Vísir - 24.08.1956, Blaðsíða 7

Vísir - 24.08.1956, Blaðsíða 7
Föstudaginn 24. ágúst 1956. TÍSXR 1 $ STUIT SAGA | EFTIR ijj | Guðlaugu Benediktsdóttur | Tómasi. Hann er bezti drengur, þó hann sé ekki álítlegur.‘‘ „Þú þarft engin orð að hafa um Tómas, pabbi,“ sagði Dýrleif rjóð í kinnum. „Ég þekki hann, og þér er óhætt að láta þér skiljast, að mér er alvara.“ „Heldurðu að þú segir mér það, að þú, — Dýrleif dóttir mín, ætlir að taka hann Tómas í Litlabæ að þér. Nei, því trúi ég ekki. Sérðu ekki að hann er orðinn slitinn og beygður fyrir tímann af erfiði og fátæktarbasli. Gg hvernig ætti ekkjan, móðir hans, að komast af,' ef hann fer frá henni?“ „Hún og telpan geta flutt með honum til okkar eða haldið áfram að búa í Litlabæ, ef þær vilja það heldur. — En svo að þe.tta kosti ekki neinn misskilning okkar á milli, þá skal ég segja þér það, að ég hef fundið þá mannkosti hjá Tómasi, sem ég hef leitað að, en ekki fundið, hjá öllum hinum sem hafa gengið á eftir mér. — Tómas á öll andlegu verðmætin, en lík- amlegaatgerfið ætla ég mér að bæta upp, svo er ykkur fyrir að þakka.“ Dýrleif klappaði föður sínum á vangann og gekk í burtu. Hún var róleg og ákveðin, þrátt fyrir. það, þó það væri í fyrsta skiptið á lífsleiðinni, sem föður hennar hafði sinnast reglulega við hana. „Það held ég hún Dýrleif sé ekki með sjálfri sér,“ sagði Jóhann við Katrínu konu sína, þegar þau voru orðin ein. „Ég segi það satt, að ég finn mig varla mann til að bera það, að hún skuli ætla sér að bjóða okkur upp á þennan vesalings kroppinbak fyrir tengdason.“ „Það er aðeins ein leið fær fram úr þessu,“ sagði Katrín hóg- vær, eins og hennar var vandi. „Sú eina, sem okkur sæmir, — og það er að taka þessu öllu vel. Við þekkjum Tómas lítið, nema í sj.ón, og höfum ekkert nema gott eitt af honum spurt. Sagði ekki Dýrleif, að hún væri búin að athuga þetta mál í átta, ár. Ég fyrir mitt leyti vil ekki rengja hennar niðurstöðu.“ „Þú hefur sennilega verið búin að taka. afstöðu til þessa máls, góða mín,“ sagði Jóhann loks. „En enginn maður hefur veriö f jær huga mínum í þessu sambandi en Tómas.“ ,,Þú mátt ekki halda, að ég hafi leynt þig þessu Jóhann. Ég hefði sagt þér frá því, hefði ég haft hugmynd um það fyrr en nú, að hún sagði okkur það báðurn í senn.“ „Jæja, hafi hún hann þá,“ sagði Jóhann stuttur í spuna. Upp frá því sá enginn maður á honum, hvort honum líkaði betur eða verr þessi ráðahagur. Mínar heimildir hef ég beint frá Katrínu minni sálugu. Við vorum góðar vinkonur og mátum hvor aðra mikils. En hvað kemur svo upp á daginn. Þau eignast ‘eina dóttur, .Tómas og Dýrleif, — eins og við vitum bæði, — hana Katrínu, sem þú fellir hug til vjnur minn. — Og það undarlega skeður, að hún ber af öllu sínu ættfólki, og var þó engin skömm að þeim, afa hennar og ömmu, sem bæði voru vel ásjáleg, — að maður tali ekki um Dýrleifu. — Jóhann var meira að segja sá allra fallegasti maður, sem ég hef séð og ætíð jafn snyrtilegur. Þau Tómas og Dýrleif urðu hamingjusöm, víst var um það, og ekki rýrnaði búið í Höfðavík í höndum þeirra. En það sem gekk á fólkinu, þegar þau settu upp hringana, því ætla ég ekki að reyna að lýsa.