hefur brennt all- ar brýr að baki. Framund- - an er. nú ekkert annað fyr- ir formann framsóknar en krossganga á vegi kommún- ista eða sú þunga ákvörðun að draga sig í hlé úr stjórn- málunum. Hið síðara væri honum og þjóðinni fyrir beztu. Kommúnistarnir, umboðsmenn Moskvu-valdsins, draga. nú smátt og smátt til sín allt vald í stjórninni. Enda eru þeir ekki myrkir í máli. Þjóðvíljinn segir á laugar- Akranes: Bretar — 0:3. «0: 2> (0:1) Bretarnir léku sinn síðasta leik hér í gærkveldi og sigruðu þá Skagamenn örugglega eftir harðan og skemmtilegan leik. Þeir eru vel að sigrinum komn ir, léku hratt og skemmtilega allan tímann og gáfu Akurnes- ingum aldrei lausan tauminn, Markvörður þeirra, Harry Shar' att, átti stóran þátt í. því, að markið hélzt hreint. Hann greip hvað eftir annað mjög skemmti lega inn og varði glæsilega, með frábærum staðsetningum. Þann ig lokaði hann tvívegis fyrir Þórði Þórðarsyni og einu sinni fyrir Ríkarði á hættulegum augnablikum. Lið þeirra var í heild fast og ákveðið, framlín- an virk og hreyfanleg með á- berandi skemmtilegri samvinnu milli Laybourne miðherja og Lewis h. útherja, en hann átti auðvelt með að leika gegn um Jón Leósson. Bretarnir voru í byrjun ákveðnir í að trufla Helga í markinu við útspyrnu, en þá endurtók sig sama sag- an og áður. Fávís fjöldinn hóf upp öskur mikil og búkhljóð, algerlega skilningslaus á þess- um sjálfsagða'þætti knattspyrn unnar. Vörn Akurnesinga gerði sig einnig seka um vanstillingu í þessu sambandi og fékk á sig óbeina aukaspyrnu innan víta- teigs fyrir aðför að Laybourne. Helga gekk oft illa að losa sig úr klemmunni, og getur hann mik- ið lært af Sharett, sem losaði sig auðveldlega við mótherjann í sömu tilfellum. Fyrri hálfleikur var skemmti legri hluti leiksins, enda meiri mótspyrna af hálfu Akraness og betur leikið en í þeim síðari. Þeir komust þó seint í gang, létu lítið að sér kveða fyrsta fjórð- unginn, en þá voru Bretarnir hættulegastir og lá oft nærri, að þeir skoruðu. Fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á 37. mín., en það skoraði Lewis laglega eftir mistök Akranessvarnar- innar. Þrem mín. síðar bætti h. innherjinn, Freyer öðru við af stuttu færi. Akurnesingar voru oft nærri að skora, fengu mörg góð tækifæri, sem ekkert varð úr. Þannig, var það t. d. á 10. og 44. mín., að Þ. Þ. komst daginn: „Það er nauðsynlegt að hreinsa húsið eftir langa vist íhaldsins ög sérdrægn- innar og hleypa hreinu lofti inn“. Allir vita að kömmún- istar kallla framsóknarmenn „íhald“. Allir vitalíka hvað átt er við með hinu „hreina lofti“, sém kommúnistar ætla að hleypa inn. Það er að slíta vináttuböncl fs- Iendinga við vestrænar þjóð- ir. Það er að innlima efna- hagskerfi íaridsins í 'ríkja- samsteypu kommúnista austari járntjalds. Það cr að brjóta í rúst bá þjóðfélags- skipun sem íslendingar búa nú við og koma hér á harð- stjórn, ofsóknum og at- vinnukúgun. Framsókn og Alþýðuflokkur lofuðu daginn fyrir kosn- ingar að vinna aldrei með kommúnistum. Þessir flokk- ar hafa svikið kjósendur sína eins og þeir nú svrkja, þjóð sína. , - .. einn inn fyrir, en Shai'ett lok- aði vel í. bæði skiptin og bægð-i hættunni frá. Á 17. mín. átti Akranes fallegt upphlaup, sem endaði með skoti framhjá frá Þórði Jónssyni. Á 21. mín. hefði dómarinn, Þorlákur Þórðarson, hiklaust átt að dæma víta- spyrnu á Bretana fyrir hendi innan vítateigs. Þetta var mjög áberandi brot og óskiljanlegt, að hann skyldi sleppa því. Eft- ir tækifærum hefði réttlát staða í hálfleik verið eins marks mun ur fyrir Bretana. Síðari hálfleikur var ekki eins skemmtilegur, leikurinn þófkenndur og mun tilþrifa- minni. Bretarnir voru ákveðn- ari og gáfu aldrei, eftir. Þeir léku maður á mann og gáfu Ak urnesingum aldrei fæ'ri á að leika lausum.. Með þessu gerðu þeir sókn Akraness hættulausa, þar sem hún byggist mjög á nægu svigrúmi og lausum stöð um. Eina mark hálfleiksins skor aði Freyer á 9. mín. með lausu skoti af stuttu færi. Helgi sá ekki knöttinn fyrir