Vísir - 11.12.1956, Qupperneq 8
aesember 1956.
VÍSIB « édýrasta blaSiS «g þé ieaS íjll-
breyttaiu. — Hríngið f «fna» ÍCM »g
geriil áskrifendor. >
100 millj. kr. lán verði tekið
til íbúðabygginga.
Tillaga um þetla Irá sjálfstæðismöunum.
Á Alþingi var í gær lögð
fram þingsályklunartillaga frá
fimm þingmönnum Sjálfstæð-
isflokksins um að tekið verði
100 milljón króna erlent lán, er
varið verði til útlána á vegum
hins almenna veðlánakerfis til
íbúðabygginga.
Flutningsmenn eru Jóhann
Hafstein, Sigurður Bjarnason,
Ragnhildur Helgadóttir, Kjart-
an J. Jóhannsson og Gunnar
Thoroddsen, og leggja þeir enn
fremur til að ríkisstjórnin greiði
fyrir erlendri lántöku einstakra
aðila til íbúðabygginga, ef lán-
in eru fáanleg með eðlilegum
kjörum.
I lögum þeim um húsnæðis-
málastjórn, veðlán til íbúða-
bygginga og útrýmingu heilsu-
spillandi íbúða, sem sett voru á
síðasta ári að tilhlutan þáver-
andi ríkistjórnar, var gert ráð
fyrir því, að erlent lánsfé yrði
fengið til þeirra víðtæku fram-
kvæmda í húsnæðismálum, sem
lögin fjölluðu um.
Leggja flm. til að heimild um
þetta verði nú notuð, og hljóðar
rökstuðningur þeirra í greinar-
gerð tillögunnar m. a. svo:
Eins og nú standa sakir, er
langveigamesta ráðstöfunin til
þess að bæta skjótlega úr hús-
næðisskortinum að gera þeim
mörgu einstaklingum og öðrum
aðilum, sem nú eiga hús í smíð-
um, kleift að ljúka þeim sem
fyrst. Til þess að svo megi verða
þarf mikið viðbótarlánsfé fram
yfir það, sem várið hefur verið
til íbúðaþygginga. Sá vandi verð
ur ekki leystur nema með er-
lendri lántöku í þessu skyni, en
jafnframt er þá séð fyrir er-
lendum gjaldeyri til kaupa á
byggingarefni og öðrum nauð-
synjum“til íbúðabygginga.
Það er því ljóst, að hér er um
þýðingarmikið atriði að ræða,
sem hrínda verðuf í fram-
kvæmd. Er það ekki síður fyr-
ir þá staðreynd, að skýrt kom
fram af hálfu félagsmálaráð-
herra við umræður um hús-
næðismálastjórnina á þingi í s.l.
viku, að núv. ríkisstjórn hefur
iXlatofundirnir:
Ismay lávarður varar
við Rússum.
Ismay Iávarður, framkvstj.
N.-A. varnarsamtakanna, sagði
í gær, að fundir utanríkisráð-
herranna nú, væru lunir mik-
ilvægustu, sem NATO hefði
haldið í 4 ás*. Hanm kvað at-
burðina í XJngverjalandi sýna,
að Rússar sviíust einskis, ef
þeim byði svo við að horfa.
Dulles ræddi í gær við Selwyn
Lloyd um hreinsun Súezskurð-
ar, friðsamlega lausn deilu
ísraels og Arabaríkjanna og
Sýrland. Á fyrri ágreinings-
mál var ekki minnst, heldur
sneru þeir sér að þeim vanda-
málumj sem úrlausnar bíða.
ekki gert neinar raunhæfar ráð-
stafanii', til þess að tryggja fé
til áframhaldandi íbúðabygg-
inga.
Jólaskreytingar miklar
á Akureyri.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í gær.
Mikill undirbúningur er þegar
hafinn varðandi jólahátíðar-
höld á Akureyri.
Á sunnudaginn skemmti jóla-
sveinn Akureyrarbörnum, er
hann kom fram á svölum verzl-
unarhúss Kea við Ráðhústorg
og söng þar og lék listir sínar
að viðstöddu geysilegu fiöl-
menni. Veður var hagstætt og
nærliggjandi götur lokað'ar fyrir
allri bifreiðaumferð. Hefur
það verið venja á undanförnum
árum að jólasveinn kæmi frani
á þessum stað um áþekkt leyti
til þess að skemmta Akureyrar-
börnum.