“ Og.gamla amma hló dátt að endurminningimum. Það þurfti að láta segja sér það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, fólkið hérna í kring, að hún Ðýrleif, einbirmð í Höfðayík, sem búin var að sigla um liálfan heiminn, h.efði teki ðhonum Tómasi í Litlaþæ, þessum glæra, heimaalda krobbinbak. . ;i | ;| | j. Það rigndi yfir mann spurningunum úr öllum áttum: — Hvað sagði hann, blessaður skipstjórinn? Ekki trúi ég því, að honum hafi ekki orðið nóg boðið? Þvílíkur skellur fyrir vesl- ings hjónin. — Það mátti vita á eitthvað, að hann Tómas í Litlabæ var aldrei upp á kvenhöndma. En Jóhann stóð sig. Hann var glaður og reifur á brúðkaups- degi déttur sinnar, og er hann talaði við gamla kunningja sina, sagði hann, að Dýrleif sín hefði alltaf verið full ágjörn, enda hefði hún engan mann viljað nema þann, sem bæi'i verulegt gullhjarta í brjósti. — Enginn gat fundið inn á mótspyrnu frá hans hálfu í því máli.“ Amma naut þ.ess innilega að rifja upp þessi atvik öll, en ég var í aðra röndina farinn að óttast, að hún hefði alveg gley.mt erindi mínu. Hún þagnaðd og lá þögul með bros á vör, nokkra stund. En allt í einu tók hún um hönd mína og sagði: „Já, góði drengurinn minn, líttu inn til mín í fyrramálið, ég vona að Guð gefi ömmu þinni þá gæfu að geta ráðlagt þér heilt.“ Ég kyssti ömmu á. vangann, þakkaði henni fyrir og hraðaði mér út til starfa minna. í huga mínum brutust um margar spurningar, þar sem ég kepptist við að koma frá verkunum, en ein spurning yfirgnæfði þó allar hinar: — Myndi Katrín í Höfðavík, hin unga og glæsilega, nokkurn tíma taka mér? Væri hún sama sinnis og Ðýrleif móðir hennar, þá var ekki að vita, að hún fyndi gullhjartað hjá- mér. Ég sofnaði seint um kvöldið og svaf órótt. Milli dúranna hugs- aði ég um Katrínu — og ömmu, — kannske ennþá meira um, ömmu. Hún hafði annazt mig að mestu, frá því ég var i vöggu, og ég var ekki síður hennar barn en mömmu, sem hafði í mörg horn að líta, að annast öll hin systkinin. Ekki þó svo að skilja, að amma hjálpaði henni ekki líka með þau, en ég bar nafn afa míns og það var nóg til þess, að ég var fyrst og fremst ömmudrengur. Alltaf hafði hún greitt úr mínum vandamálum, ég var ekki vanur því að fara erindisleysu á hénnar fund. En skyidi hún nokkuð geta gert fyrir mig núna? — — Hún myndi biðja Guð að leiðbeina sér, eins og hún sagði mér, það var hennar vani. Einu sinni sagði hún við okkur sys.tkinin, að oft krefðist bæn- in mikiiíar þolinmæði, með þvi vildi Guð sannprófa manninn, hvort hann treystí almættinu í einlægni. En hvað ég skildi þetta vel. Ég bað þess, að Guð viidi nú svara ömmu, því sannarlega leitaði hún hans alltaf í einl-ægni. Hún vissi að þar var hennar hæli, hvað sem á bjátaði. Morguninn eftir stóð ég lengi í skemmudyrunum og horfði út á snjóbreiðuna. í þetta sinn myndu verða hvít jól og það myndi gleðja krakkana, sem einskis óskuðu frekar en að vera með sleða og skíði, hvenær sem færi gafst. Reyndar féíl smn- um fullorðnum það líka betur að sjá snjóinn um þetta leyti árs. Ég var aldrei hrifinn af snjónum, það gat stafað af því, að þegar ég var barn, var snjóbolta kastað svo illa fyrir brjóstið á mér, að ég var nærri dauður. Þá vakti amma y.