varnar- mönnum, er skyggðu á, og verð- ur ekki sakaður um markið. Á 21. mín. átti Ríkarður hörku- skot á markið af stuttu færi, en Sharatt stóð vel að og varði glæsilega. Eftir þetta var út- séð um sigur Bretanna. Þeir fara því ósigraðir héðan og get- um við vel sætt okkur við það, þar sem hér eru á ferðinni betri menn en okkar kunnátta fær við ráðið. Dómari var Þorlákur Þórðar- son og fór hann oft illa með gef- in tækifæri til að nota flautuna. Kormákr. Hofsá í Álftafirði brúuð. Síðastl. sunnudag var vígð ný brú á Hofsá í Álftafirði í Suð- ur-Múlasýslu, að viðstöddu miklu fjölmenni. Brú þessi er mikið mannvirki, 118 metra l'öng, bitabrú á sex stöplum. Var efnt til hátíðar í sam- bandi við vígslu brúarinnar, og sótti hana fólk úr nærsveitum og víðar, ekki sízt Austur- Skaftfellingar. Elís Þórarinsson hreppstjóri setti hátíðina, en Vilhjálmur Hjálmar.sson; fv. al- þingismaður, vígði brúna f. h. samgöngumálaráðhérra. Síðan lýsti Sigurður Jóhannsson vega málastjóri brúnni. Flei-ri menn fluttu ræður við þetta tækifæri, en það er mál manna, að með hinni nýju brú hafi orðið mikil og góð samgöngubót. Nýtt leikrit eftir Noel Co- ward verður frumsýnt í Dublin 24. sept. Það nefnist „Nude with Violin“. Margt er manna bölið, misjafnt drukkið ölið, og' svo er hér bréf fr|j einum sem kvartar undan þvi. að hinir nýju tappar á ákavitis- flöskunum séu ekki þéttir. Bréf hans er á þessa leið: Ákavítið rann í sætið. „Mér þykir leitt að ekki skuli vera hægt að aka bíl með óupp- tekna ákavítisflösku við lilið sér, án þess að bíllinn verði löðrandi í víni. Þetta gerði ég um daginn í n-ýjum bíl og varð, þegar verst stóð, allt í einu rassblautur. HvaS veldur? Eru þessar svokölluðu skrúfuðu héttur ekki öruggar? Éru korktapparnir ekki betri? Ekki fyrir það, að ég mæli með korktöppunum, cn þessum fáu línum er beint til forráðamanna áfengisverzlunai’innar og þeir beðnir að athuga hvernig stend- ur á þessum leka.“ Ef lögreglan .... Bergmál samhryggist bréfrit- ara yfir því, að missa niður drop- ann, verða rassblautur undir ó- heppilegum kringumstæðum og svo líka að fá brennivín í sætið, sem auðvitað lyktar eins og brennivínstunna í langan tima. Það gæti Ixafa orðið honum til. stórvandræða, ef lögregluþjórm hefði stungið nefi sínu inn í bíl- inn og fundið vínlyktina. Potuðu tappanum niður. Annars eru vist allir sammála um það, sem nokkuð fást við brennivínsdrykkju, að skrúfuðvi hetturnar voru stórt skref fram á við í okkar brennivinsmenningu og liafa m. a. oft á tíSum valdiS því, að hettan var skrúfuð á áS- ui' en búið var alveg úr í'löskunui, þó oftast nær sé hún tæmd á skammri stund. — Það vildi svo oft henda, að tappinn eyðilagðist við það að ná honum upp, eða þá að ráðalausir menn, sérstak- . lega linglingar og kvefólk, pot- uðu tappanum niður meS spýtu og þá var elcki hægt annað en aS tæma flöskuna á staðnum. Tappatogaralán. Og svo vildi þetta oft vera svo ódrjúgt. Til dæmis eru margir svo snyrtilegir að þeir vilja gera hlutina rétt og fóru til einhvers til að fá lánaðan tappatogara og venjulega voru þeir til hjá þeim sem áttu elvkert vín. Já, Bergmál veit um menn, sem drukku nær eingÖrigu út'á tappatogaralán, og það er víst ekki nokkur hlutur,. sem eins hefur verið okraS á, og tappatogarar, og slíka menn hefði átt að taka fyrir hjá okur- nefndinni göðu. Engin beinbrot. Það liefiir heldur ékki heyrzt, að nokkur llafi handárbi'ótnaS1 nú um larigt skeið við að slá tappa lir flösku, eða það semt raikJu verra er, brotið flösku við að slá úi’ henni tappann. —• Af þeim ástæðum sem hér eru tilgreindar, mælir Bergmál ein- dregið með skrúfuðu hettunum, en tékur jafnframt undir með 1 bréfritará um að hafá héttui’nar þéttar, svó vinið faí'i ekki til sþiHis. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiir Tvgggja herbergja Ibúð í kiallara til söhi á Víðimel (hitaveita). Laus um n.k. áramót. Tilboð sendist blað- inu fyrir 18. þ.m. merkt: „GóSur staSur.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.