Um helgina höfðu ílestar
Verzlanir á Akureyri meiri
éða minni viðbúnað varðandi
jólaskreytingar meðal annars
höfðu verzlun Kea og Amarós
strengt ljósum skreyttar jóla-
bjöllur yfir þvera götu og við
Akureyrarkirkju var viðbúnað-
ur í frammi til þess að skreyta
umhverfi hennar og koma upp
jólatré. Víðar var verið að koma
upp ljósskreyttum jólatrjám á
almannafæri.
Mikil mergð var af fólki á
götum bæjarins um helgina til
þess að skoða útstillingar og
jólaskreytingar verzlana.
Fóstbræður halda 3
samsöngva.
Fréttamenn áttu í gær tal við
Asgeir Bjarnason, sem slcýrði
frá því, að Karlakórinn Fóst-
bræður myndi halda söng-
skeinmtun í Austurbæjarbíói í
dag og á fimmtudag og föstu-
dag n. k. Hefjast allar skemmt-
anirnar kl. 7 e. h.
Tvær fyrstu skemmtanirnar
eru aðeins fyrir styrktarfélaga
kórsins^ en aðgöngumiðar
verða seldir að skemmtuninni
á föstudagskvöldið. ' *
Einsöngvari með kórnum
verður Kristinn Hallsson, ó-
perusöngvari, og söngstjóri
Ragnar Björnsson. Á efnis-
skránni, sem er mjög fjölbreytt,
verða ýms lög, sem kórinn hef-
ur flutt undanfarin 40 ár.
Söngstjórinn, Ragnar Björns-
son, er nú á förum til Þýzka-
lands til náms.
★ Nýlokið er töku kvikmyndar-
innar „Sofandi prinsinn," sem
Marilyn Monroe lék í við
stjórn Sir Launrence Oliver.
Myndin var g'erð í Bretlandi
og Marilyn konxin til Banda-
ríkjanxta.
Mynd þessi er tekin á þjóðhátíðardegi Finna í Helsinki. Frá
vinstri: Magnús Magnússon, sendiráðherra, dr. Aune Lind-
ström, frú Aline Juuranto, frú Guðrún Magnússon og ísl. aðal-
ræðismaðurinn Erik Juuranto.
Stækkun póst- og símstöivar
í Stykkishólmi.
Kr til mikilla liagskóta IVrir
|ioi'|)ishúa.
1. das. rninnzt í
Helsmkí.
FélagiS Islandia — Islandia
Yhdistys — hélt 1. desember-
fagnað í Hotel Kemp í Helsuiki
og voru sendiráðherra íslands í
Helsinki, Magnús Magnússon
og frú lians heiðursgestir í
veizlu þessari.
Við þetta tækifæri flutti
Olav Ahlbáck, prófessor, fyrir-
lestur um íslenzka tungu og
vakti fyrirlesturinn mikla at-
hygli áheyrenda. Prófessorinn
er vel fær í íslenzkri tungu og
sögu landsins.
i Alls tóku 45 manns þátt í
fagnaði þessum. Að loknum
fyrirlestrinum var sýnd kvik-
jmyndin Perla norðursins við
góðar undirtektir.
Magnús Magnússon, sendi-;
ráðherra hélt síðan ræðu um
1. desember og þýðingu þess
dags fyrir þjóðina. Loks söng
|lnkeri Rantasalo, söngkona, is-
lenzk lög.
Á þjóðhátíðardegi Finna voru
sendiráðherrahjónin. Magnús
Magnússon og frú, gestir Finna;
á öllum samkomum í tilefni-
dagsins, og var mynd sú ,sem
hér birtist í blaðinu, tekin a£
því tilefni.
Frá fréttai'itara Vísis.
Stykkishólmi, í.gæ.r,
Póst og símastöðvarhúsið í
Stykkishólmi hefir að undan-
förnu verið stækkað og endur-
bætt til mnna.
Stækkun þessari er nýlokið,
og var flutt í póstafgreiðsluna
sl. laugardag. Á meðan breyt-
ingin stóð yfir var póstafgreiðsl
an til húsa í herbergi úti í bæ.
Alls nemur stærð hússins
rúmlega 80 fermetrum, en auk
þess er kjallari undir þriðjungi
hússins, sem ætlaður er
til geymslu o. fl.
Má segja, að póstafgreiðslan
sé orðin mjög rúmgóð og vist-
leg og innrétting öll að kröf-
um nútímans og vinnuskilyrði
góð. Sérstakt herbergi er fyrir
stöðvarstjóra, en einnig rúm-
gott herbergi fyrir símaþjónust-
una. Þá er og sérstakt herbergi
fyrir fjölsíma- og talsímaþjón-
ustuna, auk sameiginlegrar bið-
stofu fyrir póst og síma og
snyrtiherbergis. Frágangur all-
ur er hinn vandaðasti og sá
Oskar Olafsson trésmíðameist-
ari_ Stykkishólmi, um verkið.