-fir mér og hjúkraði mér sólarhringum saman, þar til loks að hinn þráláti verkur og hiti fóru að minnka. Læknirinn lét mig þó liggja alllengi eftir það. Aldrei vitnaðist hver hafði kastað snjóboltanum, enda kom feað út á eitt. Við vorum mörg saman í leik og ég var einn af minnstu börnunum. Én æfinlega síðan hafði snjór þau ■ áhrif-á mig, að mér var ami að honum. Frá þessum endurrninningum hvarflaði hugur minn til þess sem nú var fram undan. í kvöld átti að dansa í samkomuhúsínu. Það var nokkurskonar kveðjuhóf fyrir unglingana, sem fóru úr unglingaskólanum, sem var þarna í grenndinni, — og leituðu heim til sín fyrir hátíðina. Þennan dansleik hafði ég bæði þráð og kviðið fyrir. Þar ætlaði ég að ná tali af Katrinu, ef mér gæfist færi á. Fram að 4 ♦ Þjónn. eg er alltaf vanur að fá tveir sneiðar af kjöti. Þér verðið að afsaka, herra minn. Matsveinninn hefir bara gleymt að skera kjötið í sundur. k Þú hefir ega samúð með fólki og tekur ekki tillit til neins, sagði storka-mamma við mann- inn sinn. Þarna ferðu galvaskur með þríbura til Jensenshjónanna, þó að þú vitir, að þvottavélin þeirra er ónýt. * Maðurinn var bóndi í einu af Vesturríkjum Ameríku og bauð sig fram til þings. Hann lýsti: ágæti sínu fyrir kjósendum og; hvatti þá til að kjósa sig. „Eg er hagsýnn bóndi,“ sagði hann. á einum fundinum. „Eg get plægt og hirt uppskeruna. eg mjólka kýr, hirði og járna hesta. og mér þætti gaman að heyra ykkur nefna eitthvað það á bóndabýli, sem eg get ekki gert.“ Það varð áhrifamikil þögn í salnum stutta stund. Þá gall vi(3 rödd aftarleg í mannþrönginni: „Geturðu verpt eggi?“ „Hvað er um kaupið?“ spurði kvikmyndastjarnan. „ Ja —“ sagði kvikmyndafor-* stjörinn. „Segjum t. d. 5 þús-» und á viku.“ „Það er ágætt.“ „Þér skiljið það. að við segj- úm 5 þúsund. En þér fáið 3 hundruð í raun og veru.“ ★ Herbert Hoover, sem einu: sinni var forseti Bandaríkjanna, hafði mjög gaman af fiskveið- um. Einu sinni sem oftar ióp hann út á skak og baúð með sér. nokkrum mönnum; voru þaö bæði deókratar og repúblikan- ar. Kom þá til hans. ungur og ýtinn blaðamaður og spurði hvqrt ferðin væri farin með einhvern stjórnmálatilgang fyrir augum. „Nei. vinur sæll,“ sagði Hoo- ver vingjarnlega. „Þér megið ; treysta því að ekkert er að baki. Nei við ætlum bara að fara úfe [að veiða fisk. Fiskunum stend- .ur nefnilega alveg á sama hvorfc !það eru demókratar eða repú- . bíikanar, sem veiða þá.“ ‘ * í r Tarzan hafði nú reist sJg upp og- studdi fig viðí tréð og horfðí ó óvin jiph sölckva niður í bQtnlaust fteníð. ; aílu- -C® íokum $£$í aðeins hancl, sem seig hægt og hægt ofan í fenið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.