í Stykkishólmi eru nú rúm-
Ftugvél týnd
með 62 menn.
Ekki hefur enn frézt um stóva
kanadiska flugvél með 62
manxis, sem saknað er. Hún var
í innanlandsflugi.
Farþegar voru flestir Kan-
adamenn og Bandaríkjamenn.
Flugvélin var 160 km. fyrir
austan Vancouver í British
Columbia, er seinast fréttist til
hennar. — Hún var af svo-
nefndri North Star-gerð cg
eign Trans-Canada-flugfélags-
ins, i , •
lega 100 innanbæjarímar,s 20
sveitasímar og 8 langlínur. Auk
þess standa 11 eyjar á Breiða-
firði í talsímaþjónustu við
Stykkishólm.
Símaþjónusta er nú virka daga
kl. 8.30 árdegis til kl. 22.00 síð-
degis, og á helgidögum kl. 10—
11 f. h. og kl. 16—19 e. h. Enda
þótt bæði póst- og' símaþjónusta
í Stykkishómi sé betri en nokk-
uru sinni áður, gætir nokkurr-
ar óánægju út af því, að sima-
þjónusta á sunnudögum og öðr-
um helgidögum skuli aðeins
vera 4 klukkustundir á sólar-
hring. Er þess fastlega vænzt
meðal íbúa Stykkishólms, að úr
þessu verði bætt á næstunni,
Hvað sem öðru líður má
segja, að mikil bót sé að þess-
um framkvæmdum öllum og
póst- og símaþjónusta stórum
bætt frá því sem áður var,
Póst- og símastöðvarstjóri er
Árni Helgason.
Norðmenn gefa Ong-
verjum mítljánir.
Miltilvæf*
ííkisiitvarpsints,
Norsk blöð segja, að fjár-
söfnun til hjálpar Ungverjum
hafi gengið ágætlega og þakka
'það ekki sízt fréttblöðum og
félögum, svo og ríkisútvarpinu,
sem hóf einskonar leiftui'sókn
málinu til stuðnings.
Var um samstarf milli fjár-
söfnunarinnar og útvarpsins að
ræða — nefndin fékk 9 af dug-
legustu starfskonum útvarpsins
sér til hjálpar. Skýrt var jafn-
harðan frá hvernig söfnunin
gngi, allt frá Svalbarða til Líð-
andisness. Þegai' fyrsta kvöldið
söfnuðust 376.000 krónur til
Viðskiptasamniitgur ,
íslands og Ítalíu.
Undanfarið hafa farið fram
samningaviðræður um við-
skipti milli íslands og Italíu.
Var samkomulag undirritað í
gær og gildir x eitt ár frá 1.
nóv. s.l.
Mun íslenzka ríkisstjórnin
heimila innflutning fyrir til-
teknar upphæðir á ýmsum ít-
ölskum vörum svo sem: eplum,
vefnaðarvörum, vélum, rafbún
aði, jarðstrengjum, rafmagns-
virum, bifreiðum, hjólbÖrðum
og gólfdúkum. Innflutningur á
saltfiski og skreið og' ýmsum
öðrum íslenzkum vörum er al-
gjörlega frjáls til Ítalíu.
íslenzku samninganefndina
skipuðu Þórhallur Ásgeirsson,
ráðuneytisstjóri, formaður
nefndarinnar, Davíð Ólafsson,
fiskimálastjóri, Pétur Péturs-
son, forstjóri innflutningsnefnd
arinnar og Svanbjörn Frímanns
son, aðstoðarbankastjóri.
Samningurinn var undirrit-
aður af Gylfa Þ. Gíslasyni, sem
gegnir störfum utanríkisráð-
herra í fjarveru Guðm. í. Guð-
mundssonar og dr. Guido Mil-
ano, form. ítölsku nefndarinn-
ar.
★ franska olíufélagið hefur haf-
ið viðræður við Tyrknesku
stjói-nina unx olíixleiðslu frá
íralt til Alexandrettu í Tyrk-
landi (Miðjarðarhafsströnd).
Ef af þessu verður, yrði leið-
slan í Sýrlandi lögð niður.
I>að mundi taka tvö ár að
fullgera leiðsluna.
Rauða krossins. — Síðari fregn-
ir hermdu, að safnazt hefðu 7
millj. kr. og var söfnun þá ekki
lokið. t